Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 16.04.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1980. DB á ne ytendamarkaði Mismunur á f lutningsgjaldi til ísafjarðar: 40 þús. kr. dýrari landleiöina Ýmsar vörutegundir, svo sem unnar kjötvörur og gosdrykkir, eru mun dýrári úti á landsbyggðinni heldur en i höfuðborginni. Er þar fyrst og fremst um að ræða að flutningskostnaðurinn leggst ofan á vöruverðið. Dæmi eru um að gos- drykkir séu allt að 100% dýrari t.d. á ísafirði heldur en i Reykjavík. Þetta kemur m.a. fram í frétt í Vestfirzka fréttablaðinu. Semja við sjálfa sig AUir umboðsmenn öl- og gos- drykkjaframleiðenda á Vestfjörðum eru jafnframt flutningabílstjórar. Semja þeir því um flutningsgjöldin við sjálfa sig. Samkvæmt heimildum blaðsins eru gjöldin samkvæmt hámarkstöxtum báðar leiðir. Segir ennfremur að það geti varla talizt Vöruflutningar á sjó eru, þótt undarlegt megi teljast, mest notaðir yfir vetrar- mánuðina þegar landflutningar liggja niðri vegna ófærðar. Það er nærri 40 þúsund kr. ódýrara á hvert tonn. Svo undarlega bregður þó við að þótt gosdrykkir séu fluttir sjóleiðis t.d. til tsafjarðar eru þeir seldir þar á sama verði og þegar þeir eru fluttir landleið, sem er þó mun dýrara! raunhæft, þvi ætið sé hægt að semja um ódýrari fragt til Reykjavikur en frá. Hins vegar eru öl og gosdrykkir fluttir með skipum á veturna, sem er 34 þúsund kr. ódýrara á tonnið en að flytja vöruna með flutningabíl. En þrátt fyrir það kosta gosdrykkirnir það sama á ísafirði hvort sem er vetur eða sumar! í Vestfirzka fréttablaðinu er tekið fram að umboðslaun fyrir dreifingu gosdrykkja séu sáralítil og þrátt fyrir hin háu flutningsgjöld hafi umboðs- aðilarnir yfirléitt tekið þetta að sér til þess að tryggja sér einhvern flutning með annarri vöru. „Eins og í nös áketti" í blaðinu er m.a. rætt við Ármann Leifsson flutningabilstjóra í Bolungarvík, en hann er umboðs- maður fyrir Egil Skallagrímsson hf. Hann sagðist hafa haft 90 þúsund kr. í febrúar í „tekjur” af þessum flutn- ingi í febrúar. „Sjá menn hvað það þýðir þegar leggja verður til bíl, standa undir lagerkostnaði hér i Bolungarvík o.s.frv.,” segir Ármann í viðtalinu. Hann segir ennfremur: „Ég fæ 6% umboðslaun af hverjum seldum lítra og er það eins og í nös á ketti miðað við það að ég þarf sjálfur að standa undir öllum kostnaði.” Upplýsingaseöill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þánnig eruð þér orðinn virkur þáttiakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von i að fá nytsamt heimiiistæki. Kostnaður í marzmánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m vik i\ Fjöldi heimilisfólks Ármann segir ennfremur að sann- leikurinn sé einfaldlega sá að flutningabílstjórarnir hafi tekið að sér gosdrykkjaumboð til þess að hafa tryggingu fyrir því að hafa einhvern flutning með almennri vöru, ,,ekki sízt þegar þess er gætt hvernig Rikis- skip hefur stöðugt boðið niður fyrir okkur taxtana,” segir hann. Ármann dregur hins vegar í efa að þær tölur um flutningskostnað séu réttar. Við getum upplýst hann um að þær eru það í öllum aðalatriðum, það er eins „réttar” og hægt er að fá upp- gefið. Hjá Ríkisskip fékkst uppgefið að flutningsgjald til ísafjarðar er 22 þúsund kr. á tonn ef um matvörur og/eða hreinlætisvörur er að ræða og skiptist kostnaðurinn i flutnings- gjald, útskipun, uppskipun og hafnargjöld. Ef um er að ræða t.d. gosdrykki er kostnaðurinn um eitt þúsund kr. hærri á hvert tonn, en ef skiptingin er athuguð kemur í Ijós að „flutningskostnaðurinn” sjálfur er lægri ef um t.d. gosdrykkjaflutning er að ræða, en aftur á móti eru hafnargjöldin hærri, þannig að 23 þúsund kr. kostar að flytja eitt tonn af gosdrykkjum. Hjá Ríkisskip fékkst einnig upplýst að nú sé beðið eftir leyfi til þess að hækka þennan flutningskostnað. Hann hefur ekki „hækkað siðan í janúar” sl. Flutningskostnaður með flutninga- bilum er hins vegar nýhækkaður. Kostnaðurinn er 54.400 kr. ‘á hvert tonn til ísafjarðar auk 8.940 kr. á tonn, en það er svokaliað afgreiðslu- gjald og söluskattur af því. Það gerir 63.340 kr. á tonnið til ísafjarðar •landleiðina. Afgreiðslugjaldið, 7.330 kr. án söluskatts, er það sama hvert sem varan er flutt. T.d. ef um flutning til Akraness er að ræða er afgreiðslugjaldið rúmlega helmingur „flutningsgjaldsins” en það kostar 10.822 kr. á tonnið landleiðina til Akraness. En af ísafjarðargjaldinu er það nærri áttundi hluti. Þeir sem sjá um vöruflutninga á landi halda þvi fram að þótt langtum lægri upphæð sé greidd fyrir vöruflutninga á sjó kosti þeir I raun miklu meira. Mismunurinn er sóttur I vasa allra landsmanna, rikissjóð. Landflutninga- fyrirtæki hafa hins vegar ekki aðgang að „hltinni” miklu. Cjissur Þorvaldsson framkvæmda- stjóri Vöruflutningamiðstöðvarinnar fullyrti í viðtali við DB að flutnings- gjöldin með Ríkisskip væru mun hærri heldur en þessi 22 og 23 þúsund sem tekið væri fyrir flutningana. Benti hann á að skipafélagið þyrfti ekki annað en að „rétta höndina í rikiskassann” til þess að bæta sér upp hallann á fyrirtækinu. Má benda á að flutningsgjöld með skipum Eimskipafélagsins eru þau sömu og með Ríkisskip, en eins og kunnugt er þá er Eimskip hlutafélag, en ekki rikisfyrirtæki. -A.Bj. Afnám söluskatts af flutningskostnaði þýðir 300 millj. kr. tekju- missi fyrir Hkissjóð — Á f járlögum er gert ráð fyrir 123 milljarða kr. söluskattsinnheimtu Nú liggur fyrir Alþingi íslendinga frumvarp til laga um niðurfellingu söluskatts á vöruflutninga út á lands- byggðina, hvort sem um er að ræða land-, loft- eða sjóflutninga. Flutningsmenn eru Sigurlaug Bjarna- dóttir og Egill Jónsson. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að alvarlegar gloppur í tollalöggjöf, úreltar álagningarreglur í innflutningsverzlun, sem beinlínis hvetja til óhagkvæmra innkaupa og hærra verðlags, stórhækkaðir vextir af rekstrarlánum, siaukin skatt- heimta ríkissjóðs í formi söluskatts og ýmissa sérskatta á verzlunina og stöðugar kaupgjaldshækkanir hafi þrengt mjög kost verzlunarinnar sem atvinnugreinar. Bent er á að það sé ekki síður hagur hins almenna neytanda í land- inu að verzlun sé rekin á heilbrigðum grundvelli, sem tryggi sem lægst vöruverð hverju sinni. Smásöluverzl- un hefur átt í vök að verjast ekki hvað sizt úti í strjálbýlinu, þar sem ótal kostnaðarliðir bætast við og hækka vöruverð til neytandans. í greinargerðinni segir einnig að sjálft flutningsgjaldið hafl ærin áhrif til hæ,kkunar á vöruverðið og engan veginn sé réttlætanlegt að skatt- Heimta ríkisins seilist eftir hagnaði af þessum viðauka við almennan fram- færslukostnaði landsmanna. Þjóðhagsstofnun hefur gert laus- lega áætlun á þvi hvað niðurfelling þessa söluskatts hefði í för með sér mikla tekjurýrnun fyrir ríkissjóð. Kom í ljós að það voru aðeins 300 ' milljónir. Er þá miðað við ríkjandi verðlag (áður en 1,5% bættust við) á ársgrundvelli. Má geta þess að í fjár- lagafrumvarpi 1980 er gert ráð fyrir að innheimta söluskatts verði 123 milljarðar króna, hvorki meira né minna. -A.Bj. Erfrá Akranesi en ekki Akureyri Erla Guðmundsdóttir, sem átti upp- skriftina að rúgtertu, er við birtum sl. föstudag, var sögð frá Akureyri en hún er frá Akranesi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.