Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST2003 FRl'I TIR 13 I í s I Öryggi eða landvinningar? Alitíð er að múrinn muni skipta Vesturbakkanum í þrjú aðskilin svæði. Aðskilnaðarstefna Sharons forsætisráðherra mun gera ráð fyrir að 40 af hundraði herteknu svæð- anna iendi innan iandamæra og þar með múrsins sem hann er að láta rísa. í bænum Kalkilyia, sem áður er minnst á, búa um 40 þúsund manns. Þar er miðstöð garðávaxtamarkaðar- ins á Vesturbakkanum. Um 600 hektarar af ræktarlandi, gróðurhús- um og áveitum með tilheyrandi dæl- um og öðrum búnaði hafa horfið undir múrinn eða lent handan hans og em innan gettósins sem ísraelar em að loka sjáifa sig inni í. AJlt frá því að ísrael varð til hafa íbúarnir litið hým auga tii garðyrkju- svæðisins í og umhverfis Kalkilyia og er ástæða augljós. Þar em mestu vatnsbirgðir í jörðu á þeim hluta Vesturbakkans. Þar er dælt upp um fjórðungi þeirra vatnsbirgða sem nýttar em í Israel. Væri múrinn reistur á landamær- unum sem sam- þykkt vom í vopna- hléinu sem gert var 1948 gætu ísraelar sannfært aðra um að hann væri aðeins byggður í öryggis- skyni en ekki til að ásælast dýrmætt land Palestínu- manna. En hann er teygður 150 metra frá gömlu línunni, bersýniiega til að komast yfir dýr- mæta vatnsbmnna og þar með að rýra afkomumöguleika Palestínu- manna sem búa á svæðinu. En múr- inn mun skerða lífskjör þeirra mun meira en nú er þegar hann verður fuiigerður. Leiðtogar Palestínu benda margoft á hve skaðvænieg áhrif múrinn hefur á samskiptí þeirra og ísraela og hve illa hann mun leika efnahagsafkomuna og draga úr þróttí hins verðandi ríkis á Vestur- bakkanum. Þeir kalla múrinn vegg aðskilnaðarstefriu með tilheyrandi misréttí. Það er þegar komið í ljós hvílíkt skaðræði mannvirkið mikla er, svo sem á milli Jenin og Tulkaren sem er eitt frjósamasta svæði Vesturbakk- ans en er nú sundurskorið af múm- um. Þar eru 83 þúsund ólífutré eyðilögð og 37 kilómetra langar vatnsleiðslur er ónothæfar. Vega- lengdir milli heimila, skóla og vinnu- staða eru orðnar fáránlegar með til- komu þeirra hluta girðingarinnar efnismiklu sem þegar er verið að reisa og enn er mikil mannvirkjagerð eftir til að undirstrika aðskilnaðar- stefnuna. Um 5 þúsund íbúa Kalikilya hafa flúið bæinn til að leita sér skárri af- komu annars staðar. Innan nokk- urra ára má búast við að íbúamir verði ekki nema 10 þúsund, eða fjórðungur af því sem nú er. Feimnismál í „vegvísinum" um stofnum Palestínuríkis árið 2005 er ekki minnst einu orði á Israelsmúrinn. Palestínumenn óttast að hann marki framtíðarlandamæri ríkjanna og sætta sig illa við það. ísraelska stjórnin gefur lftið upp um áform sín varðandi aðskilnaðarmúrinn sem er rammgerðari og dýrari í byggingu en svo að það sé meining- in að höggva hann niður eftír þrjú ár. Stjómmálamenn tala lítið um múrinn og láta flestir eins og hann sé ekki til eða að byggingarfram- kvæmdir standi yfir. Þó minntist Abbas, forsætisráðherra Palestfnu, lítillega á hann f innsetningarræðu sinni og sagt er að hann hafi gert athuga- semdir við Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, þegar hann var á ferð f löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir skemmstu. Bandaríkjastjóm mun hafa látið fsraela vita að henni sé lítið um aðskilnaðarmúr- inn gefið en ekki er vitað til að hún hafi sett þeim neina afar- kosti ef þeir hættu ekki framkvæmdum. Enda láta Sharon og stjóm hans eins og ekkert sé og halda áfram að láta reisa múrinn mikla eins og ekkert hafi ískorist. Einn af leiðtogum Palestínu bendir á að landar hans séu að gera svipuð mistök og þeir gerðu eftir Óslóarsamkomulagið á sínum tíma þegar trúgjamir pólitíkusar og blaðamenn héldu að friður væri kominn á, að minnsta kosti um „okkar daga“ eins og bláeygur bjáni orðaði það nokkmm áratugum áður. En eftir samkomulagið sem út- hlutaði stríðshemim friðarverð- Iaunum Nóbels, eins og stundum áður, héldu landnemar uppteknum hætti að reisa byggðir sínar á landi Palestínumanna, rétt eins og Ósló væri merkingarlaus borg. Og ekkert var gert í málunum nema gagn- kvæm hryðjuverk vom framin til að viðhalda haturshug milli þjóðanna. Hvað sem hver segir dylst engum að aðskilnaðarmúr fsraela er reistur á bjargi og þar mun hann standa traustur svo lengi sem Jahve heldur verndarhendi sinni yfir lýð sínum. ísraelska stjórnin gefur lítið upp um áform sín varðandi aðskilnaðarmúrinn sem er rammgerð- ari og dýrari í bygg- ingu en svo að það sé meiningin að höggva hann niður eftirþrjúár. í dCfTSQltayÉW Latíbær Emilý Klemensdóttir, 151099 GuSmundur Oli, 300993 Svanur Þór Mikaelsson, 100200 Valbjörg Riína Björgvinsdóttir, 150297 SÓIey Magnusdóttir, 290900 Ragnar Þorri Vignisson, 161097 Bergey Flosadóttir, 240397 Valgerður Hjólmarsdóttir , 150893 Erla Salome Ólafsdóttir, 310197 íris Jónasdóttir, 100797 Krakkaklubbur DV og Latibær oskar vinningshöfum tii hamingju. Vhnrigsf^vrisæ^egastnál^vinriigarBiþýfnustuver DV,SteftaNi624, fyTtiaseptetrte,rT*W.9og17. VhnrigarUvh-ftigshafaúBátamivaðasencir. Kveðja. Tfgri og Kittý ICenkki<h,bbl,‘' DV það þarf að púla núna. Þá hafa nýlegar rannsóknir leitt í Ijós að þeir sem nota tóbak eru allt að 3 sinnum líklegri til að fá sýkursýki en þeir sem aldrei hafa notað tóbak. Ég gæti haldið áfram að telja upp en allt ber þetta að sama brunni: tóbakið er tvímælalaust mesta heilsufarsvandamál -------—:— nútímans og sú tíma- i reykja fer . ,. , ., sprengia sjukdoma sem frimiðaðvið . , , ,, , hraðasttifar. Lesandi sem reykir um 20 sígarettur á dag vill fá að fræðast um skaðsemi reykinga og sjúkdóma sem tengjast þeim og áhrif reykinga á líffæri eins og hjartað. Hjartað í hættjr reykingarmanm eins og .. ,,,,., ., .. ... “ hjartað i halfgi þer, sem reykir 20 til 30 J, . , ~ , „ , , , það sem það þí sigarettur a dag, slær um --------—- það bil miljón fleiri slög á ári en hjartað í þeim sem ekki reykja. Ef þú hættir að reykja fer hjartað í hálfgert frí miðað við það sem Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur. Því er betra að byrja aldrei eða hætta strax, Kveðja, Guðbjörg. Nicotinell Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. tkki er ráðlagt að nota lytið lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleöi, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æöasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til nó sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.