Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 1
Afdrifaríkur fundur — Loka frystihúsin? „ÚTIITHI ER MIÖG SVART’ Aukafundur Sölumiðstöðvar ve8na Þess’ að frystihúsaeig- hraðfrystihúsanna hefst á föstu- endur telfa afkomugrundvöll daginn. Til fundarins er boðað frystihúsann brostinn, og ef ekki komi til ráðstafana af halfu stjórnvalda, sé ekki annað að gera en loka húsunum. Þess má geta, að til slikrar stöðvunar hefur komið áður. Alþýðublaðið hafði i gær sam- band við Einar Sigurðsson út- gerðarmann, og innti hann eftir þvi hve mikið hann teldi að vantaði upp á, að grundvöllur væri fyrir rekstri frystihúsanna. Einar sagði, að ekki væri hægt að segja um það með neinni vissu, fyrr en könnun hefði verið gerð á afkomu húsanna. Hann sagðist hafa slegið þvi fram, að það vantaði 15% af heildarfram- leiðsluverðmætinu svo að grund- völlur næðist. Sér teldist til að það væri um 900 milljónir króna. Einar sagði að undan farið hefði verið gerð könnun á afkomu 19 frystihúsa viðs vegar um landið, sem valin hefðu verið af handahófi. Þessi könnun ætti að gefa góða mynd af ástandi frysti- húsanna. Einar sagði að niður- staða hennar ætti að liggja fyrir fundinum á föstudaginn, og hann kvaðsthafa heyrt á einum þeirra, sem að könnuninni stóð, að útlitið væri mjög svart. Framhald á 2. siðu. Kamrarnir fuku Það var vindasamt á Eyrar- bakka um helgina og i verstu hriðjunum fuku kamrar, sem smiðaðir höfðu verið vegna myndatöku Brekkukotsannáls. Stórstreymt var um helgina og geysi brimasamt, og var meðal annars ófært milli lands og Eyja. Það sem lögregluþjónn númer 9 á Keflavikurflugvelli hlustar af svo mikilli gaumgæfni á, er tilraun Reynis Leóssonar til að rifa af sér 90 þúsund króna hlckki og járn og brjótast siðan út úr rammgerðasta fangaklefa landsins. Ekki þótti ástæða til að handtaka Rcyni er liann slapp úr pris- undinni, þvi hann hafði vottorð frá Ólafi Jóhannessyni um aö hann mætti eyðiieggja heila lögrcglustöð. MYNDIR OG FRÁ- SOGN Á BAKStÐU HVER SEM VAR AÐORAGANDINN... ÞETTA VAR HARM- LEIKUR Samkvæmt úrskurði saka- dóms Reykjavikur braust lög- reglan og fulltrúi frá Barna- verndarnefnd Reykjavikur inn i ibúð konu i Vesturbænum i gær og tóku frá henni með valdi þriggja ára gamlan son hennar. Drengurinn var í vor úrskurð- aður á vöggustofu til tveggja eða þriggja mánaðar dvalar. Þegar sá timi var liðinn óskaði konan eftir þvi, að fá son sinn til sin. Þvi var synjað og þvi greip hún til þess örþrifaráðs að „ræna” honum af vöggustof- unni i fyrradag. Lokaði hún sig siðan inni i ibúð sinni og meinaði bæði lög- reglunni og fulltrúum barna- verndarnefndar um aðgang. Um hálf sex leytið i gær lá svo úrskurður frá sakadómi um brottnám barnsins og skömmu siðar kom rannsóknarlögreglu- maður ásamt lögfræðingi Barnaverndarnefndar, Jóni Magnússyni, að húsinu. Þeir höfðu meöferðis kúbein og brutu sér strax leið inn um útidyrnar. Framhald á 2. siðu. NORÐMENN HÖFNUDU ADILD EBA - STJÖRNIN SEGIR AF Norska þjóðin hafnaði aðild lands sins að Efnahagsbandalagi Evrópu. Klukkan hálf tvö i nótt að islenzkum tima var búið að telja 97.9% atkvæða i þjóðaratkvæða- greiðslunni og höfðu þá 46,4% greitt atkvæði með aðildinni, en 53,6% á móti. Kjörsókn i at- kvæðagreiðslunni var 75,5%. Norska rikiss tjórnin hefur beðið ósigur i Efnahagsbanda- lags-málinu og er stjórnarkreppa yfirvofandi. Trygve Bratteli lýsti þvi yfir fyrir fáeinum dögum, að haniirmyndi biðjast lausnar fyrir sig og ráuneyti sitt, ef aðiidin að Efnahagsbandalaginu yrði fclld. Þegar þessi frétt var skrifuð laust fyrir klukkan tvö í nótt, hafði enn ekkert frétzt af við- brögðum norska forsætisráðhcrr- ans eftir að úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar voru kunn. Fyrr I gærkvöldi lét Bratteii i ljós vonir um að fara með sigur i kosning- unni, en uni það leyti, sem for- sætisráðherrann lét þessa von sina i ljós virtust fylkingar já- og nei- manna þvi scm næst hnifjafnar. Einar Förde þingmaður Vcrka- mannaflokksins, scm var einn helzti forystumaður EBE-and- stæðinga innan Verkainanna- flokksins, sagði skömmu áður en siðustu tölur höfðu verið birtar i nótt, að niðurstaða þjóöarat- kvæðagreiðslunnar hlyti að hafa mikil áhrif á norsk stjórnmál, þó að það gerðist ekki á einni nóttu. Förde hélt þvi fram, aö þessi úrslit myndu ekki leiða til klofn- ings i norska Verkamanna- flokknum, en framvinda mála myndi að sjálfsögðu ráðast af við- brögöuin ftokksins i næstu fram- tið. Formaður þjóðarhrcyfingar- innar (folkcbevegelsen ) Hans Borgcr sagði i nótt I viðtali við fréttastofu ntb, að „nei-sigurinn” hefði þýöingu fyrir norskt lýð- ræði, fyrir þjóöaratkvæðagreiðsl- una i Danmörku 2. október n.k. og fyrir norrænt samstarf, þar sem nú sé grundvöllur lagður að þvi að taka það upp að nýju, eins og Borgcr orðaði það. Ivar Nörgaard markaðsmáia- ráðhcrra Danmerkur sagði i við- tali i nótt, aö ósigur norsku stjórnarinnar i EBE-málinu myndi vafalaust leiða til þess, að Framhald á 2. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.