Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 38
38 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 13. ÁOÚST2003 DV-sport spáir um úrslit ensku úrvalsdeildarinnar 2003-2 Nú eða aldrei Liverpool Um félagið Stofnár: 1892 Heimavöllur: Anfield Road Áhorfendapláss: 45.362 Verið í efstu deild síðan: 1862 Besti árangur l.saeti í A-deild (1901,1906,1922, 1923,1947,1964,1966,1973, 1976,1977,1979,1980,1982, 1983,1984,1986,1988,1990). Dýrasti keyptur leikmaður EmileHeskey 11 milljónir punda frá Leicester árið 2000. Dýrasti seldur leikmaður Robbie Fowler 11 milljónir punda til Man. City árið 2001. Leikmenn komnir Steve Finnan frá Fulham, Harry Kewell frá Leeds, Carl Medjani frá St. Etienne, Antony LeTallec og Florent Sinama-Pongolle frá Le Havre. Leikmenn farnir Patrik Berger til Portsmouth, Andrew Nicholas til Swindon, Neil Mellor lánaður til West Ham, Stephen McNulty lánaður til Coventry, Bernard Diomede, Vegard Heggem og Pegguy Arphexad var leyft að róa á önnur mið. Stjórinn: Gerard Houllier Fæddur: 3. september 1947 Stýrt síðan: 16. júlí 1998 Aðrir klúbbar: LeTouquet, Arras, Noeux Les Mines, Lens, PSG. Titlar: FA-bikarinn 2001, Deildar- bikarinn 2001 og 2003. Gerard Houllier byrj- aði upphaf- lega sem fram- kvæmda- stjóri með Roy Evans. Það gekk ekki upp og var Evans fljótlega lát- inn fjúka. Hann hefur byggt upp sterkt lið sem vann fræga þrennu árið 2001 og þykir mjög agaður og skipulagður stjóri. Stýrði franska landsliðinu um tíma en sagði af sér þegar Frakkar komust ekki á HM 1994. Margir vilja meina að þetta gæti verið árið þegar hlutirnir fara að ganga upp hjá Liverpool á ný. Astæðan fyrir því er einföld - kaupin á Harry Kewell. Þar sé kominn leikmaðurinn sem þurfti á Anfield til að félagið gæti blandað sér í toppslaginn við Arsenal og Manchester United af einhverri alvöru. DV- sport telur hins vegar að svo verði ekki. Aðalástæðan fyrir því að Liver- pool er spáð fimmta sæti en ekki ofar liggur í leikaðferð Gerards Houllier. Hann spilar varnarsinn- aðan fótbolta, sem virðist reyndar henta liðinu býsna vel, en það gengur einfaidlega ekki í knatt- spyrnunni í dag ef ná skal toppár- angri. Á síðustu leiktíð spilaði liðið alltof einhæfan sóknarleik þar sem allt kapp var lagt á að koma boltan- um á Micheal Owen, og sfðan var beðið eftir því að hann skapaði hlutina úr engu. Harry Kewell hefur vissulega burði til að breyta þessu. Með til- komu hans hefur sóknarleikur Liverpool öðlast nýjar víddir og mun Ástralinn knái örugglega verða til þess að eitthvað létti á pressunni sem hvflir á herðum Micheals Owen. í Kewell er kominn annar leikmaður f liðið sem unnið getur leiki upp á eigin spýtur. Síðustu ár hefur Liverpool vantað þennan afgerandi vængmann. Kewell verður væntanlega settur á vinstri kantínn, þó svo að Houllier hafi verið að spila með hann á þeim hægri á undirbúningstímabilinu, með misjöfnum árangri. Dietmar Hamann verður frá keppni fram í október vegna meiðsla og því mun miðjan væntanlega verða skipuð þeim Steven Gerrard og Danny Murphy. Líklegastur í stöðuna hægra megin er Senegalinn El-Hadji Diouf. Líklegastur tíi að spila við hlið Michaels Owen í framlínunni er Emile Heskey, þó svo að Tékkinn knái, Milan Baros, vilji ólmur sýna hvað í honum býr. Vömin, ein sú traustasta í Englandi síðustu tímabil, hefur fengið eitt nýtt andlit og mun hinn sókndjarfi Steve Finnan væntanlega ýta Jamie Carragher út úr byrjunar- liðinu. Sami Hyypia og Stephane Henchos þekkja hvor annan út og inn en það er spurning hvemig þeir Líklegt byrjunarlið Liverpool Lykilmaður: Harry Kewell miðjumaður/sóknarmaður Það efast enginn um að Harry Kewell er einn besti leikmaður- inn í Englandi. Hann er einstak- lega leikinn og útsjónarsamur og skorar mikið af mörkum, af vængmanni að vera. Hann gæti reynst kaup ársins og vilja margir meina að þarna sé kom- inn leikmaðurinn sem vantað hefur í Liverpool-liðið síðustu ár. „Með tilkomu Kewells hefur sóknarleikur Liverpool öðlast nýjar víddir og Ástralinn knái verður örugglega til þess að eitthvað léttir á pressunni sem hvílir á herðum Owens." venjast því að hafa tvo sóknarbak- verði sér við hlið - nokkuð annað en verið hefur undanfamar leiktíðir. Það er mat DV-sports að það sé nú eða aldrei fyrir Gerard Houllier að sýna hvers konar lið hann hefur byggt upp í Liverpool frá því hann tók við. I íyrra var sem liðið væri staðnað og var árangur eftír því - liðið komst ekki einu sinni í meist- aradeildina. Það náði frábærum ár- angri árið 2001 en síðan þá hefur leiðin legið niður á við. Ef stefnan breytíst ekki í ár ættí Houllier að stíga til hliðar og leyfa öðmm stjóra að koma með nýjar og ferskar hug- myndir inn í félagið. Hann virðist hafa náð öllu sem hann getur út úr leikmannahópi sínum vignir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.