Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 61

Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 61
Plastiftjan Bjarg Framleiðir mjög at- hyglisverða fiskkassa Plastiðjan Bjarg á Akureyri, eign Sjálfsbjargar, var stofnuð árið 1968. í fyrstu snérist rekst- urinn um framleiðslu raf- lagnaefnis, og hefur sú fram- leiðsla aukizt stig af stigi, jafn- framt því, að hafinn er inn- flutningur röra til notkunar með dósum þeim, sem fram- leiddar eru. Raflagnaefnið frá Bjargi fellur inn í raflagna- efni frá Tricino á Ítalíu, sem Falur hf. í Kópavogi hefur flutt inn um nokkurt árabil við ört vaxandi vinsældir. Er samstarf milli þessara aðila, og á Bjarg ýmsa möguleika til aukinna umsvifa á þessu sviði, þar sem notkun plastraflagna- efnis eykst hröðum skrefum í heiminum. Á síðasta ári hófst undirbún- ingur hjá Bjargi að því að hefja framleiðslu fiskkassa úr plasti, Voru gerðar ítarlegar athuganir á markaði og kröf- um notenda, þ. e. veiðiskipa og vinnslustöðva. Er nú fyrir nokkru hafin framleiðsla á einni stærð plastfiskkassa, 90 lítra, og í undirbúningi er fram- leiðsla á stærri kössum. Kass- arnir eru framleiddir í hvítu og rauðgulu. Plastfiskkassarnir frá Bjargi eru framleiddir úr ABS harðplasti, sem er nýtt, létt og mjög slit- og höggsterkt efni. Útlit og frágangur þessara kassa er miðað við, að unnt sé að viðhafa fyllsta hreinlæti, án aukafyrirhafnar. Hver 90 lítra kassi, sem tekur 45-50 kg. af fiski, kostar 735 krónur, en verð á fiskkössum á markaðn- um er 600-900 krónur. Sala á fiskkössum frá Plast- iðjunni Bjargi hófst ekki að marki fyrr en um mitt þetta ár, en hefur gengið vel, að sögn söluumboðsins, Kristjáns G. Gíslasonar hf. Er talið, að framleiðsla Bjargs á þessu sviði, fiskkassar og bakkar, eigi mikla framtíð fyrir sér, ekki síður en framleiðsla raf- lagnaefnisins. Kassarnir eru nú keyptir í ýmsa báta, og í at- hugun er, að þeir verði keyptir í fimm nýja skuttogara af minni gerðinni, sem smíða á á næstunni fyrir Vestfirðinga, — svo eitthvað sé nefnt. Verksmiðjustjóri Plastiðjunn- ar Bjargs er Gunnar Helgason, en formaður stjórnar er Guð- mundur Hjaltason. Formaður Sjálfsbjargar á Akureyri er Heiðrún Steingrímsdóttir. ÞAÐ ER YÐAR AÐ VELJA ... cn við bjóðum yður alhliða kynningu á fyrirtækinu, vörun- um og þjónustunni allt árið í ÍSLENZK FYRIRTÆKI '72 Það cr yðar hagur að auðvelda viðskipta- mönnum upplýsinga- öflun um þær vörur og þá þjónustu, scm þér liafið að bjóða, og öðrum, sem þurfa að afla vitncskju um fyrir- tækið og það, sem á líoðstólum cr. Það cr yðar að vera þátttakandi í ISLENZK FYRIRTÆKI ’72. FRJÁLST FRAMTAK HF., Suðurlandsbraut 12, Reykjavík. Sími 82300. FV 10 1971 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.