Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1974, Side 132

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1974, Side 132
GRÍMUR M. H ELGASON BRÉF ODDS HJALTALÍNS LÆKNIS TIL BJARNA THORARENSENS AMTMANNS Grein þessi er að uppruna útvarpsþáttur Við könnumst öll við, á hvílíkum flækingi sendibréf geta lent á leiðinni frá send- anda til viðtakanda, jafnvel á okkar tímum. Fyrir nokkrum vikum eignaðist hand- ritasafn Landsbókasafns 140 ára gamalt sendibréf, sem að líkindum hefur aldrei kom- izt í hendur rétts viðtakanda. Það var tvísamanbrotið og fúið í brotunum, en hin myndarlegasta örk, þegar úr var rétt og viðgerðarkonan okkar, hún Vigdís Björnsdótt- ir, hafði farið um það höndum. Bréfið er frá Oddi lækni Hjaltalín til Bjarna Thorar- ensens amtmanns, dags. á Berserkjahrauni 20. ágúst 1834. Flestir Islendingar þekkja þessi nöfn, þó ekki væri nema vegna kvæðisins, sem Bjarni orti um Odd látinn. Oddur fæddist 1782, fjórum árum fyrr en Bjarni. Þeir stunduðu nám við háskólann í Kaup- mannahöfn um sama leyti, og tókst þá með þeim sú vinátta, er hélzt, meðan þeir lifðu báðir. A árunum 1816-1820 voru þeir á næstu grösum hvor við annan, þegar Oddur gegndi landlæknisstörfum og bjó í Nesi við Seltjörn, en Bjarni átti heima í Gufunesi og Hjálmholti, yfirdómari og sýslumaður, varð svo amtmaður norðan og austan 1833 og settist þá að á Möðruvöllum í Hörgárdal, en Oddur hélt vestur á Snæfellsnes 1820, gegndi þar læknisstörfum og átti heima í Grundarfirði, á Hrauni í Helgafellssveit og síðast í Bjarnarhöfn. Ekki er kunnugt, að þeir hafi sézt nema einu sinni, eftir að Odd- ur fluttist vestur. Oddur lézt 1840, en Bjarni rúmu ári síðar. Þeir vinirnir skrifuðust á eftir 1820. Bréfin frá Bjarna munu löngu glötuð, en 8 bréf voru til skamms tíma varðveitt frá Oddi, 6 í handritasafni Landsbókasafns (Lbs. 509, fol.) og 2 í Konungs- bókhlöðu í Kaupmannahöfn (Ny kgl. sml. 2004, fol.), ásamt ýmsum handritum að kvæðum Bjarna. Og nú hefur hið níunda bætzt í hópinn, og hver veit, nema fleiri kunni að leynast einhvers staðar. Bréfin, sem varðveitt eru í Landsbókasafni, voru prentuð í Óðni 1905. Fimm þeirra eru frá árunum 1820 til 1823 og hið síðasta frá 1838. Bréfin í Kaupmannahöfn eru skrifuð 1829 og 1837 og hið nýkomna 1834. í Óðni segir, að bréfin séu keypt til Landsbókasafns haustið 1894 af Jóni realstúdent Thorarensen, sem var sonarsonur Bjarna. Þar segir einnig, að bréfin séu öll merkileg að einhverju og í öllum þeirra sé gáski nógur ofan á, en undir niðri heyrist óma djúp- ir strengir þunglyndis, sem verið sé að harka af sér, og í síðasta bréfinu sé gáskinn aflminni en í fyrri bréfunum og kveðskapurinn daufari. Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn, sem gaf út ljóð Bjarna 1935 og gerir þar nákvæma grein fyrir vís-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.