Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 11

Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 11
Helgar 1 1 blaðið Einangrun í Evrópu - eða ijölbreytt framtíð Ýmsir andstæðingar EES-samningsins halda þvi fram að möguleikar okkar til tvíhliða viðskiptasamninga við lönd utan EES geti orðið takmarkaðri en talsmenn samningsins telja pað fjarri sanni. Mynd: GTK. Einangrun eða ekki ein- angrun. Það er ein af lykil- spumingunum í tengslum við evrópska efnahagssvæð- ið. Talsmenn EES- samn- ingsins hafa mikið talað um að við megum ekki einangr- ast frá umheiminum og nauðsynlegt sé að efla lrjáls viðskipti. Andstæðingar samningsins hafa á hinn bóginn bent á fjölþætta möguleika með viðskiptum við Norður-Ameríku, Aust- ur-Asíu og fleiri fjarla'gari markaði. En getur verið að aðildin að EES eyðileggi möguleika okkar á mörkuð- um utan EES eða verður okkiu- firjálst að gera hvers konar viðskiptasamninga við hvem sem er þrátt fyrir EES-aðild? Nú er ýmislegt sem bendir til þess að með EES-aðildinni skerð- ist möguleikar okkar til frjálsra samninga við önnur ríki á við- skiptasviðinu þannig að það sé allt eins hægt að tala um að EES- að- ildin sem slík einangri okkur frá umheiminum gagnstætt því sem fylgismenn EES-aðildar hafa hald- ið fram. í yfirlýsingu Van Dcr Pas, embættismanns framkvæmda- stjómar Evrópubandalagsins, um EES- samninginn frá því i október sl., koma fram athyglisverð atriði sem ekki hafa farið hátt í Qöl- miðlaumræðunni hér á landi um málið. Þar segir Van Der Pas: , Annar þáttur sem ég vil koma að snýst um tengsl við þriðju lönd... Mjög erfitt reyndist að ná sam- komulagi á þessu sviði, einkum vegna þess að EFTA-ríkin vildu einnig varðveita rétt sinn til að undirrita eigin samþykktir við þriðju lönd. Við urðum því að segja talsmönnum EFTA-ríkjanna að slikt væri ekki gerlegt vegna þess að það hefði í för með sér að framleiðsluvörur fæm í umferð innan sama efnahagssvæðis... Nið- urstaðan varð sú að bandalagið eitt heldur rétti sínum til frumkvæðis í þessum efnum. Samningaviðræður við þriðju lönd fara fram á vegum bandalagsins og í hvert sinn sem bandalagið kemst að samkomulagi ná EFTA-ríkin einnig samkomu- lagi. Þó svo að þetta gerist sam- kvæmt löggjöf þeirra og þau undir- riti samkomulagið sjálf, verður það bandalagið sem ákvarðar innihald samkomulagsins í samræmi við umboð sem fengið er samkvæmt málsmeðferð bandalagsins.“ Megum lækka tolla Þessi túlkun embættismannsins er í raun í fullu samræmi við eðli samningsins um evrópskt efna- hagssvæði. Ef vara er flutt frá Jap- an til íslands má færa fyrir því rök að hún sé komin inn á EES-svæðið og því eðlilegt að EES-batteríið sjái um samningsgerð i því efni. Það er ennfremur grundvallarregla í EES- samningnum að hvers kon- ar mismunun með tilliti til ríkis- fangs er bönnuð. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra og einn af helstu sérfræðingum utanríkisráðu- neytisins í EES- samningnum, seg- ir að ákvæðið um bann við mis- munun nái einvörðungu til við- skipta milli samningsaðila, þ.e. EES-landanna, og eingöngu til vamings sem er upprunninn á svæðinu. Miðað við túlkunina hér að ofan á EES-samningnum verður maður að spyija sig hvort aðild okkar að EES þýði að við gætum ekki gert viðskiptasamning við Japan sem fæli í sér mjög hagstæðan útflutn- ing héðan á loðnuhrognum til Jap- ans en á móti einhverja lækkun á tollum af japönskum bílum. Um þetta atriði segir Gunnar Snorri: „Hvor aðili um sig hefur sjálfstæða stefnu gagnvart öðrum aðilum. Tollar falla niður innan EES-svæð- isins en gagnvart öðrum ríkjum hefur hvert ríki svigrúm til að gera hvað sem er.“ Hins vegar bendir Gunnar Snorri á að innan GATT séu vissar skorður á því hvað hægt verður að breyta tolluin, því meg- inreglan þar er að ef tollar em lækkaðir gagnvart einu ríki verði að gera það gagnvart öllum. Eina undantekningin frá því er ef gerðir em umfangsmiklir samningar eins og EFTA-samningurinn eða frí- verslunarsamningur við EB. „Ef Evrópubandalagið vill setja höml- ur á innflutning bíla frá Japan þá þurfum við ekkert að taka tillit til þess,“ segir Gunnar Snorri. Hins vegar segir hann það rétt að Evr- ópubandalagið muni hafa allt frumkvæði í tengslum við samn- inga um staðlagerð, prófanir og fleira því um líkt en hann telur að það ákvæði sé fremur kostur fyrir okkur. Þannig er ekki stefnt að því að EES-samningurinn torveldi við- skiptasamninga við önnur svæði en á hinn bóginn er erfitt að sjá að Evrópubandalagið, sem verður hinn drottnandi aðili í EES- sam- starfinu, láti slíka 3ja ríkis samn- inga afskiptalausa. Þegar þetta er haft í huga verður niðurstaðan sú að EES-samningur- inn kunni að takmarka möguleika okkar til tvíhliða samninga við önnur markaðssvæði og skiptir þá engu þótt slíkir samningar væm okkur afar hagfelldir. Með þeim rökum má halda því fram að aðild- in að evrópska efnahagssvæðinu einangri okkur ekkert síður og jafnvel enn frekar en ef við kjósum að standa utan svæðisins. En hvemig yrði þá staða okkar í utanríkisviðskiptuin ef við höfnum EES-samningnum? Hvað til dæmis með sjávarútveginn og skipasmíð- araar og hvað með GATT- samningana. ísland utan EES í þessu efni er nauðsynlegt að minna á að meginrök talsmanna EES lúta að sjávarútveginum, þ.e. tollalækkun í sjávarútvegi og þró- unarmöguleikum í sjávarútvegi. Hin svokallaða bókun 6 í við- skiptasamningi lslands og EB er og verður í fullu gildi en þar er kveðið á um tollaívilnanir af ýms- um toga. í fyrsta lagi em frystar sjávarafurðir tollfrjálsar sam- kvæmt bókun 6 þannig að EES- samningurinn breytir engu um þær. Hið sama á við um útflutning á lýsi, fiskimjöli og rækju en bók- un 6 undanþiggur þessar afurðir tollum. Tollar á ísuðum fiski em óvemlegir samkvæmt bókun 6, eða um 2-3,7%. Hins vegar lækka toll- ar á saltfiski og saitsíld samkvæmt EES-samningnum. Talið er að tollalækkunin verði um einn til tveir miljarðar á ári en óvíst er hver mun njóta lækkunarinnar, neytendur eða útflytjandinn. Lík- legast er að tollalækkunin skiptist til helminga. Bókun 6 veitir nú þcgar tollfrjálsan kvóta á saltfiski um 7 þúsund tonn sem á þessu ári nægir fyrir um fimmtungi af út- fluttum saltfiski. Það er eftirtektarvert að tolla- lækkanir em samkvæmt EES- samningnum ekki almenn regla heldur bundnar við tilteknar teg- undir og vöruflokka. Það þýðir að nýjar vömtégundir eða verkunar- aðferðir krefjast nýrra samninga, að öðmm kosti leggjast á þær toll- ar. Aðalávinningurinn af EES- samningnum er talinn vera í unn- um ferskum sjávarafurðum. Þar kemur helst til greina að flytja út ferskar afúrðir með flugi frá Suð- umesjum eða Austurlandi. A hinn bóginn em áfram tollar í lagmetis- iðnaði og er mikil óánægja í þeim herbúðum með útkomuna úr samn- ingnum. Þá ríkir enn óvissa um meðferð síldarafurða hvað snertir tollana. Þrátt fyrir fogur fýrirheit um mikinn ávinning fyrir okkar helstu útflutningsatvinnugrein, sjávarút- veginn, virðist nú ljóst að hinn raunvemlegi ávinningur, umfram bókun 6, er heldur rýr og takmark- aður. Við það bætist að skipasmíð- ar njóta áfram ríkisstyrkja í Evt- ópubandalaginu þannig að sam- keppnisstaða íslensks skipasmíða- iðnaðar mun síður en svo vænkast. Þá má ekki gleyma GATT- samn- ingunum en þeir geta auðveldað okkur leið inn á aðra markaði, t.d. Kóreu, Japan, Taiwan, HongKong og Singapúr svo eitthvað sé nefnt. GATT-tollamir fara ennfremur lækkandi og það kemur sjávarút- veginum til góða. Að síðustu geta GATT-samningamir komið okkur vel á Evrópumarkaði þótt við vær- um utan EES. Það er því síður en svo ástæða til að vera uggandi yfir framtíðinni þótt Island kjósi að vera utan evr- ópska efnahagssvæðisins. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist sem tilvera utan EES, en með bókun 6 í gildi og GATT-samningana, bjóði upp á enn meiri fjölbreytni í fram- tíðinni á meðan EES-aðildin leiði okkur inn í einhliða Evrópu þar sem allt er njörvað niður með reglugerðafargani og tilskipunum sem munu ekki getað þjónað til- gangi sínum í nútíma viðskiptum þar sem hraði og skilvirkni ráða ríkjum. Það verður heldur ekki séð að stjómskipan EES og EB geti farið saman við hugmyndir um fijálsa viðskipta- og stjómunar- hætti sem þó er aðallinn í boð- skapnum trá Brussel. Árni Þór Sigurðsson ------------------------------------------\ SUMARBLÓM Á EIÐISTORGI Bestu blómin og bestu verðin Allar tegundir sumarblóma - dhalíur, tóbakshorn, skjaldfléttur, lóbelía. Allt fyrir garðinn - áburður, mold, garðhanskar, svalaker, útiker, veggpottar, matjurtaplöntur, fjölærar plöntur, trjáplöntur. Blómastofan Eiðistorgi <__________________________________________y Föstudagurinn 29. maí

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.