Alþýðublaðið - 26.09.1972, Page 6

Alþýðublaðið - 26.09.1972, Page 6
KJ' KJ ^J |ltUcarK«9jy Innritun i Námsflokka Reykjavikur fer fram i Laugalækjarskóla þriðjud. 26. til fimmtud. 28. september 1972 kl. 16:30 -19:30. KENNSLUGREINAR: Islenzka I. og II. fl. (III. fl. fyrir útlendinga), danska I. II. og III. fl., norska I.fl., sænska I. og II. fl., enska V.-VII. fl., þýzka I.-V.fl., franska I.- IV., spænska I.-IV. fl., italska I. og II. fl., stærðfræði I. II. og III. fl. (mengi), vélritun I. og II. fl., bókfærsla I. og II. fl., föndur, smelti, snið- teikningar, barnafatasaumur, kjólasaumur, bókmenntakennsla, funda- tækni, og ræðumennska. Nýjar kennslugreinar: Nútimasaga, jarðfræði og rússneska. Kennsla til prófs: A) í norsku og sænsku fyrir nemendur á barna- gagnfræða- og fram- haldsskólastigi. Námið er ætlað nemendum, sem eitthvað kunna fyrir i málunum vegna dvalar i löndunum eða af öðrum ástæðum. B) Undirbúningur undir GAGNFRÆÐAPRÓF. Styttri námskeið: Leiklistarkynning, myndlistarkynning, tónlistarkynn- ing, f jölskyldufræði, samfélagsfræði, afgreiðslustörf og matreiðsla verða auglýst nánar siðar. Aðalkennslustaður er Laugalækjarskóli, en einnig fer fram kennsla i Árbæjarskóla og Breiðholtsskóla i ensku, þýzku, kjólasaum og barna- fatasaum. Sænskukennsla til prófs fer fram i Hliðaskóla. Smelti er kennt i Laugarnesskóla. Kennsla hefst kl. 7:20 og stendur til kl. 10:40, nema á föstud. þá er kennt til kl. 8:55. Ekki er kennt á laugardögum. Kennt verður i tveimur nám- skeiðum 10 vikur i senn. Innritunargjöld: Bóklegar greinar 500,00 kr. hver grein. Verklegar greinar 800.00 kr. og 1500.00 kr. fyrir tvöfaldan timafjölda. Innritað er að hausti og á miðjum vetri. Árbær, Breiðholt. Enska L-III. fl. barnafatasaumur og kjólasaumur. Innritun föstud. 29. sept. kl, 5-7 i sima 21430. 12 14 TAKN-ALÞJODLEGT TUNGUMAL Hvað þekkir þú mörg þessara auðkenningar- tákna? Svör í ramm- anum neðst til hægri. Talið er að um 5,800 þjóðtungur og mállýzkur séu talaðar i heiminum eins og er. Þeir sem vinna að auknum, alþjóðlegum skilningi vita að einmitt þetta veldur hvað mestri hættu á allskonar rang- túlkun og misskilningi fremur en það auðveldi fólki samskiptin. Þörfin á alþjóðlegu tjáningarformi verður stöðugt brýnni — og fljótlegasta og auðveld- asta aðferðin er i þvi fólgin að nota myndtákn. Þar sem samskiptin aukast stöðugt, má segja sem svo að „fjöltungu- | vandamálið” valdi að sama skapi sifellt meiri erfiðleikum. Þaö er kald- hæðnisleg staðreynd, að eftir þvi sem hinum ýmsu , þjóðum verður auöveldara 1 að mælast við eykst hættan á misskilningi að I sama skapi. Allar breyt- ingar verða með svo skjótum hætti að öll vitn-l eskja verður langt á eftir atburðunum. Hinn aukni hraði i allri samgöngu- tækni hefur Utilokað að viðhlitandi timi gefist til að tileinka sér ný menn- ingaráhrif, siði og um- hverfi. Þessar staðreyndir hvetja þjóðirnar án afláts til að finna og taka i notkun það táknmál, sem fullnægir tjáningarþörf þeirra að verulegu leyti. Á mörgum sviðum er máliö, mælt og ritað, orðið ófullnægjandi tjáningar- form i sambandi við hversdagslegustu atriði. Nefna má til dæmis, að nU eykst stöðugt flutningur á framleiðslu og varningi allskonar á milli fjarlægra markaðssvæða. Mikið af þessum varningi er ein- kennt með merkimiðum með óskiljanlegum teg- undarheitum eða ein- hverjum skráðum leið- beiningum, sem auðvelt mundi að koma leiöar sinnar með táknmyndum. Þoturnar flytja fólk i þUs- undatali þjóðlanda á milli og ferðahraðinn er slikur að enginn hefur tima til að kynnast ólikum leiðbein- ingarmerkjum ólikra samfélaga. Það er ekki eins og um aldamótin, þegar farþegarnir meö langferðavögnunum gátu beðið ekilinn um að hægja á hestunum á meðan þeir athuguöu ferðahandbók- ina. Kerfisbundið tákn- myndamál með alþjóðlega Utbreiðslu fyrir augum, þyrfti ekki að vera gætt hárfínni skilgreiningar- hæfni eins og alþjóðlegu stjórnmálasamningamál- in, franska eða esperantó. Þau vandamál, sem þvi væri ætlað að leysa, væru ekki eins flókin og marg- þætt og stjórnmála‘ deilurnar, en þau eru að- kallandi, einkum með til- liti til þess hve þaö gerist stöðugt timafrekara álag i lifi einstaklingsins að glima við allskonar tján- ingargátur. Þá er og annað alþjóð- legt vandamál, sem notkun táknmyndamáls gæti auðveldað að leysa. Það er að brUa bilið á milli [heimsins innan sam- skiptasvæðanna og utan samskiptasvæðanna. Það eru til hópar fólks, sem bUa i heiminum utan sam- skiptasvæöanna, þótt ekki skilji þá nema örfáar mil- ur frá heimi sam- skiptanna 1 mUghverfum stórborg- anna má reyndar reikna þá fjarlægð i fetum. A milli Utjaðra alþjóðlega flugvallarins i Lagos og frumskógarins, er það ekki eingöngu fjarlægðin sem skilur — heldur gifur- legt bil hvað snertir alla þekkingu og kunnáttu, gagnkvæman skilning og menningarleg samskipti. Heimur samskiptanna nær yfir öll landamæri og allar álfur, en eigi að siður eru landamæri hans og hins heimsins þau lengstu á jörðinni. Tungumála- múrinn er hluti af þeim landamærum og alþjóð- legt táknmyndamál gæti átt mikinn þátt i þvi að brjóta hann niður. Það getur verið jafn hvers- dagslegt og að leiðbeina manni um notkun sima, dráttarvélar eða skurð- gröfu. Það sem brýnust þörf er fyrir, segir Margaret Mead, mannfræðingur sem gert hefur menn- ingarsamskiptin að sér- grein sinni eru ljósar og einfaldar táknmyndir, auðskiljanlegar þeim sem tala ólik tungumál, eða eru meðlimir ólikra menn- ingarheilda, einkum frumstæðra. Slikar tákn- myndir mundu gera mannkyninu kleift að hag- nýta sér nýfengiö frelsi til þátttöku i alþjóðlegum ferðalögum og njóta þeirra. Án þeirra munu meðlimir vannærðra, kjarklitilla og Urræða- lausra þjóðarheilda annaðhvort aldrei leggja af stað eða snUa von- sviknir heim aftur til sinna einangruðu afkimaheima og auka á þá óvild og tor- tryggni, sem svo margar þjóðir eiga nU við að bUa. Hraðbrautakerfið sem innan skamms verður tekið i notkun að fullu i Bandarikjunum, hefur stytt þar allar fjarlægðir manna á milli. Um leið er tekið þar i notkun kerfi leiðbeiningarmerkja, grænna á hvitum grunni, sem ljá samstæðan svip stranda á milli. En orða- styttingarnar á þessum leiöbeiningarmerkjum eru oft torráðnar, einkum með tilliti til þess að öku- , maðurinn verður að ráða fram Ur þeim á fleygiferð. Gefur auga leið, aö þar yrðu táknmyndir, ljósar og einfaldar, mun auð- skildari. Það er fjöldi fólks sem aldrei gerir sér grein fyrir þvi hve mikið er i kring um það af táknqjyndum, sem það skilur viðstöðu- laust og ósjálfrátt. Allir bera kennsl á hið alþjóð- lega merlý hárskeranna, allir vita ao fjögurra laufa smári táknar hamingju, allir kannast við friðar- dUfuna meö laufið i nefinu. Viða i löndum er einn einstakur bókstafur Ur latinu letri notaður sem táknmynd, jafnvel þótt þeirséu ekki upphafsstafir orðanna sem þeir tákna i tungu viðkomandi þjóðar. ,,P” táknar til dæmis bila- stæði „Parking zone” þar sem ekki er töluð enska, og fólk þarf ekki að skilja stakt orð i þvi máli til þess að gera sér grein fyrir hvað stafirnir „WC” merkja á hurð eða yfir dyrum. Langt er siöan menn gerðu sér grein fyrir þörf- inni á sliku alþjóðlegu táknmáli og reyndu að leysa hana. Þegar á 18. öld snemma gerði þýzkur heimsspekingur og stærð- fræðingur, Wilhelm von Leibnitz barón sér vonir um að geta fundið upp al- þjóðlegt táknmyndamál. sem allir gætu lesið á jafn rökréttan hátt og að 1 + 2 eru 4 væri rétt lesið en h-2 væru 4 er rangt. Fyrir tuttugu árum gerði ástralskur visindamaður, Charles K.Bliss, tilraun til að finna upp mál, sem samanstóð af nokkur hundruð táknmyndum, sem átti að mega tengja saman á ýmsan hátt og yrðu slikar samstæður þá mismunandi merkingar. A táknmyndamáli hans þýddi lárétt strik „jörö”, hringur merkti „munn” og bókstafurinn „Y” á höfði þýddi mann. Væru tvö fyrst nefndu merkin tengd saman, þýddi sU samstæða „matur”. Stór hringur merkti „sól”. Slikur hringur með tölu- stafnum „1” merki „vor” með tölustafnum „2” varð merkingin „sumar”. Hálf- hringur táknaði tunglið, og með mismunandi tölu- setningu táknaði hálf- hringurinn mánuðina. Þegar hjarta með ör var bætt við þá samstæðu táknaði hUn oriof eða ein- hverja tilbreytingu sem lyft gat tilfinningunum yfir hversdagsleikann. Þá var það austurriskur félagsvisindamaður, Otto Neurath, sem lézt árið 1945 og lét eftir sig tákn- myndamál, sem hann nefndi „Isotype” og byggðist á notkun ýmissa myndtákna, sem hlotið hafa vissa merkingu i huga margra, þannig að þau vekja með honum vissa hugsun, en ekki beinlinis einstök orð. Að sjálfsögðu eru i notkun allskonar alþjóöleg tákn. Sem dæmi um þau sérhæfðustu má nefna „Cl”„ Cu”, „K” og „Pu” I efnafræðinni, sem tákna vissar formUlur — klór, kopar, pottösku og plUtonium með öllum þjóðum. Morse-stafrófið og hið alþjóðlega flagga- merkjakerfi, er og tákn- mál, sem notuð eru um allan heim. Þá er nótna- skriftin og alþjóðlegt tákn- mál, sem sér hver ,J.ón- listamaður getur lesið svo hvergi skeikar. 1 stærð- fræði táknar'hið griska, ,pi” og hið sama um allan heim. Læknar hafa sin latinu- tákn, veðurfræðingarnir sín undarlegu tákn á veðurkortunum, og prófarkalesarar sin tákn. Alkunnugt tákn kvenkyns er hringur með litlum jafnarma krossi niður Ur, en hvað stjörnufræöinginn snertir þá merkir þaö tákn plánetuna Venus, en föstu- dag á táknmáli stjiSrnu- spánna. Gullgerðarmenn- irnir gömlu táknuðu kopar með þvi merki. Dollara- táknið þekkja allir, tákn Framhald á bls. 4 1. Farangursafgreiðsla. 2. Glima. 3. Rannsóknar stofnun. 4. Kajakróður. 5. Snarlbar. 6. Byssumaður I grennd 7. Haldið frosnu. 8 Gluggatjöld. 9. Heimilda kvikmyndun. 10. Hættu- legt nágrenni. (Flakkara- táknmynd) 11. Viti. 12. Hnappagat. 13. Skrásetn ing. 14. Starfslækningar. 15. SjUkrabill. 16. Efna- fræðilegt. 17. Abreiða. 18 Smávarningur. 19. Snyrti- stofa. 20. Rafmagnsvarn- ingur. 21. Járnvöruverzl- un. 22. Hitasamband. 23 Jafnvægi. 24. Nálarstilling til hægri (A saumavél). 25. Körfuknattleikur. 26. Tæki fyrir örkumla. 27 Gott að komast um borö i lest (Flakkara-tákn- mynd). 28. Likfrysting 29 Nýlenduvörumarkaður. 30. Bilaleiga. 31. Vel varin bygging (Flakkara-tákn- mynd). 32. Vöggustofa. 33 Drykkjarlind. 34. Leik- fimi. 35. Pappir. 36. Hjól- hýsa-stæöi. 37. Þunga vinnuvélar. 38. Brenni. 39 Sigarettur. I sláturtíðinni — Húsmœður athugið Höfum ávallt fyrirliggjandi hvitar og vaxbornar öskjur með áföstu loki. öskjurnar eru mjög hentugar til geymslu i frystikistunvá sláturafurðum og kjöti. Þær eru af ýmsum stærðum, 1/2 kg. — 1 kg. 2 1/2 kg. og 5 kg. Komið á afgreiðsluna. Gengið inn frá Dalbraut. KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR Kleppsvegi 33 0 Þriöjudagur 26. september 1972 Þriðjudagur 26. september 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.