Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Síða 36

Frjáls verslun - 01.02.1998, Síða 36
ljós. Fyrst þegar tilbúnir réttir voru settir á markað, í þvi formi sem nú er algengast, var það mat flestra að réttirnir myndu fyrst og fremst höfða til ungs fólks sem ekki hefði mikinn tima eða jafnvel kunnáttu til að sinna eldamennsku. Víst er að sá hópur fólks er og verður áfram stór en reynsla undanfarinna ára hefur sýnt að eldra fólk kýs í ríkari mæli þessa rétti. Fyrirtæki eins og Sláturfélagið hefur m.a. brugð- ist við þessu með því að setja á markað vör- ur sem höfða til eldri neytenda, eins og t.d. kjötbollur, bjúgu, kjötsúpu og grjónagraut. Urval þessara rétta hjá fýrirtækinu er einnig að verða stærra hlutfall af vörufram- boðinu sem bendir til að þeir njóti sífellt meiri vinsælda. Tilbúnir réttir og skyndibitar hafa lengi haft þá ímynd að vera frekar óhollir og komið hefur í ljós að almenningur hefúr vissar efasemdir um að þeir innihaldi mik- ilvæg næringarefni. Þessi ímynd er eflaust að hluta til komin vegna þess að fólk teng- ir orðið „skyndi” við skyndibitastaði og sjoppufæði. Ef val tilbúinna rétta er skoðað kemur í ljós að framleiðendur hafa lagt sitt af mörk- um til að breyta þessari ímynd með þvi að auka úrval léttari og hollari rétta. I mörg- um tilvikum vísar nafn réttanna beint til hollustugildis þeirra eins og á „Grænmet- is-lasagne” eða „1944-Kjötsúpa”. Ef það kemur hins vegar ekki beint fram í nafninu er lögð áhersla á það með öðrum hætti á umbúðum. Greinarhöfúndur, Steingrímur Ægisson, er nýútskrifaður viðskiptalræðingur frá Háskóla Islands. I lokaritgerð sinni fjallaði hann um sölu tilbúinna rétta í matvöruverslunum. Áhrif framandi menningar eru mjög sterk í mörgum vörutegundum. Dæmi um þetta er að nýlega hefúr verið settur á markað vöruflokkur rétta sem eru tilbún- ir til eldunar undir nafninu ,/tskur víð- förli”. Allar tegundir innan vöruflokksins heita framandi nöfnum og visar hráefnis- innihaldið til mismunandi eldunarað- ferða. Til að mynda heitir einn rétturinn kínversku nafni og fylgir með súrsæt sósa og grænmeti sem er einkennandi fyrir kínverska matargerð. A þennan hátt hefur rétturinn fyrirfram ákveðna eldun- araðferð sem vísar tíl matarhefðar Kín- verja. Annað dæmi er vöruval Öndvegisrétta, en flestar vörur þess fýrirtækis eru sam- kvæmt fýrirmynd framandi menningar- heima og bera nöfh í samræmi við það, eins og t.d. Mexíkó-burrito, Mexíkó-bökur eða Italskar bökur. Það er því óhætt að segja að áhrif framandi menningarheima komi skýrt fram í vöruframboði íslenskra fyrirtækja sem framleiða tilbúna rétti. Þetta gætí einnig geíið vísbendingu um að ýmis séreinkenni í matarvenj- um Islendinga séu að minnka. Áhrif smásala á framleiðend- ur tílbúinna rétta eru mjög mik- il. Það er nánast sama hvaða þættir framleiðslunnar eru skoðaðir, alls staðar koma áhrif þeirra skýrt fram. Hvað snertír vöruþróun réð t.d. ákveðin verslunarkeðja miklu um sam- setningu hráefnis í réttí sem fyr- irtæki settí á markað hérlendis. í gæðamálum eru áhrif þeirra einnig að aukast, t.d. er algengt að fulltrúar verslana taki prufúr á fram- leiðslustígi og sendi í rannsóknir. Sú þróun að verslanir láti sérmerkja vörur sínar, svipað og Bónus og Hagkaup hafa verið að gera með ýmsa vöruflokka, hefur ekki náð útbreiðslu í tilbúnum rétt- um, a.m.k. ekki með sama hættí og er- lendis. Reyndar kemur það ekki mikið á óvart vegna þess að sérmerktar vörur hérlendis hafa verið ódýrari og ef tíl vill ekki haft á sér þá gæðaímynd sem fram- leiðendur réttanna hafa viljað. Loks hafa framleiðendur aukið þjón- ustu sína við smásala mikið hin síðari ár, t.d. með því að veita þeim styttri pöntunar- tíma, fara með vörur sínar inn í verslanir og jafnvel raða í hillur. Á þetta sérstaklega við framleiðendur ferskra rétta en þeir þurfa mun oftar að koma vörum sínum í verslanir en framleiðendur frosinna rétta. I auglýsingum þar sem tilbúnir réttír eru kynntír hefur fyrst og fremst verið lögð áhersla á gæði, þægindi og stuttan matreiðslutíma. Stærri fýrirtækin, sem bjóða upp á ferska réttí, hafa auglýst mik- Atvinnuþátttaka kvenna á íslandi þróun frá árinu 1960 til 1995. •70,n 79.20 79 20 80,20 81,80 1960 1971 1981 1991 1992 1993 1994 1995 Atvinnuþátttaka kvenna. Yfir 80% kvenna vinna úti, eins og það er kallaö. Þetta hlutfall hefur mjakast upp á við á siðustu árum. Hlutfall 70 ára og eldri af heildarmannfjölda. Þessi aldurshópur stækkar hlutfallslega meira en aðrir hópar á næstu áratugum. 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.