Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 6
RITSTJORNARGREIN SÓTT AÐ AGLISTERKA Akæra lögreglustjórans í Reylqavík á hendur Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni um brot á áfengislöggjöfinni vegna auglýs- inga á Agli sterka, sem er sterkur bjór, orkar tvímælis. Nær væri að lögreglustjórinn beitti sér fyrir því að lögum um auglýs- ingar á áfengi væri breytt - og þær leyfðar. Lögreglustjóri getur ekki með neinum ráðum komið böndum á þær bjórauglýsingar sem flæða inn í Iandið í erlendum Ijölmiðlum og þvi á hann ekki að setja eitthvert sírenuvæl í gang gagnvart ein- um innlendum auglýsanda. Það eiga allir að vera jafnir gagnvart lögum! Það er homsteinn réttarríkisins! Sömuleiðis vekur það athygli að hið áberandi Samkeppnisráð, sem krefst þess að bjórflöskur í ATVR skuli seldar í stykkjatali eins og bjórdósir - neytendum til gagns - taki ekld á þessu stóra máli og berjist fyrir því að lögum um auglýsingar á áfengi skuli breytt til að jafna samkeppnisaðstöðu innlendra og út- lendra iðnrekenda - sem og fjölmiðla. Embætti lögreglustjórans í Reykjavík lítur á málið gegn Agli sterka sem prófinál um auglýsingar á áfengi og vill fá úr því skorið hvort birta megi lítt dulbúnar auglýsingar á bjór eða ekki - en það hefur tíðkast nánast fiá því bjórinn var leyfður 1. mars árið 1989. Algengasta aðferðin er sú að birta heiti bjórsins með flennifyrirsögn - en bæta síðan orðinu „léttöli” við með mjög smáu letri. Lögreglan telur þetta á gráu svæði og vill fá botn í málið. Sérkennilegt er að lögreglan velji auglýsingu Egils sterka því talan 6,2% kom fram í auglýsingu hans, en í slag lögfræðinganna verður hún væntanlega túlkuð sem styrkleiki bjórsins. Stóm spurningunni, um hvort leyfilegt sé að nafn bjórs sé í stríðsletri og orðið „Iéttöl” haft í smáu Ietri, verður því eftir sem áður ósvarað. Sömuleiðis er það ekki trúverðugt hjá lögreglustjóranum í Reykjavík að tína út eitt fyr- irtæki tíl að ákæra. Það er eins og að velja sér fómarlamb - og er tæplega að sið laganna varða. Þess í stað á hann að taka all- ar þær „bjórauglýsingar” - sem hann telur á gráu svæði og vera ólöglegar - og höfða mál gegn hveijum og einum auglýsanda. Auglýsingar útlendra bjór- og vínframleiðenda í erlendum fjölmiðlum verða ekki „handteknar” af lögreglustjóranum í Reykjavík. I heimi alþjóðlegrar fjölmiðlunar er einfaldlega ekki hægt að koma í veg fyrir að auglýsingcir birtíst í einu landi séu þær leyfðar í öðrum löndum. Auglýsingar á afengi og vindlingum birtast í erlendum fréttum sjónvarps, útlendum dag- blöðum, tímaritum, sjónvarpsþáttum, bíó- myndum og á Netinu. Þessir miðlar fljóta á milli Ianda og lögreglustjórinn í Reykjavík stífl- ar ekki þann flaum. Það er ekkert flóknara - hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ætl- ar hann að banna íþróttafréttir um Liverpool vegna þess að liðið auglýsir Carlsberg? Banna íþróttafréttir frá keppni í kappakstri þar sem allt morar af auglýsingum á víni og tóbaki? Fara í bókabúðir og á bensínstöðvar og taka úr sölu erlend tímarit sem auglýsa áfengi og eru í hillunni við hlið íslenskra tímarita sem ekki mega auglýsa áfengi? Svona mættí áfram spyrja. Betra er að breyta lögunum en slást við vindmyllur. Einhver kann að segja sem svo að ekki mega auglýsa áfengi því nægur sé áfengisvandi þjóðarinnar fyrir. Það hljómar ef til viU út úr kú að segja að auglýsingarnar muni ekki auka heild- ardrykkju á áfengi mikið heldur færa frekar drykkjuna tíl á miUi tegunda. Þetta er þó málið. Það er tvískinnungur að leyfa framleiðslu á bjór, gera allt í vínbúðum ATVR tíl að hann selj- ist betur, heimta að bjórflöskur séu seldar í stykkjataU, neyt- endum til gagns, eins og Samkeppnisráð krefst, og leyfa síðan sumum framleiðendum og fjölmiðlum að auglýsa bjór - en öðr- um ekld. Vonandi reynist Egill nægilega sterkur í málaferlun- um! Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efhahags- og atvinnumál - 59. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfii Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristin Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 - ASKRIFEARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFING: Talnakönnun, hf„ sími 561 7575 - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafi'k hf. - LJTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efiii og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.