Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 43
VIÐTALIÐ framar. Norðmennirnir hafa hins vegar séð vel fyrir okkur með vöru og einnig höfum við leitað til innlendra aðila. Við höfum því ekki misst andlitið og erum orðnir nokkuð góðir núna eftir fyrstu hrinuna!” Jón Helgi segir sitt fólk skynja það þennan stutta tíma frá því að Elko opnaði 28. febrúar, að viðskiptavinir kunni að meta fyrirtækið. Þetta hafi ekki bara verið einhver bóla. Hann segir markmiðið að vera áfram reglulega með tilboð á raftækjavöru og vonar að það verði til þess að Islendingar fari að kaupa raftæki heima í stað þess að bera þau í gegnum tollinn. „Maður hefur séð fólk vera að bera sjónvarpstæki, sem það stendur varla und- ir, í gegnum tollinn. Og einnig verður von- andi minna um búslóðaflutninga með þvottavél og þurrkara og tilheyrandi.” OF MIKIÐ STÓRVELDI Er Byko að verða of mikið stórveldi? Hvað segir annar aðaleigandinn og for- stjóri fyrirtækisins um það? ,Jú, ég held að við megum alveg hugsa okkar gang með það. Við erum bygginga- BIÐRAÐIR EKKISÉRÍSLENSKAR Jón Helgi segir ekki óeðlilegt að myndast hafi biðraðir hjá Elko og öðrum raftækjaverslunum sl. vetur og finnst lítið hafa verið gert úr fólki sem vill nýta sér hagstætt verð. Biðraðir séu heldur ekki séríslenskt fyrir- bæri; það gerist nákvæmlega það sama erlendis þegar um mikla verðlækkun er að ræða. „Lágt verð á raftækjamarkaði er komið til að vera.” vöruverslun. Þar höfum við haslað okkur völl á þann hátt að menn skynja okkur ekki sem eitthvað yfirþyrmandi. Við höf- um þó aukið markaðshlutdeild okkar. Húsasmiðjan hefur fylgt í kjölfarið. Þeir eru sporgöngumenn miklir. Þeir eru okk- ar helstu keppinautar og það er öllum hollt að hafa samkeppni. Margir aðrir að- ilar eru í þessari grein. Hins vegar höfum við verið að færa okkur út í aðrar greinar eins og með Elko.” Jón Helgi segir að vel geti farið svo að Elko fari á markað þótt Byko geri það ekki. „Vissulega er þetta aðeins um tvö hundruð og sjötíu þúsund manna þjóðfélag. Þótt Islendingar séu duglegt fólk eru takmörk fyrir því hvað fyrirtæki geta verið stór í umhverfinu. Þess vegna höfum við ætl- að okkur að sækja ffekar fram erlendis. Til dæmis í Lettlandi. REIÐHJÓL OG POSTULÍN Hvarflaði að Jóni Helga þegar hann byrjaði í bygg- ingariðnaðinum að hann færi að selja fisk og ull þeg- ar fram liðu stundir? „Nei, ýmislegt hefur breyst. Maður átti nú ekki heldur von á að fara að selja reið- hjól og postulín. Enginn þekkir sín örlög í þeim efn- um fyrr en upp er staðið. En það hefur verið gaman að fást við þetta allt saman. Þetta eru viðskipti og spurningin er að gera hlut- ina rétt svo unnt sé að þjóna sínum við- skiptavinum sem best.” Hann segir Byko hafa þurft að svara kalli tímans með ýmis- legt, bæði vöruúrval og aðferðarfræði. Gilda að hans mati sömu lögmál í stórum dráttum, hver sem söluvaran er? Hann jánkar því. „Eg held að viðskipti snúist um að finna þær aðferðir sem báðir aðilar sem að viðskiptunum koma geta haft ávinning og ábata af. Einnig snú- ast viðskipti um að reyna að átta sig á viðskiptaum- hverfinu hverju sinni.” Hvernig lýsir Jón Helgi sjálfum sér, viðskiptajöfr- inum eða „business- manninum” Jóni Helga? Er hann mikill refur í við- skiptum. Hann hlær. „Nei, ég á engar slíkar lýsingar. Eg vona að sem flestir hafi haft ávinning af viðskiptum við mig, en ég hef náttúrulega pass- að minn hlut. Eg hef gert það. Við höfum rekið þetta fyrirtæki með hagnaði alla tíð en vissu- lega hefur verið misgóð- ur gangur í rekstrinum.” Er það markmið hans að vera stöðugt að fást við eitthvað nýtt og bæta við sig? Já, það verður að vera slagkraftur. Ef svo er ekki fer maður aftur á bak. Kyrrstaða er ekki raunverulegur valkostur. Það verður að halda áfram til að dragast ekki aftur úr. Ef menn halda ekki vöku sinni og eru stöðugt að bæta sig eru þeir ekki á réttri leið.” ffij Þeir fiska sem róa O Eldsneyti á skip og báta O Þurrkupappír og skammtarar O Rafgeymar og hleðslutæki O lce clean háþrýstiþvottakerfi O Smurolíur fyrir allar vélar O Vinnugallar, vinnuskór og vettlingar O Hreinsiefni og sápur O Rekstrarvörur f/ útgerð og fiskvinnslu I Grænt númcr niiTilsioo Pantanir í fax: 5151110 Pantanasími: 5151100 olís léttir pér lífíð Þjónusta víð sjávarútveginn Aætlað er að raftaekja- markaðurínn á Islandi velti um 5 til 6 milljörðum á ári. Eftir nokkru er þvi að slægj- ast. Elko ætlar sér um 20 til 25% af þessum markaði í framtíðinni. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.