Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979. Steindauð ferðamannaumferð við Mývatn í maímánuði: Stóragjá tekur við af Grjótagjá „Vorið var sérstaklega erfitt allri ferðamannaþjónustu við Mývatn. Höfuðorsökin voru lélegar samgöngur vegna veganna og það er ekki nema rúm vika síðan öræfaleiðin opnaðist i austur og umferð á hringvegi hófst,” sagði Arnþór Björnsson, hótelstjóri i Reykjahlíð við Mývatn, er DB-menn fóru þar um. „Maímánuður var hér alveg stein- dauður og mikið var um afpant- anir á gistingu og þjónustu. Júní hefur verið þokkalegur en umferð íslendinga er óvenjulega litil enn og varla hafin að heitið geti,” sagði Arnþór. Hann var þó all bjartsýnn á sumarið þvi allmargir væru búnir að bóka sig til dvalar og Mývatnssveitin því greinilega enn vin- sæl bæði meðal útlendinga og íslend- inga. Hjá Arnþóri i Reykjahlið er hótel- rými fyrir 45 gesti en 150 komast fyrir í matsal hótelsins. Meðal nýjunga á staðnum er tilkoma nýs fyrirtækis sem Eldá heitir. Annast það flutning ferða- Ferðamenn skoða margir Grjótagjá, þar sem nú er engum manni fært að synda, enda vatnið 59 gráðu heitt. Allir hétu þeir fornsögulegum nöfnum strákarnir þrír sem voru að svamla í Stórugjá við Mývatn. Fimlega klifu þeir milli stórra bjarganna og smeygðu sér ofan í. Ófeigur, Sighvatur og Sturla voru nöfn þeirra og þeir eru 10 og 11 ára gamlir, baða sig oft í Grjótagjá, cnda hcimamcnn i Rcykjahlíð. DB-myndir Hörður fólks til og frá Húsavíkurflugvelli og ætlar síðan að gangast fyrir kynnisferð- um við Mývatn, annast bátaleigu o.fl. Flugleiðir munu, að sögn Arnþórs, styrkja hið nýja fyrirtæki á einhvern hátt. Meðal vinsælustu staða við Mývatn eru Grjótagjá og Eldgjá. Lengi hefur fólk baðað sig og synt i Grjótagjá, en i siðustu jarðhræringum hitnaði vatn svo i gjánni að óhæft er til baða. Er vatnið þar nú 59 gráður á Celsíus. Stóragjá hefur tekið við al' Grjóta- gjá. Þar hefur vatn hitnað úr 13 gráðum í 26 gráður og er þar nú vin- sæll baðstaður. En gæta skulu ferða- menn sín á erfiðri leið niður i gjána og þar er allþröngt. Í. Hótel Reykjahlið eru vínveitingar og sagði Amþór að þær nytu vinsælda á kvöldin, en litil sala væri að deginum þó léttvín séu fáanleg. „En sterku vinin seljast æ minna en hin léttu og þróunin hefur verið stöðug i þá átt i þau 8—9 ár sem vinveitingar hafa verið hérna," sagði Arnþór. - ASt. RainbowWarríor: Hæstiréttur vísaði farbannsmálinu frá Kæran á farbann það sem borgar- fógeti lagði á Rainbow Warrior á meðan beðið var úrskurðar í lög- bannsmálinu á hendur Greenpeace, var tekið fyrir i Hæstarétti i gærdag Var dórnur Hæstaréttar á þá lund að ,,máli þessu er vísað frá Hæstarétti” eins og stendur orðrétt í dómsorði Hæstaréttar. DB sneri sér til Harðar Ólafssonar, lögmanns Greenpeace manna, er kærði farbannsúrskurðinn á sinum tíma til Hæstaréttar. Um frávisunar- dóm Hæstaréttar hafði hann þetta að segja: „Frávisunardómur Hæstarétt- ar táknar það, að mínu viti, að ntáls- aðili sem fylgir stefnu ríkisvaldsins og fógetaréttur fyrir þennan aðila, geta l'arið sinu fram, þótt ólöglegt kunni að vera, einungis ef framferðinu hefur verið hætt, þegar Hæstiréttur þarf að kveða upp dóm sinn um lög- mæti þess eins og á stóð. ” Hvað varðar þá töf sem varð á að mál þetta, sem krafðist ógildingar farbannsins, yrði tekið fyrir, sagði Hörður: „Hæstarétti virðist það ekki á móti skapi, að bíða ögn með dóm sinn, t.d. frá föstudegi til miðviku- dags, til að gefa málsaðilum og fógetarétti og þeim yfirvöldum, sem fógetaréttur hefur gefið e.t.v. ólög- mætar fyrirskipanir, kost á að Ijúka sér af. ” Farbannið var lagt á Rainbow Warrior strax 18. júní og kært til Hæstaréttar þann 20. Líða því sjö dagar frá því að málið er kært og þar til Hæstiréttur hafði afgreitt það. - BH Messtofa, cmbættisbústaður Bjarna Pálssonar landlæknis. Var embættisbúsladur landlækna og fyrsta lyfjabúd í 71 ár eða til ársins 1834. DB-mynd Hörður Rotary vill endur- reisa Nesstofu — á 75 ára afmæli hreyfingarinnar Á umdæmisþingi Rotaryhreyfingar- innar á íslandi, sem haldið var á Akur- eyri dagana 22.-24. júni sl„ var ákveðið, að hreyfingin tæki sér fyrir hendur að vinna að endurreisn Nes- stofu, embættisbústaðar Bjama Páls- sonar fyrsta landlæknis á íslandi. Rotaryhreyfingin verður 75 ára á því Rotaryári sem hefst 1. júlí nk. Yrði þetta því afmælisverkefni hreyfingar- innar. Tillaga þessi kom frá Rotary- klúbbi Seltjarnarness og samþykktu þingfulltrúar að óska eftir því við stjórnir allra klúbba landsins að fé yrði safnað i þessuskyni. i Nesstofu er hug- myndin að kotua upp stofnun um sögu læknisfræðinnar í tengslum við Há- skóla íslands og safn læknisáhalda og lyfjaútbúnaðar frá fyrri tið. Á þinginu var einnig samþykkt til- laga frá Rotaryklúbbi Siglufjarðar um, að Rotaryumdæmið athugi á hvern hátt það gæti beitt kröftum sínum til að stuðla að aukinni menntun og mannúð á Grænlandi. Á þinginu voru mættir fulltrúar frá öllum Rotaryklúbbum landsins en þeir eru 22 að tölu. Þcgar flest var voru þátttakendur um 200, Rotaryfélagar og konur þeirra. Er- lendir fulltrúar voru Robert A. Man- chester ásamt konu sinni og gestur þingsins, dr. Cecil Baker Rotaryfélagi frá Ástralíu ásamt konu sinni. Aðaler- indi þingsins flutti Kristján J. Gunnars- son fræðslustjóri og nefndist erindi hans Rotary á ári barnsins. Viðtakandi umdæmisstjóri er Baldur Eiriksson, skrifstofustjóri á Akranesi. í lok um- dæmisþingsins sóttu þingfulltrúar guðsþjónustu i - Akureyrarkirkju þar sem sr. Úlfar Guðmundsson frá Ólafs- firði predikaði og sr. Birgir Snæbjörns- son, Akureyri, predikaði en þeir cru báðir Rotaryfélagar. -(;AJ — á Evrópumeistaramótið, sem hefst á sunnudaginn Evrópumeistaramótið í bridge hefst í Lausanne í Sviss á sunnudaginn. Á blaðamannafundi i gær var tilkynnt um skipun islenzka landsliðsins og er hún þessi: Ásmundur Pálsson, Guðlaugur R. .lóhannesson, Símon Símonarson, Hjalti Eliasson, Örn Arnþórsson og Jón Ásbjörnsson. Fyrirliði er Ríkharð- ur Steinbergsson. Líklegt er að 22 þjóðir taki þátt i mótinu og verða spilaðir 32 spila leikir, allirspilaviðalla. Fyrirkomulag keppninnar verður m.a. með þeim hætti, að spilað verður í lokuðum sal og skermar notaðir horna á milli yfir spilaborðin, þannig að keppendurnir sjá aðeins annan and- stæðinginn. Landsliðið heldur utan á laugardag. Talsvert er síðan landsliðið var valið, en ekki var tilkynnt um það fyrr vegna þess hve seint fékkst vitneskja um fjár- styrk menntamálaráðuneytisins til fararinnar. - JB LANDSLIDID TIL SVISS 3%fyrirríkiogbæ í framhaldi af samningum þeim, sem undirritaðir voru milli ASÍ ann- ars.vegar og Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna hins vegar, þann 25. júní s!„ var á þriðjudag undirritaður samningur við ríkið og Reykjavikur- borg um 3% grunnkaupshækkun, er tók gildi 25. júni. Samningarnir voru undirritaðir af Snorra Jónssyni fyrir hönd ASÍ, Guðmundi Karli Jónssyni fyrir hönd ríkisins og Magnúsi Óskarssyni f.h. Rcykjavíkurborgar. - ÓV íslenzka landsliðið í bridge, sem keppir á EM i Sviss. Frá vinstrl: Ríkharður Steinbergsson, fyrirliði, Örn Arnþórsson, Símon Simonarson, Jón Asbjörnsson, Guðlaugur R. Jóhannesson, Hjalti Eliasson. Á myndina vantar Ásmund Pálsson. DB-mynd Hörður ISLENZKA BRIDGE-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.