Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 24
Atburðarásin í Jan Mayen-viðræðunum ígær: OVÆNT BODIÐ UPP A „PRÍVAF-SAMNING ÓL- AFS OG FRYDENLUNDS menn viðurkenni rétt íslendinga til loðnuveiða á Jan Mayen-svæðinu í 1—5 ár, en viðurkenna ekki að ís- lendingar eigi að ráða heildar- loðnuaflanum. Íslendingar skyldu viðurkenna útfærslu á fiskveiðilög- sögu Norðmanna við Jan Mayen samkvæmt norskum lögum. f drögunum var kafli um samvinnu þjóðanna, fiskverndarsjónarmið og almenn viljayfirlýsing. Þingmenn skýrðu Ólafi Jóhannes- syni nú frá, að hann hefði ekki þing- meirihluta á bak við sig til samninga. Ólafur vildi þó halda áfram viðræðum fram eftir kvöldi í gær en féllst svo á að þeim lyki um kvöld- mat. Viðræður verða næst í Osló 7.- 10. maí. -HH. Það kom flestum samninga- mönnum íslendinga mjög á óvart, þegar dregið var upp fullbúið samningsuppkast í Jan Mayen- málinu, er viðræður hófust klukkan 11 í gærmorgun. Undirnefndir höfðu verið að störfum, og var mikill á- greiningur í annarri en frá hinni, sem Hans G. Andersen stóð fyrir, komu drög að samningum, á norsku. Talið er að utanrikisráðherrarnir Ólafur Jóhannesson og Frydenlund hafi verið á einkafundum i gærmorgun. Þeir munu einnig hafa fjallað um málið í veizlu, sem haldin var í ráðherrabústaðnum í fyrrakvöld. Þingmenn töluðu um þetta sem „prívatsamning” Ólafs og Frydenlunds, og sögðu að eitthvað af því hefði orðið til á utanríkis- ráðherrafundinum i Helsinki. Ólafur Jöhannesson brýndi íslenzku samningamennina til að fallast á drögin og sagði að þeir sem þeim höfnuðu mundu þá bera á- byrgðina ef málið spilltist. í drögunum var ekki gert ráð fyrir að þjóðþing ríkjanna þyrftu að samþykkja samning. Ólafur féllst þó á eftir fortölur, að stefnt skyldi að því. Þá sögðu þeir Ólafur Ragnar Grímsson (AB), Sighvatur Björg- vinsson (A) og Matthias Bjarnason (S), að þeir væru aðeins fulltrúar þingflokka sinna ög þyrfti málið að koma fyrir fundi i þingflokkunum. Ólafur Jóhannesson lagðist gegn því en féllst á það með tregðu. Þá varð mikið uppnám á Alþingi, þingfundum frestað og haldnir form- legir þingflokksfundir í Sjálfstæðis- flokki, Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Drögunum var þar alls staðar hafnað. Þingmenn Fram- sóknar fengu Steingrím Hermanns- son ráðherra til að koma frá ráðherrabústaðnum til fundar við sig niður í þing. Drögin mættu þar and- stöðu en engin samþykkt var gerð. í drögunum er ekki gert ráð fyrir viðurkenningu Norðmanna á 200 mílna efnahagslögsögu Islands í átt til Jan Mayen. Ekki er fjallað um hafsbotnsréttindi íslendinga. islendingar skyldu láta ótalda 200 mílna útfærslu efnahagslögsögu Norðmanna við Jan Mayen. Norð- Knut Frydenlund, utanrikisráðherra Norðmanna, ræðir við fréttamenn i fundarhléi I Ráðherrabústaðnum síðdegis I gær. Bolungarvíkursamkomulagið: „Haldiö veröur fast viö samkomulagiö” — segja útgerðarmenn á ísafirði Norskursel- fangari sökk í nótt — mannbjörg varð Norski selfangarinn Polarfangst frá Tromsö sökk i nótt tæpar 200 mílur norður frá Siglufirði. Áhöfnin, 10—12 manns, var tilbúin að y firgefa skipið en áður en til þess kom komst annað norskt skip á vettvang og bjargaði áhöfninni. Hjálparbeiðni barst til varnarliðsins kl. 01.45 i nótt frá björgunarmiðstöð i Bodö í Noregi. Hófst undirbúningur að því að senda tvær vélar á vettvang en jafnframt voru skipaferðir á þessum slóðum kannaðar og reyndust tvö skip ekki langt undan. Var þeim stefnt á staðinn. Kom annar norskur selfangari að Polarfangst kl. 02.30 og bjargaði áhöfninni. Leki hafði komiðaðskipinu jafnframt því sem vélarbilun varð. Tilgáta um orsök er ís áþessuuslóðum. Veður var sæmilegt, suðlæg átt og ekki mikill sjór. -A.St. „Þaðer bezt aðspara stóru orðin, sem voru viðhöfð í gær i hita lilfinninganna,” sagði Pétur Sigurðsson, forntaður Alþýðusant- bands Vestfjaröa í morgun er DB bar undir hann samkomulagið sem náðst hefur milli sjómanna og útvegs- manna á Bolungarvik. „En það má segja, að það hafi ekkert knúið Bolvíkinga til þess að semja gegn okkar vilja. Karvel Pálmason for- maður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvikur hefur ekki setið samningafundi hér, heldur Hörður Snorrason varaformaður. Hörður greiddi enda atkvæði á móti samningununt. Það hefði ekki þurft verkfall til þess að ná þessu fram sém Karvel hefur nú fengið. Það er aðeins sjálfs- blekking Karvels að hann hafi bjargað málunum. Hann tefur aðeins málið fyrir okkur og útgerðarmenn eygja nú þann möguleika að geta teygt okkur i einhverja lágkúru. En það skeður ekki, enda væri þá sjó- mönnum á Islandi illa komið. Þetta hefur aðeins hert okkur í baráttunni.” „Otgerðarmönnum hér lízt prýðilega á þetta samkomulag þeirra Bolvíkinga,” sagði Birgir Valdimars- son, framkvæmdastjóri útgerðar- félagsins Gunnvarar á ísafirði. „Út- gerðarmenn eru almennt fylgjandi þessu samkomulagi. Þaö má að vísu segja að þetta sé ekki stórt fyrir sjómenn, en það verður haldið fast við þetta samkomulag. Það er ekki þægilegt að semja við einn aðila og gefasiðan meiraeftir til annarra. Forystumenn sjómanna þurfa tíma til þess að meita þetta, það hfeypur oft í þá ef samstaðan er rofin.” Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir náðist ekki i Karvel Pálmason i morgun. -JH. Sá bezti óáfengi val- inníkvöld Mikil drykkja fer fram á Hótel Sögu í kvöld. Þar er hægt að drekka sig saddann bæði af áfengum drykkjum og óáfengum, en það væri synd, þvi þar verður einnig borinn á borð lostætur matur. Það sem um er að vera er keppni Barþjónaklúbbs íslands um bezta drykk félagsmanna hans. Er það svonefndur Long Drink eða það sem kalla má á íslenzku drykki í stórum glösum. Auk þess verða þarna úrslit í keppni Dagblaðsins og Barþjóna- klúbbsins um bezta óáfenga drykkinn. 5 manna dómnefnd hefur verið kölluð saman til að velja úr þeim 5 drykkjum, sem þóttu beztir i forprófi. Mjólkur- samsalan og Sól hf., hafa gefið vegleg verðlaun til samkeppninnar. Áður en að þessum tveim keppnum kemur gefst fólki kostur á að bragða á um hundrað víntegundum, sem kynnt- ar verða. Auk þess fá menn að smakka á drykkjum barþjónanna og óáfengu drykkjunum. —DS. „Styrkir ekki málstaðinn” — segir Ólafur Ragnar Grímsson „Það styrkir ekki málstað íslendinga að rekja þá sögu. Um það vil ég ekkert segja,” sagði Ólafur Ragnar Grimsson (AB) í morgun um drögin að samningum í Jan Maeyn-deilunni. HH. Enginn óskoðaður Kópavogsbíll óhultur Kópavogsbúar sem ekki hafa látið skoða bila sína lenda nú unnvörpum i vandræðum. Lögreglumönnum er fyrirskipað að klippa af númer þeirra hvar sem til bilanna næst. Standa lögreglumenn í þesssu allan sólarhring- inn og var klippt af fjölda bíla í gær og í nótt. Siðasti skoðunardagur í Kópavogi var 9. apríl. Það verður þvi enginn óskoðaður bíll með Y-merki i friði. Bezt þætti öllunt að losna við amstrið af klippingum. Það má gera með þvi að semja við tryggingafélagið, borga skattinn og láta skoða bílinn. -A.St. TILístaðVIÐ í leiðara Dagblaðsins í gær var sú villa á einum stað, að sagt var frá hugmyndum um 200 milna íslenzka efnahagslögsögu VIÐ Jan Mayen, en átti að vera TIL Jan Mayen, svo s.em Ijóst var af framhaldinu. LUKKUDAGAR?" 16. APRÍL 2264 Sjónvarpsspil. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.