Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 7

Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 7
Helgar ~7 blaðið Bankaeftirlitíð sá ekki ástæðu tíl að skoða málið „Bankaeftirlitið hefur bara verið heima hjá sér,“ sagði Sigurðiu- G. Guðjónsson, lögmaðiu- Fjölmiðliuiar sf., á blaðamaimaíundi um matsgerð á verðmætí hlutabréfa í Stöð 2 sem fé- lagið keyptí af Verslunar- bankanum rétt fyrir ára- mótin 1989/90. Tveir dómkvaddir og löggiltir endurskoðendur komust að því að bankinn hefði varupetíð skuldir Stöðvar 2 eða Islenska sjónvarpsfé- lagsins hf. um 200 miljón- ir króna. A sínum tíma sá Bankaeftirlitið hvorki ástæðu til að hafa afskipti af viðskiptum Verslunarbankans og Stöðvar 2 né að skoða það mál sér- staklega. Forstöðumaður þess telur enn síður ástæðu til að skoða það mál núna, sérstaklega í ljósi þess að Eignarhaldsfélag Verslunarbankans heyrir ekki undir Bankaeftirlitið ltekar en önnur eignarhaldsfélög banka sem eiga hlut í Islandsbanka. Verslunarbankinn taldi að skuldir Stöðvar 2 væru 500 miljónir króna en ekki 700 miljónir eins og mats- mennimir telja. Sigurður taldi ólík- legt að yfirmenn bankans hefðu vís- vitandi blekkt kaupendur hlutabréf- anna en sagði að um mikið gáleysi væri að ræða ef bankamennimir hefðu ekki haft betri yfirsýn yfir þennan stóra skuldara. Ef matið er rétt hafa kaupendur hlutabréfanna verið hlunnfamir. Matsmennimir meta það svo með ýmsum reiknilíkönum ávöxtunar- möguleika að miðað við 700 miljóna króna skuld en ekki 500 hefði rétt söluvirði bréfanna átt að vera 127 miljónir króna en ekki 150 miljónir. Samkvæmt því á Fjölmiðlun sf. 23 miljónir króna inni hjá Eignarhalds- félagi Verslunarbankans með dráttar- vöxtum í rúm tvö ár og með skaða- bótum. Öll tiltæk rá& „Bankastarfsemi gengur út á það að fylgjast með viðskiptavinunum með öllum tiltækum ráðum, meðal annars með því að fá ársreikninga fyrirtækisins og milliuppgjör og ann- að slíkt. Þau fyrirtæki sem eru ein- hvers virði eru með löggilta endur- skoðendur sem staðfesta reikning- ana, bæði ársreikninga og hlutaárs- reikninga. Þeir reikningar eiga að segja til um stöðuna og banki á að krefjast þess að viðskiptavinir láti bankanum í té allar þær upplýsingar sem í reikningunum standa. Þetta er mjög kerfisbundið gert í viðskipta- bönkunum," sagði Þórður Ólafsson, forstöðumaður Bankaeftirlitsins. Þegar Fjölmiðlun sf. keypti bréfin af Verlsunarbankanum var tekið mið af áætlun lánasviðs bankans um rekstur Stöðvar 2 á árinu 1990. Ekki voru til ársreikningar fyrir 1989 né heldur árshlutauppgjör vegna rekstr- ar á árinu 1989. Aðstandendur Fjöl- miðlunar sf. höfðu margir átt í mikl- um og góðum viðskiptum við Versl- unarbankann og segjast hafa treyst honum. Þórður sagðist ekki þekkja þetta sérstaka mál en sagði að það væri hlutverk Bankaeftirlitsins að fylgjast með því að lánastrúktúr banka væri þannig að hann stefndi honum ekki í hættu. Bankinn þyrfti að geta staðið við skuldbindingar sínar. Flann kvaðst ekki fá séð að Bankaeftirlitið hefði átt að skerast í leikinn hjá Verslunarbankanum vegna sölunnar á hlutabréfunum. „Við stjómum ekki bönkunum. Menn eru ráðnir sem bankastjórar og í bankaráð sem stjóma bönkunum og taka ábyrgð á sínum gerðum," sagði Þórður. „Arið 1989 var komin upp sú staða í rekstri Verslimarbanka Is- lands hf. að skuldir íslenska sjón- varpsfélagsins hf. við bankann vom famar að setja mark sitt á allan rekst- ur bankans. Bankinn var í stórhættu ef ekki yrði að gert. Framundan var sameining fjögurra banka í einn. Fyrir áramótin reyndi bankinn allt hvað hann mátti til að reyna að fá fýrirtæki til að kaupa hlutabréf í ís- lenska sjónvarpsfélaginu," segir í greinargerð lögmanns Fjölmiðlunar sf. um aðdragandann að kaupum fé- lagsins á 150 miljóna króna hlut. Áfram segir í greinargerðinni að gjaldþrot Stöðvar 2 hefði leitt til hundmða miljóna króna taps bank- ans og hruns eiginfjárstöðu hans og gert bankann þannig lítt hlutgengan sem eignaraðila í hinum nýja ís- landsbanka sem verið var að stofna. Eigi að siður keypti Fjölmiðlun sf. 37 prósenta hlut í Stöð 2 og fljótlega var Þorvarður Elíasson ráðinn sjón- varpsstjóri. í matsgerðinni er hafl eftir honum að „í ársbyijun 1990 blöstu við mikil vanskil og halla- rekstur. Bókhald félagsins var með þeim hætti að ómögulegt var að átta sig til fulls á stöðunni fyrr en komið var fram undir lok október mánað- ar“. Nýju eigendumir vöknuðu upp við vondan draum og leituðu leiðrétting- ar hjá Eignarhaldsfélaginu sem vildi ekki verða við neinu slíku. Nú telja Fjölmiðlunarmenn sig hafa fengið staðfestingu á því að þeir hafi verið hlunnfamir í viðskiptum. Svo telur stóm Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans ekki vera. Að minnsta kosti ekki stjómarformaðurinn, Einar Sveinsson, en Morgunblaðið hefúr eftir honum á þriðjudag að við fyrstu sýn virðist muna 15 prósentum á kaupverði bréfanna og mati mats- mannanna og það sé innan skekkju- marka í áhætturekstri. Sjálfir telja matsmennimir að taka megi 50 milj- ónir af 200 miljóna króna skekkj- unni, það séu eðlileg skekkjumörk. Ekki virðist útlit fyrir að Eignar- haldsfélag Verslunarbankans sé til- búið til sátta og því er líklegt að Fjöl- miðlun sf. fari með málið fyrir dóm- stóla. Það gæti tekið að minnsta kosti tvö ár til viðbótar og enn lengri tíma ef Eignarhaldsfélagið krefst yfirmats en þá em þrír dómkvaddir menn látnir meta matið upp á nýtt. Hver ber ábyrgðina er mál sem ekki er einu sinni víst að dómstólar gætu sagt til um í slíkum málaferl- um. Og hæpið er að þeir dæmi um hver hlutur og ábyrgð Bankaeflirlits- ins sé, þótt niðurstaða gæti í sjálfú sér fengist í skaðabótamáli Fjölmiðl- unar sf. á hendur Eignarhaldsfélag- inu. Það er síðan íhugunarefni að þessi tvö félög vinna ágætlega saman í stjóm Stöðvar 2 þar sem Eignar- haldsfélag Verslunarbankans á enn 100 miljóna króna hlut í sjónvarpsfé- laginu. G. Pétur Matthíasson Kvenna- þing fyrir austan Vinnumarkaðurinn verður meginviðfangsefni á vest- norrænu kvennaþingi sem haldið verður á Egilsstöð- um 20.-23. ágúst nk. Bú- ist er 'tíð að um 300 kon- ur frá íslandi, Færeyjum og Grænlandi komi sam- an til að fræðast, skemmta sér, iðka íþróttir og taka þátt í blómlegum menningarviðburðum síð- ustu daga sumarsins. Félagsmálaráðherra skipaði sérstaka undirbúningsnefúd og er Guðrún Ágústsdóttir vara- borgarfúlltrúi verkefúisstjóri þingsins. Guðrún sagði í samtali við Helgarblaðið að vonast væri til að þingið í ágúst yrði upphafið að mjög náinni samvinnu kvenna ffá þessum þremur lönd- um, en jafúframt er þingið hugs- að sem undirbúningur að nor- rænu kvennaþingi í Finnlandi ár- ið 1995. Að sögn Guðrúnar mun hver ráðstefnudagur eiga sitt sérstaka þema. Fyrsta daginn verður fjall- að um menntun og vinnumark- aðinn, þ.m.t. laun og kjör al- mennt, atvinnulýðræði og fleira. Á öðrum degi verða sjávarút- vegsmálin í brennidepli og þar með einnig umhverfismálin og vígbúnaðarmálin en þessi mál tengjast hafinu sem auðlind sér- staklega á okkar slóðum. Þá verða áhrif Evrópusamrunans á stöðu kvenna til umræðu á öðr- um degi þingsins. Staða kvenna í stjómmálum verður umræðu- efúi á þriðja og síðasta degi þingsins og þá fjallað um sér- staka kvennalista og kvenna- verkalýðsfélög. GLÆSILEG SUMARHUS (f Sölutjöld 17. júní 1992 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóöhátíðardaginn 17. júní 1991 vinsamlegast vitjiö umsóknareyðublaða að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afia viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi föstudaginn 5. júní kl. 12.00. \| Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð. Við bjóðum traust og vönduð heilsárshús byggð á langri og farsælli reynslu. Fagmenn á staðnum veita allar upplýsingar. Opið virka daga kl. 8 - 18 laugardaga kl. 13 - 16. SUMARHUS STOFNAÐ 1925 HJALLAHRAUNl 10-220 HAFNARFIRÐI - SÍMI 51070 - FAX 654980 ÁRATUGA REYNSLA TRYGGIR GÆÐIN

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.