Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 13.ÁGÚST2003 FRÉTTIR 77 Harðlínumaður ekki með NORÐUR-KÓREA: Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gær að háttsettur embættismaður, John Bolton, sem Norður- Kóreumenn hafa kallað„úr- þvætti" fyrir að gagnrýna leið- toga þeirra, tæki ekki þátt í viðræðum um kjarnorkudeilu landanna í Peking síðar í mán- uðinum. Richard Armitage, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði hins vegar að margir vestra deildu skoðun- um Boltons á Norður-Kóreu. Utanríkisráðuneyti Norður- Kóreu sagði í morgun að eina leiðin til að leysa kjarnorku- deiluna væri sú að gerður yrði samningur við Bandaríkin þar sem ríkin hétu því að ráðast ekki hvort á annað. Sakaruppgjöf afturkölluð ARGENTÍNA: Neðri deild argentínska þingsins ógilti í gær sakaruppgjöf til handa liðsforingjum í hernum sem pyntuðu og myrtu vinstrisinna í svokölluðu „sóðastríði" stjórnvalda gegn andstæðing- um sínum á árunum 1976 til 1983. Samþykktin kann að leiða til þess að réttað verði yf- ir þeim sem frömdu mannrétt- indabrot. Lögspekingar segja að at- kvæðagreiðslan í gær hafi að mestu verið táknræn en mikil- væg fyrir það að auka enn á þann þrýsting sem Nestor Kirchner forseti hefur beitt hæstarétt landsins um að kveða upp endanlegan úr- skurð um lögin um sakarupp- gjöf mannréttindabrjótanna. Herforingjastjórnin lét á sín- um tíma handtaka Kirchner þegar hann var námsmaður. Kirchner er fyrsti forseti Argentínu sem hefur lýst sig andvígan sakaruppgjöfinni og hann hefur þegar ógilt tilskip- un sem kom í veg fýrir að liðs- foringjar sem sakaðir hafa ver- ið um mannréttindabrot yrðu framseldir. Kelly taldi litla ógn stafa af írak Breski vopnasérfræðingurinn David Kelly taldi að umheimin- um stafaði lítil ógn af vopna- búri íraka og sakaði stjórnvöld um að gera of mikið úr hætt- unni til að réttlæta stríðið gegn Saddam Hussein. Þetta kom fram í máli Andrews Gilligans, fréttamanns breska ríkis- útvarpsins, BBC, þegar hann kom fyrir sérstaka nefnd sem rannsakar sjálfsmorð Kellys. Vopnasérfræðingurinn svipti sig lífí í síðasta mánuði eftir að hann hafði verið nafngreindur sem heimildarmaður fyrir frétt BBC um að skýrsla bresku stjómarinnar um írak hefði verið ýkt, að áeggjan Alastairs Campbells, fjölmiðlafull- trúa Tonys Biairs forsætisráðherra. Gilligan sagði rannsóknarnefnd- inni að Kelly hefði tjáð honum að flestir leyniþjónustusérfræðingar hefðu verið óánægðir með vopna- skýrsluna. Blair og stjórn hans hafa mjög átt undir högg að sækja frá því frétt Gilligans um vopnaskýrsluna var flutt í maílok. Gilligan sagði að Kelly hefði sam- þykkt það sem haft var beint eftir honum í fréttinni án þess þó að hann væri nafngreindur. Yfirheyrslur rannsóknamefndar- innar hafa einnig leitt í ljós að yfir- maður Gilligans gagnrýndi vinnu- brögð hans við fréttaöflunina. Foringi Lýðveldisvarðar Saddams handtekinn í gær Steve Russell, yfirmaður banda- ríska hersins í Tikrit, sagði í morgun að fyrrum foringi Lýð- veldisvarðar Saddams Husseins hefði verið handtekinn ásamt tólf öðrum grunuðum stuðn- ingsmönnum Saddams í um- fangsmiklum leitaraðgerðum í nágrenni Tikrit í gær. Foringinn, sem sagður er náið skyldmenni Saddams, var ekki nefndur á nafn en að sögn Russells var hann handtekinn í einu af þeim tuttugu húsum, sem leitað var í suður af Tikrit í gærmorgun, en um 200 hermenn munu hafa tekið þátt í aðgerðunum. Ekkert lát var á skæruárásum á ÁGÆGJUM: Bandarískur hermaður sem tók þátt í leitaraðgerðunum í gær. bandarískar hersveitir f gær en þá féll einn Bandaríkjamaður og tveir særðust þegar þrjár samstilltar sprengjur sprungu meðan bandarísk hersveit var á eftirlitsferð í nágrenni bæjarins Ramadi, í svo- kölluðum Súnnftaþríhyrningi, rétt vestur af höfuðborginni Bagdad. Þar með hafa 58 Bandaríkja- menn fallið síðan því var lýst yfir þann 1. maí að meiri háttar átökum væri lokið í írak. Að sögn talsmanns bandaríska hersins í Bagdad verða bandarískar hersveitir enn þá fyrir að minnsta kosti tólf árásum á dag en í fyrradag féll einn Bandaríkjamaður í sprengjuárás í bænum Baquba norðaustur af Bagdad. Officelsuperstore : . ■-, Borðaiu með bókunum! Skiptfbóka- markaðurinn er f Skeifunni Komdu með gömlu bækumar og settu þær upp í nýjar bækur... eða eitthvað annað sem þig vantar fyrir skólann í ár! Allt í skólatöskuna... Allir fá innleqgsnótu hjá Office 1 og gildir innleggsnótan til úttektar á hverju sem er í versluninni. Office 1 áskilur sér rétt til að hafna móttáku bóka sem eru úreltar, ónothæfar eða til í of miklu magni. Allt í fartölvutöskuna...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.