Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 4
'iV DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JUNI 1979. Reiðhjól lækka um þriðjung —Hjól sem kostaöi 150 þúsund kostar 100 þúsund innan skamms Útsöluverð á reiðhjólum kann að lækka um allt að þriðjungi vegna á- kvörðunar ríkisstjórnarinnar að fella niður toll á þessari vöru frá og með 1. júlí nk. Tollurinn hefur verið 80%. „Ég vænti þess að þetta verði mjög til bóta, bæði fyrir reiðhjóla- 'sala og reiðhjólakaupendur,” agði Páll Bragason í Fálkanum í samtali við DB. Páll kvað ýmis atriði í sambandi við þessa tollalækkun enn óljós, s.s. hvort tollur væri felldur niður af reiðhjólahlutum. Hann táldi ekki ólíklegt að fullorðinshjól sem kostar nú 150 þúsund krónur mundi kosta 100 þúsund eftir breytinguna. Páll Þórðarson sagði að reiðhjóla- salar væru óánægðir með að 30% vörugjald, lúxusskattur, væri enn lagt á reiðhjól. Hann kvaðst þó vongóður um að því gjaldi yrði einnig aflétt innan tíðar. Fálkinn mun ekki leysa ný reiðhjól úr tolli fyrir 1. júlí og verða því hjól á nýja verðinu ekki til sölu á allra næstu dögum. -GM. hhEVFMI Sírni 8 55 22 Frá menntamálaráðuneytinu Lausar eru til umsóknar við Framhaldsskóla í Vest- mannaeyjum eftirtaldar stöður: 1. Staða deildarstjóra í bóknámsgreinum. 2. Staða deildarstjóra í verknámsgreinum. 3. Nokkrar kennarastöður. Helstu kennslugreinar eru: íslenska, danska, enska, stærðfræði, eðlis- og efna- fræði, saga og félagsfræði og faggreinar iðn- og vél- stjóranáms. Umsóknir skulu sendar skólanefnd fyrir 24. júlí næst- komandi. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. MenntamálaráAuneytið 26. júní 1979. Örlítið sýnishorn af því mikla úrvali sem er á söluskrá hjá Bílasölunni Skerfunni. Ford Bronco rauður og hvítur. F.kinn 102.01«. kin. 8 cyl, bcinskiptur, hreiðar felgui, upphækkaður. Vcrð 2.9 milli. Willys C. J. 7 Rcnegate rauður og hvítur árg. 1979, ekinn 5000 km. 2 dyra, sex cyl. fjögurra gíra. Skipti Verð. 8 millj. Citroén CX. 2000 ekipn 85.000 Chevrolet Nova Custom, svartur, . auður að innan, ekinn 23.000 km. árg. 1978. 2 dyra 8 cyl, 305 cc. sjálfskiptur, aflstýri og -bremsur, raf- magnsrúða og læsingar, útvarp. Glæsilcgur bill. Verð 6,3 millj. km. grár, árg. 1975, utvarp, segul band, Verð 3,8 millj. Bíllinn selst hjá Skeifunni BILASALAN SKEIFAN Simar 84848 - 35035 Opið laugardaga 9—19.. Hárskurður karla — ráða leitað hjá íslandsmeistaranum í hárskurði Garðari Sigurgeirssyni Skyldu herrarnir vera búnir að fá sér sumarklippinguna? Ef svo er ekki, er líklega betra að drífa sig, því dag er á ný tekið að stytta. Neytendasíða Dagblaðsins fór á stúfana og kynnti sér lítillega herra- klippingar. Til aðstoðar var fenginn íslandsmeistarinn í hárskurði i ár, Garðar Sigurgeirsson, en hann hefur nýlega opnað stofu að Hátúni 4a. Garðar sagði að hæfilegt væri fyrir karla að fara í hárskurð á 4—6 vikna fresti. Þá getur hárskerinn séð hvernig klippingin var síðast og þannig gert viðskiptavininum til hæfis. Tízkan í hárklippingum karla er nú stutt hár við eyru og stutt í hnakka. Þó er þetta örlítið að breytast og í Þýzkalandi er nú að koma svolitið síðara hár með permanenti, fremur stórar krullur. „Það er sífellt að aukast,” sagði Garðar, ,,að karlmenn fái sér permanent. Það kemur bæði til af illri nauðsyn, þ.e. ef karlar eru með feitt eða lint hár eða of stíft, eða þá að menn vilja útlitsbreytingu.” Það er ekki mikið um hárlitum karla, en þó sagðist Garðar stundum nota glansskol til þess að hressa við hinn eðlilega lit. Þá benti Garðar á þjónustu, sem er fremur lítið notuð, en það er þvottur og þurrkun milli klippinga, t.d. ætli menn sérí samkvæmi. Til gamans var íslandsmeistarinn spurður að því hver klippti hann. Það kom þá upp úr dúrnum að í tvö síðustu skiptin sem hann hefur verið klipptur hefur það verið gert i Noregi. Garðar sagði þó ekki mikinn mun á hárskerum hér og í Noregi, en topparnir þar væru þó mun betri en hér. Fremsta i hárskurði taldi Garðar Frakka og i fótspor þeirra kæmu síðan önnur Mið-Evrópuríki. Og hvað kosta nú herlegheitin: Hárskerar fengu hækkun á taxta frá og með síðustu helgi og nú kostar snögg klipping, t.d. þeirra eldri karlmanna sem óska, 1450 kr. Önnur klipping 2050 kr. Klipping og formblástur 2750 kr., klipping, þvottur og formblástur 4690 kr. Stutt klipping, lögun og þurrkun 2250 kr., þvottur og formblástur 2650 kr. Skeggklipping kostar 950 kr. Permanent kostar I2000 kr. og glans- þvottur og skol 2800 kr. -JH. Gæðamunur á húlahopphringjum — segir starfsmaður í Hagkaup Valgeir Ásgeirsson, starfsmaður í Hagkaup, hringdi: Vildi hann gera athugasemd vegna greinar á Neytendasiðu Dagblaðsins um húlahoppæði. Þar var sagt, að dýrustu hringirnir hefðu verið í Hag- kaup á 2995 kr. en einnig hefðu þar verið til hringir á 1595 kr., en þeir væru minni. Valgeir sagði það rangt, að þessir hringir væru minni. Þeir væru jafnstórir en dýrari hringirnir væru litaðir og soðnir saman. Verðmismunurinnlægi í því. Hérværi m.ö.o. um gæðamun að ræða. Mun ódýrara efni væri í ódýrari hringjunum. „Við erum með lág- marksálagningu á þessum hringjum,” sagði Valgeir. ,,Við kaupum þessa hringi hins vegar ekki án söluskatts eins og mig grunar að ýmsir þeir sem selja þessa hringi geri,” sagði Valgeir. -GAJ- Húlahoppið nýtur sívaxandi vinsælda um þessar mundir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.