Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1980. tveir af nkkar efnilegustu skákmtinn- Pétursson og Jóhann Klúbburinn: IHávaða-l „Aldraðir eru ekki öfundsverdir af kjörum sínum,” skrifar Guðrún Á. Runólfsdóttir. DB-mynd Ragnar Th. Þymirósarsvefn ráðamanna: Aldraðir og öryrkjar eru ekki öf undsverðir Guörún Á. Runólfsdóttir skrifar: Getur það verið eitthvert spursmál hvort aldrað fólk og öryrkjar búi við skammarleg kjör hér á landi? Það er víst hægt að þrefa um flest en ég ætla að um þetta geti flestir verið sammála. Það er eins og það eigi að vera eitthvert lögmál að þeir sem minnst mega sín í þjóðfélaginu skuli búa við erfiðustu kjörin. Og um leið er það staðreynd að í þeim heyrist minnst. Þeir gera engar háværar kröfur um eitt eða neitt — ekki einu sinni þau sjálfsögðu mannréttindi að hafa nóg í sig og á. Ég veit reyndar ekki hvort er orsök og hvort er afleiðing en víst er um það að eftir þvi sem menn hafa meira og búa við betri kjör því meiri kröfur gera þeir og hávaðinn og kröfurnar fara stig- hækkandi að því er virðist í samræmi við batnandi lífskjör. Undarleg stað- reynd það. Aldrað fólk og öryrkjar eru ekkert öfundsverðir af kjörum þeini er þeim er gert að búa við. Þetta fólk velflest hefur ekkert til að lifa af nema tryggingabætur sínar. Hvernig stendur á því að ráðamenn þjóðarinnar virðast vera í einhverjum eilífðar Þyrnirósarsvefni í málinu? Það er ekki nóg að skilja og vilja allt gera fyrir þetta fólk rétt fyrir kosn- ingar eða á einhverjum hátiðis- og tyllidögum. Það kostar auðvitað ekki neitt nema ef vera skvldi mannorðið að lofa og skilja á slíkum augnablik- um og ef til vill er það orsók þess að ekki er staðið við loforðin góðu þegar á hólminn er komið. Getur það verið að mál málanna hjá þessum mönnum sé að ota sínum tota og koma sér og sinum á „jötuna”? Eða er það ef til vill hreinn heigulsháttur, auðvelt að láta undan þrýstihópunum, þeim sem hæst hrópa? Að ætla að þetta aldraða fólk geti komizt af á um það bil 180 þús. kr. á mánuði er alveg dæmalaust. Og til að bita höfuðið af skömminni fer, eftir stutta viðkomu, meiri parturinn af þessum peningum beina leið aftur til hins opinbera í mynd ýmissa greiddra reikninga og skatta, jafnvel tekju- skatts. Það er líka rétt að minna á að margir af þessum einstaklingum hafa há útgjöld i mynd lyfja- og læknis- hjálpar og ýmissa hjálpartækja sem það getur ekki án verið. Það mætti raunar segja mér að það séu nokkuð margir afskiptir i þeim efnum þó svo að þörfin sé fyrir hendi. Mál aldraðra og öryrkja eru í alveg óskaplegu ástandi hjá okkur og það verður að gera stórt átak í að koma þeim í það horf að þessir einstaklingar geti haft sitt ævikvöld í friði. samur plötu- snúður 0162—4180 skrifar: Ég er ein þeirra mörgu sem stunda eftir beztu getu þann klassa-stað, Klúbbinn. Ekki er það nú ýkja merki- legt. En hitt er þó merkilegra, að einn ákveðinn plötusnúður staðarins, sá jsem sneri plötum sl. mánudag (2. í páskum) virðisL hafa hljómtækin á jarðhæð staðarins hærra stillt en hinir, svo hátt stillt, að suða tók i eyrum mínum svo og kunningja minna. Tel ég þetta geta valdið íheymarskemmdum og er ég sann- færð um að þessi plötusnúður Klúbbsins vill ekki hafa það á sam- vizkunni. Því vona ég að hann taki þessi orð min til sín og lækki aðeins örlítið í tækjunuru.alls ekki of mikið, því lögin á staðnum eru mjög góð og ekki gaman að dansa eftirþeimef ekki heyrist takturinn. Að lokum vil ég benda þessum ákveðna plötusnúð á að hvellar og leiðigjarnar upphrópanir hans i miðju lagi, svo sem: HEI, og HA, HA, eru ekki á hávaðann bætandi og ég tala nú ekki um þegar hann syngur með, einstaka setningar úr lögunum, í „microphoninn.” Því maðurinn hefur greinilega enga söngrödd, fyrir utan það að eftir minni beztu vitund er hann ekki ráðinn sem söngvari staðarins eða hvað? SKAKISJONVARPH) Skákáhugamaður skrifar: Mikla athygli hefur vakið að undanförnu góð frammistaða ýmissa kornungra íslenzkra skákmanna. Nægir i þvi sambandi að minna á nöfn eins og Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartar- son, Elvar Guðmundsson, Jóhannes Gisla Jónsson og Karl Þorsteins svo einhverjir séu nefndir. Það má furðu gegna, hve sterkum skákmönnum við höfum á að skipa t.d. samanborið við Noiðuilöndin. Minna má á, að íslendingar hafayfir- leitt verið öruggir sigurvegarar a. skólaskákmótum Norðurlanda. Skákin er þannig orðin nokkurs konar þjóðariþrótt íslendinga og við þurfum að gera vel við iþrótt sem hefur unnið sér þann sess. Til að tryggja áframhaldandi góða frammi- stöðu íslendinga á alþjóðavett- vangi fyndist mér sjálfsagt, að Sjónvarpið væri með skákkennslu sem fastan dagskrárlið, þar sem okkar beztu skákmenn veittu leið- beiningar. um, eigast við á nýafstöðnu Íslandsmóti i hraðskák. DB-mynd Þorri. " Viö teljum ^að notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. Volvo 244 GL, árg. 1979, sjálfskiptur m/vökvastýri, ekinn 25 þús.Verð 8.5 millj. Volvo 245DL, árg. 1978, sjálfskiptur m/vökvastýri, lituðu gleri, áfastri toppgrind, krómlistum og sambyggðu útvarps- og kassettutæki, ekinn aðeins 9000 km. Verð 8.5 millj. Volvo 244 L, árg. 1978, beinskiptur m/vökvastýri, ekinn 23 þús. Verð 6.2 millj. Vo/vo 245DL, árg. 1977, beinskiptur, ekinn 50 þús. Verð 6.5 millj. Vo/vo 244 DL, árg. 1977, sjálfskiptur, ekinn 56 þús. Verð 6.1 millj. Volvo244 DL, árg. 1975, beinskiptur, ekinn 65 þús. Verð 5.0 millj. Volvo 144 DL, árg. 1974, beinskiptur, ekinn 75 þús. Verð 4.0 millj. VOLVO fiú VELTIRHF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. Raddir lesenda Stefán Daði Hafliðason. 15 ára: Skrítlurnar, myndasögurnar og svo bæði innlendar og erlendar frétlir. Hvaða efni lestu helzt í blöðunum? Spurning dagsins Þórður Finnbogi Guðmundsson, kjöt- vinnslumaður hjá SS: Ég les Vísi dag- lega og þar renni ég bæði yfir innlendar og erlendar fréllir. Svo fylgist ég alltaf með Tarzan. Ragnhildur Ágúslsdóttir: Ég les aðal- lega innlendu fréttirnar og skrítlurnar. Einnig les ég það sem skrifað er um skiðaíþróttina. Ingvar Bjarnason, 13 ára: Ég les alltal' iþróttirnar og skritlurnar. fyrst og fremst Bomma og Cissur Gullrass i Dagblaðinu. Róberl Tómasson afgreiðslumaður: les aðallega brandara og iþrótlafrétlir. Annars les ég yfirlcitt allt i blöðunum. Guðmundur Gunnþórssnn. 12 ár: F.g les allar skritlur jafnt og stundum les ég iþróttafréttirnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.