Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 114

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 114
114 JORIS CAROLUS OG íSLANDSKORT HANS II. HÉr er ekki ætlunin að víkja frekar að sjókortunum tveim, en fara í þess stað fáeinum orðum um íslandskortið. Þegar íslandskort Carolusar birtist, voru á ferli tvær dálítið mismunandi gerðir íslandskorta, báðar runnar af einni rót, glötuðu korti, sem Guðbrandur biskup Þor- láksson gerði einhvern tíma á árunum fyrir 1585 og hefur sennilega sent hinum kunna danska sagnaritara Anders Sprensen Vedel. Aðra gerðina birti Abraham Ortelius fyrst í Additamenlum IV. Theatri orbis terrar- um, sem út kom í Antwerpen 1590. Virðist Orlelius hafa fengið kortið að beinu framsali frá Vedel. Það var þá að minnsta kosti orðið fimm ára gamalt, því að á kortinu stendur, að það sé gert árið 1585. Vedel vann um þessar mundir að sögu Danaveldis, en henni skyldi fylgja Chorographia Regni Danicce, Danmarckis Riges Besrijfuelse med sin Landttaffle eins og hann orðar það einhvers staðar.1 Líklega hefur Vedel snúið sér beint til Guðbrands biskups um þessa fyrirgreiðslu, því að það var þá mjög í tízku að prýða sögurit landfræðilegum inngangi og landabréfum. Verkið lenti síðar í útideyfu hjá Vedel, og bókin kom aldrei út. Ortelius hefur ugglaust ekki þekkt frumgerð biskups af kortinu, enda eins líklegt, að hún hafi verið riss, svipuð korti því, sem enn er til eftir hann af Norður-Atlants- hafi og löndunum kringum það. Ortelius virðist ekki hafa vitað annað um kort þetta en að það væri eftir Vedel sjálfan, enda nefnir hann Vedel beinlínis höfund þess í lesmálsgrein aftan á kortinu. Af sömu frásögn má ráða, að bréfaskipti fóru á milli þeirra, því að Ortelius hefur ýmsan fróðleik eftir Vedel, „ex Velleij huius tabulœ auctoris tamen scriptis ad me“. Þar segir meðal annars frá því, að Biblían hafi verið gefin út á Hólum árið 1584. Ummælin gætu bent til þess, að Orteliusi hefði borizt kortið um sömu mundir, þótt ekki sé það handvíst, því að við vitum ekkert um við- skipti þeirra umfram það, er hér hefur verið sagt. Fróðleikur þessi og sitthvað fleira, sem Ortelius ber Vedel fyrir, er líklega runninn frá Guðbrandi biskupi. Hann hefur varla sent Vedel kort sitt skýringarlaust. Það var ekki siður um þær mundir. Arngrímur JónSson nefnir íslandskort þetta á tveim stöðum í Brevis commentarius, en getur hvorki Guðbrands né Vedels í því sambandi.2 Jakob Benediktsson hyggur, að þögn Arngríms um höfundinn stafi af því, að honum líkaði kortið illa, en vildi ekki troða illsakir við Vedel, sem var konunglegur sagnaritari og naut hinnar hæstu verndar.3 Kortið ber sjálft með sér, að það hefur farið um danskar hendur á leiðinni til Orteliusar, því að nöfnum er víða vikið til þarlendra hátta, t. a. m. vík: vig, fjordr: fjord o. s. frv. Mér virðist sums staðar mega rekja afbakanir nafna til ofur eðlilegs mislesturs á rithönd biskups eins og þegar F af engilsaxneskri rót í Floe er lesið Bloe. 1 Herman Richter, Sk&nes karta, Lund 1929, 32. 2 Bibliotheca Arnamagnæana IX, 41 og 61. 3 Sama rit XII, 160.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.