Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980. / ' " " ................................................ LÆKKUN RIKISUTGJALDA ER □NA RAUNHÆFA KJARABÓTIN Framsóknarflokkinn skortir tugi milljarða í sína botnlausu landbúnaðarhít „Það sem fyrsl i stað er athyglisverðasl við rfkisstjórn Gunnars Thoroddsen er, að landbúnaðarsérfræðingar þessara þriggja flokka hafa nú tekið höndum saman um stjðrn landsins,” segir bréfritari. S.S. skrifar: Stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens er sögulegur atburður i íslenzkum stjórnmúlum. í skoðana- könnun Dagblaðsins í febrúar sl. kemur fram að Gunnar þykir hafa sýnt mikið hugrekki með þvi að brjótast undan flokksvaldinu og mynda ríkisstjórn. Gunnar telur sig hafa verið að hlýða eigin samvizku, hugsa um þjóðarheill og virðingu Alþingis þegar hann myndaði núverandi ríkisstjórn. Geirsmenn halda því aftur á móti fram að Gunnar hafi svikið Sjálfstæðis- flokkinn og aðalsmerki þessarar stjórnarmyndunar hans hafi verið óheilindi. Gunnar Thoroddsen sýndi dirfsku og hugrekki er hann brauzt undan flokksvaldinu og hjó á rembihnút stjórnarkreppunnar og myndaði stjóm. Skoðanakönnun Dagblaðsins sýnir að þjóðin kann vel að meta slíkt hugrekki. Sú skoðun sumra sjálfstæðisfnanna að Gunnar hafi svikið flokkinn og sýnt óheiðarleika við myndun þessarar rikisstjórnar fær lítinn hljómgrunn. Kröf lumenn á valdastólum Hitt vekur furðu, hversu greiðlega gekk að fá Alþýðubanda- lagið og Framsókn inn í þetta stjórnarmunstur eftir þær stóryrtu yfirlýsingar frá báðum þessum flokkum fyrir kosningar þess efnis að ekki kæmi til greina að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Megintilgangurinn hlýtur þvi að hafa verið sáað taka þátt í að kljúfa Sjálf- stæðisflokkinn. Það er e.t.v. tímanna tákn að þeir aðilar sem ábyrgð bera á 17 milljarða sólund í gufulausa virkjun við Kröflu skuli nú sitja saman á valdastólum. Aðeins vantar að Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra geri Jón Sólnes vin sinn að aðstoðarráðherra sínum — því að enn gerast ævintýri. Heilindi eru grundvallaratriði Ef ríkisstjórn ætlar sér að ná árangri t.a.m. i verðbólgumálum, er það algjört grundvallaratriði að ráðherrar starfi saman af heilindum og geti fullkomlega treyst hverjir öðrum. Alþýðubandalagið hefur aldrei starfað af heilindum í ríkis- stjórn og ekki er ástæða til að ætla að breyting verði þar á nú. Búast má þvi við að þessi ríkisstjórn nái litlum árangri og verði þ.a.l. ekki langlíf. Að vísu hefur Ragnar Arnalds haldið því fram að auðveldara verði að koma ýmsum stefnumálum Alþýðubandalagsins í gegn í þessari ríkisstjórn, því að í síðustu vinstri stjórn hafi kratarnir verið svo harðir og staðið svo fast á sínum stefnumálum að ekki hafi verið hægt að komast neitt með þá. Öðru máli DB-mynd Bjarnleifur. gegnir nú með Gunnar Thoroddsen og hans menn því þeir eru einangraðir og eiga ekki afturkvæmt úr þessari ríkisstjórn nema með leyfi Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks. Aukin skattheimta Það sem fyrst í stað er athyglis- verðast við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens, er að „landbúnaðar- sérfræðingar” þessara þriggja flokka hafa nú tekið höndum saman um stjórn landsins. Þetta þriheilaga bandalag utan um gjaldþrota land- búnaðarpólitík á eftir að reynast skattgreiðendum og neytendum dýrt, áður en yfir lýkur. Það kemur því engum á óvart, þótt Framsókn og Alþýðubandalag muni nú á næstunni standa fyrir stór- aukinni skattheimtu. Framsóknar- flokkinn skortir tugi milljarða í sína botnlausu landbúnaðarhít. Alþýðu- bandalagið er hentistefnuflokkur og löngu viðurkennt fyrir örlæti á skatt- pening almennings. Það eru því mið- ur niklar likur á að Iifskjör fólks fari v rsnandi og verðbólgan aukist hjá ■essari ríkisstjórn. Stefna Al- þýðuflokksins í kosningastefnuskrá Alþýðu- fiokksins, fyrir kosningarnar 1978 var sú stefna boðuð að tekjuskattur af almennum launatekjum verði lagður niður og virðisaukaskattur komi i stað söluskatts. Alþýðuflokkurinn hefur lengi hamrað á því í málflutningi sínum að ríkjandi stefna i ríkisfjármálum sé röng og raunar helzta undirrót óða- verðbólgunnar. Rikissjóður lifir langt um efni fram. Lækkun ríkisút- gjalda, og þar með lækkuð skatt- byrði launþega, er eina kjarabótin sem hægt er að tryggja og ekki leiðir til aukinnar verðbólgu. Það kerfi sem við búum við, hefur skilað okkur litlu í lifskjarabótum en miklu í verðbólgu, litlu í lífskjarajöfnuði en ærnu í misrétti. Þess vegna leggur Alþýðuflokkurinn ríka áherzlu á kerfisbreytingar. Það sem við viljum er að ná fram betra og réttlátara þjóðfélagi með meiri jöfnuði og auknu öryggi. Út á það gengur stefna Alþýðuflokksins. Menningarmengun: Fólk kvalið af menn- ingu í páskavikunni „Mikið lifandi skelfing hljóta Islendingar að standa höllum fæti með menningu slna og tungu fyrst þjóðin þolir ekki eina útvarpsstöð og eina sjónvarpsstöð í næsta nágrcnni sínu,” skrifar Siggi flug. Þolir íslenzk menning ekki Keflavíkursjónvarpið? Kommúnistar þekkja engin landamærí — og vilja einangra íslenzku þjóðina „Grandvar skrifar: „Mikið er maður orðinn þrcyttur á þessari helv.. . . menningu, sem dembt er yfir mann í tíma og ótíma”, sagði sjómaður einn, sem var i þann veginn að leggja frá landi, við þann er þetta ritar. Ætli það séu ekki fleiri sem bera sama hug til alls þess „menningar- blaðurs” sem fjölmiðlar ganga fyrir dag út og dag inn. Ríkisfjölmiðillinn hljóðvarp byrjar strax á morgnana með viðtali við ein- hvern „sinna manna” um annað- hvort citthvert leikritið eða annað svipað efni — og kallar til fram- sóknarmann eða kommúnista en þeir eru lastir gestir i svokölluðum morgunpósti. Og hver hefur áhuga á sliku kl. hálf átta á morgnana? Mikill má áhuginn á menningunni vera et svo er að einhver hlusti. Siður dagblaðanna eru fullar al „menningu.” Blöðin hafa „menningarvita” • og „gagnrýn- endur” á sínum snærum sem fordæma eða upphefja hverja skruddu sem út er gefin. Leikrit sem uppfærð eru í smæstu krummaskuð- um á landsbyggðinni eru upphafin til stærstu leikviðburða norðan Alpa- Ijalla, einkum ef þau eru um „horn- rekufólk” og dagvistunarþurfandi barnabörn, sem hvorki mamman né amnian nenna að gæta, þvi þær eru á vinnumarkaðnum báðar kannske að roðfletta fisk eða gegnumlýsa hringorma, sem oftar en ekki fá þó að fljóta með i flökunum yfir hafið. Og páskavikan er einstaklega vel fallin til „menningarauka”. — Þá er gott að kvelja fólk sem á sjónvarp þvi þá eru allir heima og nú skal lýðurinn fásinn skammt! Daginn fyrir skirdag skal það fá „Vöku”, dagskrá um „listir og bók- menntir” — og svo skal það fá þátt- inn um Jesú, þar sem réttað er i máli hans. Einkar „skemmtilegt og lifandi efni”, þegar fjölskyldan er öll saman! —Á skírdag má náttúrlega ekki vera sjónvarp, þótt allir vildu fegnir fá skemmtilega dagskrá ein- mitt slíkt kvöld. En á fösludaginn langa, einn leiðihlegasta dag ársins skal lýðurinn líka fá það svo um munar! Kl. 5 byrjar menningin með endursýndri ntynd um drykkjusýki og hugarvíl — og áfram með Jesú-réttarhöldin eftir fréttir — og í restina skal lýður- inn verða að sjá eina útgáfuna enn af Macbeth Shakespears, áður en það fer að sofa, drepleiðinlega þvælu. Á laugardag fyrir páska má svo til að hafa eina mynd um fugla og friðun þeirra, úr þvi sýnd var smá- gamanmynd með Harold Lloyd frá árinu 1921! Og á annan páskadag verðum við svo að fá mynd frá Svi- þjóð svo við gleymum ekki alveg „menningunni” þaðan, niynd um nýfundin tónverk frá tímabilinu um 1600! Og meðan menningin flæðir yfir landsmenn i prentuðu og töluðu máli i fjölmiðlunt þjóðarinnar lofa stjórn- málamennirnir meiri menningu ef þeir fái að hækka skattana og halda fólkinu að vinnu svp það geti innt meira af höndum til rikisins til frekari menningarauka. — Og fólkið, þjáð af skattheimtu og menningu, á engra kosta völ, það er sjálft orðið mcngað af „ntenningu” og þjáist og þrífst af þessu landlæga eitri. Það er mikið rætt og ritað um þessa makalausu Keflavikurstöð, bæði útvarp og sjónvarp, og finnst ýmsum sem hér sé mikill voði á ferðum. í hvert sinn sem nýr sáttmáli um stjórnarmynduh ei saninn fær einn flokkur alveg sérstaka ióðsótt og eftir stjórnarmyndum ei gjarna verið að tyggja á þessu um leið og varnarmálin eru á dagskrá. Mikið lifandi skelfing hljóta íslendingar að standa höllum fæti með menningu sína og tungu fyrst þjóðin þolir ekki eina útvarpsstöð og eina sjónvarpsstöð í næsta nágrenni sinu. Mér dcttur í þessu sambandi ýmislegt í hug: Þeir, sem búa í Luxemburg hlusta á og horfa á, á hverjum degi: þýzkar, belgiskar, hollenzkar, franskar stöðvar, auk sinna stöðva og linnst ekkert um. Hvernig fara þessar þjóðir að þessu, er þeim engin hætta búin, tungu og menningu? A.m.k. erekki svoaðsjá. Danir, sérstaklega í Kaupmanna- höfn, hlusta og horfa mikið á sænsk- ar stöðvar. Dönum finnst efni það sem sænskar stöðvar senda oft betra heldur en það danska. Hvernig er menningu og tungu þeirra við sundin blá háttað? Ekki er að sjá að nein vandræði séu þar á ferðinni. Þeir sem hæst gala um íslenzka menningu og tungu, eru ekkert að hugsa um slikt. En hér eru að verki kommúnistar sem engin landamæri þekkja og vilja það eitt að einangra þjóðina, halda henni i spennitreyju ófrelsis og skoðanakúgunar, eins og herveldi Rússa er byggt upp. Mér datt þetta (svona í hug. SIGGIflug 7877—8083 Réttað í máli Jesú Krists. Lokaþáttur þeirrar kvikmyndar var sýndur á föstu-, daginn langa, og er greinilcgt, að Grandvar hefur ekki verið ánægður með það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.