Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979. ... ....................................... „5000 Víetnama til Islands” Helgi Ötnar Sveinsson, námsmaður skrifar: íslendingar hafa löngum stært sig af sínu þjóðerni. Jafnframt höfum við hneykslast á þvi kynþáttahatri sem þrifizt hefur erlendis. í Banda- ríkjunum hafa þeldökkir menn löngum orðið að þola lakari þjóðfélagsstöðu en hvítir og höfum við að sjálfsögðu haft samúð með baráttu blökkumanna þar fyrir auknu jafnrétti. í Suður-Afríku hefur kynþátta- hatrið náð miklu lengra og er flestum lslendingum Ijóst hvers konar kynþáttakúgun þar ríkir. En núna hefur komið til tals að íslendingar taki við fólki sem er öðruvísi í útliti en við erum sjálfir. Og þá kemur i ljós að grunnt er að kynþáttahatrinu meðal okkar. Það er sjálfsagt að styðja baráttu „litaðs” fólks í öðrum heimshlutum, en þegar það kemur til greina að þetta fólk komi hingað þá er sjálft íslenzkt þjóðerni í voðal! Fólk heldur að úrkynjun íslendinga fylgi í kjölfar þess að víetnamskt flóttafólk komi. En þetta er þjóðtrú og þjóðtrúin er vitlaus og hefur lengi verið. Til að stuðla að heilbrigði og erfðastyrk íslenzku þjóðarinnar finnst mér jafnvel æskilegra að fá til landsins 5000 Víetnama fremur en þá 50semrætt hefur verið um. Stjórnmálaforingjar hafa enga af- stöðu þorað að láta uppi í þessu máli. Þeir óttast atkvæðin. Sérstaklega finnst mér viðbrögð foringja þess flokks sem kennir sig við sósíalisma aum. Eini maðurinn sem hafði manndóm í sér til að styðja komu flóttafólksins hingað var Geir Hallgrimsson. Það þarf manndóm til að standa gegn fordómum heillar þjóðar. Víetnamar eiga um sárt að binda Ekki linnir bréfaskrifum til DB um málefni víetnamska flóttafólksins. Einn bréfritara telur að íslendingar eigi að taka við 5000 Víetnömum en ekki bara 50. Sjálfsagt að taka við Víetnömum Þórunn Vi 'arsdottir skril'ar: Vietnamai uir 50 eru velkomnir til Íslands. Fólk þetla or mennskar verur eins og við og litarháttur þess á engu máli að skipta. Við eigum að -vera reiðubúin að aðstoða og hjálpa fólki sem berst fyrir lífi sínu, en þannig er einmitt ástatt hjá þessum Vietnömum. Búið er að tvístra heilu fjölskyldunum og allir eru þeir heimilislausir. Kynþáttahatur fyrirfinnst um allan heim en ætti hvergi að vera til. Það er mikið um slíka fordóma hér á Reykjavíkursvæðinu. Þegar svertingjar koma hingað er oft veitzt að þeim og mörg ljót orð látin falla um þá. Samt er þetta með bezta fólki sem ég hef kynnzt. Ég vona að Víetnamarnir komi hingað. Það gæti kannski breytt viðhorfi fólks. Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar: Mér finnst sjálfsagt að tak við Víetnömunum. Ef við værum i sömu sporum og þeir yrðum við þakklát ef einhver vildi veita okkur liðsinni. Enginn skyldi halda að þetta fólk sé mjög áfjáð í að koma til íslands til að hírast á þessu flæðiskeri í kulda og sólarleysi innan um útlendinahatara. En þetta fólks þarfnast staðar þar sem það getur verið i friði og búið við sæmileg kjör. Er ekki alltaf verið að tala um að íslendingar séu svo gestrisnir? í þessu tilviki ferlitið fyrir gestrisninni. Það er sannarlega kominn tími til að íslendingar fari að læra kurteisi, beri virðingu fyrir öðrum, læri að meta fólk af öðrum þjóðfiokkum og kynnist nýjum siðum og venjum, sem eru til fyrirmyndar og hætti að vera eigingjarnir. Kynþáttahatur ætti hvergiað Eygló Karlsdóttir skrifar: Ég skil ekki hvers vegna verið er að fordæma hörundsdökkt fólk. Það er nákvæmlega eins og við sem erum hvít. Guðskapar alla menn jafnt. Varðandi Víetnamana: Þetta fólk á um sárt að binda og auðvitað eiga þeir sem geta að sýna miskunnsemi. vera til Hugsið ykkur ef þið væruð sjálf í þeirri aðstöðu sem flóttafólkið frá Vietnam er í. Vilduð þið þá ekki að aðrir sýndu ykkur miskunn og kærleika? Bjóðum Víetnamana velkomna til landsins. Guð mun launa okkur ríkulega. NÝ SENDING r Ledur sandalar Verð kr. 16.250.- Opið til kl.7 föstudag Póstsendum Laugavegi 69 — Simi 16850. Miðbæjarmarkaði, sími 19494. „UTAД F0LK EKKI NÝLUNDA Á ÍSLANDI Helga Einarsdóttir, Hólabraut 10, Keflavík hringdi: Hún kvaðst ekki hafa neitt á móti því að Jiingað kæmi flóttafólk frá Víetnam. En hún benti á að „litað” fólk væri engin nýlunda á íslandi. Á Keflavíkurflugvelii væri fjöldinn allur af þvi og hefði því fjölgað í ráð- herratíð Einars Ágústssonar. Þeir ráðamenn sem tala „litað” fólk á íslandi sem nýtt fyrirbrigði ættu að bregða sér til Keflavíkur, sagði Helga. KlSS-aðdáendur: Bregðizt nú f liótt við Björn Sigurösson skrifar: Ég býst við að fiestir KISS aðdáendur hafi frétt af fyrirhugaðri hljómleikaferð KISS um Evrópu og að þeir eru komnir með nýtt „Show”. Af því tilefni skora ég á alla KISS aðdáendur að skrifa eða hafa sam- band við DB og skora þar með á þá menn sem fengu Strangles og Smokie til landsins að fá KISS til íslands. Núna er tækifærið! PS: Einnig skora ég á sjónvarpið að kaupa sjónvarpsmyndina Kiss meets the Phantom of the Park sem fyrst. Meðlimir KISS hafa löngum þótt skrautgjarnir og ekki fara troðnar slóðir í klæðaburði. Fundir ekki fVerkalýðs- f élagi Vopnaf jarðar Ein á Vopnafirði skrifar: I framhaldi af skrifum DB um að fundir hafi ekki verið haldnir i .Verkalýðsfélagi Borgarfjarðar eystra i fyrra og á þessu ári vil ég upplýsa eftirfarandi: Fundur hefur ekki verið haldinn hér í Verkalýðsfélagi Vopnafjarðar siðan 1974 eða 1975. Hvað skyldu margir reikningar vera ókláraðir þar? Ef einhverjum verður á að spyrja hvenær halda eigi fund fæst það svar að það þyrfti jú að fara að halda fund. Undrar víst engan! Pottur er víðar brotinn i verkalýðs- málum en í Borgarfirði eystra. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.