Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979. 7 Erlendar fréttir Líbanon: Harðir þotu bardagar yf ir Beirút Talið er líklegt að Bandaríkja- menn muni mjög gagnrýna ísraelsstjórn fyrir síðustu atburði i deilunum um Líbanon. í gær kom til harðra bardaga á milli F—15 orrustuþotna frá flugher ísraels en þoturnar eru byggðar í Bandarikjunum og MIG þoma frá Sýrlandi. Að sögn Sýrlendinga misstu þeir fjórar þotur en skutu niður tvær ísraelskar þotur. ísraelar segjast aftur á móti hafa skotið niður fimm sýrlenzkar þotur en allar þeirra hafi snúið heilu og höldnu aftur til ísrael. Víetnamskir flóttamenn, sem komnir eru til Malasiu og annarra landa í Suð- austur-Asiu eiga ekki sjö dagana sæla eins og komið hefur fram í fréttum. Stór hluti þessara flóttamanna eru börn. Myndin er tekin um borð í einum báta þeirra, sem þetta fólk siglir á yfir hafið. Mexíkó: Keisarinn særðist ekki íárásinni Yfirvöld í Mexikó hafa borið til baka fregnir um að keisarinn af íran, sem nú dvelst í Mexíkó, hafi særzt lítillega í árás, sem andstæðingar gerðu á bifreið hans úr þyrlu. Var skotið á bifreiðina með vélbyssum en að sögn þá slapp keisarinn óskaddaður. Kína og Víetnam hefja aftur viðræður Kína og Víetnam hafa aftur hafið friðarviðræður eftir mánaðar hlé. Á fyrsta fundinum lögðu Víetnamar fram tillögu sem gerði ráð fyrir að rikin hættu öllum árásum hvort á annað frá og með fimmta næsta mánaðar. Ítalía: ítalska olíu- skipið sokkið — Ijóstað tuttuguog átta fórust Aðeins fjórir munu hafa komizt af, af áhöfn franska flutningaskipsins, sem rakst í gær á italskt olíuflutninga- skip undan ströndum Ítalíu. Áhöfnin var þrjátíu manns og auk þess var einn farþegi um borð. Aðeins einn fórst á ítalska oliuskipinu, sem sökk seint í gær en þá höfðu allir 'firecfið skipið. Þegar síðast til frét'.ist vai drátt- arbátur með franska ilutningaskipið í togiáleið tillands. Að sögn skipstjóra ítalska skipsins reyndi franski skipstjórinn að losa skip sitt frá hinu ítalska um leið og hann gerði sér ljóst að þarna var olíuskip á ferðinni. Andartaki síðar sáu ítalirnir, sem yfirgáfu skip sitt strax eftir á- reksturinn, að franska skipið logaði stafna á milli. Sýrland: FIMMTAN OFGA- MENN TEKNIR AF —sakaðir um allt f rá morðum til þess að hafa stof nað til vopnaðra ránsf lokka Fimmtán yfirlýstir múhameðskii öfgamenn voru teknir af lífi í Damskus höfuðborg Sýrlands í morgun að því er útvarpið þar tilkynnti. Voru þeir að sögn fundnir sekir um ýmsa glæpi, allt frá morðum og til þess að hafa verið félagar í vopnuðum ránshópum. Tilkynnt var að fjórtán mannanna hafi verið hengdir en einn þeirra, her- maður, var leiddur fyrir aftökusveit og skotinn. Tilkynningin um aftökurnar kemur i kjölfar birtingar dóms hæsta réttar yfir átján félögum í samtökum sem nefna sig Bræðraiag múhameðs- trúarmanna og þykja mjög öfga- sinnuð. Hafa þau af opinberri hálfu í Damaskus verið sökuð um að hafa staðið að ýmsum hryðjuverkum og morðum á undanförnum mánuðum. Alvarlegasta ásökunin til þessa var, þegar félagar í þeim voru hinn 16. júní siðastliðinn sakaðir um að hafa myrt fimmtiu herlistarnema i skóla þeirra í borginni Aleppo. Þeir fimmtánmenningarnir, senr teknir voru af lífi í morgun voru aftur á móti fundnir sekir um glæpi, sent sagðir eru hafa gerzt fyrir þann tíma. Þar á meðal er nefnt morð á hátt- settum herforingja. Upplagðir ferðaskór Mjög léttir og þægilegir T eg. 63 Natur litur Nr. 35-45 Leður- og nylon Trimmskór Nr. 33-45. ■ * Afleins kr. 6.000 til kr. 6.250.- Leður- sandalar Litur: Tan Stærflir 37—41 Varfl aðeins Teg.85 Natur litur Stærflir: 35—45 Verfi afieins 8.500. Verfl afleins kr. 7.900.- POSTSENDUM Laugavegi 11 Sími 21675 **e&p *** ö aös -yei y.oí a’o0'1 da'ö5 öaS1 í‘ öe,ö'i5R W a - sOib 1 sef e? 1 2Vsvit> sba( 6s^aS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.