Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 122

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 122
122 JORIS CAROLUSOG ÍSLANDSKORT HANS bindi við hið forna kortasafn með 95 nýjum kortum. Ekkert íslandskort er þar að finna, en í þýzkri heildarútgáfu frá sama: Gerardi Mercatoris et I. Hondii Atlas. Das ist Abbildung der gantze Welt.. . Amsterdam Bey Johan Jansson und Henricus Hond- ius, er komin eftirmynd af korti Joris Carolusar í kortasöfnum Blaeus. Munar sára- litlu á gerðunum. Helzt mætti nefna, að á Blaeus-kortunum stendur heitið Grimsey fyrir norðan eyna, en sunnan hennar á kortum Hondiusar og öðrum þeim kortum, sem frá þeim eru runnin að beinu liandsali. Fleiri einkenni koma til greina eins og mis- munandi staða og gerð leturs. Ekki er að sama skapi auðvelt að sannreyna, úr hvaða útgáfum einstök kort eru, sem ganga manna á milli á lausum blöðum og hafa verið rifin upp úr heildarsöfnum. Mismunandi blaðsíðutal kemur stundum til hjálpar, en hrekkur þó ekki alltaf til, því að stundum eru engin blaðsíðutöl. Pappír getur líka gefið bendingar, ef fróður maður fjallar um. Það var mikill siður kortagerðarmanna um þessar mundir að selja hin ýmsu kort í lausasölu. Þau má oftast þekkja á því, að ekkert lesmál er prentað á bak þeirra. Þegar tímar liðu fram, færðust landlýsingar í aukana, og fornar skekkjur voru leiðréttar. Getur það stundum hjálpað við aldurs- ákvarðanir. Henricus Hondius andaðist árið 1634, og tók þá Janssonius við útgáfustarfi þeirra og gaf út nokkrar útgáfur af kortasafninu og jók það að sama skapi. Er Islands- kort Joris Carolusar prentað í þeim öllum. Þegar Janssonius andaðist árið 1664, voru tvær dætur hans einkaerfingjar. Onnur þeirra var gift Jchannesi Waesberger, og rak hann fyrirtækið um skeið undir heitinu Janssonius-Waesbergii. Var þá íslandskort Joris Carolusar prentað að nýju, en með nýju heiti, þar sem nafni Carolusar er sleppt. Síðar kcmust kortamótin til Lundúna og í hendur Moses Pitt, sem prentaði þau að nýju í kortasafni sínu: The English Atlas Volume I—IV . . . Oxford. Printed at the Theatre for Moses Pitt . . . MDCLXXX-MDCLXXIII. Hér birtist íslandskort Joris Carolusar í síðasta sinni, að ég bezt veit, og enn er það prentað eftir hinu forna myndamóti, en með breyttu nafni: Novissima Islandiœ Tabula. Sumptibus ]anssonius- Waesbergiorum, Mosis Pitt et Stephani Sivart. Útgáfan varð Pitt lítill auðnuvegur. Hann þraut gjald að ljúka verkinu, og mér er ókunnugt, hvað varð um myndamótin. Þótt sögunni af íslandskorti Joris Carolusar ljúki hér, verður annan uppi á teningn- um, þegar kemur að áhrifum þess á kortagerð samtíðarinnar og komandi ára. VI. Kunnasti kcrtagerðarmaður Frakka á 17. öld var Nicolas Sanson d’Abbeville (1600- 1667). Eftir hann og síðar syni hans, Nicolas, Guillaume og Adrien, eru til allmörg, en nokkuð sundurleit kortasöfn, sum jafnvel titilblaðslaus og án ártals. Það er því töluverðum erfiðleikum bundið að átta sig á kortagerð þeirra feðga og fátt til heim- ilda um hana, sem mér hefur borið fyrir augu eða er kunnugt um. Talið er, að elzta kortasafn hans hafi komið út árið 1645,1 en 1658 birtist hið raunverulega kortasafn 1 L. Bagrow und R. A. Skelton, Meister der Kartographie, Berlin 1963, 270.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.