Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1980. Hvað borga menn í útsvar? Reykjavíkurborg nýtír ekki útsvarshækkunina til fulls —en Seltimingar bjóða þegnum sínum langhagstæðust skattakjör Ennþá liggur það nokkuð óljóst fyrir hvað mikið hlutfall af launum menn eiga að greiða i útsvar til bæjarfélags sins. Viða er þetta ekki ákveðið ennþá, en alveg að mótast. DB kannaði í gær hvernig málin slanda i sveitarfélögum á suðvestur- horni landsins og i höfuðstað Norðurlands. Útkoman varð þessi: 1979 1980 Rcykjavík 11% 11,88% Seltjarnarncs 10% 10% Kópavogur 11% 1 Hafnarfjörður 11% > Mosfdlssvcit 11% 9 Keflavik 11% 9 Akranes 11% ? Akurcyri 11% 12,1% Nánari skýringar forseta bæjar- stjórna fylgja hér á siðunni. - A.SI. Springur meirihlut- inn í Kópavogi? Ekki náðisl i bæjarstjórnarmenn i Kópavogi og er reynl var að ná i bæiarstjórann var hafinn bæjarráðs- l'undur í Kópavogi. Vitað var í gær að prósentutala út- svara af tekjum einstaklinga var ekki ráðin. Sumir vildtt nýta heimilaða prósentuhækkun til fulls, en aðrir, rn.a. alþýðuflokksntenn, sem eru i meirihlutasamstarfi um bæjarstjórn, voru andvigir og ef þeir sameinast við aðra andstæðinga hækkunar útsvars- prósentu gæti hækkun i Kópavogi verið í hætttt. -A.Sl. GERDUM í REYKJAVÍK „Það liggur tillaga fyrir borgar- stjórnarfundi í Reykjavik á fimmtu- daginn um að útsvarsprósenta af tekjum einstaklinga verði 11,88°/o i ár,” sagði Sigurjón Pétursson, for- seti borgarstjórnar Reykjavíkur. „Við nýtum okkur þannii0,8% af þeirri 1% hækkun sem heimiluð var og þegar sú prósenta leggst á 11%, sem prósentutalan var í fyrra, kemur út 11,88%. Það er fyrst og fremst miskunn- semin sem ræður þessu. Við fórum eins nett í hækkunina og unnt var, en til að koma fjárhagsáætluninni saman reyndist þessi hækkun á út- svarsprósentunni nauðsynleg,” sagði Sigurjón. - A.St. Andstaða við f ulla hækkun f Hafnarfirði „Útsvarspróscnlan er ekki ákveðin ,,Ég er á þvi að tölverð andstaða sé i Hafnarfirði en gera má ráð fyrir að gegn þvi að nota hæstu leyfilega pró- málið verði afgrcitt el'tir háll'an sentutölu, 12,1%, en hversu mikil sú mánuð á fundi bæjarstjórnar,” sagði andstaða er veil ég ekki,” sagði Stel'án Jónsson, forseti bæjarstjórn- Stefán. ar. -A.St. ERFITT AÐ STANDA Á MÖTI HÆKKUN í KEFLAVÍK „Málið er óafgreitt hjá okkur þvi afgreiðslu fjárhagsáætlunar var slegið á frest vegna þeirrar bliku sem á lofti er og þá voru fjárlög landsins enn óafgreidd,” sagði Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur. „Við notuðum okkur hæstu leyfi- legu prósentuálagningu sem heirnil var í fyrra, eða 11 %. Þó máliðséóaf- greitt nú geri ég frekar ráð fyrir að erfitt verði að standa á móti fullri álagningu útsvara,” sagði Tómas. Það kom fram í spjalli við hann að i fyrsta sinn i ár var nýtt hámarks- álagning fasteignagjalda í Keflavik en slikt var sameiginleg ákvörðun sveil- arfélaga á Suðurnesjum að gera.______ Sjátfstædismenn vilja lækka tekjuskattinn: „NKHJRGRBDSLUR MA SKERA NIÐUR UM 4-5 MILUARÐA” — segirFridrik Sophusson um nýjar skattstigatillögur • sjálfstæðismanna „Við teljum að niðurgreiðslur megi skera niður um 4—5 milljarða. Einnig má skera niður af almennum rekstrar- gjöldum rikisins og beita frestunarað- gerðum. Við erum tilbúnir að laka á okkur þá ábyrgð að benda á hvar megi draga úr ríkisútgjöldum, ef tillögur okkar verða samþykktar,” sagði Friðrik Sophusson alþingismaður i við- tali við DB i gær um nýjar tillögur sjálfstæðismanna um skattalækkanir. Geirsmenn i þingflokki sjálfstæðis- manna hafa samið tillögur um skatt- stiga, þar sem gert er ráð fyrir 9,7 millj- arða króna lækkun tekjuskattsins. „Við viljum afnema skatta vinstri stjórnarinnar sálugu,” sagði Friðrik. „Þetta var stefna Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar. Nú reynir á hvorl fylgismenn Gunnars Thoroddsens sam- þykkja þessar tillögur okkar." í tillögunum er gert ráð fyrir að tekjuskatturinn skili 2—3 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við samn- ingu fjárlagafrumvarps rikisstjórnar- innar, vegna þess að tekjur almennings munu hafa hækkað meira milli áranna 1978 og 1979 en gert var ráð fyrir. Enn- fremur gera fjárlög ráð fyrir að útgjöld megi skera niður um tvo milljarða. Með þessu og þvi, sem Friðrik Sophus- son nefnir i niðurskurði, telja sjálf- stæðismenn sig hafa náð endum saman. í tillögunum er gert ráð fyrir að tekjuskatturinn verði 25% á fyrstu 4 milljónirnar af nettótekjum, 35% af næstu 4 milljónum og 45% af skatt- gjaldstekjum yfír 8 milljónir. Í tillögum rikisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 25% af fyrstu 3 milljónunum, 35% af næstu 4 milljónunum og 50% af skattgjalds- tekjum yfir 7 milljónir. i tillögum sjálfstæðismanna er gert ráð fyrir að eignarskattur verði 0,8% en 1,2% í tillögum stjórnarinnar. Þá gera sjálfstæðismenn ráð fyrir 53% skatli af tekjum félaga en ríkisstjórnin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.