Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979. 23 BÆJARINS BEZTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnarsýna Risinn Loikstjóri: Georgo Stovons, gerð í Bandarfcjunum 1956. Sýningarstaður: Austurbœjarbfó. Risinn, sem var síðasta myndin sem James Dean lék í áður en hann dó, er byggð á sögu Ednu Farber og gerist í Texas. Hún fjallar um innbyrðis deilur tveggja manna, þeirra Bick (Rock Hudson) og Jett (James Dean) Inn í þetta fléttast svo ást þeirra á sömu stúlkunni Leslie, er Elizabeth Taylor leikur. Hér er um að ræða dæmigerða Hollywoodmynd eins og þegar kvikmyndaborgin var upp á sitt bezta. Það sem flestum leikur eflaust forvitni á að sjá er leikur James Dean. Hann var á þeim tíma fulltrúi ungu kynslóðarinnar og sérstaklega þeirra er voru óánægðir með hlutverk og stöðu sína í þjóðfélaginu. Hér gefst því tilvalið tækifæri til að sjá átrúnaðargoð æskunnar fyrir rúmum tuttugu árum. Einvígiskapparnir Leikstjóri. Ridiey Scott, gerð í Bretiandi 1977. Sýningarstaður: Háskóiabió. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Ridley Scott og er hún byggð á bókinni The Duel, sem Joseph Conrad skrifaði. Myndin fjallar um tvo liðsforingja í her Napoleons (1800—1815) og innbyrðis stríð þeirra sem nær yflr 15 ára tímabil og endar með lokauppgjöri. Með hlutverk liðsforingjanna fara leikararnir Keith Carradine og Harvey Keitel og ferst þeim það vel úr hendi. Myndin er mjög falleg fyrir augað auk þess sem einvígi þeirra félaga eru mjög vel útfærð. Þessi mynd Ridley Scott hlaut verðlaun i Cannes 1977 sem besta jfrumraun leikstjóra en áður hafði Ridley Scott unnið töluvert fyrir sjónvarp. Þess má geta að nýlega var frumsýnd önnur mynd leik- stjóranr sem ber heitið Alien. Er það „science fiction” mynd og jhefur hún hlotið góða dóma. Allt á fullu Leikstjóri: Ted Kotcheff, geró I Bandarðrjunum 1978. Sýningarstaður: Stjömubió. Hér er á ferðinni þokkaleg gamanmynd með dálitlum ádeilubroddi. Myndin fjallar um millistéttarhjón sem skyndilega þurfa að horfa fram á atvinnuleysi og eignarmissi. Eins og sönnum smáborgurum sæmir reyna þau að krafsa í bakkann til þess að halda fengnum hlut en allt kemur fyrir ekki. Leiðin út úr þessum ógöngum reynist vera sú að afla sér peninga með vopnuðum ránum. Oft má sjá skemmti- lega útfærð atriði, til dæmis er fyrsta ránsferð þeirra hjóna bráð- smellin. Leikur þeirra Jane Fonda og George Segal er með ágætum oft á tíðum en myndin í heild nær ekki að gera þessu ágæta efni nægileg skil, sem það býður óneitanlega uppá. Endurreisn Christa Klages LeMtstjórí: Margarstha von Trotta, garð I V-Pýskalandl 1978. Sýningarataður: Hóskólabló — Mónudagsmynd Mánudagsmyndin að þessu sinni er þýsk, ættuð frá árinu 1978, þannig að hún er ekki nema um árs gömul. Leikstjórinn er ung kona, Margaretha von Trotta, sem hefur getið sér gott orð sem handritahöfundur og aðstoðarleikstjóri m.a. i myndinni Ærumissir Katrínar Blum, sem sýnd var í Háskólabíói. Eiginmaður hennar er leikstjórinn Volker Schloendorff sem hlaut m.a. gullpálmann í maí ;1. í Cannes fyrir mynd sína Die Blechtrommel eftir samnefndri söguGtinterGrass. ENDURREISN CHRISTA KLAGES fjallar um unga móður er fremur bankarán til að tryggja fé til áframhaldandi reksturs barna- heimilis sem hún hafði m.a. tekiö þátt í að byggja upp. En sam- starfsfólk hennar vill ekki taka við peningunum og viðurkennir ekki þetta einstaklingsframtak hennar. Þannig lendir Christa Klages á lálfgerðum flækingi og verður utangátta í þjóðfélaginu. Njósnarinn sem eískaði mig L«8»tjóri: Lawls Glbert, gorð I Bratlandl 1977. Sýningarataður Tónabló. Tónabíó býður nú upp á James Bond í fullu fjöri. Það sem Bond myndir hafa fram yfir myndir um sama efni er hnyttnari texti og ótrúlega vel útfærð glæfraatriði. Raunar hafa Bond myndirnar yfir sér ákveðinn lúxus stimpil. Það er engu til sparaö enda sjást á hvíta tjaldinu útfærðar ótrúlegustu hugdettur. Efnisþráðurinn er mjög ótrúlegur og óraunverulegur enda fær áhorfandinn á tilfinninguna að framleiðendur myndarinnar séu beint eða óbeint að gera góðlát- legt grín að þessu ofurmenni kvikmyndanna. í stuttu máli sagt á- gætis afþreying ef efnið er ekki tekið of alvarlega. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik- myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk. litvarp Sjónvarp i Útvarpkl. 17.20: Síðasti þáttunnn fyrir yngri en 12 ára 1 dag kl. 17,20 er óskalagaþátturinn Lagið mitt á dagskrá útvarpsins og er þetta jafnframt síðasti þátturinn að sögn Helgu Þ. Stephensen umsjónar- manns. „Það á að breyta til, þessi þáttur . hefur verið svo lengi,” sagði Helga. „En það getur vel verið að hann verði tekinn upp aftur, þessi þáttur hefur verið töluvert vinsæll og krakk- arnir eru reglulega duglegir að skrifa. Þó er alltaf minna um bréf á sumrin, bæði í þessum óskalagaþætti sem öðrum, þá hafa þau um svo margt annað að hugsa. HLH flokkurinn hefur verið geysi- lega vinsæll upp á siðkastið og svo Barbapapa lögin, krakkarnir eru svo_ fljótir að grípa það sem er i sjónvarp- inu. Þetta eru allt krakkar undir tólf ára aldrinum sem skrifa og það er tals- vert mikið beðið um popplög, þó kemur líka fyrir að beðið sé um barna- lög. Ég held að ekki hafi verið ætlazt til þess að popp væri mikið spilað í þætt- inum enda er þetta barnatími. En auð- vitað er ekki hægt að berja höfðinu við steininn i þvi sambandi. Það vita allir að börn, 11-—12 ára, eru farin að hlusta á popptónlist,” sagði Helga að lokum. Þátturinn hennar er tæplega klukku- stundar langur. -ELA. Helga Þ. Stephensen, leikkona, umsjónarmaður þáttarins Lagið mitt. LEIKRIT - útvarp kl. 20.10: Náttfatamarkaðurinn W Wmí I Ingólfsstræti 6 ð. |1| MM Nýjor vörur daglega Póstmeist- arinn og hans miður hfwilegu f TÚRpanjnn storf Sólfatnaðurinn kominn aftur. Ungl- PjK: ingafrotténáttfötin kr. 3.900.- # Allt á að seljast. — Búðin hœttir. tl”"" ' 1 kvöld kl. 20.10 verður flutt i út- varpinu leikritið Hamingjudagur eftir A.N. Ostrovskij í þýðingu Óskars Ingimarssonar. Leikstjóri er Benedikt Árnason en með aðalhlutverk fara Gestur Pálsson, Guðrún Þ. Stephensen, Bríet Héðinsdóttir, Herdis Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraldsson. Eins og svo mörg ieikrit Ostrovskijs er þetta gamansamt verk um embættis- menn. Hér er það póstmeistari í litilli borg úti á landi sem verður aðalskot- spónn hans. Póstmeistarinn hefur ekki alveg hreint mjöl i pokanum og þegar háttsettur embættismaður er væntanlegur til að rannsaka ýmislegt sem miður hefur farið í héraðinu fer málið að vandast. En Sandirov póst- meistari á tvær dætur, og þær eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Höfundurinn Aleksandr Nikolajevitsj Ostrovskij fæddist í Moskvu árið 1823. Hann stundaði lög- fræðinám um tíma en starfaði síðan við verzlunardómstól Mbskvuborgar. Tæplega þrítugur missti hann stöðuna vegna leikrits þar sem farið var niðrandi orðum um kaupmanns- stéttina. Eftir það vann Ostrovskij fyrir sér með ritstörfum. Alls skrifaði hann rúmlega 50 leikrit, og mun Óveðrið (1860) vera þeirra þekktast. Honum lætur vel að lýsa margvíslegum manngerðum en stórbrotin eru verk hans ekki. Ostrovskij létzt árið 1886. Auk Hamingjudags hefur útvarpið flutt eftir hann leikritin Mánudagur til mæðu 1963 og Dagbók skálksins 1976. Hamingjudagur var áður flutt í islenzka útvarpinu 1965 og tekur það rúman klukkutíma í flutningi. -ELA. PERMANENT KLIPPINGAR BARNAKLIPPINGAR LAGNINGAR BLASTRAR LITANIR GERUM GÖT í EYRU M>K| OiFAA RAGNHILDURBJARNADÖTTIR OllVII 24590 HJÖRDÍS STURLAUGSDÖTTIR Utígrill Grílláhöld Gríll-kol rnn Glœsibœ—Sími 30350 Starfskraft vantar á bílasölu. Upplýsingar í síma 81853 eftir kl. 20.00 og á daginn í síma 35035.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.