Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 12

Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 12
Helgar 12 blaðið Ekkert að óttast frá Kúbu ber nk. Jafnframt er stefnt að því að kúbanska hljómsveitin komi hingað til lands í haust og spili með Bubba þegar platan verður kynnt. Ennfremur er í bígerð að þeir taki lög eftir Bubba á sína næstu breiðskífu. Þá eru í gangi viðræður um að Bubbi, Eyþór, Gulli og Beggi fari með þeim í tónleikaför um Karabíska hafið og . einnig hefur verið rætt um að gefa nýju plötuna hans Bubba út á Kúbu og að hljómsveitin fari svo í Beggi, Gulli og Eyþór aó gera sig klára fyrir daginn. Meólimir Sierra Maestra hlusta af athygli á Bubba þegar hann kynnir þeim lögin sin. Vió hlió hans stendur Eyþór Gunnarsson sem fylgist grannt meö. „Eftír þessa ferð okkar til Kúbu er ég sannfærður um að aldingarðurinn Eden var á álíka stað í fymdinni en ekki einhvers staðar í Aust- urlöndum. Á Kúbu býr sterk og stolt þjóð þar sem landlægum ungbamadauða hefúr nánast verið útrýmt og ólæsi einnig. Hins vegar er þar matar- og eldsneytis- skortur og langar biðraðir eftír þessum nauðsynjavör- um. Kúbveijar em þó á því að ef þeir þrauka þetta ár muni gæfan brosa við þeim á ný,“ segir Bubbi Mort- hens sem er nýkominn það- an úr rúmlega hálfsmánað- ar ferð. Þangað hélt hann í byrjun mán- aðarins ásamt þeim Eyþóri Gunn- arssyni hljómborðsleikara, Gunn- laugi Briem trommuieikara og Bergi Steingrímssyni aðstoðar- manni til að hljóðrita nýja plötu með þarlendum listamönnum, hljómsveitinni Sierra Maestra. Hópurinn er sá fyrsti frá Vestur- löndum sem hefur komið til Kúbu í þessum erindagjörðum frá því byltingin var gerð. Alls verða 12 lög á plötunni og þar af tvö sem tekin verða upp hér á landi. Út- gáfudagur hefur ekki enn verið ákveðinn en líklegt er að það verði um mánaðamótin október- nóvem- tónleikaferð með honum um Norð- urlönd og Evrópu. „Það er búið að samþykkja allar þessar hugmyndir, það á bara eftir að koma þeim í verk.“ Hugmynd Tómasar R. Aðdragandinn að því að farið var alla leið til Kúbu þessara er- inda var tónleikar sem haldnir voru í fyrra í minningu Guðmundar Ing- ólfssonar píanóleikara. Þá var Bubbi að gæla við þá hugmynd að fara jafnvel til Brasilíu til að taka upp plötu. Þá spurði Tómas R. Einarsson bassaleikari hvers vegna hann færi ekki frekar til Kúbu sem væri nánast ónumið land. Viku seinna var allt komið á fulla ferð og stefnan tekin á Kúbu með fullu samþykki útgefandans, Steinars Bergs, sem fannst þetta fin hug- mynd. Við undirbúning ferðarinn- ar var reynt að hlusta eins mikið á þarlenda tónlist og hægt var að komast yfir auk þess sem menn lásu sér til um land og þjóð. Það sem einkum dró Bubþa til Kúbu, að eigin sögn, var sá tónlistarlegi „bræðingur" sem þar er að finna. Hann er lítt þekktur á Vesturlönd- um að því undanskildu að hann má finna og heyra meðal kúbverskra fióttamanna á Miami á Flórída. „En þar er ekki að finna þá Kúbu sem ég var að leita að því ég var á höttunum eftir sjáifum rótunum að þessum „bræðingi". Sérstöðu hans má rekja til þess tíma þegar þræl- amir á Kúbu fengu að haida trommunum sínum og þannig blandaðist afrísk tónlistarhefð saman við þá spönsku. Upp úr því varð svo til hið sér-kúbanska fyrir- bæri sem er m.a. cha,cha, rúmþa og fleiri iatneskar tónlistarstefnur. Hins vegar fengu þeir þrælar, sem fluttir vom frá Afríku til Banda- ríkjanna, ekki að halda sínum trommum í nýja landinu og var það meðal annars gert til að brjóta niður menningarhefð þeirra. I framhaldi af því þróaðist svo go- spel-tónlistin og blúsinn. Sem undirleikara á nýju plötunni fengu Bubbi og félagar eitt virtasta og frægasta „rótarbandið" á Kúbu, Sierra Maestra, sem spilar hina sí- gildu tónlistarhefö þar syðra en hljómsveitin heitir eftir frægum fjallgarði á eynni sem kom mikið við sögu byltingarinnar. Þessi sama hljómsveit, sem fer í hljóm- leikaferðir vítt og breitt um heim- inn, er þó ekki með öllu óþekkt á íslandi þvi hún kom hingað til lands hér um árið og spilaði á Hót- el Borg. Bubbi segir að latnesk tónlist sé búin að fylgja sér nánast frá fyrstu plötu, en það er íyrst núna sem hann stígur skrefið til fulls. „Áhætta að fara til Kúbu? Það er meiri áhætta að fara til Los Angel- es. Hvað varðar refsiaðgerðir Bandaríkjastjómar gagnvart Kúbu, þá skil ég þær ekki nema þá kann- ski sem sært stolt á sama tíma og þeir halda uppi fullum viðskiptum við Kína.“ Rosaleg flugreynsla Bubbi segir að einu umtalsverðu erfiðleikamir í sambandi við und- irbúning ferðarinnar hafi verið hversu erfitt var að ná sambandi þangað suðureftir. „Við lögðum af stað án þess að vita í rauninni hvort þeir vissu að við vomm að koma.“ Á leiðinni tii Kúbu var áð í sólarhring í London en sá tími fór að mestu í að sannfæra þarlenda ferðaskrifstofu um það hvert fjór- menningamir ætluðu og að þeir væru herrar. „Ferðaskrifstofan náði næstum því að klúðra öllu sem hægt er að klúðra. Það var ekki fyrr en hálftíma fýrir lokun að við fengum loksins áritun til Kúbu.“ Til að bæta gráu ofan í svart gátu íjórmcnningarnir ekki flogið með sömu flugvél því ferða- skrifstofan tilkynnti þeim skömmu fyrir brottför að það væri fullbókað í vélina. Af þeim sökum þurftu þeir Eyþór og Bergur að fljúga með spænska ríkisflugfélaginu Ib- eria og Bubbi og Gulii í leiguflugi með flugvél frá Cubanair sem var háiftóm. „Við flugum með breið- þotu og það var það eina sem vélin átti sammerkt með öðmm flugvél- um. Mat fengum við einu sinni á þrettán klukkutímum og annað var það ekki, hvorki vott né þurrt. Það var flogið í 47-48 þúsund feta hæð og hitinn i flugvélinni var við frostmark. Þannig að þetta var ein rosalegasta flugreynsla sem ég hef upplifað á mínum ferli til þessa og þó hef ég til samanburðar ferð okkar Utangarðsmanna með Isc- argo á sínum tíma þegar við flug- um til Rotterdam innan um hesta. Þótt það hafi verið kalt í þeirri ferð þá var kuldinn enn meiri í kú- bönsku vélinni.“ Þegar til Kúbu kom tók ekki betra við því vegna misskilnings hjá ferðaskrifstofunni í London lentu þeir ekki á alþjóðaflugvellin- um í Havana heldur á öðmm flug- velli í tveggja tíma fjarlægð frá höfuðborginni. Þar urðu þeir Bubbi og Gulli að fara frá borði með allt sitt hafurstask. Hitinn á flugvellinum var þá um 30 gráður og mikill raki í lofti. Þar leist tví- menningunum ekkert á blikuna því að Eyþór og Beggi áttu að vera í þann veginn að lenda í Havana. Sem betur fer gekk þeim greiðlega að fá far með annarri flugvél til Havana, en kálið var ekki sopið þótt í ausuna væri komið því aftur lentu þeir á vitlausum flugvelli og í þetta skiptið á innanlandsflug- velli skammt frá höfúðborginni. Eftir að hafa beðið þar i nokkum tíma eftir félögum sínum uppgötv- aðist vitleysan og þeir fóru með leigubíl, sem þeir troðfylltu af dóti, að alþjóðaflugvellinum. Þeg- ar þangað kom var þeim sagt að seinkun hefði orðið á komu spænsku flugvélarinnar. Á meðan þeir biðu, nánast í algjöru reiði- leysi, sáu þeir fyrir utan flugvallar- byggingu fólk, sem þeim fannst að gæti verið á þeirra vegum. Þegar þetta fólk fór inn í flugstöðvar- bygginguna örkuðu þeir Bubbi og Gulli á eftir. Þá tók ekki betra við en svo að á þá stukku öryggisverð- ir sem sögðu þeim að þama færi enginn inn. „Eg spurði þá hvort hér væri ekki einhver sem talaði ensku. Þá bentu þeir á einn af þeim sem við héldum að væri okkar fólk. Þegar hann kemur og fréttir hver við emm, upphefjast mikil fagnaðarlæti þar inni því þar beið okkar átta manna móttökunefnd. Þar á meðal var forseti og varafor- seti tónlistarsamtaka á Kúbu, „ad- viser of the President" eða ráðgjafi forsetans, eins og hann var titlaður, eigandi og rekstrarstjóri hljóðvers- ins.“ Bubbi segir að það hafi verið al- veg magnað útsýni þegar þeir voru að koma og flugu yfir Havana í næturmyrkrinu. Á jörðu niðri log- uðu eldar úti um allt; í skóginum og á ökrunum. í fyrstunni vissu þeir ekkert hvað var að gerast en seinna var þeim sagt að verið væri að brenna sykurreyr. Ofan á alla ferðaþreytuna, sem ekki var af létt- ari gerðinni, bættist svo gríðarleg- ur hiti og loftraki sem gerði það að verkum að landinn var fljótur að blotna í gegn. „Þannig að við vor- um i raun í mjög hæpnu ástandi hvað varðar skýrleika og annað og reyndar alveg gjörsamlega búnir. I þessu Ijósi má segja að fýrstu áhrifin frá Kúbu hafi óneitanlega verið ákaflega skrítin. Þrátt iýrir að enga níðumíslu væri að sjá tók- um við fljótt eftir því og skynjuð- um að það eru harðir tímar í land- inu. Engu að síður urðu Bubbi og fé- lagar ekki varir við neina hermenn né herbíla við alþjóðaflugvöllinn fýrir utan tvo lögregluþjóna. Reyndar sáu þeir ekki hermenn nema einu sinni þær rúmlega tvær vikur sem þeir dvöldu á eynni. Spilað og dansað á götum úti Þegar inn í sjálfa höfuðborgina var komið fengu þeir íbúð með loftkælingu og öllu sem til þurfti í íþróttaþorpi sem hafði verið reist i tengslum við PANAM- leikana 1990. Þar dvöldu menn síðan fyrstu nóttina við árásir frá moskító- flugum sem bitu þá alla nema Föstudagurinn 29. mal

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.