Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 13.ÁGÚST2003 Lítið skrifræði en hár kostnaður VIÐSKIPTI: Athugun V( á skrifræði og kostnaði við stofnun fyrirtækja hefur leitt í Ijós að skrifræðið er lítið hér- lendis en kostnaður mikill. Þá er krafa um innborgað hlutafé lægri hér en víða annars stað- ar. Hins vegar er kostnaður vegna skráningar fyrirtækja töluvert meiri en í mörgum öðrum OECD-ríkjum. Komið hefur fram í athugunum að frumkvöðlastarfsemi sé um- fangsmikil hérlendis og ein ástæða þess kunni að vera sú að tiltölulega einfalt sé fyrir einstaklinga að stofna fyrir- tæki á (slandi. Alþjóðabank- inn hefur gefið út samanburð á því hversu mikla fyrirhöfn og fjármuni þurfi til þess að stofna ný fyrirtæki í yfir 80 löndum. ísland er ekki á þess- um lista en í athugun á veg- um V( hefur komið í Ijós að á (slandi er skrifræði í kringum stofnun nýrra fyrirtækja með minnsta móti. Á móti kemur þó að minni kostnaður er við stofnun nýrra fyrirtækja í ýms- um samkeppnislöndum okkar og þannig eru t.d. engin opin- ber gjöld við stofnun fyrir- tækja í Danmörku. ( þeim löndum Evrópu þar sem mikil fyrirhöfn er við skráningu nýrra fyrirtækja virðist vera minna um stofnun þeirra. Faraldur SKORDÝR: Talsvert hefur borið á stórvaxinni fiðrildategund hér á landi upp á síðkastið og ber hún heitið kóngasvarmi. Hafa fiðrildin sést á svæðinu frá Reykjavík til Neskaupstaðar. Þau sáust einnig hér á landi síðastliðið haust en þau hafa líklega borist hingað með hlýj- um vindum frá Evrópu. FLESTIR TELJA RANGT AÐ ÞIGGJA BOÐSFERÐIR - sumir telja þó að það geti i sumum tilvikum verið réttlætanlegt. Að gefnu tilefni sendi DV í gær öllum þingmönnum, ráðherrum, borgarfulltrú- um og borgarstjóra spurningar um boðsferðir á vegum einkaaðila. Svörin benda til að fáir stjórnmálamenn þiggi slfkar ferðir eða telji réttlætanlegt að gera það. Spurt var: 1. a) Hefur þú þegið boðsferð á vegum einkaaðila (þ.e. einstaklinga eða einka- fyrirtækja), utanlandsferð, veíðiferð eða annað sem telja má sambærilegt, á undanförnum árum, eftir að þú tókst við starfi [þingmanns, ráðherra, borgar- fulltrúa eða borgarstjóra)? b) Ef svo er: Hvaða ferð(ir), hvenær, og í boði hvers/hverra? 2. Telur þú eðlilegt að stjórnmálamenn þiggi boðsferðir á vegum einkaaðila? Agúst Olafur Ágústsson þingmaður Sam- fylkingarinnar „l.Nei. 2. Ég held að al- menna reglan sé að menn eigi ekki að gera það, sér- staklega þegar það getur boðið upp á tortryggni vegna eðlis og hagsmuna einkaaðilans og viðkom- andi embættis. Hins vegar geta hugs- anlega komið upp tilvik þar sem það er réttlætanlegt." Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans "Hef ekki þegið slfk boð og tel ekki að embættismenn eigi að þiggja slík- arferðirsem boðið er í á vegum einkaaðila." Árni M. Mathiesen þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og sjávarútvegs- ráðherra "Ég hef aldrei far- ið í neina lax- veiðiferð eða annað sambæri- legt. Það eru hins vegar engar reglur um þetta og menn verða bara að beita dómgreind sinni hverju sinni til að meta hvort það sé ástæða til að þiggja svona boð eða ekki. Fram að þessu hef ég ekki séð ástæðu til þess þótt sá möguleiki hafi verið nefndur við mig stöku sinnum." Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans "1. Nei. 2. Nei." Magnús Stefánsson þingmaður Fram- sóknarfiokksins "Ég hef ekki þeg- ið neitt sllkt og ekki staðið til boða." Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Fram- sóknarflokksins "1. Engin boð um veiðiferð og eng- in þegin og myndi ekki hafa gert. Varðandi ut- anlandsferð man ég ekki eftir nema einu boði sem ég hef fengið og ég þáði það. Það var frá Samtök- um um vestræna samvinnu fyrir fjór- um árum og boðið var ferð til Brussel til kynningar NATO. 2. Varðandi síðari spurnlnguna tel ég að meginreglan eigi að vera að stjórnmálamenn eigi ekki að þiggja boð einkaaðila. Frávik geta verið þar sem ekki er óeðlilegt að boð sé þeg- ið. Matið er háð þvl hver einkaaðilinn er og á hvaða sviði hann starfar, t.d. félagasamtök eða líknarsamtök ann- ars vegar eða félag f atvinnurekstri hins vegar, og svo því hvert boðið er nákvæmlega, hvort það sé t.d. tii þess fallið að fyrirtækið fái fjárhags- legan ávinning fyrir atbeina stjórn- málamannsins sem boðið þiggur." Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjáls- lynda flokksins "1. Ég hef ekki þegið neinar sporsluraf ofan- greindu tagi í tengslum við minn pólitíska feril. Hvorki f kosningabaráttu né nú í sumar. 2. Þingmenn og embættismenn eiga ekki að þiggja svona ferðir. Alþingi á að leggja bann við þessu. (Fjölmiðlar ættu Ifka að afþakka svona lagað, en það er kannski annar sálmur.)" Margrét Frí- mannsdóttir þingmaður Sam- fylkingarinnar "I.Nei. 2. Nei." Þórunn Svein- bjarnardóttir þingmaður Sam- fylkingarinnar "1. Nei, það hef ég ekki gert. 2. Nei, ég tel óeðlilegt að kjörnir fulltrúar og embættis- menn ríkis og slfk boð frá einka- Þurfður Back- man þingmaður Vinstrihreyfingar- innar-græns framboðs "Ég hef ekki þeg- ið boðsferð á vegum einkaaðila sem þingmaður. Grundvallarregl- an fyrir embættismenn er að þiggja ekki boösferðir, þeir sem bjóða gera það til að tryggja hagsmuni sína á einhvern hátt. Það geta þó verið und- antekningar frá reglunni, eins og í öll- um samskiptum. Embættismenn verða því að vera mjög gagnrýnir og láta hagsmuni skjólstæðinga sinna ganga fýrir sínum eigin. Vegna þessa hafa mörg fyrirtæki sett boðsferðir í fallegan búning námsferða, ráð- stefna, kynnisferða o.s.frv. sem freista margra embættismanna sem búa við þröngan fjárlagaramma sinna fyrir- tækja." ■ ÖssurSkarphéð- M insson I þingmaður Sam- I fyikingarinnar St ■ 'Vl “1. Nei. Jafnan af- '« * þakkað slík boð. -■ m 2'NeL” oiafur@dv.is STRÆTÓSKÝLI: Biðskýli verða oft fýrir barðinu á skemmdarvörgum og þess eru jafnvel dæmi að skotið hafi verið á skýlin með riffli. Skemmdarverk sem þessi eru nokkuð algeng hér á landi og nemur tjónið tugum milljóna króna á ári. Skemmdarvargar valda tugmilljóna tjóniáári hverju með framferði sínu: Skotið á biðskýli strætó með riffli w Talsvert hefur verið um skemmdarverk á höfuðborgar- svæðinu að undanförnu. M.a. voru Ijósmyndir á sýningunni Jörðin séð frá himni á Austur- velli skemmdar um síðustu helgi. Þá hefur verið reynt að kveikja í biðskýlum og meira að segja hefur verið skotið á eitt slíkt með riffli. Tjónið nemur tugum milljóna króna á ári. Fréttir bárust af því um helgina að skemmdir hefðu verið unnar á nokkrum ljósmyndum sem hafa í sumar verið til sýnis á Austurvelli undir heitinu Jörðin séð frá himni. Aðstandendur sýningarinnar segja tjónið nema hundruðum þúsunda króna og íhuga að hætta sýning- unni fýrr en áætlað var. „Við höfum séð um fjölmargar sýningar á Norðurlöndum en aldrei höfum við orðið vör við önnur eins vísvitandi spellvirki á ljósmyndum Yann Arthus-Bertrands," segja um- sjónarmenn sýningarinnar, þau Stine Norden og Sören Rud. Skemmdarverk eru unnin á alls kyns hlutum hér á landi árlega en samkvæmt upplýsingum lögreglu er þó sjaldgjæft að spellvirki séu unnin á listaverkum. Mest ber á veggjakroti og rúðubrotum og þá aðallega á opinberum byggingum, s.s. skólum. Þá hafa biðskýli lengi verið einn helsti vettvangur skemmdarvarga en tjónið sem hlýst af skemmdarverkum á bið- Mest ber á veggjakroti og rúðubrotum og þá aðallega á opinberum byggingum, s.s. skól- um. Þá hafa biðskýli lengi verið einn helsti vettvangur skemmdar- varga. skýlum nemur milljónum króna á ári. Mikið er um það að gler í biðskýl- unum sé brotið og geta umsjónar- menn þeirra fátt gert til þess að sporna við því. Dæmi eru um að menrí hafi vaktað biðskýli í ákveðn- um hverfum þar sem mikið hefur verið um skemmdir og þannig hafa nokkrir skemmdarvargar verið gómaðir. Að öðru leyti er gríðarlega erfítt fyrir lögreglu að hafa hendur í hári skemmdarvarga þar sem brot- in eru yfirleitt framin að næturlagi, án vitna og án nokkurs sérstaks til- gangs. Þannig fellur grunur ekki á neinn sérstakan og því komast skemmdarvargar oft upp með brot sín, nema þeir séu bókstaflega staðnir að verki. Talsvert hefur borið á alls kyns skemmdarverkum á höfuðborgar- svæðinu á síðustu vikum og hafa biðskýlin títtnefndu verið á meðal þess sem skemmt hefur verið. DV hefur m.a. heimildir fyrir því að ný- lega hafí verið reynt að kveikja í nokkrum skýlum auk þess sem skotið var úr riffli á eitt þeirra. Skemmdarverk sem þessi virðast vera nokkuð algeng hér á landi og nemur tjónið tugum milljóna króna á ári. agust@dv.is Staða framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu auglýst Á fundi félagsmálaráðherra og Valgerðar H. Bjarnadóttur, fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu, 21. júlí sl. varð að samkomulagi að Val- gerður léti af störfum en starfaði til 1. september við að skila af sér verkefnum. í ljósi þessa hefur ráðherra álcveðið að setja Ingibjörgu Broddadóttur, deildarstjóra í fé- lagsmálaráðuneytinu, tímabundið í stöðu framkvæmdastjóra Jafnrétt- isstofu frá og með 12. ágúst. Einnig hefur verið ákveðið að auglýsa nú þegar embættið laust til umsóknar. Reiknað er með að nýr fram- kvæmdastjóri getí tekið til starfa 1. október. Samkvæmt upplýsingum frá fé- lagsmálaráðuneytinu hyggst Ingi- björg ekki sækja um embættið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.