Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 2
FRAMHfiLDFRAMHÖLDFRAMHÖLD framholdframhúldframhöld framhöld Þetta var 1 Konan hafði læst sig ásamt drengnum inni i svefnherbergi og þurfti að brjóta upp alls fjórar hurðir til þess að komast þangaö. Aö sögn konunnar voru unnar töluverðar skemmdir á hurð- unum, auk þess sem ein rúða brotnaði við atganginn. i viðtali við Alþýðublaðið i gær sagði konan, að þegar þarna var komið sögu hefði barnið farið að hágráta og skelf- ingin skinið úr augum þess. lienni hafði þó tekizt að róa þaö áöur en farið var með það á vöggustofuna. Alþýðublaðsmenn voru á staðnum i gær, þegar lögreglan braut upp ibúðina. Nokkur fjöldi fólks hafði safn- azt saman fyrir utan húsið og um tima voru á staðnum fjórir lögreglubilar og ekki færri en átta lögreglumenn auk yfirlög- regluþjóns. Alþýðublaðið hafði tal af tveimur mönnum fyrir utan húsið i gær, en þeir kváðust báðir þessu máli kunnugir. Karl Kiriksson, verkfræð- < FLOKKSSTARFIÐ 26. ÞING SUJ 26. þing Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldið i Reykjavik laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. október n.k. Þingið verður haldið að Hótel Esju, fundar- sal á annari hæð, og verður sett kl. 14 á laugar- dag. . örlygur Geirsson (formaður) Sighvatur Björgvinsson (ritari) ingur, sem hefur látið barna- verndarmál til sin taka. lýsti yfir vanþóknun sinni á aðgerð- um lögreglunnar og undir þessi orð hans tók Sverrir Lúters, en hann er kunnugur móðurinni. Hann tjáði blaðinu, að um það leyti, sem lögregluna bar að garði hefði hann ætlað að fara inn i ibúðina og hafa tal af kon- unni, en verið visað frá. Konan reyndi árangurslaust að ná i lögfræðing sinn, Guðlaug Kinarsson, i gær, og hafði hún beðið Karl verkfræðing að koma til að vera sér til traust og halds en honum var einnig meinað að hafa sámband við konuna. Kftir þvi, sem næst verður komizt, er ástæðan fyrir þvi, að barnið var tekið frá konunni sú, að hún var talin óreglusöm. Þessu visuðu þeir Sverrir og Karl algerlega á bug og sögðu konuna ekki nota áfengi meira en annað fólk og i viðtalinu við Alþýðublaðið i gær lýsti hún þvi sama yfir. Kftir ..innbrotið” var svo konan færð til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni og tekin af henni skýrsla. Hún hyggst kæra málið til Harnaverndarráðs og jafnvel einnig til sakadóms Reykja- víkur. Alþýðublaðið hafði i gær- kvöldi samband við Björn Björnsson, prófessor og for- mann Barnaverndarnefndar Reykjavikur. STJORNUNARFRÆÐSLAN (Kynningarnámskeið um stjórnun fyrirtækja) Á vetri komanda mun Stjórnunarfræðslan halda tvö námskeið i Reykjavik á vegum iðnaðarráðuneytisins. Fyrra námskeiðið hefst2. október og lýkur 10. febrúar 1973. Siðara námskeiðið hefst 15. janúar og lýkur 26. mai 1973. Námskeiðið fer fram i húsakynn- um Tækniskóla íslands, Skipholti 37, á mánudögum, miðvikudög- um og föstudögum, kl. 15:30 til 19:00. Námskeiðshlutar verða eftirfarandi: Fyrra námskeið Undirstöðuatriði almennrar stjórnunar Frumatriði rekstrarhagfræði Framleiðsla Sala Fjármál 2. okt. — 6. okt. 9. okt. —20. okt. 30. okt. —10. nóv. 13. nóv. —24. nóv. 27. nóv. —15. des. Siðara námskeið 15. jan. —19. jan. 22. jan. — 2. febr. 12. febr. —23. febr. 26. febr. — 9. marz 19. marz— 6. april Skipulagning og hagræðing skrifstofustarfa Stjórnun og starfsmannamál Stjórnunarleikur 17. jan. —22. jan. 30. april- 4. mai 22. jan. — 9. febr. 4. mai —23. mai 9. febr,—10. febr. 26. mai —26. mai Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Stjórn- unarfélags Islands, Skipholti 37. Reykjavik. Simi 82930. Umsóknir þurfa að berast fyrir 28. september 1972. Við spurðum hann af hverju slikt kapp heföi verið lagt á að taka barnið frá konunni. Hann sagði: ,,Það er i sjálfu sér einfalt mál. Barnið hafði verið úr- skurðað til dvalar á vöggustof- unni og sá úrskurður er enn i gildi. Dvölin átti að standa i 2-3 mánuði eða þangað til Barna- verndarnefnd Reykjavikur ákvæði annað. Auk þess hafði sá frestur verið nánar skilgreindur með annarri samþykkt, sem kveður á um, að hann skuli gilda þang- að til ráðuneytið hafi úrskurðað um forræði barnsins. Úrskurðurinn er i fullu gildi og barnið hafði verið tekið óleyfilega úr vörzlu vöggustof- unnar og þá er það mál einfald- lega kært til sakadóms.” En teljið þér ekki þessar að- gerðir vera full róttækar? „Ég er ekki reiðubúinn til þess að tjá mig neitt um þaö. Það er nátturlega augljóst af þessum kringumstæðum, að það hefur verið talið nauðsynlegt i þetta skipti að gera ráðstafanir til þess að barnið færi aftur i vörzlu vöggustofunnar.” En hvað svo sem liggur að baki þessum aðgerðum var öll- um ljóst, sem fylgdust með gangi mála i gær, að hér voru sorgaratburðir að gerast. Loka frystihúsin? 1 Aukafundurinn á föstudaginn hefst að Hótel Sögu klukkan 14. Þar verða mættir fulltrúar allra frystihúsa innan SH. Fundurinn tekur ekki ákvarðanir um stöðvun, heldur getur hann veitt stjórn samtakanna heimild til að stöðva rekstur frystihúsanna. Frystihúsaeigendur hafa margsinnis lýst þvi yfir, að ekki liggi annað fyrir en stöðvun, ef ekki nást samningar við stjórn- völd um ráðstafanir til handa frystihúsunum i erfiðleikum þeirra. Sem fyrr segir hefur fyrr komið til stöðvunar frystihúsanna. Var það siðast fyrir örfáum árum, og stöðvuðust húsin þá um nokkurn tima. Var þá hart deilt, og meðal annars var sett bann á afgreiðslu umbúða til sumra frystihúsa. Jafngott 12 Eftir aö hafa hvilt sig um stund upphófst æðisgengin bar- smið, bæði á klefahurðina og vegginn inn i næsta klefa. Húsið nötraði, og óttaslegnir áhorf- endur þustu fram ganginn til þess að vera ekki fyrir ef eitt- hvað léti sig. f einni lotunni hrökk kvikmyndatökumaður svo við að hann missti stóran lampa i gólfið og mölbraut hann. Eftir talsverðar tilraunir við hurðina gafst Reynir upp á henni, en þá var viða farið að springa úr steypunni umhverfis SKIPAUIfitRe RIKISINS M/S HEKLA fer frá Reykjavik 27. september austur um land i hringferð. Vörumóttaka i dag, tii Austfjarðahafna, Þórshafnar, Itaufarhafnar, Ilúsavikur og Akureyrar. hana. Réðist hann þá á vegginn inn I næsta klefa og braut mikið úr honum. Einhverra hluta vegna hætti hann einnig við hann og snéri sér að örmjóum glugganum, sem er með hnausþykku og skotheldu gleri. Mölvaði hann rúðuna og þar sem glugginn var of mjór fyrir hann að skriM i gegn um, braut hann úr karmin- um. Siðan stökk hann fisléttur niður á jörðina og var hinn hressasti að sjá, en þá var klukkan um átta. Aðspurður af hverju hann hafi ekki farið i gegn um hurðina sagði hann að súrefnisskortur- inn hefði dregið úr sér mátt, og þvi hefði hann farið auðveldustu leiðina. Hinsvegar var hann ekki i neinum vafa um að hann kæmist i gegn um þessa hurð, þótt hún sé úr rösklega tommu þykku stáli. Reynir ætlar að leika fleiri kúnstir á næstunni, svo sem að bera hest á bakinu um götur Keflavikur. Þegar kvikmyndin verður svo fullgerð, ætlar hann að feröast með hana umhverfis landið, og sýna um leið aflraunir. Norðmenn 1 mcirihlutinn fyrir aðild Dan- merkur að Efnahagsbandalaginu yrði minni en hann hcfði orðið, ef Norðmenn hefðu samþykkt aðild- ina að bandalaginu. i gærkvöldi lýsti Jes Otto Krag forsætisráðhcrra Danmerkur þvi yfir, að i dag yrði tekin ákvörðun um það,hvort gjaldeyrisviðskipti i Danmörku yrðu stöðvuö þangað tii þjóðaratkvæöagrciðslan þar uin EBE færi frani 2. október n.k. Báðir dönsku ráðherrarnir lýstu yfir vonbrigðum sfnum með úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar i Norcgi. Þegar kjörfundi i þjóðarat- kvæðagreiðslunni i Noregi um aðild landsins að Efnahags- bandalagi Evrópu lauk i gær- kvöldi klukkan átta að norskum tima, benti allt til þess, að mjög mikill meirihluti norsku þjóðar- innar væri mótfallinn aðildinni að EBE. Um kvöldmatarleytið i gær- kvöldi var þó talið, að ekki yrði hægt að spá um endanleg úrslit, fyrr en tölur færu að berast frá stærri borgunum, ekki sizt frá Oslósvæðinu, og ef til vill ekki fyrr en siðustu tölur hefðu verið birtar. Klukkan átta i gærkvöldi að norskum tima voru úrslit kunn i 30 af 444 sveitarfélögum, þar sem kosið var. Um það bil 26.000 manns var á kjörskrá i þessum 30 sveitarfélögum, eða u.þ.b. 1,3% allra þeirra, sem á kjörskrá voru i landinu. 1 sveitarfélögunum 30 greiddu 72% atkvæði gegn aðild- inni að Efnahagsbandalaginu, en 28% með henni. Fyrstu tölurnar bárust frá strjálbýlum sveitarfélögum úti á landsbyggðinni, þar sem fyrir- fram var vitað, að verulegur meirihluti fólks væri ákveðið and- vigur aðildinni að EBE. Fyrstu tölurnar voru frá Römskog á öst- fold, en greiddu 124 atkvæði með aðildinni, en 243 á móti henni, en þátttakan i atkvæðagreiðslunni var 79,6% . Á eyjaklasanum Træna, sem er mjög einangraður og lifir fólk þar ■ einkum á fiskveiðum, greiddu i 93,5% þeirra, sem þátt tóku i at- > kvæðagreiðslunni, atkvæði á móti I EBE-aðildinni, en aðeins 6,5% j með. 19sögðu já, en 272 sögðu nei. Heilsuvernd iámskeið min i heilsu- ernd, hefjast 2. ■Któber. Uppl. i sima 12240. Vignir Andrésson. > BIFREIÐARSTJÓRI Óskum að ráða nú þegar bifreiðarstjóra. Upplýsingar i sima 20680. LANDSSMIÐJAN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.