Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 56
FRÉTTASKÝRING SigurðurAtli Jónsson hjá íslenska lífeyrissjóðnum: FJOLBREYTTARIMOGULEIKAR □ Sigurður Atli Jónsson, forstöðu- maður Islenska lífeyrissjóðsins hjá Landsbréfum. að eru ákveðin atriði varðandi nýju lögin sem enn liggja ekki ljós fyrir, t.d. varðandi þróun sér- eignarsjóðanna í framtíð- inni. Við erum í raun að bíða eftir reglugerðinni sem nú er í smíðum og túlkar nánar ýmis ákvæði laganna. Þar af leiðandi höfum við ekki tekið end- anlega ákvörðun um það hvernig við bregðumst við en það kem- ur t.d. til greina að stofiia sérstaka sameignardeild innan sjóðs- ins,” sagði Sigurður Atli Jónsson, forstöðumaður Islenska lífeyris- sjóðsins hjá Landsbréfum. Varðandi lögin sjálf taldi hann það samt sem áður mjög jákvætt og afar mikilvægt að með þeim sé stefnt að auknu frelsi í lífeyris- málum sem sé mjög í anda þess sem nú tíðkast annars staðar í þjóðfélaginu, þ.e. aukið frelsi og fleiri valkostír. Eftír væri hins veg- ar að sjá hvort þetta markmið næði fram að ganga því svigrúmið til samkeppni virtíst vera nokkuð takmarkað. „Það er oft vitnað til ráðlegginga Alþjóðabankans um uppbygg- ingu lífeyrissparnaðar. Þar er miðað við þriggja stoða kerfi þar sem fýrsta stoðin er almannatryggingakerfi, önnur stoðin er greiðsluskylda í einkarekið kerfi og þriðja stoðin er fijáls viðbót- arsparnaður. A meðan aðildarskylda er við lýði hér á landi, eins og lögin gera ráð fýrir, verður samkeppni milli lífeyrissjóða takmörk- uð. Einnig getur orðið erfitt fyrir sjóði að samræma þau ákvæði að annars vegar ávinni sjóðfélagar sér inn tryggingaréttíndi á sama verði, óháð aldri og áhættuflokki og hins vegar að starfa í sam- keppnisumhverfi um lífeyrissparnað. Þetta eru tvö atriði sem lík- lega munu ekki ganga þrautalaust í gegn. Það er erfitt að segja hvað muni gerast en vænta má þess að einstaklingum bjóðist í framtíðinni fjölbreyttari möguleikar í líf- eyrissjóðunum. Þar gætí hugsanlega verið um að ræða mismun- andi form á tryggingum, aukið val um fjárfestíngarstefnu og vax- andi vægi séreignarsparnaðar sem hluta af lífeyrissparnaði. Hvað okkur varðar er ljóst að við höfum fullan hug á að taka þátt í þeir- ri þróun sem framundan er á sviði lífeyrissparnaðar og lífeyris- trygginga og bjóða viðskiptavinum okkar upp á þjónustu á því sviði hér eftír sem hingað tíl.” 33 um, verðbréfafyrirtækjum og líftryggingafélögum tækifæri á að bjóða þjónustu sína í lífeyrismálum. Það er hins vegar slæmt við þessi lög hvað þau gefa fólki lítíð svigrúm tíl þess að velja um ein- stakar leiðir tíl lífeyrissparnaðar. Staðreyndin er sú, að fólk vill eiga möguleika á þvi að velja hvernig það ráðstafar lífeyrissparn- aði sínum,” sagði Eggert A Sverrisson, framkvæmdastjóri ein- staklingstrygginga hjá Vátryggingafélagi íslands. „Með LÍFÍS hyggjumst við bjóða einstaklingum heildarlausn í lífeyrismálum. LÍFÍS fjárhagsvernd er þróuð i samvinnu Vá- tryggingafélags Islands, Líffryggingafélags Islands, Landsbanka Islands, verðbréfafýrirtækjanna Fjárvangs og Landsbréfa, sem hafa í vörslu sinni tvo öfluga séreignarlífeyrissjóði, Frjálsa lifeyris- sjóðinn og Islenska lífeyrissjóðinn. Þar er gert ráð fyrir að fólk getí bæði greitt 10% skylduframlag og síðan fijálst viðbótarfram- lag eftir óskum hvers og eins. Við munum leggja áherslu á að- gengilega þjónustu og ákveðna fjölbreytni í valkostum fyrir við- skiptavini okkar. Þegar litið er á valmöguleika við ráðstöfun á 2% viðbótarlífeyr- isframlagi, sem væntanlega tekur gildi 1. janúar 1999, og annars fijáls lífeyrissparnaðar er þáttur tryggingafélagsins mjög áhuga- verður. Við hyggjumst t.d. bjóða sérstaka lífeyristryggingu sem valkost við ráðstöfun á 2% frjálsu við- bótariífeyrisframlagi. Þessi trygg- ing er í undirbúningi og munum við koma með hana á markað tíman- lega fyrir næstu áramót Varðandi almennan fijálsan líf- eyrissparnað bjóðum við söfnunar- líftryggingu sem tengir saman reglubundinn sparnað og líftrygg- ingu og býður upp á mikla fjöl- breytni í fjárfestingavalkostum, m.a. fjárfestíngum erlendis. Hún hentar mjög vel fólki sem hefur áhuga á að auka við lífeyrissparnað sínn. I samvinnu við Frjálsa lífeyris- sjóðinn og Islenska lífeyrissjóðinn bjóðum við sjóðsfélögum einnig að bæta tryggingavernd sína með því að kaupa ýmsar persónu- tryggingar, t.d. líftryggingu, sjúkdómatryggingu og sjúkra- og slysatryggingu, samfara greiðslu lífeyrisframlags. Kostirnir við tryggingarnar eru margvíslegir auk beinna tryggingalegra hags- muna, t.d. ýmis skattaleg áhrif eins og eignaskattsfrelsi í söfnun- arlíftryggingum og möguleikar á því að greiða iðgjöld eins og líf, slysa- og sjúkratrygginga af skattfijálsum lífeyrissjóðsiðgjöld- um.” B3 Eggert Á. Sverrisson, framkvæmdastjóri ein- staklingstrygginga hjá VÍS. EggertA. Sverrisson hjá VIS: □ að var löngu orðið tímabært að setja heildarlöggjöf um líf- eyrismál. Sérstaklega teljum við mikilvægt að með þess- um nýju lögum er leitast við að tryggja að allir einstak- lingar sem afla tekna greiði framlag tíl framtíðarlífeyris á einn eða annan veg. Það er ennfremur mjög áhugavert að nú gefst bönk- tmmm^m Jóhannes Siggeirsson hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum: RETTINDIN EIGA ENN EFTIR AÐ BATNA □ ið fögnum því að sett hefur verið heildstæð löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða. Miklir fjármunir og mikilvæg réttíndi almennings eru í umsjón lífeyrissjóðanna og því miklilvægt að skýrt sé kveðið á um atriði eins og lífeyrisréttíndi og fjárvörslu. Helstu kostír laganna eru að skilgreint er hvað sé líf- eyrissjóður, þ.e.a.s. að þar sé um að ræða aðila sem tryggir eftír ^mmmmmmmtmmammmmamammmamdmmm&mmm 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.