Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 5

Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 5
Helgar 5 blaðið Smábátahöfn að rísa á Seltjarnarnesi „Þetta er framtíðarsvæði,“ sagði Hjörtur Hjartarson, for- maður siglingafélagsins Sigur- fara, um væntanlega smábáta- höfn á suðurströnd Seltjarnar- ness. I tengslum við athafna- og þjónustusvæði fyrir bátana verð- ur útivistarsvæði, enda ströndin aðlaðandi og stutt með henni út á golfvöll Seltirninga. Framkvæmdir við aðstöðu fyrir smábáta hófust 1983, árið sem Hjörtur Hjartarson sneri aftur úr þjónustu Sameinuðu þjóðanna í Dubai við Persaflóa og tók við for- mennsku í Sigurfara. Siglingafé- lagið hefiir sjálft sinnt uppbygg- ingunni með góðri hjálp bæjarins og Istaks, að sögn Hjartar. Nú er bróðurparturinn af skjólgarðinum sunnanmegin kominn og í sumar á að setja niður fyrstu flotbryggjuna með legustæðum fyrir þijátíu og fimm til fjörutíu báta. „Fyrsti áfanginn er að komast i gagnið,“ sagði Hjörtur, „og svo vantar okk- ur garðinn norðanmegin.“ Fyrir utan bátana, sem geta legið við flotbryggjur í framtíðinni, er gert ráð fyrir að gamla sjósetning- arbrautin sem Sigurfaramenn lögðu sjálfir, geti annað um 50 bát- um á dag. Fyrir þá báta verður út- búið rúmgott geymslusvæði, stæði fyrir sjósetningarvagna og bíla og viðgerðarverkstæði. Draumurinn er að þetta verði ekta „marina" eins og Hjörtur sagði. Sigurfari hefúr verið með bama- og unglingastarf á sumrin og að sögn Hjartar er ætlunin að halda siglinganámskeið í júlí og ágúst í sumar. Hann sagði að þar eð að- staða væri fyrir hendi blómstraði afbragðs starf og útivist, líkt og í Nauthólsvík. Markmiðið er að glæða siglingaáhugann og fá fleiri til liðs við Sigurfara. Hjörtur sagði að áhugi á aðstöðu við Skeijafjörðinn væri mikill. Höfn á borð við þá sem er að rísa á Seltjamamesi getur rúmað segl- báta, vélbáta og trilluútgerð. „Héð- an er stutt á miðin, rúmt um okkur Þeyst ó seglbrettum sunnan vib Sel- tjarnarnes. Sigl- ingamenn ó nesinu telja Skerjafjöröinn stórkostlegt svæöi til útivistar og sigl- inga og reisa þvi rúmgóóa smóbóta- höfn með margvis- legri aóstöðu við suourströndina. Mynd: Kristinn. fyrir siglingamar og svo er Skerjafjörður- inn stórkostlegt svæði,“ sagði Hjörtur Hjartarson, fúllur bjartsýni. Hreinn gluggi er piýði sér- hvers húss „Gluggaþvottamenn þurfa að vera vandvirkir og fljótir að vinna auk þess sem þeir þurfa að vera eilítið kaldir kallar en um leið varkárir. Ennfremur verða þeir að vera vel á sig komnir líkam- lega og með gott jafinvægis- skyn. Hins vegar er sjálfiur gluggaþvotturinn eins og hvert annað verkamanns- starf,“ segir Agnar Hauks- son gluggaþvottamaður hjá fyrirtækinu Hreinsýn. A undanfömum ámm hefur fjölgað hér á landi fyrirtækjum sem sérhæfa sig í gluggaþvotti fyr- ir einstaklinga, fyrirtæki og stofn- anir. Svo virðist sem næga atvinnu sé að hafa í gluggaþvottinum á árs- gmndvelli enda fátt fegurra en ný- Glugga- þvottamaður pússað gler auk þess sem hreinir gluggar em sannarlega prýði sér- hvers húss. Starfsemi Hreinsýnar byggist m.a. á því að fyrirtækið hefúr fasta viðskiptavini þar sem ýmist er þvegið vikulega eða á hálfsmánaðar fiesti og hjá öðmm líður lengra á milli þess sem þveg- ið er. Drulla af völdum mengunar Gluggaþvottamenn er einkum að finna á höfðuborgarsvæðinu en einnig mun eitthvað vera um þá norður á Akureyri. A öðmm stöð- um á landinu virðast fólk þvo sjálft sína glugga. Þótt þessi atvinnu- grein sé ung að ámm hér á landi hafa gluggar verið þvegnir frá því fyrsti glugginn leit dagsins ljós og í Evrópu er hefð fyrir þessari at- vinnugrein. Á sínum tíma, og jafn- vel enn þann dag í dag, hafa gluggaþvottamenn verið vinsælt efni í kvikmyndum og þá kannski aðallega í grínmyndum þar sem ýmislegt drífúr á daga þeirra svo ekki sé minnst á það sem þeir kunna að sjá í gegnum gluggana. Agnar segir að þótt ekki sé samið um það við hvem og einn þá reyni menn að sýna viðskiptamönnum sínum ákveðinn trúnað í því sem þeir kunna að sjá við vinnu sína. Hann segir að auðvitað geti fólk þvegið sína glugga sjálft á fyrstu hæð en málið fer að vandast þegar þvo þarf glugga sem em kannski á þriðju hæð og ofar, standandi í stiga, í körfubíl eða hangandi i taumi utan á háhýsum. „Við erum með vatn og sápu geymt í hólki sem er fastur við okkur, og einnig kúst og sköfú til að hreinsa sápuna af gluggunum. Jafnframt emm við með önnur tæki til að ná af málningarblettum og öðrum föstum óhreinindum." Eins og gefur að skilja er sumar- ið skemmtilegasti timinn fyrir gluggaþvottamanninn en veturinn síðri með kulda og vosbúð. Agnar, sem hefur unnið við þessa atvinnugrein í fjögur og hálft ár, segir að þvi sé ekki að neita að gluggamir í borginni séu óhreinir. Einkum er það ryk sem sest á gluggana, sjávarselta og óhreinindi sem stafa af mengun. Þar sem mik- ið er reykt af sígarettum og öðm tóbaki sest gulur liturinn á innan- verða gluggana og að utan kemur dmllan frá útblæstri bifreiða. Þótt vinnustaðurinn sé oft í mik- illi hæð þar sem gluggaþvottamað- urinn stendur efst í stiga, þrífur af kappi með annarri hendinni en heldur sér með hinni, hafa menn ekki orðið fyrir teljandi óhöppum. „Aðalatriðið er að fara að öllu með gát og fara ekki hærra en menn treysta sér til.“ Datt einu sinni Þrátt fyrir alla varúðina hefúr Agnar dottið einu sinni úr stiga við vinnu sína. Það var einn veturinn þegar hann var að þrifa glugga á húsi Verkalýðsfélagsins Dagbrún- ar við Lindargötu. „Það var ansi hátt fall en ég sýndi líka vítaverða óvarkámi með því að stilla stigan- um upp á svelli. Eg lærði af Agnar Hauksson gluggaþvottamaóur girtur nauösynlegum verkfærum óöur en lagt er i'ann upp stigann. Myndir: Kristinn. reynslunni og hef sem betur fer ekki dottið síðan." Þótt menn verði að vera vel á verði í vinnunni, í stiga á þriðju eða íjórðu hæð, þá gefa menn sér tíma að hlusta útvarpið sem þeir em með í eyrunum. „Það em einna helst lögin við vinnuna, útvarps- sagan á Rás 1 og fréttir og frétta- skýringaþættir. Þá er einnig vin- sælt hlustunarefni á sömu rás, þátt- urinn Tónmál sem er á dagskrá á virkum dögum klukkan 11-12 fyrir hádegi.“ Þess á milli láta menn sér nægja að hlusta á umhverfishljóðin og af nógu er að taka i ys og þys borgarlífsins. Það er ekki hægt að skilja við Agnar Hauksson gluggaþvotta- mann án þess að fá að heyra svo sem eina sögu úr vinnunni. Af kunnri hógværð segist hann ekki hafa lent í neinu sem í frásögur sé færandi; nefnir þó að einu sinni hafi sér verið boðið kaffi út um glugga þar sem hann stóð í stigan- um á þriðju hæð. Aflur á móti er það vinsælt efni meðal gluggaþvottamanna að segja sögur þar sem lofthræðslan er í að- alhlutverki. Ein er á þá leið að maður sem þekktur er fyrir að fara hærra en aðrir í gluggaþvottinum var að vinna með öðmm sem hélt sig sem næst jörðu. Þegar þeir höfðu unnið um stund fór ofurhug- anum að leiðast þófið og skipaði hinum að fara hærra upp í stigann því þetta gengi ekki svona lengur að hann væri sífellt í upphæðum en hinn ekki. Eins og góðum verkamanni sæmdi hlýddi sá sem niðri var og klifraði efst upp í stig- ann. Þegar þangað var komið tók ekki betra við en svo að kunning- inn „fraus“ j stiganum og gat ekki hreyft sig. Á endanum varð að kalla á kranabíl slökkviliðsins til að ná honum niður. -grh Föstudagurinn 29. mal

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.