Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 4
VIÐ EIGUM ,,FULLA SAMÚÐ' FÆREYINGA ÞEIR NEITA AÐ VINNA VIÐ LAND- HELGISBRJÚTA Færeyskir iðnaðarmenn hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki vinna við viðgerðir á brezkum landhelgisbrjótum frá Islands- miðum, nema i þeim tilvikum að um lif og öryggi áhafnanna sé að tefla. Minningarsjóður Olavs Brunborg A árinu 1973 verður veittur styrkur að fjárhæð 3000 norskar krónur úr Minningarsjóði Olavs Brunborg stud. oecon. Tilgangur sjóðsins er að styrkja islenzka stúdenta og kandidata, sem vilja stunda háskólanám i Noregi. Umsóknír um styrk úr sjóðnum sendist skrifstofu Háskóla Islands fyrir 10. október 1972. Á föstudaginn varö brezkur togari, sem verið hafði að veið- um á Islandsmiðum og leitaöi hafnar i Þórshöfn i Færeyjum vegna smávægilegrar vélar- bilunar, að halda ferð sinni áfram til Bretlands án þess að fá gert við bilunina. „Iðnaðarmenn voru byrjaðir að vinna við togarann á föstu- dag, þegar fulltrúar iðnaðar- mannafélagsins og meistara- félagsins komu um borð og skipuðu mönnunum að hætta viðgerðinni, þar sem félögin hefðu samþykkt að veita brezk- um togurum, sem verið hafa að veiðum innan 50 sjómilna fisk- veiðilandhelginnar við Island enga viögerðarþjónustu i Færeyjum nema i algerum neyðartilfellum”, sagði Halldór Jóhannsson fréttaritari Alþýðu- blaðsins i Færeyjum i simtali við blaðið i gær. ,,Ég geri ráð fyrir, að þetta bann nái til allra brezkra togara, sem hingað kunna að leita og veiðar stunda við tsland, þar sem þeir munu allir með tölu hafa brotið islenzk lög, siðan fiskveiðilögsagan var færð út i 50 sjómilur 1. septem- ber siðastliðinn”, sagði Halldór ennfremur. „Færeyingar eru flestir hlynntir málstað tslendinga i landhelgismálinu og einnig vilja þeir sýna tslendingum, að þeir eru þakklátir fyrir þá samninga.semgerðir hafa verið um fiskveiðar færeyskra skipa innan nýju fiskveiðilög- sögunnar” sagði Halldór i sim- talinu. Halldór Jóhannsson er sjálfur íslendingur, en hefur verið bú- settur i Þórshöfn i mörg ár og kvæntur færeyskri konu. Segist Halldór vera daglega spuröur um gang „þorska- striðsins” á tslandsmiðum og fari ekki á milli mála, að tslendingar eigi fulla samúð Færeyinga i baráttunni gegn þeim þjóðum, sem ekki viður- kenna útfærslu fiskveiðiland- helginnar. Þá kom fram i samtalinu, að margir Færeyingar fylgjast reglulega með islenzka út- varpinu, sem heyrist ágætlega i Færeyjum flesta daga fram til klukkan 19-20 á kvöldin, að aðrar útvarpsstöðvar trufla mjög og eyðileggja hlustunar- skilyrðin. T TÁKNMÁL — Framhald úr OPNU sterlingspundsins flestir, eins að merkir hundraðshluta og merkir ,,og” þegar um fyrirtækjaheiti og þess- háttar er að ræða. „Indverskur tónlistar- maður getur leikið verk Beethovens án þess að þar gæti nokkurs framburðar- hreims,” segir bandariski iðnhönnuðurinn, Henry Dreyfus. „Rússneskum stærðfræðingi er leikur að lesa bandariskar jöfnur. Sjómaður i Eyjahafi skilur merkjamál hafskipanna. Jú. og svartur áhugaljós- myndari skilur auðveld- iega f jarlægðartákn á nýjustu Folaroid mynda- vélinni”. Það ætti að minnsta kosti ekki að fara á milli mála, þvi að það var Henry Dreyfus, sem réði þeim táknum. Jafnvel landshorna- flakkararnir og flæk- ingarnir hafa sitt táknmál. Enda þótt sagt hafi verið aða Zigaunar úr öllum álfum heims gætu lesið úr þessum táknum, voru þau valin þannig að þau blekktu óviðkomandi og villtu um fyrir þeim. Þessi myndtákn voru venjulega dregin plankagirðingar með krit, eða á bakveggi húsa. Á þvi táknmáli getur mynd af kletti átt að merkja að þar búi góð- hjörtuð kona, mynd af fugli að þar fyrirfinnist ókeypis simi. Demantur er viðvörun um að tala ekki of mikið, og segja ekki neinar sögur i von um að hafa eitthvað upp úr þvi. Brotatala, eins og 2/10 er viðvörun gegn þjófum. „Ekkert af þessum tákn- um samsvarar að mer.k- ingu til þeim táknmynd- um, alþjóðlegum eða stað- bundnum” segir Henry Dreyfus. „Flakkararnir hafa þannig fundið upp sitt eigið táknmál, er þeir geta notað sem tjáningaform sin á milli, en enginn óvið- komandi fær skilið.” Þannig þýðir bókstafs- táknið „X” til dæmis „allt i Iagi”, en ekki að aðgangur sé bannaður. Dreyfus hefur i athugun hvort allir lesi eins úr viss- um táknmyndum. „Það sem valdið getur misskiln- ingi”, segir hann, verður vissulega misskilið. I sambandi við þær til- raunir sinar að finna ljósar og einfaldar tákn- myndir til notkunar i við- skiptalifinu, hefur hann gert nokkur hundruð tákn- myndir i þágu iðnfram- leiðslunnar. Að beiðni John Deere, sem fram- leiðir landbúnaðarvélar, gerði hann táknmyndir til skýringar á vélarhlutum, svo einfaldar og aug- ljósrar merkingar að eng- inn misskilningur átti að geta komið til greina af hálfu kaupenda og neyt- enda hvar i heimi sem væri. Dreyfus notaði ein- falda teikningu af tann- hjóli sem tákn orku- tengsla: teikningu af kúlu- hitamæli til að tákna „hita” og teikningu af dropa til að merkja „oliu”. Til að tákna „hratt” og „hægt” notaði hann teikningar af hlaup- andi héra og kyrrstæðri skjaldböku. Það ein- kennilega hefur komið á daginn að i afriskum landshlutum, þar sem nefnd dýr fyrirfinnast ekki. hafa tákn þessi reynst auðskilin engu að siður. Þetta starf Dreyfusar varð til þess að hann fékk áhuga á að gera einskonar táknmynda-orðabók. Með styrk frá stofnun nokkurri i Bandarikjunum. hófst hann handa um það fyrir nokkrum árum að safna i eina bók öllum þeim tákn- myndum og táknum, sem i notkun eru i heiminum. Og enda þótt sú bók, sem fyrir skömmu er komin út, sé allmikið rit, gerir hann ráð fyrir öðru bindi, en hann hefur þegar skrásett um 20,000 slikar tákn- myndir og merkingu þeirra. Það er takmark hans með þessum bókum, að mdrking táknmynd- anna verði stöðluð, og i þvi skyni eru skýringarnar á átján tungumálum. meðal annars „hindi” og „swahili”. Að undanförnu hefur nokkuð verið að þvi unnið að staðla merkingu tákn- mynda. Meðal annars hefur Alþjóðlega loftflutn- ingasambandið hvatt mjög til þess að notaðir verði staðlaðar tákn- myndir, til dæmis til að benda á snyrtik-lefa, farangurseftirlit, gjald- eyrisskipti og svo fram- vegis þau umferðarmerki, sem eru sameiginleg i Evrópu, munu verða tekin upp i Bandarikjunum einnig. Þjóðgarðasam- bandið bandariska hófst handa um það á siðast- liðnu sumri, að tekin voru i notkun 75 misumunandi myndtákn, gerð að evrópskri, fyrirmynd, svo að allir gætu notið náttúrufegurðarinnar án þess að þurfa að fletta upp i einhverri bók til að fá skýringu á leiðarmerkj- um. Þá hefur UNESCO og Alþjóða Verzlunarráðið haft frumkvæði að aukinni notkun táknmynda á al- þjóðlegum vettvangi. Sumar táknmyndir eru auðráðnar, fyrst og fremst fyrir skilning mannsins á heiminum i kring um sig. „X” bendir jafn greinilega til þess að eitthvað sé bannað og + þýðir sam- lagningu . eða að eitthvað aukist. eins og minus- merkið að eitthvað fari minnkandi. örvar, sem vita upp eða niöur merkja ekki og „upp” eða „niður”, svo ljóst að ekki verður misskilið, nema lá- rétt strik sé til viðmið- unar. þó að þær geti visað stefnuna að öðru leyti. Þá heldur Dreyfus þvi fram að eftir sé að finna nægi- lega Ijósar táknmyndir fyrir jafn einfaldan verkn- að og að „ýta” og „draga", og sé það erfitt meðal annars með tilliti til . þess að ekki sé þar ein- ungis um lárétt átak að ræða. Tákn þessi eru ýmist harla myndræn, mynd sem sýnir greinilega merkingu þess, eða óhlut- læg eins og bjúgsveigð, breikkandi lina, sém bendir á að einhverju — til dæmis stilli á hátalara — skuli snúið að vild til að fá aukinn styrkleika. Mynd- ræn tákn eru auðveldari i gerð, en þau krefjast fyrirfram þekkingar á þvi, sem þau skirskota til, og eins geta þau orðið úrelt. „Mundi ungt barn nú bera kennsl á strikmynd af simtæki frá þvi 1920, eða eimvagni frá þvi 1860?” spyr Henry Dreyfus. Samt sem áður, hefur hann sannreynt að strikmynd af kalllúðri er enn auð- skiljanleg sem tákn fyrir bilhorn. Það er ekki alltaf auð- velt verk að draga slikar taknmyndir og nauðsyn ber til að prófa að þær túlki á nægilega auðskilinn hátt það sem þeim er ætlað. Mjög svo algeng táknmynd — opin regnhlif — er notuð á ýmsar um- búðir til merkis um að verja beri innihaldið raka og vætu, og allir virðast skilja það. Annað slikt merki, vinglas með bresti i er og notað á umbúðir til að tákna að innihald þeirra sé brothætt Það virðist auðskilið tákn, en þó er sagt að hafnarverka- maður einn hafi álitið að það þýddi að einungis brotin glös væru i kassan- um, og fleygt honum þess vegna. Enn er dæmi um það að teiknararnir gerðu sér ekki grein fyrir „lestrar- venjum” þeirra, sem ætlað var að skilja tákn- myndirnar. Fram- kvæmdastjórn námarekstrar í Suður- Afriku vildi benda verka- mönnum á að hreinsa lausagrjót vandlega af öll- um brautarteinum eftir sprengingar og lét gera táknmynd i þrem reitum i þvi skyni. 1 fyrsta reitnum gat að lita námaverka- mann, sem kom þar að er steinn lá á teininum. 1 öðrum reitnum var sýnt er hann tók steininn upp og setti á brautarvagn. i þriðja reitnum er vagn- inn ók brott með steininn. En svo gerðist það. eftir að þessar táknmyndir voru settar upp á viðkomandi stöðum, að grjótið á brautarteinunum i nám- unum jókst um allan helming — þangað til ein- hver gerði sér grein fyrir þvi að afrisku námamenn- irnir lásu táknmyndirnar frá hægri til vinstri og skildu þær þannig að þeim bæri að aka grjóti á brautateinana. Eitt af mikilvægustu hlutverkum táknmynda er að vara fólk við slysum og veita leiðsögn ef válega hluti ber að höndum. Þar er gildi þeirra fyrst og fremst i þvi fólgið að fólk sé fljótara að átta sig á táknmyndunum en lesa letraðar leiðbeiningar. Þar sem slikur skjótleiki er nauðsynlegur verður fólk að vera þjálfað i að tileinka sér merkinguna. Það er harla auðvelt hvað snertir teikningu af lok- um, til að vara við eldi eða hlykkjóttu leiftri til að vara við háspennu eða hættu af völdum raf- magns. 1 þvi sambandi er ekki ófróðlegt að athuga að rauði krossinn, sem táknar læknishjálp og annað henni tengt, er sem tákn ekki dreginn af neinu þessháttar — heldur er þar um að ræða litaandhverfu við svið svissneska fán- ann, sem er með hvitum krossi á rauðum grunni, en Rauði krossinn var stofnaður þar i landi. Tækniþróun á tuttugustu öldinni hefur leitt til þess að tekin hafa verið upp ný viðvörunarmerki — má þar til nefna táknmynd sem . varar við geisla- virkni, aðra sem varar við Jiffræðilegri hættu. Það tekur að sjálfsögðu nokk- urn tima að slik við- vörunartákn hljóti sina út- breiðslu og verði öllum kunn. Elzta viðvörunar- táknið gagnvart hættu er að sjálfsögðu hauskúpan og leggjakrossinn. Flest börn lita þó á það tákn sem sjóræningjamerki, en þegar strikmynd af flösku er dregin um það, skilst þeim að um eitur sé að ræða. Eftir þvi sem táknin verða óhlutlægari, reynist erfiðara að tileinka sér þau, en eigi að siður verða þau rótgrónari, þegar þau hafa komizt inn i meðvit- und almennings á annað borð, heldur en myndrænu táknin. Fyrst i stað eru flest táknin myndræn eins og krossinn varð eftir krossfestingu Krists, en verða svo smám saman óhlutlægari að gerð og að sama skapi verður merk- ing þeirra viðtækari eins og krossinn varð smám saman tákn kristninnar almennt. „Væri það ekki dásam- legt”, segir Dreyfus, „ef jafnvel þriggja ára börn, hvar sem væri i heim- inum, létu sér til hugar koma orðið „Varúð” hvar sem þau sæu þrihyrnings- merkið. Hvenær sem hætta er á ferðum er fljót- legra að átta sig á táknum en letruðum orðum”. Enda þótt sexhyrningur- inn vinni stöðugt á sem stöðvunarmerki i umferð- inni i ýmsum löndum þá merkir þrihyrningurinn „varúð” i Frakklandi, „stanz” á Englandi „til- litsemi” i Bandarikjunum ■— og „takmörkun barna- eigna ” á Indlandi. Jafnvel kynferðisleg tákn geta reynst erfið við- fangs. Táknmynd af karl- manni i brókum og konu á pilsi mundi verða öfugrar merkingar viða á Austur- löndum, þar klæðast konur í yfirleitt brókum og karl- mennirnir ekki óviða pils- um. Að ekki sé minnst á hina nýju buxnatizku beggja kynja á Vestur- löndum. Dreyfus mælir persónulega með hinum gömlu sigildu táknum — hringnum með litla kross- markinu niður úr, hand- spegli Venusar, sem tákni kvenkynsins: hringnum með sp jótsoddinum skáhallt upp úr, skildi og spjóti striðsguðsins Marz, sem tákni karlkynsins. En samherji hans i baráttunni fyrir stóraukinni notkun táknmynda i hversdags- legum samskiptum manna, Margaret Mead mannfræðingur, er honum þar ekki sammála. Mynd af konu með nakin brjóst, verður hið eina tákn fyrir kvenkynið, sem reynist auðskilið um allan heim”. Hvernig sú táknmynd verður bezt dregin, er enn óleyst vandamál. Ef til vill er þörfin fyrir alþjóðlegar táknmyndir ekki siður brýn á ýmsum öðrum sviðum. „Það væri þó allt of mikil bjartsýni að gera sér vonir um að alþjóðlegt kerfi staðlaðra tákn- mynda geti orðið full- komið, alþjóðlegt tján- ingarform”, segir Dreyfus að lokum. „En hinsvegar er það mikilvægt fyrir menn að geta tjáð sig hver við aðra, hvar i löndum sem þeir kunna að eiga heima”, bætir hann við. o Þriðjudagur 26. september 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.