Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979. 9 _ \ Bátamirog hverjir sigla þeim? Til að fólk eigi auðveldara með að gera sér grein fyrir þvi hverjir séu sigurstranglegastir í sjórallinu og þannig átt auðveldara með að fylla út getraunaseðilinn hér að neðan birtum við nokkrar upplýs- ingar um bátana og þá sem þeim sigla. LÁRA03 Áhöfn: Lára Magnúsdóttir og Bjarni Björgvinsson. Tóku þátt í sjórallinu í fyrra og urðu í þriója sæti, þá á minni bát og með aðcins 80 hestafla utan- borðsmótor. Báturinn verður sá stærsti í sjó- rallinu að þessu sinni eða 23 fet. Hann er einnig breiðastur og ristir dýpst. Þetta er fyrsti skemmtibát- urinn frá Mótun hf. í Hafnar- firði. Svefnpláss fyrir fjóra í yfir- byggingunni. Vél og drif eru af Chrysler gerð, um 250 hestöfl. Vélin er innanborðs en drif utan- borðs. HAFRÓT05 Áhöfn: Hafsleinn Sveinsson og ^ Runólfur Guðjónsson. Sigurvegararnir í Sjórallinu 1978. Sýndu þá mesta öryggið þegar á heildina er litið þrátt fyrir vélar- bilun, sem tafði þá á hluta leiðar- innar. Báðir þaulvanir keppnis- menn og kunnugir bátasportinu um árabil. Bátur þeirra er framleiddur af Flugfiski, 22 feta langur og mjög styrktur aukalega fyrir slika hörkusiglingu, sem verður í sjó- rallinu. Hann er knúinn tveim 175 hestafla mótnrum af Mariner gerð. Er þeir bandarísLi og verður búnir \ msum aukahlutum vegna keppninnar. Reikna má með að báturinn geti þannig bú- inn náð í það minnsta 50 mílna hraða á sléttum sjó. INGA06 Áhöfn: Bjarni Sveinsson og Ólafur Skagvík. Ný andlit í sjórallinu en báðir reyndir á þessu sviði. Bjarni er Vestmannaeyingur og er það vel við hæft að það byggðarlag eigi fulltrúa i sjórallinu. Ólafur hefur meðal annars siglt á sportbáti yfir Atlantshafið. Báturinn er 22 feta langur og byggður hjá Flugfiski. Sérstak- lega hefur hann verið styrktur fyrir sjórallið. Hann er sams konar og bátarnir tveir, sem urðu í tveim fyrstu sætunum í sjórall- inu í fyrra. Vélin er 200 hestafla Volvo Penta og drif frá sama framleiðanda. Vélin er innan- v____ Hver sigrar í s jórallinu? / fomstu er drumb- urínn stöövaöi þá —atburðir úr síðasta Sjóralli DB og Snarfara rifjaðir upp Margir velta nú fyrir sér likunum fyrir þvi að þessi or hinn báturinn sigri í Sjóralli Dagblaðsi >'e Snarfara, sem hefst á sunnudagin.. N-inur. Bæði er það af almennum áhuga og svo til að eiga meiri möguleika á að vinna verð- launin i hinni glæsilegu sjórallsgetraun en seðillinn vegna hennar birtist enn einu sinni neðst á síðunni. Hér til hliðar er sagt frá hverjum báti sem taka mun þátt í sjórallinu, áhöfn- um þeirra og ferli í fyrri keppni. Rétt er þó að hafa hugfast, þegar verið er að spá um hvernig röðin verður að keppni lokinni, að allt getur komið fyrir á siglineu .mhverfis ísland. Er þá kannski skémmst að minnast óheppni þeirra bræó.. Ualdurs og Hermanns Jóhannssona í sjórailinu í fyrra. Þegar þeir sigldu frá Akureyri áleiðis vestur fyrir voru þeir líklegastir sigurvegarar. Allt benti til þess, að þeir þyrftu aðeins að fara hratt en örugglega áleiðis til Reykjavíkur. Forusta þeirra var orðin slik. En hvað gerist? Er þeir héldu frá Skagaströnd rákust þeir á trjádrumb sern maraði í yfirborði sjávar. Bátur- inn brotnaði svo að þeir urðu að snúa við til hafnar og fara landleiðina til Borgarness. Þannig getur allt gerzt í sjóralli og engu hægt að spá fyrirfram og keppendur voru sammála um það í fyrra að vélarorkan ein réði alls ekki úrslilum. - ÓG borðs en drif utanborðs. BáturOó er talinn eiga að geta náð allt að 40 mílna hraða á klukkustund. TRYB006 Áhöfn: Eiríkur Kolbeinsson, Hinrik Morthens og Tryggvi Gunnarsson. Þeir ætluðu í sjórallið í fyrra en báturinn varð ekki tilbúinn. Báturinn er 18 fet og því sá minnsti að þessu sinni. Hann er smíðaður hjá Flugfiski og mjög styrktur til komandi átaka. Vélin er innanborðs og er af Ford gerð, V-8 og upphaflega 235 hestöfl en með þeini breytingum sent á henni hafa verið gerðar er aflið líklega komið upp í 250 hestöfl og hámarkshraðinn um það bil 45 milur á klukkustund. SIGNÝ08 Áhöfn: Gunnar Gunnarsson og Ásgeir Ásgeirsson. Gunnar tók þátt i sjórallinu i fyrra en þá ásamt Birni Árnasyni. Þá fóru þeir félagar á nýjum Flugfiskbáti en lentu í verulegum erfiðleikum með vélina. Tókst að ná öðru sæti með miklu harð- fylgi. Báturinn er brezkur af gerðinni Fletcher. Lengdin er 21 fet og er yfirbyggingin úr léttu áli. Vélin er Chrysler, Super-B, 250 hestafla, innanborðs með utanborðsdrif. Báturinn er talinn geta náð 50 milna hraða á klukkustund full- búinn. - ÓG Bræóurnir Baldur og Hermann stórtu sig vel i sjórallinu í fyrra þar til þeir voru svo óheppnir art ienda á Irjádrumbi á Húnaflóa. Myndin er tekin á Akureyri þegar kapparnir komu fyrslir keppenda þangaö eflir sjö líma siglingu frá Bakka- firði. " DB-mynd Ragnar Th. Enn er lára eini fulltrúi kvenna í lyrra var Lára Magnúsdótlir eini kvenkeppandinn í Sjóralli Dagblaðsins og Snarfara en hún var stjórnandi Láru 03 ásantt manni sínum Bjarna Björg- vinssyni. Þá urðu þau í þriðja sæti og vöktu auk þess athygli fyrir drengilega aðstoð við samkeppendur sína, þegar á reyndi. Í ár eru þau hjón enn þátttakendur og Lára enn einu sinni hin eina af v<-tk ara kyninu. Ekki vitum við '.að veldur en vissulega er Lára verðugur fulltrúi kvenna. Nú er bátur þeirra stærri og vélin sterkari og þau að sjálfsögðu reynsl- unni rikari, svo ekki er ástæða til ann- ars en að halda að þeim hjónum muni ganga vel i sjórallinu i ár. - ÓG I.ára Magnúsdóltir sjórallskappi um borð í báti sínum I.áru við lok keppn- innar i fyrra. DB-mynd RagnarTh. BUWIÐ SNABFAR/ fr Sendist merkt: DAGBLAÐIÐ SJÓRALL 79 Síðumúla 12 105 Reykjavík Hver verður roð bátanna? KEPPENDUR ERU: 03 — Bjarni Björgvinsson og Lára Magnúsdóttir 05 — Hafsteinn Sveinsson og Runólfur Guðjónsson 06 — Bjarni Sveinsson og Ólafur Skagvfk 07 — Eiríkur Kolbeinsson, Hinrik Morthens og Tryggvi Gunnarsson 08 — GunnarGunnarssonogÁsgeirÁsgeirsson SKILAFRESTUR TIL MÁNUDAGSIIMS 2. JÚLÍ1979 PÓSTSKIL MÁNUDAGINN 2. JÚLÍ1979 í SÍÐASTA LAGI. önnur svör gilda ekki 1 2 3 Sendandi: Nafn:..... Heimili: ... Sími:.....

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.