Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 13

Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 13
Helgar 13 blaðið með sér, auk annars nauðsynlegs útbúnaðar sem til þarf við plötu- upptökur. Islendingamir voru venjulega vaknaðir klukkan sjö á morgnana, byijaðir að vinna klukkan hálfníu og ekki hætt íyrr en um miðjan dag, klukkan þrjú eða fjögur. I hljóðverinu var ekki hitanum fyrir að fara því þar var ískuldi. „Þegar maður var orðinn svalur voru dym- ar opnaður og þá skall á manni slíkur veggur af hita að maður var orðinn löðrandi af svita á skömm- um tíma. Hins vegar kvefaðist eng- inn en allir léttumst við og ég um fjögur og hálft kíló. Enda lifðum við einungis á ávöxtum og öðm léttu fæði. í hita sem þessum borð- ar maður ekkert; setur í sig vökva og snæðir léttan málsverð. Það tók að vísu tíma að venjast þessu fæði, enda við ekki vanir að borða heilu kilóin af ávöxtum klukkan átta á morgnana. En á þriðja degi vom þetta orðnar alveg stórkostlegar máltíðir.“ „Stakk okkur lúxusræflana" Eins og gefur að skilja höfðu ís- lendingamir takmarkaðan tíma til að kynnast landi og þjóð þar sem þeir voru nánast lokaðir inni í hljóðveri lungann úr dvölinni. Engu að síður fengu þeir dálitla nasasjón af þeirri náttúmfegurð sem Kúba býr yfir. „Pappírshvítar strendur eins langt og augað eygir, kóralrif, blátt haf, skrautfiskar, pálmatré og allt hreint og ómengað enda ferðamannaþjónusta á mjög vanþróuðu stigi.“ Aftur á móti lifðu fjórmenning- amir og hrærðust í miðborg Ha- vana; mitt í daglegu lífi íbúanna. Þar kom mest á óvart hin geysilega mannmergð á götum úti þar sem ungböm voru úti á bleyjunum og aðrir fáklæddir eftir því. Götumar vom skítugar og þröngar og ekki ólíklegt að einhver myndi likja um- hverfinu við fátækrahverfi á vest- ræna vísu enda „stakk það okkur lúxusræflana dálítið í nefið að finna þá fjölskrúðugu lykt sem þar er.“ Þá var mannlífið á götum úti ekki síður fjölbreytilegt. Fólk að spila kúluspil og á hljóðfæri, dans- andi í sínu fegursta pússi á götunni, talandi hvert við annað, hávaði og læti. Þar að auki fundu fjórmenn- ingamir fljótt fyrir því hversu lífs- glatt fólkið þama er, það heilsaði þeim og klappaði, spurði hvaðan þeir væm og hvort þeir elskuðu ekki Kúbu. Aftur á móti urðu þeir ekki varir við neitt betl ef undan- skildir em smákrakkar sem reyndu að sníkja tyggigúmmí. Þá vom þeim einu sinni boðin flkniefhi af einhveijum vímuðum drengjum. Ennfremur stakk það þá dálítið að þeir sáu aldrei hermenn á götunum en hins vegar lögregluþjóna að spila og kjafta eða í hópum að spjalla við liðið. Það fór ekkert framhjá íslending- unum að matarskortur er í Havana og er fólkinu gefinn matur. Enn- fremur áberandi bensínskortur en samt voru bílar á götunum og þá einkum mikið af gömlum amerísk- um kerrum fyrir daga byltingarinn- ar, sem allar vom í ökuhæfú ástandi. „Draumaparadís fombíla- manna.“ Þar fyrir utan var alveg hellingur af reiðhjólum á götum borgarinnar. Bubbi segir að þeir hafi spurt fólk grimmt með handhreyfingum og á bjagaðri spönsku, hvort það væri ánægt með ástandið í landinu. Svörin sem þeir fengu vom á þá leið að tímamir í dag væm þeir erf- iðustu sem það hefði upplifað. „Það virtust allir vera einhuga í af- stöðunni með Kastró. Aftur á móti beindist reiði fólksins að Vestur- löndunum og Austurblokkinni. Fólk sló sér á brjóst og sagði: „Kúba er sterk, Kúba er stolt og við viljum ekki það ástand sem var fyrir byltingu.“ Eftir þá upplifun sem Bubbi og félagar urðu fyrir á Kúbu er hann sannfærður um að það sé verið að ljúga Vesturlandabúa upp í kok um ástandið þar suðurfrá. „Það sem við sáum sannfærði okkur ekki um það að þjóðin væri á barmi upp- lausnar og væri hálfgeggjuð eins við höfum verið mötuð á i gegnum tíðina. Við ferðuðumst með leigu- bílum nær daglega og töluðum við fjöldann allan af fólki. Þar á meðal var fólk sem ekki var hrópandi að- dáendur Kastrós. Þegar spurt var um pólitíska fanga var svarað ját- andi en um leið var sagt í vöm að fangelsin í Bandarikjunum væm stútfull af pólitískum föngum. Varðandi ferðafrelsið var okkur tjáð að allir sem vildu gætu farið frá eynni en um leið fyrirgerðu þeir hinir sömu rétti sínum til að snúa til baka. -grh Gulla. Sem betur fer varð enginn veikur að undanskildum þessum venjulegu óþægindum. Daginn eftir byrjar svo boltinn að rúlla með fúndi og síðan er farið í skoðunarferð um gamla borgar- hlutann í Havana til að hlusta á hljómsveitina, Sierra Maestra. „I Havana er spilað um allar götur og þriðjudaginn 12. maí. Til marks um það hvað vel gekk má nefna að þeir vom búnir að taka upp alla gmnna þann 16. maí. Eftir það var byrjað að „dubba“, bæta við aukahljóð- færum. Bubbi segir að aðstæðumar í hljóðverinu hafi verið eins og á Vesturlöndum og ef eitthvað var þá var sjálft upptökuherbergið betra. Að vísu vom einhveijir tungumála- erfiðleikar en því bjargaði hljóm- sveitarstjórinn Marco, sem talar ensku. Þrátt fyrir kunnáttu sína í flutningi latneskrar tónlistar nutu þeir góðs af fjölþættri kunnáttu Ey- þórs Gunnarssonar sem kenndi þeim mikið. Þar fyrir utan vom fjórmenningamir með tölvubúnað hljómsveitir út um allt.“ Bubbi seg- ir að gamla bæjarstæðið í Havana sé eitt það flottasta sem hann hafi augum litið. Þar trónir gamall kast- ali á klettabrún með útsýni yfir haf- ið að ógleymdum gömlu appelsínu- gulu og fjólubláu byggingunum frá nýlendutímanum sem rakinn hefur sett sitt mark á. „Með görðum, breiðum stígum, tréverki og pálma- trjám. Þetta var með ólíkindum enda féllum við í stafi yfir því sem við sáum. Inni í porti einnar af þessum byggingum, þar sem sólar- geislamir skutu sér niður, var Si- erra Maestera að spila. Þá fyrst gerðum við okkur grein fyrir því að við væmm komnir í það sem kallað er „spikfeitt mál“ því hljómsveitin hljómaði vægast sagt afar traust- vekjandi.“ Síðan vom fjórmenn- ingamir kynntir fýrir hljómsveit- inni og ákveðið að hefja æfingar daginn eftir, laugardaginn 9. maí. Þá og næstu tvo daga vom lögin tíu, sem Bubbi hafði með í fartesk- inu, æfð og upptökur hófust svo Bubbi og félagar meZ> hljómsveitinni Sierra Maestra og a&stoóar- mönnum ó Floridita-barnum i Havana. Þessi bar er einkum þekktur fyrir þaö aó þangaö vandi bandariski nóbelsverölaunahafinn Er- nest Hemingway komur sínar og í vinstra horni myndarinnar mó sjó styttu af honum. Jafnframt er barhornió, sem hann sat vió, girt af til a& vernda þaó fyrir ógangi gesta. Bubbi vib upptökur i hljó&verinu i Havana. Föstudagurinn 29. mai

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.