Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. AFDRIFARÍKT ASÍ-ÞING Senn fer nú að liða að þvi, að þing Alþýðusam- bands Islands verði háð hér i Reykjavik. Það þing verður örugglega mjög afdrifarikt fyrir málstað launafólksins. Ákvarðanir þess og af- staða munu ráða úrslitum um, hvort varnar- staða launamannsins verður sterk eða veik i þeim efnahagssviptingum, sem verða i landinu fljótlega að þinginu loknu. Það leynir sér ekki lengur hversu stórkostlega alvarlegt ástandið er orðið i efnahagsmálum þjóðarinnar. Undirstöðuatvinnuvegirnir, sjávarútvegur og fiskiðnaður, eru að þrotum komnir. Ráðleysi rikisstjórnarinnar hefur lagt efnahagslif þjóðarinnar i rúst. Allir þeir, sem sæmilega vel þekkja til i efna- hagsmálum vita, að mjög þungbærar ráðstafan- ir, — gengisfelling eða hliðstæð aðgerð —, eru á næsta leiti og allur almenningur hefur það sama á tilfinningunni. Spurningin snýst aðeins um hvenær að þessum aðgerðum komi, — hvenær rikisstjórnin gefi skipunina um að hleypa skriðu þeirri fram, sem hefur verið að safna i sig björgunum á undanförnum vikum og mánuðum. Allar likur benda til þess,. að rikisstjórnin hafi afráðið að fresta kjaraskerðingarráðstöfun- um þar til eftir Alþýðusambandsþingið. Þetta gerir hún þvi aðeins, að hún vill fá að vita hversu langt henni sé þorandi að ganga gegn launafólkinu i landinu. Þeirrar vitneskju ætla ráðherrarnir að afla sér með þvi að hlusta vel á raddir manna á Alþýðusambandsþinginu og leita vandlega i samþykktum þingsins og af- greiðslum. Og reynist þar unnt að finna ein- hvern veikan blett eða hik á málsvörum verka- fólks, — guð hjálpi þá islenzkum launþegum. Þá daga, sem eftir eru til Alþýðusambands- þingsins, mun rikisstjórnin nota allt hvað hún orkar til þess að reyna að hafa áhrif á ,,sina menn” i verkalýðshreyfingunni. Hún mun ekki reyna að fá þá til þess að snúast formlega gegn hagsmunum launafólksins i landinu, — það getur hún ekki fengið þá til að gera, en gæti hún það, þá myndi hún reyna. Það, sem rikisstjórnin mun hins vegar reyna að fá ,,sina menn” i verkalýðshreyfingunni til er að beita áhrifum sinum og itökum á Alþýðusambandsþingi þannig, að þar verði sem allra minnst gert og sem allra minnst sagt. Og launþegar sem minnast þess hversu létt reyndist að fá suma hverja af þessum sömu verkalýðsforystumönn- um til þess að segja ekki neitt og gera ekki neitt i kjaramálum á 1. mai s.l., — þeir ugga um sinn hag. Astandið i efnahagsmálum þjóðarinnar er nú þvi marki brennt, að launþegastéttirnar munu eiga undir högg að sækja innan fárra vikna. Þá mun þær verða að eiga i erfiðri varnarbaráttu og vigstaða þeirra i baráttunni verður ráðin á Alþýðusambandsþinginu i haust. Nú um þessar mundir eru launþegar að velja fulltrúa sina á þetta mikilvæga þing Alþýðu- sambandsins. f sumum félögum verða kosningar. Það er eina tækifærið, sem hundruð launþega hafa til þess að hafa áhrif á gerðir ASf-þingsins. Við slikar aðstæður á launþeginn að spyrja sjálfan sig: Er liklegt, að þessi maður meti minn hag meir, þegar á þing er komið, en hag flokks eða rikisstjórnar? Siðan á hann að velja þá eina, sem sina fulltrúa, sem hann getur treyst, — menn, sem ekki munu hlýða neinum fyrirskipunum eða tilmælum um að þegja og hafast ekki að til að verja launafólkið fyrir fjandsamlegri rikisstjórn. lalþýdul Imm IIM UÖBMUNGAR STYRULDARINNtR í ViET-NAM Siöast liðiö þriðjudagskvöld sýndi sjónvarpið mynd um striðs- rekstur Bandarikjanna i Viet- Nam. Mynd þessi hefur vakið óhug, en umfram allt athygli. Hefur mikið verið um myndina rætt i blöðum, en þó enn meir manna á milli. A ýmsan hátt undrast ég þá athygli, sem þessi mynd hefur vakið og það mikla umtal sem hún hefur orsakað. Er það virki- lega satt, að i septembermánuði á þvi herrans ári 1972 skuli annars svo vel upplýstur islenzkur al- menningur vera furðu sleginn yfir hernaði Bandarikjamanna i Viet-Nam eins og honum er lýst i frekar illa gerðri kvikmynd? A virkilega að trúa þvi, að megin- þorri islenzkra sjónvarpsáhorf- enda hafi nú i fyrsta sinn gert sér það ljóst, að notaðar séu stálflisa- sprengjur og benzinhlaups- bombur til þess að kvelja fólk i Viet-Nam eða hverjar séu af- leiðingar af notkuninni? Islend- ingar eru i tiltölulega góðu sam- bandi við umheiminn. beir kaupa — og væntanlega lesa lika — mikið af erlendum blöðum og timaritum auk innlendra. I öllum þessum ritum hafa mánuðum og árum saman verið sagðar fregnir af styrjöldinni i Viet-Nam og hryðjuverkunum þar, — margfalt Ijótari frásagnir, en mynd sú hermdi, sem sýnd var i sjónvarp- inu um daginn. Svo kemur fólk núna og spyr: Hvaða óhugnaöar- atburðir eru að gerast þarna suður frá? Hvers konar hernaðarrekstur er þetta eigin- lega af hálfu Bandarikjamanna? Islendingar hafa hrósað sér af þvi að vera vel upplýstir og um- fram allt mannúðlegir og frið- elskandi. En nær greindin ekki lengra og stendur mannúðin ekki dýpri rótum en svo, að þeir þurfi að heyra börn gráta, sjá blóð renna og lita limlesta augum til þess að skilja þær hörmungar, sem þeir hafa verið að lesa um mánuðum og árum saman? Deyföar tilfinningar 1 kvikmyndinni um striðs- rekstur Bandarikjamanna i Viet— Nam, sem sjónvarpið sýndi á dögunum, kom ekkert það fram, sem venjulegir dagblaðalesendur hafa ekki vitað langa lengi. Hafi myndin vakið jafn almennan óhug og undrun og virðist vera, þá sýnir það aðeins, hversu slæ- lega nútimamaðurinn skynjar hörmungar, sem hann litur ekki eigin augum, — hversu hátt þarf að hrópa svo hann heyri. betta er e.t.v. einnig skýringin á þvi, hvernig tækni- og visindamenn i svokölluðum menningarlöndum geta fengið af sér að búa til vopn af þeirri tegund, sem lýst var i kvikmyndinni. bað er engin blóð- lykt af nýjasta uppdrættinum af stálflisasprengju á teikniboröi hönnuðarins né heldur fnykur af brenndu holdi af hinum gljáandi hylki benzinhlaupssprengjunnar á færibandi framleiðandans. Sá vel fæddi og klæddi ibúi menn- ingarrikis, sem framleiðir þessi vopn og sá vel fæddi og klæddi striðsmaður sama rikis, sem kastar þeim og flýtir sér svo á brott með margföldum hljóð- hraða þeir búa ekki yfir nægilega vakandi skynjun til þess að gera sér afleiðingarnar i hugarlund þótt þeir viti allt sem vita þarf. Altént verðum við að trúa þvi að svo sé ef við viljum geta haldið sönsum og trúnni á það fyrirbæri, sem nefnt hefur verið vestræn siðmenning og okkur er sagt, að hafi tekið margar aldir að þróa fram. Villidýrsæði Auðvitað fer það ekki á milli mála, að striðsrekstur Banda- rikjahers i Viet-Nam hefur verið og er að ýmsu leyti villidýrsæði likastur. bað breytir engu um þá niðurstöðu þótt auðvelt sé að sanna villidýrsæði upp á hinn styrjaldaraðilann lika. Venjulegt fólk á öllum aldri, sem er eins saklaust frá sjónarhóli styrjaldaraðila og venjulegt fólk getur verið og hefur veriö sprengt sundur og saman af bandariskum hvellsprengjum eða soðið og steikt af bandariskum eld- sprengjum, — þetta fólk ris ekki upp alheilt þótt maður segi við mann: er þetta ekki of einhliða áróður? Og sá bókhaldari allra bókhaldara, sem færir Banda- rikjaher til gjalda brennt barns- lik, hann máir þá færslu ekki út úr sinni bók þótt i kjöltu hans sé lagt annað, — brennt, stungið eða sprengt af hinum styrjaldaraðil- anum. bannig EIGA menn ekki að gera upp reikninga þótt þannig VILJI margir gera upp reikn- inga, — sizt af öllu litil her- mennskuþjóð i andanum, eins og við Islendingar viljum vera. Hinir niutiu réttlátu begar tveir herir berjast þá taka áhorfendur yfirleitt afstöðu með öðrum hvorum hernum. bá tala menn um hugdirfsku, her- kænsku og vopnfimi „sinna” manna, — jafnvel drenglyndi á stundum. I styrjöld eins og þeirri i Viet- Nam falla sennilega u.þ.b. 90 al- mennir borgarar — karlmenn konur og börn — fyrir hvern einn hermann. Engir þurfa að liða jafnmiklar hörmungar i striðinu og það fólk, sem ekki striðir, eng- inn sýnir jafn mikinn hetjuskap og það og örugglega enginn meira drenglyndi. Samt á það sér fáa formælendur og nær enga stuðn- ingsmenn. bað styðja allir annan hvorn herinn, sem fellir 90 vopn- leysingja fyrir hvern óvinaher- mann. Ympri einhver á þessum niutiu þá segir fólk: Jú þetta er ósköp leiðinlegt, en svona er nú strið. Auk þess myrða óvinaher- mennirnir fleiri! bað sýnir hve „okkar” menn eru miklu betri en hinir. Hvaö segir vopnavalið? Menn deila um það, hvorir njóti stuðnings almennings i Viet- Nam, — Bandaríkjamenn eða þjóðfrelsisfylkingarmenn. Ekki ætla ég að dæma um það. Ég vil aðeins minna á hverjir það voru, sem komu i veg fyrir það, að viet- namska þjóðin fengi að svara þeirri spurningu sjálf i kosning- um, eins og um hafði verið samið. I þessu sambandi vil ég aðeins koma á framfæri ábendingum og i framhaldi af þeim spurningu til lesenda. Vopn, eins og t.d. stálkúlu- sprengjur og benzinhlaups- sprengjur eru til þess gerð að valda sem mestum og lang- æustum kvölum án dauða. Stál- flisar og —■ kúlur úr stálflisa- eða kúlusprengjum hafa t.d. ekki afl til þess að komast i gegn um veikustu varnargarða eða skýli. bær hafa rétt aðeins nægan kraft til þess að komast að mikilvægum liffærum i likama manns, sem stendur ekki of langt frá sprengjustaðnum. bað er þvi hrein „óheppni” ef slikt vopn veldur dauða i stað örkumla. betta verður til þess, að fólk skelfist vopn af þessu tagi miklu meir, en önnur og stórvirkari, en til þess er leikurinn lika gerður. Vopn af þessu tagi eru einnig fyrstog fremst ætluð til nota gegn almennum borgurum, en ekki hermönnum. Nú eru það fyrst og fremst Bandarikjamenn, sem beita vopnum af þessu tagi m.a. vegna þess, að þeir einir hafa aðstöðuna til þess að koma þeim við. Og þá eru það spurningarnar: Hvernig stendur á þvi, að her þessa volduga stórveldis, sem ræður yfir fullkomnustu tækni nútimans til þess að eyða lifi i sem mestum mæli á sem skemmstri stund, skuli leggja svona mikla áherzlu á full- komnun vopna af þessu tagi, sem i augum herforingja geta varla verið annað en hálfgerð barna- leikföng svo gagnslaus sem þau eru i alvörustriði? Hvernig stendur á þvi, að Bandarikjaher skuli beita þessum vopnum i svo miklum mæli, sem raun ber vitni um, þegar þess er gætt, að þau miðast fyrst og fremst við að valda þjáningu og vekja skelfingu meðal óbreyttra borgara, — EF HINN ÖBREYTTI BORGARI STYÐUR bANN MÁLSTAÐ, SEM BANDARIKJAHER I VIET-NAM ER AÐ VERJA? bykir fólki hað ekkert öfugsnúið Framhald á bls. 10 Flokksstarfið ALÞÝÐUFLOKKSKONUR I REYKJAVlK Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik heidur fyrsta félagsfund vetr- arins miðvikudaginn27. september n.k. kl. 8.30 e.h. i Ingólfscafé. Fundarefni: 1. Vetrarstarfið. 2. Kosning fulltrua á 34. þing Alþýðuflokksins. 3. önnur mál. Stjórnin. Þriðjudagur 26. september 1972 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.