Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979. Fyrri grein Skoðanakönnun DB um fylgi fíokkanna Hvaða flokk myndirðu kjósa, ef þingkosningar færu fram nú? Skoðanakönnun þessi var gerð undir lok fyrstu vikunnar i júní sl. Náði hún til 300 íslendinga, helm- ingur karlar, helmingur konur, helm- ingur fólksins var á höfuðborgar- svæðinu. Niðurstöður, einkum ef tekið var mið af síðustu þingkosningum og skoðanakönnun Dagblaðsins um sama efni i marz, eru einkar athyglis- verðar. Báðir samstarfsflokkamir úr ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hafa meðal þess hóps sem nefna einhvern núverandi flokka endurheimt mikið fylgi meðan Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag hafa tapað verulega. Hópur hinna óákveðnu er stór, 24%, þeir sem svara ekki 11 1/3% og þeir sem vilja ekki neinn núverandi flokka eru orðnir sterkari, 12%. Samtals gera þessir þrír síðastnefndu hópar 47,33% þeirra sem leitað var til. Ef tekið er mið af þessum niður- stöðum, og gefin sú forsenda að niðurstöður séu a.m.k. sæmilega ná- kvæmar, þ.e. að skekkjan sé ekki meiri en 5—10%, þá er útkoman úr þessari skoðanakönnun alvarleg áminning til sigurvegaranna í síðustu kosningum, að kjósendur vænta þess að kosningaloforð og stefnuskrá séu virt og árangur sýndur, i þvi að ná þeim markmiðum, sem fram voru sett.' Líkindi á óháðum framboðum Að fylgi Samtakanna hefur enn minnkað síðan kosningar fóru fram bendir til þess að sá stjórnmála- flokkur sé endanlega úr leik og hefur hann þá hlotið svipuð örlög og Lýð- veldisflokkurinn og Þjóðvarnar- flokkurinn á sínum tíma, en örlög þessara þriggja alvarlegu tilrauna til stofnunar nýrra flokka á íslandi, gefur þeim, sem hyggja kunna á stofnun nýrra flokka hér, vissulega ekki neinn byr í seglin. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn hafði þegar í skoðanakönnuninni í mars um sama efni, náð sambærileg- um árangri og nú í júní, hefur Fram- sóknarflokkurinn nú á síðustu 2—3 mánuðum bætt stöðu sina verulega. Er sennilegt að þetta sé þeirri auknu festu sem flokkurinn hefur sýnt í stjórnarstarfinu á síðustu mánuðum að þakka. Mun þetta væntanlega verða leiðtogum flokksins hvatning til þess að halda áfram á þeirri braut. Hinn stóri hluti kjósenda sem ekki mundi kjósa neinn núverandi flokka, 12%, er vissulega uggvænleg niður- staða fyrir núverandi flokka og ætti að vera þeim öllum hvatning til þess að gera betur og leggja sig fram við að ná betri árangri i stjórn þjóðlífsins en verið hefur. Þessi niðurstaða bendir til aukinna líkinda á óháðum framboðum í næstu kosningum og vekur vissulega þá spurningu hvort þessi hópur, sem nálgast í niðurstöð- um skoðanakönnunarinnar hlutföll Alþýðuflokks (12.7%) og Alþýðu- bandalags (13.3%), myndi geta sam- einast í nýjum flokki. Vandinn er hins vegar sá að ís- lensku flokkarnir eru þegar svo margir að villugjarnt verður mörgum kjósendanum og mörg atkvæði falla nú þegar umbótaöflunum dauð. Kjallarinn GeirV. Vilhjálmsson Sjálfstæðisflokkurinn sýndi það skýrt hversu samruni flokka getur komið báðum aðiljunum til góðs, þvi með samruna Frjálslynda flokksins og íhaldsflokksins, kom upp sú áhrifamikla breiðfylking sem svo lengi gat óáreitt völdum haldið i höfuðstaðnum, og í ríkisstjórn með Alþýðuflokknum. Þriggja flokka kerfi með sterkum miðflokk til ntótvægis við sterkan hægri og vinstri flokk, skapaði skýrari linur i íslenskum stjórnmálum en núverandi kerfi fjögurra aðal- og fjögurra minni flokka. Hvort slik einföldun flokkakerftsins gæti náð fram að ganga skal ekki tekin afstaða til, en ef Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag sameinuðust í einn verka- lýðsflokk virtist vera hægt að ná slíku marki. x Geir Viðar Vilhjálmsson. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Alþýðuflokkur 20 eða 6 2/3% Framsóknarflokkur 34eðall 1/3% Sjálfstœðisflokkur 80 eða 26 2/3% Alþýðubandalag 21 eða 7% Samtökin 2 eða 2/3% Fylkingin 1 eða 1/3% Óákveðnir 72 eða 24% Svara ekki 34 eða 111/3% „Engan flokk” 36 eða 12% <=f aðain* n taknir þab, *om tóku afstöOu, vxða niðuratöðumar þaasar. TH samarv buröar eru úrslft úr skoðanakönnun DB i marz og skkistu kosningum. ná marz þingskosn. Alþýðuflokkur 12,7% 15,1% 22,0% Framsóknarflokkur 21,5% 13,5% 16,9% Sjálfstœðisflokkur 50,6% 49,2% 32,7+ Alþýðubandalag 13,3% 22,2% 22,9% Samtökin 1,3% 3,3% Fylkingin 0,6% 0,2% Þingueti mundu skiptast þannig samkvæmt könnuninni nú. TH samanburöar ar tekiö. hvemig þingsssti haföu skipzt l * 1 ! ! i •ftir þingkosningamar i fyira: ná marz þingkosn. Alþýðuflokkur 7 9 14 Framsóknarflokkur 14 8 12 Sjálfstœðisflokkur 31 30 20 Alþýðubandalag 8 13 14 Samtökin 0 0 0 g&é Niöurstaöan vekur vissulega þá spurn- ^ ingu, hvort hinn stóri hluti, sem ekki mundi kjósa neinn núverandi flokk. . . mundi geta sameinazt í nýjum flokki. Talnaleikir Dagblaösins slikri könnun algerlega, þegar því sem næst annar hver maður svarar ekki, því sem spurt er um. Margar ástæður aðrar en stjórnmálalegar geta valdið því að fólk tekur ekki af- stöðu í þessu máli i gegnum síma. Frekari könnun yrði því að fara fram á þeim hópi, sem ekki tekur af- stöðu, ef eitthvað á að vera að marka niðurstöður. Túlkun niðurstaðna í öðru lagi ber að nefna úrtaksað- ferðina, val úrtaksins og hvort tryggt sé, að það gefi tölfræðilega rétta mynd af þeim hópi manna, sem á kjörskrá eru á hverjum tíma. Val úrtaksins og framkvæmdir, þ.e. að spyrja í gegnum síma, er tölu- vert flókið mál og ef vel á að takast verður að vanda það verk sérstak- lega. Mætti rita langt mál um þá skekkjuvalda, sem hér geta komið við sögu. Ætlunin er að minnast hér lítillega á þriðja þáttinn, túlkun niðurstaðna, einn veigamesta þátt allra skoðana- kannana og þann sem mesta athygli vekur hverju sinni. Blaðið dregur m.a. þá ályktun, að einn stjórnmálaflokkur fengi hreinan meirihluta, ef kosið væri nú (bæði birt á forsíðu og inni i blaðinu með stóru letri). Þessi ályktun er dregin af því, að 80 af 158 eða 50,6% töldu sig velja umræddan flokk. Má nefna, að þessir 80 eru 26,7% úrtaksins i heild. Er skemmst frá því að segja, að þessi ályktun er alröng. Jafnvel þótt úrtakið væri að öðru leyti ályktunar- hæft væri ekki unnt að draga slíka ályktun af þessari könnun. Tökum einfalt dæmi til saman- burðar. Gerum ráð fyrir, að við köstum krónupeningi úr boxi 300 sinnum, hristum vel og skráum niður, hvort krónan eða skjaldar- merkið kemur upp hverju sinni. Segjum að 142 köst misheppnist, en að í þeim 158 köstum, sem eftir eru, komi krónan upp 80 sinnum og skjaldarmerkið 78 sinnum, þ.e. 50,6% tilvikanna eru „króna”. Varla dytti nokkrum í hug að draga þá ályktun að i krónunni sé smíða- galli og að „krónan” sé líklegri en „skjaldarmerkið” þegar kastað er, þó að ekki hafi komið upp 79 af hvoru. Okkur væri ljóst, að ef við reyndum aftur yrði niðurstaðan önnur og niðurstöðurnar myndu lík- lega sveiflast i kringum meðaltalið 0,50 ef rétt væri að staðið. Tilraunin er háð tilviljanafrávikum. Kjallarinn ErlendurLárusson Ályktun blaðsins um meirihluta- fylgi eins flokks í þessu tilviki er hlið- stæð. Blaðið gleymir frávikunum frá tilraun til tilraunar notar ekki þær tölfræðilegu aðferðir, sem til eru og beitt er til að mæla frávik af þessu tagi. Ein aðferð er sú, að reikna svo- nefnd vikmörk (confidence interval) í kringuni hið óþekkta hlutfall sem verið er að leita að með úrtakinu. 99% vikmörk fyrir hlutfall þeirra meðal þjóðarinnar er kysu umrædd- an flokk í áðurnefndri könnun yrðu um það bil 40—61%, þ.e. frávikin eru um það bil 10% til hvorrar áttar frá hlutfallinu 50,6%. Er þá gert ráð fyrir, að úrtakið sé yfirleitt nothæft í þessu skyni, sem er mjög vafasamt. Fylgi flokksins meðal þjóðarinnar væri þá með 99% líkum á því bili sem vikmörkin segja til um. Nákvæmari niðurstöður er ekki unnt að fá i ekki stærra úrtaki. Bilið er þetta stórt vegna þess hve úrtakið er litið og það er út í hött að draga nokkrar ályktanir um meiri- hlutafylgi eins flokks, sbr. dæmið um krónuna og skjaldarmerkið. Önnur ályktun blaðsins í fyrirsögn er sú, að einn stjórnarflokkur „rifi til sín fylgi”. Séu hliðstæð vikmörk reiknuð út kemur í Ijós, að hlutfallið er með 99% likum á bilinu 13—30%, samanborið við hlutfallið 16,9% í seinustu þingkosningum. Fylgið gæti þvi allteins verið óbreytt, þar eða 16,9% eru innan vikmarka. Niðurstaðan er einfaldlega sú, að úrtakið er alltof lítið til að unnt sé að taka mark á því á þann hátt sem blaðið gerir, auk þess sem hlutfall þeirra sem ekki tóku afstöðu er hærra en svo, að yfirleitt verði nokkurt mark tekið á niðurstöðum. Þá gengur blaðið meira að segja svo langt að reikna út uppbótarþing- sæti til seinasta manns, athuga mun á fylgi á höfuðborgarsvæði og utan þess, fylgi meðal karla og kvenna o.s.frv. án þess að velta nokkurn tima fyrir sér þeim skekkjuvöldum og Irávikum 'sem i niðurstöðum eru fólgnar. Þessu verður að linna og blaðið vcrður að taka upp önnur vinnu- brögð. Um það hefur verið rætt nokkuð, hvort þörf sé á sérstakri löggjöf unr þetta efni i landinu. Hér verður ekki tekin afstaða í því máli, en segja má að ef fjölmiðlar og aðrir sem fram- kvæma kannanir af þessu tagi láta hjá líða að nota fagleg vinnubrögð og löngu viðurkenndar tölfræðilegar að- ferðir, hlýtur að verða að taka i taumana og þá fyrr cn síðar. Erlendur I.árusson Athugasemd DB: MIKLU MINNI SKEKKJA Erlendur Lárusson reiknar greini- lega með miklu meiri skekkju við skoðanakannanir þessar en ástæða er til. Ekki er aðeins um að ræða að kasta „krónupeningi úr boxi” heldur skiptingu eftir landshlutum og kynj- um, sem gerir könnunina áreiðan- legri. Enginn mun efast um að niður- stöður skoðanakannana DB, sem til dæmis sýndu að um 70 af hundraði þeirra, sem tóku afstöðu, vildu að farmannaverkfallið yrði stöðvað með lögum, eða álíka hundraðshluti vildi frystingu grunnkaups eftir 3% kaup- hækkun, sýna tvímælalaust að þetta var skoðun „yfirgnæfandi meiri- hluta” þjóðarinnar. Miklu umdeild- ara er hversu mikið er að marka skoðanakannanir um fylgi einstakra flokka. DB telur að þær kannanir leiði í Ijós hvernig landið liggur, í hvaða átt fylgið er að breytast, þótt auðvitað sýni niðurstöðurnar ekki upp á hár hversu mörg prosent hver flokkur mundi fá, sízt þcgar svo margir eru óákveðnir sem var í síð- ustu könnun. Eini marktæki saman- burðurinn \ið skoðanakönnun DB af þessu tagi er niðurstöður skoðana- könnunarinnar l'yrir siðustu þing- kosningar og sjálf kosningaúrsliiin. Margir efuðust um að vit væri i niðurstöðum könnunar DB þá sem sýndu gífurlegan sigur Alþýðutlokks- ins og hrun fylgis Framsóknar. Fylgi Alþýðuflokksins reyndist i kosning- unum nokkurn veginn það sem DB spáði, svo og fylgi Samtakanna. Fylgi Alþýðubandalagsins varð litið eitt meira en skoðanakönnun DB hafði sagt til um, fylgi Framsóknar nokkru meira og Sjálfstæðisflokks nokkru minna. Að meðaltali varð skekkjan aðeins um tvö prósent á hvern flokk sem þætti gott \ið kosn- ingaspár erlendis.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.