Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 101

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 101
SVEINBJÖRN EGILSSON OG CARL CHRISTIAN RAFN 101 Þeir veltu upp á mig útleggingu 2s bindisins, og ég veit ekki, hvað ég á af mér að gera; ég sé ekki út úr því. I þetta sinn ljæ ég máls á því, en ekki oftar.“ Reyndin varð þó sú, eins og fram kemur í formála fyrsta bindis latínuútgáfunnar 1828 (XIV bls.), að Sveinbjörn tók einnig að sér þýðingu þriðja bindisins, auk þess sem honum var að Gísla látnum (hann drukknaði á Reyðarfirði 26. júní 1827) falið að taka við verki hans, endurskoða það, er hann hafði lokið við, þ. e. fyrstu 97 kapítulana, en síðan halda þaðan áfram. Þegar Rafn sá, hvílíkur afkastamaður Sveinbjörn var, gekk hann brátt á lagið og sendi honum enn önnur verkefni, eins og ráðið verður af ódagsettu bréfi, sem Rafn hefur fengið í hendur 10. ágúst 1828, en þar segir svo: „Ég hef í sumar fengið frá yður fjögur bréf, þ. e. frá 5. og 30. apríl, 5. og 10. maí, öll varðandi útgáfu á Antiquitates Vinlandicae, og þakka ég yður þau stórlega. Ég fellst á þessa áætlun, og satt að segja stendur félagið í mikilli þakkarskuld við yður fyrir það, af hve mikilli atorku og áhuga þér vinnið að viðgangi þess. Ég er byrjaöur að þýða þetta geysiskemmtilega verk án þess að ég fái sagt með vissu, hvort mér tekst að Ijúka því að hausti. Ég lýk eftir viku við þýðingu alls íslenzka textans, textabrigða og skýringar. Eru þá eftir formálar, landafræðigreinin og um rúnastein- inn. Ágæti verksins og fákunnátta mín valda því, að ég fæ í engu eða örsjaldan og þá óverulega um það bætt.“ Af bréfi Sveinbjarnar til Rafns 16. ágúst 1828 sjáum vér, að hann hefur þá lokiö fyrrgreindri þýðingu og sendir nú niðurlag hennar, þ. e. formálana og landafræði- greinina. Þegar Sveinbjörn hefur reifað fáein efnisatriði, segir hann m. a.: „Ég tek nú til við formála Ólafs sögu [Tryggvasonar, latínuútgáfunnarj, sem ég hélt ég slyppi við, og reyni að senda eitthvað með síðustu skipum. Til tilbreytingar sný ég mér að vísum 11. bindis Fornmannasagna [er tekið hafði veriÖ út úr röðinni og prentaö 1828] og sendi yður þær með einhverju síðustu skipa.“ Þegar Sveinbjörn víkur talinu að vísunum, verður honum hugsað til orðabókar- verksins, ræðir það rækilega við Rafn og biður hann fyrir alla muni að senda sér uppskriftir ýmissa fornkvæða, er hann tiltekur. Sveinbjörn lætur skammt bréfa í milli, því að 29. ágúst skrifar hann enn Rafni, getur þess, að lok Antiquitates Vinlandiæ hafi farið með [Bjarna] riddara Sivertsen, en nú sendi hann honum formálamyndina [þá er áður var minnzt á] og segir svo skömmu síðar: það þarf ögn að lagfæra ritgerð Gísla Brynjólfssonar á stöku stað, að ég held, vegna samhengisins. I mínu tillagi hafið þér, eins og vera ber, fullan og frjálsan rétt til að breyta, fella úr eða auka við.“ í eftirmála við bréf sitt 29. ágúst bregður Sveinbjörn á mjög skemmtilega hugleið- ingu, sem vér fáum ekki við bundizt að birta hér í heilu lagi: „Þegar [Gísli] Brynjólfsson vitnar í formálanum til Eyvindar Finnssonar, hefur hann e. t. v. haft í huga stað einn í Hákonarmálum, sem vert væri að bæta við. Annars viröist hér vaka fyrir Gísla að sýna dæmi hinnar skáldlegu og fjörmiklu frásagnar norrænna sagnaritara. Hægt væri að auka við nokkrum dæmum. Ég minnist í svipinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.