Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR I. JÚNÍ 2002 HelQctrblað DV 53 Aðaltrompið hjá Bílabúð Benna verður eflaust Porsche Cayenne-jeppinn sem frumsýndur verður í liaust. P. Samúelsson kynnti Corollu Lítið verður um stóra viðburði hjá Toyota-umboðinu á árinu en það kynnti nýja Corollu í janúar. „í haust kemur Land Cruiser 100 með nokkrum breytingum," sagði Bjöm Víglundsson, markaðsstjóri P. Samúelsson- ar. „Við eigum svo von á alveg nýjum Land Cruiser 90 en hann kemur nýr á næsta ári.“ Nýlega kom hingað ný Corolla og Double Cab með nýrri dísOvél en fleira er ekki á döfinni hjá P. Samúelssyni hf. í bili. Bernhard meö margt nýtt Bemhard er um það bil að fara að kynna nýjan CRV- jeppling sem er mikið breyttur frá fyrri gerð. Að sögn Gunnars Gunnarssonar, markaðsstjóra Bemhard hf., munu þeir svo á haustmánuðum kynna nýjar útfærsl- ur á 307. „Hann verður boðinn í tveimur útfærslum, langbaksútgáfan af funm dyra bílnum og svo lúxusút- gáfa með glerþaki sem höfðar kannski til annars mark- hóps.“ Bemhard mun síðan kynna langbaksútfærslu af 206 í haust og nýja útfærslu af átta manna fjölnotabíi, Peugeot 807. „Svo er von á nýjum jeppa frá Honda, sem heitir Pilot, en ekki er búið að kynna hann enn þá. Hann er áætlaður í sölu hjá okkur vorið 2003 og er stærri en CRV, enda átta manna fjórhjóladrifsbíll. Það er markaður fyrir þennan bíl og við munum alveg ör- ugglega bjóða hann í okkar línu,“ sagði Gunnar. Hyundai Clix ier nýjasti smábíllinn frá Kóreu en ekki er vitað nákvæmlega hvenær liann kemur hingað til lands. B&L með stórt og smátt Að sögn Guðmundar Gíslasonar, markaðsstjóra B&L, munu þeir liklega ekki koma með nýju bílana frá Renault, Vel Satis og Avanttime. „Það er verið að skoða það en ekki hefur verið tekin nein ákvörðun enn þá.“ Hyundai Clix er nýr bíll frá Hyundai og er að vissu leyti stefnumarkandi bill frá þeim. „Það er ekki alveg klárt hvenær hann kemur hingað," sagði Guðmundur. „Við erum að fá nýja Range Rover-jeppann en þessi bUl er mikil bylting hjá Land Rover og er aðeins þriðja út- gáfan frá því að þeir komu fyrst á markað.“ Loks er nýja 7-línan nýkomin til landsins en það er tæknilega mjög fullkominn bUl. Suzuki-bílar fá dísilvélar Þeir hjá Suzuki bUum eru nýbúnir að kynna fimm dyra útgáfu af Liana en eiga síðan von á fjögurra dyra bUnum á árinu. Að sögn Úlfars Hinrikssonar, fram- kvæmdastjóra Suzuki bUa, ætla þeir ekki að koma með nýjan Alto. „Það verður bara að segjast eins og er að það er ekki mikUl markaður fyrir minnstu smábUana héma,“ sagði Úlfar. Þá er von á nýjum dísUvélum í Grand Vitara í haust frá PSA. Ingvar Helgason fær öfluga jeppa Helgi Ingvarsson, framkvæmdastjóri Lngvars Helga- sonar hf., sagði að þeir hefðu verið duglegir við að kynna nýja bUa að undanfomu, meðal annars nýjan Nóg er af bílum á leiðinni frá Peugeot. í Genf voru sýndir þrír nýir bílar sem allir koma á árinu, Peu- geot 206 SW, 307 SW og loks 807 fjölnotabíllinn. Daewoo Kalos er smábíll frá Daewoo sem kemur inn á milli Matiz og Lanos. Ilann var frumsýndur á bíla- sýningunni í Genf í mars sl. Mikiö á döfinni hjá Benna Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri BUabúðar Benna, sagði að innan skamms kæmi nýr jeppi frá SsangYoung, að nafhi Rexton. „Rexton er stærri heldur en Musso og er meiri lúxusbUl en Musso. Hann verður á gormum aUan hringinn og er með um 200 mm lengra hjólahaf en tU dæmis Musso og Land Cruiser 90.“ Rexton kemur svo í haust með 175 hestafla dísUvél en þá kemur einnig nýr Kalos frá Daewoo og í sumar kem- ur svo bUl sem heitir Magnus og er stærri en Leganza. „Það verður ný sex strokka vél í honum, þverstæð 2,5 lítra línuvél sem er hönnuð af Porsche," sagði Benni. Frá Porsche kemur Cayenne-jeppinn hingað i haust. „Það verður vonandi einhver flugeldasýning í kringum hann þegar hann kemur,“ sagði Benni. „Hann verður með læstu afturdrifi og mUlikassa og það verður hægt að hækka hann og lækka. Við munum jafhvel smíða i hann læsingu fyrir framdriflð ef Porsche gerir það ekki, þannig að þetta verður læstur jeppi í bak og fyr- ir,“ sagði Benni að lokum. SÚBARU Subaru Forester var kynntur í Genf með nýju útliti. Á myndinni eru Júlíus Vífill Ingvarsson, bróðir Helga, og Kunio Ishigami, framkvæmdastjóri Evr- ópudeildar Subaru. Nissan X-TraU og Primera. „Terrano er einnig að koma með nýrri vél, það er Patrol-vélinni, sem er þriggja lítra dísUvél. Þeir bUar ættu kannski að koma í júlí,“ sagði Helgi. Nissan Double Cab kemur siðsumars en hann verður með kraftmestu dísUvélinni á markaðin- um. „Við munum ekki taka hann í King Cab-útgáfunni en vélm er um 130 hestöfl. í Subaru erum við að fá nýj- an Forester einhvem tímann á miðju sumri þannig að þetta verður aUt á svipuðum tima hjá okkur," sagði Helgi. Loks er væntanleg ný og gjörbreytt Nissan Micra að ári. Mikið er á döfinni hjá Ford á ár- inu. Von er á nýrri Fiestu og fjöl- nota útgáfu af henni sem heitir Fusion. Með margt í pokahorninu Að sögn EgUs Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar, er nýr Citroen C3 næstur í röðinni af nýj- um bUum frá þeim. „Þetta er að mörgu leyti sniðugur bUl sem við munum fá á allra næstu vikum. Þá fáum við einnig Fiestuna, en við tökum hana með 1,4 lítra og 1,6 lítra vélum. Svo emm við að setja sportbUinn Focus ST170 og Mond- eo ST220 á verðlista en höfum ekki tekið þá á lager enn þá. Það er aldrei að vita nema við komum með RS-bUinn lika,“ sagði EgUl. Ford Fusion er nýr bíU frá Brim- Volvo XC90-jepplingurinn kcmur til íslands í október og er þar inikill og vel búinn bíll á ferðinni. borg sem er blanda af jepplingi, smábU og fjölnotabíl. „Hann er stærri en Fiesta þó að hann sé byggður á sama undirvagni og með stærra skotti,“ sagði EgUl. „Hann kemur eingöngu með fram- drifi en við ætlum að taka hann líka með spólvöm fyrir okkar markað," sagði EgiU. í Volvo-deUd- inni kemur svo nýi XC90-jeppling- urinn í október. „Það verður spennandi að bjóða upp á þennan bU i þessum flokki, ekki síst vegna þess að hann er með sérlega skemmtUegri dísUvél sem er 163 hestöfl. Svo kemur Volvo Cross Country með disUvélinni i sum- ar,“ sagði EgUl að lokum. -NG Notcaðir bilar Alqer gwllmoll Ek. odeíns 38 Þ. Þokuljós. ÁBS, Loftpú&ar, Ný sko&a&ur, næsta skoðun 2004, Höruliu þus km skoðun og olíuslápyi. Asett verð samkv .Bíló" kr. 835.000. Allt o& föguro ára Dilafán me& 239700 í útborgun. Tilboðsverð lcr 799.000 Istraktor Smiðsbúð 2 - Graðabæ Simi 5 400 800 Einn eigandi, Reyklaus. Ek. 78.000 17" álfelgur. Spoiler á hli&um Þjófavarnarkerfi. Ný yrirrarinn og í toppstandi. Asett ver& 1.445.000 ■0.000 . _ ilegu Ek. 77.000. Rauðr. ABS ogloftpuðar. Ný skoðaður. Dráttarbeisli. Tilbúinn fyrir tjaldvagnin eða kerruna. Ný yfirfarinn með 80 þ km skoðun, ný timareim. Asett verð samkvæmt „Biló" kr. 880.000 Tilboðsverð kr 699.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.