Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.10.1971, Qupperneq 8
inga í Siglufirði og víðar, svo og e. t. v. SR. Guðmundur Óskarsson tjáði FV, að nú væri unnið að gerð tilboða í 33 og 39 feta báta úr áli. Yrðu þau síðan send banda- rísku fyrirtæki, sem annast myndi alla sölu, ef til kæmi, og myndi kaupa bátana gegn staðgreiðslu og ábyrgðarkvöð. Framhaldið réðist af því, hvort verð og afgreiðslutími stæðist samkeppni. Eins og sjá má af þessum upplýsingum, kann að vera skammt í útflutning skemmti- báta á Bandaríkjamarkað. Smíði slíkra báta er ekki eins fjármagnsfrek og fiskibátanna, en lána verður 80% af verði þeirra til 7 eða 8 ára meðan skemmtibátarnir eru stað- greiddir. Þá er munur á því, að skemmtibátarnir eru smíð- aðir úr áli, en hinir úr stáli, auk þess sem þeir eru miklum mun minni, og þarf skemmti- bátasmíðin því ekki að rekast á fiskiskipasmíðina, hvað snert- ir vinnuafl og vinnuaðstöðu. ByggSngayiftnaftur Húsnæðisskortur og ringulreið Lóðamál, lánamál og álagningareglur miftast enn við handverk, ótrúleg pokasjónarmift á árinu 1971 Húsnæðisskortur er nú víða um land, og það svo mikill, að húsaleiga hefur allt að því tvöfaldazt það sem af er þessu ári, og þó fá ekki nærri allir þak yfir höfuðtö við mannsæm- andi skilyrði. Á þessu ári er að koma fram afleiðingin af kreppuástandinu 1967 og 1968, sem eðli málsins samkvæmt hefur ekki haft afgerandi áhrif í þessum efnum fyrr. Sveiflur í byggingafiðnaði koma eftir á, og þess vegna er hendi nær að draga úr þeim í tíma en flest- um öðrum sveiflum. En það hefur því miður farizt fyrir nú sem oft áður. Og ástandið er í raun og veru enn alvarlegra en menn gera sér almennt grein fyrir. Það er ekki einungis, að húsnæðisskortur sé hinn alvar- legasti um þessar mundir. All- ar horfur benda til þess, að hann muni fremur aukast en minnka á næstunni. FJÁRMUN A MYNDUN ÓNÓG Á síðasta ári var fjármuna- myndun í íbúðarhúsnæði um 2.115 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum Efnahags- stofnunarinnar í fjárlagafrum- varpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi. Er það allnokkru lægri upphæð en sérfræðingar töidu fyrirfram að verja þyrfti til íbúðarhúsnæðis. Á þessu ári er áætlað, að fjármuna- myndunin verði um 2.430 milljónir, eða nálægt því sem talið hefur verið nauðsvnlegt við eðlilegar aðstæður. Það sem á vantaði í fyrra og árið þar áður, verður bví ekki unnið upp á þessu ári. Soá EfnahaPs- stofnunarinnar fyrir árið 1972 er, að bá verði fjármunamynd- un í íbúðarhúsnæði 2.625 millj- ónir, og reynist spáin rétt, mun halinn ekki heldur eyðast á næsta ári, því aukningin mun varla gera meira en mæta verð- hækkunum. Það skortir því fé til húsnæðismála. En hvert á að sækja aukið fé? Opinbera húsnæðislána- kerfið leggur nú fram um 27% af fjármaeni til húsnæðismála, lifeyrissjóðirnir um 20%, bankakerfið 6-7%, og íbúða- kaupendur (eða byggjendur) afganginn, eða a. m. k. 45%. Það er augljóst, að íbúðakaup- endur rísa ekki undir hærri hlut, enda væri það einnig al- gerlega óeðlilegt. Athyglin bein- ist því fyrst og fremst að opin- bera húsnæðislánakerfinu og lífeyrissjóðunum, og þá fyrst og fremst að iífeyrissjóðunum, sem vaxa nú með síauknum hraða, og eru mjög eðlilegir lánveitendur á þessum vett- vangi. En spurningin er sú, hvort tekst að móta einhverja heildarstefnu í þessu.m lánveit- ingum af hálfu lífeyrissjóð- anna. Ekki kemur til greina, að þeir verði þvingaðir til auk- inna eða annars konar lánveit- inga en þeir stunda. Þetta er þeirra mál. Og þarna geta þeir hreinlega komið sinu fólki til bjargar, því fyrst og fremst eru það launþegar, og þá helzt lægra launaðir launþegar, sem verða fyrir barðinu á húsnæð- isskortinum. FÉNU ER RANGT BEITT Tilhögun á iánveitingum líf- eyrissjóðanna skiptir ekki að- eins máli í sambandi við upp- Þótt mikið sé byggt, er ekki nóg byggt, annars vœri ekki húsnœðisskortur. 8 l'V 10 1971
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.