Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 11
fcsftssxtfss&i Kross- gátu- krílið Bg^'- x&wslv ^yofíl T T»*H*ati. íLfflí ——■»——"■_ . ■■-■I. *■■■—,... fU6L ////V mfíN UÐ mt Ffí 1» GVK WENS Fl</TI KM1 Mtt/< 9 REÍm D066 'fífí ufí TOHW WÆTr /H&UR V/LJU Efít Efíez / L.E£k/ VSKXfÐ • wm tsfímm. u'-fi 'ftTT TfíLfí .□ VE/f>/ STÓV 1 !Æ/aW \mr □ T a)C; On^ ^ SbáA 5>ifU • SCS) ■ \ vekti forvitni hennar. Og forvitni Lindsays átti vanda til að leiða hana nokkuð nærri sannleik- anum. — Jæja, nú töium við ekki meira. Við höfum nákvæmlega hálftima til stefnu. Shane sagðist ætla að sækja okkur klukkan niu. Það birti óðara yfir andliti Lindsays. Spennan var horfin af henni og hún leit með ósvikinni ánægju framani Ruth. — Áttu við að þú ætlir að koma með okkur? — Já. Varðstu fyrir vonbrigð- um? Ruth brosti breitt. — Ef til vill er Shane Gilligan nógu gamaldags til að hugsa að þér veiti ekki af fylgdarkonu. Eða þá, glettnin hvarf úr rödd hennar og hún bætti við mjúklega, — að hann gæti viljað gera þér auð- veldara fyrir. Þess konar hugul- semi væri einmitt eftir honum, eða hefurðu ekki tekið eftir þvi? Svo nú skaltu flýta þér. Hún gekk að dyrunum. Með hendina á snerlinum kom hún með eina lokatiliögu. — Elskan, farðu i fallegasta kjólinn þinn honum til heiöurs og gleymdu svo öllu nema skemmta þér sem bezt.ha? Hún smeygði sér út áður en Lindsay fann orð til að svara henni. Lindsay sat kyrr um stund og braut heilann um það sem Ruth hafði sagt. Og hún gat séð að sumt af þvi var viturlegt. Það var engin ástæða til að gera kvöldið að skripaleik. Auk þess hafði hún yndi af að dansa og það var orðið timabært fyrir hana að reyna að slappa af og skemmta sér. Henni fór að létta i skapi og hitna um hjartaræturnar. Þegar öllu var á botninn hvolft dáðist hún að Shane Gilligan og kunni vel við hann. Henni varð allt i einu ljóst að hún var að verða of sein og hún stóð á fætur. Augu hennar ljóm- uðu af gleði og tilhlökkun þegar hún opnaði fataskáp sinn og tók að velja sér kjól af mikilli um- hyggju. Shane vissi að hin fyrirhugaða kvöldskemmtun var óráö. Um leið og hann gekk upp stiginn að bústaðnum varð honum ljóst að honum var innanbrjósts eins og unglingi, sem er að fara á sitt fyrsta stefnumót. Hann gekk upp þrepin að útidyrunum töluvert uggandi og fingur hans gripu fastar um bögglana tvo sem hann hélt á. En nú varð ekki aftur snúið. Hann barði að dyrum og á meðan hann beið eftir að svarað yrði, reyndi hann að aga tilfinn- ingar sinar og sýnast kaldur og rólegur. Þó gat hann ekki komið i veg fyrir að hin snöggu vonbrigði færu eins og stingur gegnum likama hans þegar hann sá að það var Ruth, sem kom til dyra. — Komið innfyrir. Hún hélt dyrunum upp á gátt og bauð hann velkominn brosandi. — Lindsay er alveg að verða tilbúin. Hann átti ekki um annað að velja, en hreyfði sig með tregðu. Hann fylgdi henni eftir inn i litlu setustofuna og minningin um það er hann kom þar siðast greip hann föstum tökum. Hann mundi hvernig hann hafði borið Lindsay i fanginu og lagt hana niður á sóf- ann. Hún hafði haldið handleggj- unum mjúklega um háls hans. En ennþá hættulegri var minningin um það er á undan var gengið, þegar munnur hans hafði hvilt við hennar og hann hafði fundið varir hennar bærast ljúflega. — Það sem þér þurfið er vænn sopi af viskii. Hann var búinn að gleyma Ruth. Hann hafði farið af verð- inum og þessi athugulu augu höfðu áreiðanlega einskis misst af hans innra striði. — Ég held ekki....Hann leit á hana einkennilega hikandi og hristi höfuðið litið eitt eins og til að reka hugsanir sinar á brott. — Jæja, en það geri ég. Ruth gekk rösklega frá honum og fór að bjástra við stofuskápinn. — Fáið yður sæti og látið fara vel um yður. Shane fór að orðum hennar að nokkru feginn yfir þvi að geta látið hana ráða. Honum var ljóst að hún var að gefa honum ráðrúm og var henni þakklátur fyrir hugulsemina. Og ýtni herinar kom að góðum notum. Þegar hún var komin til hans aftur með tvö full glös, hafði hann náð fullu valdi á tilfinningum sinum. Og hann vissi að hættan var liðin hjá. Hann gat nú mætt Lindsay án þess að við lægi að hann gerði sig að fifli. — Þér eruð gull af manni Ruth. Um leið og hann tók við glasinu af henni greip hann um hendi hennar og þrýsti hana i skyndi. Það var óþarfi að segja neitt. Hann hafði aldrei þurft að útlista neitt fyrir þessari hreinlyndu konu. Hann horfði á hana bros- andi þegar hún settist við hlið hans og dreypti á glasi sinu. — Uhmm, þetta er gott. Ég grip ekki oft til þess, en stundum finnst mér nauðsynlegt að fá eitt- hvað hjartastyrkjandi. Hún leit hrekkjalega til hans og augum glömpuðu. — Eins og núna, til dæmis, þegar ég neyðist til að fara i þessa múnderingu og láta eins og ég viti ekkert betra en að skokka um á dansgólfi. — Æi, Ruth. Siðustu leifarnar taugaþenslu runnu af honum samstundis. Hann brosti breitt til hennar. — Þér erum mjög glæsi- leg á að lita, Ruth, það get ég full- vissað yður um. Og ég trúi þvi rétt mátulega sem þér segið. Hafa ekki allar konur yndi af fall- egum fötum og dansi? — Ekki hún ég. Ég er ösku- buskutegundin. Ég er meira fyrir blússur og pils og siðbuxur. Ekki þessa vitleysu. Hún sparkaði i fellingarnar á gráa kjólnum sem hún var i. — Samt sem áður .... Hún gaut til hans hornauga... yröi ég sáttari við þennan léttúðuga kvöldgleðskap ef þér fengjuð mér þann af þessum tveim bögglum, sem þér höfðuð ætlað mér. Ég er dálitið veik fyrir blómasend- ingum. I fyrstu horfði hann á hana skilningssljór en þegar hann sá hvert augnaráð hennar stefndi, áttaði hann sig. Hann tók stærri böggulinn, sem vó salt á hné hans, og fékk henni. Og hlátur hans hljómaði um herbergið. Ég svik yður þá ekki um ánægjuna af að opna hann sjálf. Þér eruð vandræðagripur, Ruth. Ég var staöráðinn i þvi að halda fallegan ræðustúf og gera allt með glæsibrag. Nú hafið þér slegið mig alveg út af laginu. — Hef ég það? Hún gretti sig framan i hann önnum kafin við að taka umbúðirnar utan af böggl- inum. — Skrýtið, mér fannst nefnilega að þér hefðuð aiveg gleymt þeim. Svo stöðvuðust fingur hennar og það var eins og hún gripi andann á lofti. — Þær eru yndislegar Hreint og beint dýrðlegar. — Shane horfði á hvernig hún lyfti bleiku orkideunum tveimur varlega upp úr kassanum og lagöi þær i lófa sinn. Fingurgómar hennar gældu við krónublöðin og hún hneigði höfuðið svo að hann 21 FRANSKA SENDINGIN Stytt útgáfa af kvikmynda- sögunni , Jhe French Connection” sem hlaut Úskarsverðlaunin í ár Bláa taskan er enn i bilnum.” „Valsauga, vertu svo vænn að koma. Við erum búnir að ná tveimur Frökkum!” ,,Nei,” sagði lögreglumaður- inn þrumuraust. „Þessir fáráðl- ingar hafa handtekið ranga menn! ” „Þaö litur útfyrir, að þeir eigi við erfiðleika að etja,” sagði Louis áhyggjufullur. „En hvað eigum við annað að gera? Eigum við að láta Patsy sleppa, af þvi að þeim hefur orðið á i messunni?” „Þeir þurfa kannski á hjálp að halda,” sagði Louis. Egan leit áhyggjufullur á hann. Hann andvarpaöi og sneri við. Bifreið Patsys hvarf úr augsýn. Lögreglumennirnir við hús nr. 45 voru i uppnámi. Þeim varð smám saman ljóst sér til mikillar skelfingar, að þeim hafði orðið á i messunni. Þeir höfðu haft þrjá eða fjóra helztu forsprakkana innan seilingar. Allst staðar voru lögreglumenn. Og samt höfðu þeir tapað þeim öllum. Og klukkan rúmlega tiu var tilkynnt i talstöðina, að froskur nr. 2 væri kominn aftur, og væri hann einn sins liðs. Grosso, Waters og félagar lágu aftur á gluggunum. Skömmu fyrr höfðu þeir tekið eftir glæsilegum manni i svörtum leðurfrakka. Hann hafði verið á vappi fyrir utan húsið, en þeir höfðu ekki veitt honum sérstaka athygli, fyrr en Barbier kom gangandi yfir götuna og heilsaði honum með handabandi. „Enn einn!” hrópaði Waters. „Hver er nú þetta? Þennan hef ég ekki séð fyrr.” Waters sendi lýsingu á manninum. Barbier tók bréfmiða upp úr vasa sinum og fékk hinum manninum. „Þetta litur út fyrir að vera bilageymslukvittun,” sagði Waters. Ókunni maðurinn fékk starfs- manni verkstæðisins miðann. „Þetta lizt mér ekki á,” sagði Waters i kvörtunarton. „Þeir fá bil. Barbier er að fara i öki' rð. Við getum ekki leyft þ i komast undan enn eini „Biddu aðeins,” sagf . ” að baki honum. Sonny iýsti v ó- buröarásinni i talstöðina. Barbier og ókunn maðurinn fóru inn i bifreið. Ókunni maðurinn sat við stýrið. „Frank!” hrópaði Sonny. „Þetta er Buick með erlendu númeri. .Manstu eftir kanadiska bilnum?” „Guð minn góður! Við skulum koma út. Nú á kannski að af- henda eiturlyfin.” Þeir hlupu niður stigann. Bif- reið Waters hafði verið lagt öfugt. Þeir þutu inn i hana, þverbeygðu yfir götuna og héldu af stað á eftir Buick bifreiðinni. „Getum við ekki lagt til atíögu?” spurði Sonny. „Við skulum sjá, hvað setur,” sagði Waters óöruggur. „Barbier litur um öxl. Nú biður hann liklegast bilstjórann að stiga bensinið i botn.” Buick bifreiðin kom að götu- ljósum og skauzt yfir á rauðu ljósi. „Sástu þetta? Eitthvað hlýtur að vera i bilnum ' sagði Waters. „Barbier litur enn um öxl.” „Eigum við að stöðva þá?” „Ég veit ekki.” „Ef við höldum áfram að elta þá, komast þeir gð þvi.” „Mér likar ekki tilhugsunin um að ráðast til atlögu. Fjanda- kornið annars. Við skulum gera það.” Bill þeirra fór yfir gatnamót á rauðu ljósi, og þeir drógu á Frakkana. Er þeir voru komnir að Buick bilnum, lét Waters horniö gjalla, og bill Frakkanna sveigði inn að gangstéttarbrún- inni. Sonny gaf bilstjóranum merki um það út um gluggann, að hann næmi staðar. Buick billinn snarstanzaði. Sonny sagði i talstöðina: „Valsauga, ef þú heyrir til min, komdu aftur til East End Avenue. Við höfum handsamað tvo Frakka.” Þeir stigu út úr bílnum og gengu að hinum bilnum, reiðu- búnir að skjóta. „Verið alveg rólegir og vin- samlegast sýnið skilriki S ykkar,” sagði Sonny. Bilstjór- íé inn virtist taugaóstyrkur. Haim sagði eitthvað á frönsku og var % óðamála. Barbier horfði fýlu- Ij lega á lögreglumennina. % „Skilriki ykkar beggja,” ^ endurtók Sonny. Bilstjórinn leit- £•, aði i vösum sinum. Hann var & lengi að draga upp veski sitt. ij o Þriðjudagur 26. september 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.