Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1974, Blaðsíða 133

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1974, Blaðsíða 133
BRÉF ODDS HJALTALÍNS TIL BJARNA THORARENSENS 133 um Bjarna til Odds, segir á þá leið, að þeir haíi verið að reyna að treina sér gáska stúdentsáranna. Flest hefjast bréfin á kveðskap, og í þeim öllum er einhver kveðskap- ur, nema einu. Oddur byrjar bréfin oftast með hressilegu ávarpi, t. d. hið fyrsta: „Kom þú sæll, kölski, / kaffi mig vantar /,“ en síðar í sama bréfi segir, að borgun fyrir kaffið fái Bjarni með póstinum í vetur og fulla skjóðu af þakklæti, því bezta, sem hann geti úti látið. En kafíið virðist hafa taíizt eitthvað á leiðinni, því að Oddur segir í næsta bréfi: „Sæll vertu ætíð, Bessi á Nesi Gufu, en önga þökk get ég goldið þér fyrir svar þitt uppá mitt síðasta bréf til þín, því það er ennú ekki komið.“ Eitt mér þykir vanta víst, verður að því bagi, að aldrei til mín úr þér skýzt orð í neinu lagi. Og hann kallar Bjarna böðlastýri og ranglætisins rýri. En skyggnumst aðeins að tjaldabaki hjá Oddi lækni, úr því að tækifæri gefst til. 1 bréfi, dags. í Grundarfirði 31. des. 1821, óskar Oddur Bjarna til hamingju með nýfæddan erfingja, segist vita, hvernig fæðingin hafi gengið, allt hafi vel heppnazt með aðstoð góðrar yfirsetukonu og landlæknis, þó að illa hafi litið út um skeið. „En ég skal segja þér aðra sögu,“ segir hann. „4um dögum eftir að ég frétti þetta, var ég sóttur til konu, sem hafði legið 6 dægur á gólfi, hafði öngar hríðir, en þarámóti öngvit og sterkar krampetrækninger. Þar var engin yfirsetukona, nema vitlaus, engin efni til hægðar, mesta fátækt og svínerí. Eg tók barnið með tönginni, með þrívöfðum naflastreng um hálsinn. Það kom lifandi frískt . . . Fylgjan föst. Ég náði henni með þraut. Blodstyrtning kom uppá hálfu dægri eftir. Stanzaðist af mér, og guði sé lof. Barn og kona lifir enn í bezta gengi, og barnið heitir Oddný. Yfir konunni lá ég í 6 dægur eftir barnburðinn á berum pallfjölum, alltaf í sama belg, án matar og aðhlynningar, nema að drekka mjólk, og fékk 1 spec. fyrir ómakið og meðölin. Meira hefur þú þó vel gefið?“ Er nokkur furða, þótt Oddur segi síðar í sama bréfi, að hann sé oft þunglyndur, einkum vegna fjarlægðarinnar frá Suðurlandi, þar sem hann hafi verið vel metinn og hafi un- að sér vel. Það er sem endurómur af þessum bréíkafla í þessari vísu Bjarna í kvæði hans um Odd : . Konungs haiði hann hjarta með kotungs efnum, á líkn við fátæka fátækt sína ól, öðrum varð hann gæfa, ei sér sjálfum, og hjálpaði sjúkur til heilsu öðrum. En léttbrýnni hefur Oddur verið annað veifið. í öðru bréfinu, sem varðveitt er í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.