Alþýðublaðið - 26.09.1972, Side 9

Alþýðublaðið - 26.09.1972, Side 9
EYJAMENN VOSU ADEINS hArsbreidd FRÁ SIDRI! Það má með sanni segja að ekki hafi munað nema hársbreidd að Vestmannaeyingar hafi komizt áfram i aðra umferð UEFA- keppninnar. Eitt mark gegn Vik- ingi frá Noregi I leik liðanna á sunnudaginn hefði gefið Eyja- mönnum tækifæri á þvi að reyna lukkuna i vitaspyrnukeppni, og tvö mörk hefðu fleytt liðinu áfram i aðra umferð. En mörkin vildu ekki koma, þrátt fyrir nokkur stórhættuleg tækifæri sem Eyjamenn fengu. Helzti þröskuldurinn á veginum var stórgóður markvörður norska iiðsins, Erik Johannesson, sem hreinlega bjargaði iiði sinu frá tapi i leiknum með frábærri markvörzlu. Frammistaða fBV i keppninni hefur verið stórgóð, 0:1 tap i Noregi og 0:0 i Reykjavík gegn bczta liði Noregs um þessar mundir. Og það sem meira er, norska liðið má þakka einskærri heppni i leiknum i Noregi að það er nú komið i aðra umferð keppn- innar. Eftir stórrigningar siðustu daga var Laugardalsvöllurinn allt annað en girnilegur til knatt- spyrnu á sunnudaginn. Heilu stykkin á syðri helmingi vallarins voru drullusvað, sem sandur hafði verið settur i til þess að bjarga þvi sem bjargað varð. Þar sem grasið óx enn óhindrað, var hálkan nánast sem á skautasvelli. Bæði liðin voru lengi að átta sig á aðstæðum, en norsku leikmenn- irnir voru þó fyrri til. 'l'óku þeir frumkvæðið i leiknum, en Eyja- |menn náðu alls ekki saman. Þrátt fyrir að Vikingarnir næðu frum- kvæðinu, tókst þeim samt ekki að skapa sér nein teljandi marktæki- færi. Á 22. minútu fyrri hálfleiks náðu Eyjamenn að byggja upp fyrstu sóknarlotuna, sem endaði með þrumuskoti Arnar af löngu færi. Markvörðurinn norski sýndi þarna vel hvað i honum bjó, og varði skotið frábærlega vel. Og markvörðurinn norski átti enn eftir að sanna ágæti sitt á 34. minútu. Þá átti Ölafur Sigurvins- son góða sendingu inn i vitateig Vikinganna, og knötturinn lenti nákvæmlega á höfði Haraldar „gullskalla” Júliussonar. Við venjulegar aðstæöur hefði skalla- bolti Haraldar lent i netinu, en norski markvörðurinn gerði sér litið fyrir og varði knöttinn alveg |út við stöng! Hættulegasta tækifæri Vikings i hálfleiknum fékk Sigbjörn Slinn- ing á 37. minútu, en Páll Pálma- son markvöröur bægði hættunni frá með góðri vörn. 1 byrjun seinni hálfleiks sóttu Eyjamenn ákaflega, og markið virtist liggja i loftinu. En það kom ekki, og brátt dofnaði yfir nokkar mönnum á ný. Aður en leiknum lauk fengu Eyjamenn tvö stór- hættuleg tækifæri, það fyrra á 25. minútu þegar markvörður varði stórglæsilega fast skot Arnar, og á 45. minútu þegar hann varði skallabolta Friðfinns eftir horn- spyrnu. Eftir marktækifærum i leiknum hefði ekki verið ósanngjarnt að IBV skoraði a.m.k. eitt mark, en anzi er ég hræddur um að Eyja- mönnum hefði gengið erfiðlega með norska markvörðinn i vita- spyrnukeppni ef til hennar hefði komið. Eyjaliðið átti misjafnan dag. Vörnin var þunglamaleg, en gerði sig þó ekki seka um stórvægilegar skyssur. Páll Pálmason i mark- inu stóð sig vel, en hann gerði sig einnig sekan um hlálegar villur. t framlinunni var örn sprækastur, en einstaka leikmenn þar týndust alveg, til að mynda Tómas. Óskar var alltof ákafur á miðjunni, og náði þar ekki þeim tökum sem æskilegt var. t norska liðinu bar mark- vörðurinn ungi Erik Johannesson af öðrum en Sigbjörn Slinning er einnig athyglisverður leikmaður. Dómarinn var skozkur, herra Gordon, og var sýndarmennskan allsráðandi hjá honum en dóm- gæzlan að ööru leyti góð. Áhorfendur voru um 400 talsins, og var það svipað og búast mátti við eftir hamfarir veðurguðanna siðustu dægrin. —SS SLÆMT ASTAND ILAUGARDAL Enn einu sinni hefur það gerzt að Evrópuleikir hérlendis hafa verið hálfeyðilagðir með slæmu ástandi Laugardalsvallarins. Eins og völlurinn var útlitandi á sunnudaginn, er þess ekki að vænta að lcikir verði neitt neitt^ Rey kja vikurborg hefur i gegnum árin hirt bróðurpartinn af tekjum af knattspyrnuleikj- um, en i staðinn hefur ekkert verið unnið að uppbyggingu nýs grasvallar i Laugardalnum. Það er löngu viðurkennd stað- reynd, að Laugardalsvöllurinn er ofnotaður, og um leið og ein- hverjar rigningar gerir að ráði verður ástand vallarins mjög slæmt. Annar völlur i Laugardalnum yrðitil stórra bóta, þvi þá mætti hvila aðalvöllinn og halda honum góðum fyrir stærstu lcikina. Það þarf að hefjast handa strax og þær 150 þúsund krónur sem borgin hirti af IBV á sunnu- daginn ættu að verða gott vega- nesti, og fyrir þær mætti tyrfa stóran hluta Laugardatsvaliar ef áhugi er á sliku. —SS SEGIR NTB „Knattspyrnulega séð var Vik- ingur betri aðilinn, en ef mark- tækifærin eru tekin með i reikn- ingin verða úrslit leiksins að teljast réttlát”, segir NTB frétta- stofan norska eftir leik Vest- mannaeyinga og Vikings á sunnu- daginn. Fréttastofan er að vonum ánægð með frammistöðu norsku leikmannanna, enda er það ekki daglegt brauð frekar en hér, að norsk lið komist áfram i seinni umferðir i Evrópukeppni. Segir fréttastofan að fyrri leikur lið- anna, sem fram fór i Stavangri 13. september, hafi ráðið úrslitum um það hvort liðið héldi áfram i keppinni. NTB segir leikinn hafa verið þokkalegan miðað við aðstæður, sem hafi hreint út sagt verið hörmulegar. Völlurinn hafi verið gegnblautur eftir langvarandi rigningar og það hafi verið miklum erfiðleikum bundið fyrir leikmenn að átta sig á rennsli boltans undir þessum kringum- stæðum. Eins og að likum lætur er NTB hrifin af norska markverðinum Erik Johannessen, og segir að hann hafi i nokkur skipti i leiknum varið skot, sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu lent i netinu. NTB nefnir nokkra aðra norska leikmenn, en eini Islendingurinn sem nefndur er á nafn, Páll Pálmason, er sagður hafa bjargaö vel skoti frá Sigbjörn Slinning i fyrri hálfleik. í lokin fær skozka dómaratrióið hól frá NTB. MADRID LEIKA MEISTARAR REAL f LAUGARDALHUM Á morgun klukkan 17.30 hefst á Laugardalsvellinum seinni leikur Keflvikinga og spænska liðsins Real Madrid i Evrópu- keppni meistaraliða. Leikurinn fer fram á Laugar- dalsvellinum eins og i upphafi var ráð fyrir gert, en ýmsir höfðu látið uppi það álit, að völlurinn væri óleikhæfur. Stað- festi Baldur Jónsson vallar- stjóri það i samtali við iþrótta- siðuna I gær, að leikið yrði á vellinum, hann væri nú I svipuðu ástandi og fyrir Vest- mannaeyjaleikinn. Um Real Madrid þarf ekki að fara mörgum orðum, þar er á ferðinni frægasta lið Evrópu, og frægasta lið sem nokkru sinni hefur gist Island. Frægast var liðið i lok siðasta áratugs, þegar það hafði fimm sinnum i röð unnið Evrópu- bikarkeppnina, og i sum skiptin meðsérlegum glæsibrag. Nú að undanförnu hefur liðið verið i öldudal, en er sem óðast að ANNAD sig upp úrhonum aftur, enda hefur félagið yfir því fjár- magni að ráða sem gerir þvl kleift að kaupa þaö bezta sem völ er á hverju sinni. Undirritaður átti þess kost að sjá leik Real og IBK I Madrid fyrir nokkru, og hikar ekki viö að mæla með liðinu. Það hefur afburða knattspyrnumönnum á að skipa, sem leika fingerða og fallega knattspyrnu, alveg án hörku og ruddaskapar. Ég vil einkum benda áhorfendum á, aö kvold taka eftir þvi hvaö liðið notar sér vel völlinn, stærð hans, þegar það reynir að brjóta vörn andstæðingsins. Það að liðið skyldiekki vinna tBK stærra úti i Madrid, var að þakka frábær- lega vel útfærðum varnarieik Keflvikinga. A morgun verður sagt mjög ýtarlega frá leiknum, og liðin kynnt, en þess má geta að fyrir- framsala á aðgöngumiðum er hafin viö (Jtvegsbankann. —SS. EYJAMENN HREPPA GUDGEIR Það mun nú vera endanlega frá því gengið að hinn kunni knattspyrnumaður úr Vikingi, Guðgeir Leifsson, leiki með Vest- mannaeyingum næsta keppnis- timabil. Verður hann liðinu ef- laust stórkostlegur styrkur. Guðgeir hefur átt viðræður við forystumenn IBV i allt sumar og kannað möguleika á flutningum til Eyja. Var Guðgeir útvegað húsnæði og einnig atvinna sem gefur af sér góðar tekjur. Guðgeir mun væntanlega flytja búferlum til Eyja i haust, en óvist er hvað viðdvöl hans i Eyjum verður löng, þvi hann hefur þegar fest kaup á ibúðj Reykjavik. Þriðjudagur 26. september 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.