Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 10

Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 10
Helgar 10 blaðið Fátæktin er umhverfismál Útgefandi: Fjörðurinn sf. Framkvæmdastjóm og hönnun: Sævar Guðbjömsson. Ritstjórar og ábyigðarmenn: Ámi Þór Sigurðsson, Sigurður Á Friðþjófsson. Fréttastjóri: Guðmundur Rúnar Heiðarsson. Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Umbrot: Silja Ástþórsdóttir. Auglýsingar: Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Dreifing: Sveinþór Þórarinsson. Heimilisfang: Síðumúli 37,108 Reykjavík. Sími á ritstjóm og afgreiðslu: 681333. Myndriti: 681935 Auglýsingasími: 681310 og 681331. Prentun: Oddi hf. Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Umhverfisráðstefnan í Ríó hefst nk. miðvikudag. Töluverðar vonir voru bundnar við þessa ráðstefnu í upphafi en eftir því sem nær hefur dregið og menn gera sér grein fyrir hversu hrika- legt vandamálið er sem tekist er á við, hefur vonarglætan dofnað og þeir svartsýnustu segja blákalt að þessi ráð- stefna muni ekki skila neinum árangri heldur hverfa í söguna sem tilgangs- laus skrautsýning helstu fyrirmenna heimsins með hungruð böm og brenn- andi regnskóga í baksýn. Umhverfisvandinn felst fyrst og síð- ast í misskiptingu heimsins gæða. Um 20 prósent jarðarbúa eyða 80 prósent- um af auðæfum heimsins. Það er mjög einfalt fýrir Norðurlandabúa að hneykslast á fátækum bændum Brasilíu sem ryðja regnskóga til að geta erjað jörðina. Fátæki bóndinn lætur sér i léttu rúmi liggja þótt einhverjir hektar- ar af regnskógi verði eldinum að bráð, svo fremi hann geti bjargað sér og sín- um frá hungurdauða. Það er til efs að hann hafi minnstu hugmynd um að þessi lungu jarðarinnar em í útrýming- arhættu. Stærsta umhverfisvandamálið er fá- tækt. Til að Ieysa bráðasta vandann og halda í horfinu þyrftu auðugu þjóðimar að veija 0,7 prósentum af þjóðarfram- leiðslu sinni til þróunaraðstoðar. Árið 1988 létu íslendingar 0,05 prósent af þjóðarframleiðslunni renna til þróunar- aðstoðar, eða tæpar tvö hundmð milj- ónir króna, miðað við landsframleiðslu í ár. Ef Islendingar ætluðu að greiða 0,7 prósent væm það 2,7 miljarðar króna á ári. Það em ekki bara íslendingar sem sjá ofsjónum yfir þessum stóm upphæðum því mikillar tregðu hefur orðið vart hjá auðugu ríkjunum að samþykkja slíka aðstoð. Einmitt þessvegna er búist við litlum árangri af ráðstefnunni. Þegar horft er á umhverfismálin í víðu samhengi blasa endalausar þver- stæður við. Velmegun vestrænna ríkja byggist að stómm hluta upp á fátækt þriðja heimsins. Þannig greiðir Brasilía samviskusamlega um 500 miljarða króna á ári i afbprganir og vexti af er- lendum lánum. Á sama tima deyr tveggja ára stúlkubam á tröppum þriðja sjúkrahússins í Rió þar sem henni er neitað um læknishjalp. Ef neysluvenjur Islendinga yrðu alls- ráðandi í heiminum yrði á nokkmm ár- um svo gengið á forða jarðarinnar að öllu lífi væri hætt. Ef Kínverjar fæm að nota skeinipappír í sama mæli og við hyrfu regnskógamir á nokkmm ámm og ef ísskápar yrðu almenningseign meðal alls mannkyns yrði ósonlagið að engu. Er þá nokkuð til ráða? Er vandinn ekki óleysanlegur? Er stríðið ekki tap- að? Fyrir tuttugu ámm var haldin um- hverfisráðstefna í Stokkhólmi. Sú ráð- stefna kom umhverfismálunum í um- ræðuna. Almenningur á Vesturlöndum vaknaði upp við vondan draum og við- horfið til umhverfisins breyttist. Sú viðhorfsbreyting þarf þó að verða enn víðtækari og er vonandi að ráðstefnan í Ríó hafi þar einhver áhrif á. Vestur- landabúar, sem eyða um 80 prósentum af auðæfum jarðar, verða að draga úr eigin græðgi. Trúna á hagvöxtinn, sem allra meina bót, þarf að endurskoða. Það verður að koma böndum á neyslu- brjálæðið og það þarf að taka til í eigin garði. Það þarf að leggja til atlögu við misréttið, bæði heima íyrir og í heim- inum öllum. Auk þess verða auðugu ríkin að viðurkenna það að þau eiga gömlu nýlendunum skuld að gjalda. Greiði þau hana ekki verður sjálf jörð- in gjaldþrota. -Sáf Kópavogsbúar sitja eftir Athygli hefur vakið sú fyrirætl- an meirihluta bæjarstjómar Kópa- vogs að verja stórfé á næsta ári til uppbyggingar þjónustumiðstöðvar fýrir Samtök aldraðra í Nónhæð í Kópavogi. Hefur þessi ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vakið undmn og hneykslan í bænum og hafa bæjar- fulltrúar Alþýðubandalags og Ál- þýðuflokks viljað leggja aðrar áherslur en þeirra raddir verið kæfðar. En hvers vegna þessar deilur um þetta mál? Af hverju er ekki einhugur í bæjarstjóm um byggingu þjónustumiðstöðvar aldraðra? Aldraðir bíða nú þegar Þegar núverandi meirihluti í bæjarstjóm tók við stjómartaum- unum sumarið 1990, var bygging þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða fokheld á miðbæjarsvæði, en hafist var handa um byggingu hennar ár- ið 1989. Varþessari miðstöð ætlað að þjóna íbúum á efri hæðum þess húss sem hún er í við Fannborg 8 en ekki síður á annað hundrað elli- lífeyrisþegum sem búa á miðbæj- arsvæði Kópavogs. Varþessari þjónustumiðstöð ætlað að vera þungamiðjan í starfi aldraðra í bæjarfélaginu. Þótt tvö ár séu nú liðin frá því nýr meirihluti tók við völdum, hef- ur ekki einni einustu krónu verið varið úr bæjarsjóði til þessarar byggingar. Hafa íbúar á svæðinu og Félag eldri borgara í bænum, auk þeirra sem vinna hjá Félags- málastofnun bæjarins, ítrekað ósk- að eftir því að framkvæmdum verði hraðað en án árangurs. Á íjárhagsáætlun þessa árs er ekki varið krónu til byggingarinnar. Ármannsfell hf. kemur til sögu Á síðasta ári fékk byggingarfyr- irtækið Ármannsfell hf. úthlutað svæði í Nónhæð í Kópavogi fyrir allt að 230 íbúðir. Um leið fengu þeir vilyrði um að reisa á næstu ár- um allt að 100 íbúðir fyrir aldraða á þeirri lóð. Þegar viðræður stóðu yflr um úthlutun lóðarinnar sat nú- verandi formaður bæjarráðs Kópa- vogs í stjóm umrædds byggingar- fyrirtækis. Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi skrifar Skörhmu eftir úthlutun gerði Ár- mannsfell samninga við Samtök aldraðra og Búseta um uppbygg- ingu fýijnefndra 100 öldrunar- íbúða. Á örskömmum tíma var tekin ákvörðun um að bæjarsjóður Kópavogs tæki þátt í byggingu þjónustumiðstöðvar við þetta há- hýsi og síðan undirritaðir samning- ar um að hlutur bæjarins skyldi vera 2/3 en byggingaraðilar stæðu undir 1/3. Samkvæmt þessum samninguin, sem bæjarstjóri og formaður bæjarráðs handsöluðu fyrir allmörgum mánuðum, þarf bæjarsjóður strax á næsta ári að verja miljónum króna til bygging- arinnar og miljónatugum á næstu 2-3 árum. Reykvíkingar hafa forgang Það sem okkur bæjarfulltrúum minnihlutans hefur þótt ámælisvert í þessu máli er þetta: 1) Þeir aðilar sem móta stefnu varðandi uppbyggingu félagsþjón- ustunnar í Kópavogi, þar á meðal fyrir aldraða, höfðu ekkert frum- kvæði að umræddri byggingu í Nónhæð og fengu ekki einu sinni að gefa umsögn um málið fyrr en allt var klappað og klárt. Forsend- ur í aðalskipulagi bæjarins frá 1990 og stefnumörk í uppbygg- ingu öldrunarþjónustunnar gera alls ekki ráð lýrir byggingu á þess- um stað. 2) í stað þess að ljúka við þjón- ustumiðstöð í miðbæ, sem hundruð aldraðra Kópavogsbúa bíða nú eft- ir, er ráðist í byggingu nýrrar mið- stöðvar í jaðri Kópavogs þar sem engin önnur þjónusta er fýrir hendi og verður vart fyrr en að nokkrum árum liðnum. 3) Félag eldri borgara í Kópa- vogi hefur í tvígang sótt um Ióð íýrir byggingu íbúða fyrir sína fé- lagsmenn. Tvívegis hefur því verið synjað. Nú á hins vegar að punga út miljónatugum í byggingu þar sem aldraðir Reykvíkingar verða í miklum meirihluta en þeir sem byggðu Kópavog upp og hafa greitt sín gjöld í bæjarsjóð í áratugi sitja eftir með sárt ennió. 4) Öldrunamefnd bæjarins klofnaði þegar umsögn var gefin um fyrmefndan byggingarstað, en á fyrsta fundi nefndarinnar um málið var einhugur um að sá stað- ur væri ekki tímabær. Síðan var kippt í hina pólitísku þræði og meirihlutafulltrúar nefndarinnar féllust á að mæta með byggingu fyrir aldraða í Nónhæð, en með semingi þó. 5) Hagsmunatengsl formanns bæjarráðs og fyrmefnds bygging- arfyrirtækis em auðsæ. Gunnar Birgisson sat í stjóm Ármannsfells þar til á síðasta vori og hann og hans fýrirtæki eiga hlutafé í fyrir- tækinu. Fyrirgreiðsla bæjarsjóðs við Ármannsfell er enda meiri en önnur byggingarfyrirtæki eiga að venjast. í bókun bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks um þetta mál á fundi bæjarstjómar 12. maí sl. var lagt til, án árangurs, að umræddum samningi við Ár- mannsfell yrði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar. Bentum við á að hið allra brýnasta í öldrunar- málum Kópavogsbæjar væri að ljúka við þjónustumiðstöðina í miðbænum áður en bærinn réðist í fleiri byggingar af slíku tagi. Þessi framkoma Gunnars Birgis- sonar og Sigurðar Geirdals bæjar- stjóra við aldraða Kópavogsbúa er þeim til skammar. í fjárhagsáætlun þessa árs er ekki varið einni ein- ustu krónu til miðbæjarstöðvarinn- ar og engir samningar em í burðar- liðnum um framhald á þeirri fram- kvæmd. En til að þjóna reykvísku byggingarfýrirtæki, sem hyggst byggja yfir reykvíska ellilifeyris- þega í landi Kópavogs, á að verja tugum miljóna úr bæjarsjóðnum sem aldraðir Kópavogsbúar hafa greitt í alla sína starfsævi. Eða eins og Ragnar Reykás myndi segja: Finnst ekki einhveij- um að það sé skitalykt af þessu máli?

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.