Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 63
MARKAÐSMÁL FJÁRFEST Á VEFNUM! Þetta gefur viðskiptavinum okkar tækifæri til að stunda viðskipti við tölvuskjá hvar sem þeir eru staddir. Þetta er þjónusta sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá okkar viðskiptavinum og við höfum fengið talsverð viðskipti vegna þessarar þjónustu. bréf fyrir. Hvert leiktímabil stendur í þrjá mánuði og að því loknu fær sá keppandi vegleg verðlaun sem mesta ávöxtun hefur sýnt. Það sem gerir leikinn áhugaverðan fyr- ir þá sem unna viðskiptum með hlutabréf er að allar forsendur í markaðsumhverfinu eru þær sem raunverulega eru á markaðn- um. Þannig er leikurinn í raun sýndarvið- skipti sem styðjast við raunverulegar for- sendur. Verðlaunin eru 150 þúsund krónur fyrir fyrsta sæti, 75 þúsund krónur fyrir annað sætí og 50 þúsund fyrir þriðja sæti fyrir hvert leiktímabil þannig að eftir töluverðu er að slægjast. 5000 MANNS KEYPTU OG SELDU „Þátttaka í leiknum hefur verið gríðarlega mikil og í rauninni miklu meiri en við reiknuðum með. Fyrsta tímabilið voru 5000 þátttakendur sem spiluðu með að jafnaði. Margir sýndu þessu mikinn áhuga og lögðu sig alla fram. Alltaf er hægt að sjá stöðu 10 efstu manna í leiknum. Ohætt er að fullyrða að þeir sem standa sig best í leiknum séu þeir sem opna leikinn á hverjum degi, fylgjast vel með fréttum og mark- aðnum og í stuttu máli sagt eru alltaf á tánum.“ Nú væri freistandi að halda að þetta væri leikur sem höfðaði einkum til þeirra sem væru á kafi í viðskiptum og þekktu lögmál slíkra mark- aða og væru þar af leiðandi ekki líklegir tíl þess að leika sér. Kristján segir það ekki vera svo? „Það er gríðarlega mikill áhugi á hluta- bréfamarkaði hjá yngra fólki. Það er hins vegar sjaldan beinir þátttakendur í raun- verulegum viðskiptum. Mjög stór hluti þeirra sem taka þátt í þessum leik okkar eru nemar sem eru að læra eitthvað sem tengist þessu. Þetta eru nemendur á há- skólastigi í viðskiptafræði, hagfræði, rekstrarhagfræði og þar fram eftír götun- um. Síðan eru auðvitað talsvert margir sem taka þátt í leiknum sem eru raunveru- legir þátttakendur í hlutabréfaviðskiptum og finnst gaman að spreyta sig.“ KAUPHÖLL Á NETINU Verðbréfaleikurinn er í rauninni spegilmynd raunveruleikans í Kaup- höll Landsbréfa þar sem að boðið er upp á við- skiptí á vefnum. Eini munurinn er sá að í Kauphöll Landsbréfa eru öll viðskiptí raunveruleg. Þess vegna er gerður sér- stakur samningur milli Landsbréfa og þeirra sem vilja stunda viðskiptí í Kaup- höllinni en skráning og þátttaka í leiknum er án fyrirhafnar. „Þetta gefur viðskiptavinum okkar tækifæri til að stunda viðskipti við tölvu- skjá hvar sem þeir eru staddir. Það eina sem þeir gera er að ýta á rétta takka með músinni en við sjáum um allt annað. Þetta er þjónusta sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá okkar viðskiptavinum og við höfum fengið talsverð viðskiptí vegna þessarar þjónustu." I Kauphöllinn er hægt að kaupa og selja verðbréf í verðbréfa- og hlutabréfasjóðum Landsbréfa og hlutabréf í sjóðum Alliance Capital Management og bréf í öllum fyrir- tækjum sem skráð eru á Verðbréfaþingi Is- lands. Viðskiptamenn Kauphallar fá ókeyp- is vörslu verðbréfa sinna hjá Landsbréfum og bmdsbréf annast tilkynningar til hlut- hafaskrár og annast allan frágang vegna viðskiptanna. „Öll viðskipti koma samstundis fram og því er einkar þægilegt að fylgjast með hreyfingum á markaðnum; þægilegra en hægt er í gegnum blöðin og það gera margir," sagði Kristján. Landsþréf bjóða lægri þóknun fyrir þessa þjónustu eða aðeins 2% í sölulaun í stað þeirra 3% sem almennt tíðkast. Þegar litið er til þess hve áþekk þessi tvö fyrirbæri eru, annars vegar leikurinn með sínum sýndarviðskiptum og hinsveg- ar Kauphöllin þar sem nútíma raunveruleg viðskipti fara fram í netheimi, þá vaknar sú spurning hvort hlutverk leiksins sé fyrst og fremst að kenna mönnum að versla með hlutabréf fremur en að skemmta þeim. Þetta starfar saman,“ segir Kristján.,, Við höfðum fræðslu og leiðbeiningarhlut- verkið talsvert í huga þegar verið var að þróa leikinn. Islensk- ur hlutabréfamarkað- ur er ungur og margir ekki vanir slíkum við- skiptum. Við teljum að með leiknum gefist mönnum tækifæri til þess að æfa sig áður en til alvörunnar kemur. Við sjáum að þátttak- endur í leiknum bregð- ast við fréttum rétt eins og um raunveruleg við- skipti væri að ræða. Þannig var það tíl dæmis þegar fréttíst af auknum þorskkvóta næsta árs þá jukust mjög viðskiptí með hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum í leiknum. Það sama gerðist síðan í raunveruleikanum. Þannig eru það sömu öfl sem stýra leikn- um og framvindu hans og hafa raunveru- leg áhrif. Þetta hefur gagnast okkur tækni- lega á þann hátt að þegar við höfúm leyst einhver vandamál tengd leiknum erum við í raun að leysa þau fyrir Kauphöllina líka og öfugt.“ Þannig má ef tíl vill segja að leikurinn sé í senn nokkurs konar Matador í netheimi en um leið æfing fyrir raunveru- leikann. Ekki er víst að allir sem spiluðu Matador af mikilli ákefð i æsku hafi síðan hagnast á fasteignaviðskiptum og á sama hátt er ekki borðliggjandi að þeir sem græða á tá og fingri í Verðbréfaleiknum auðgist á því að kaupa og selja hlutabréf. En lögmálin eru þau sömu. Æfingin skap- ar meistarann. 11] 68 GUðjÓnSSOn °« Guðmundur örn ZðLln" ***** JÓha' SAGANÁBAK VIÐ HERFERÐINA: Páll Ásgeir Ásgeirsson 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.