Vísir - 24.03.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 24.03.1975, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 24. marz 1975. ________ 5 LÖND É MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Kissinger átti ótal fundi meó leiótogum Araba I sióustu frióarferó sinni, og hér sést hann kveöja Faisal, konung Saudi Arabiu Tilraun Kissingers beið skipbrot Eftir heimkomuna ur misheppnaðri ferð sinni til þess að koma á samkomulagi milli ísraels og Egypta sagði Kissinger i gær, að Bandarikin væru reiðu- búin til samvinnu við hvert það riki, sem áhuga hefði á þvi að ná sáttum i deilu Araba og ísraela. Kissinger hafði skýrt frá þvi grátklökkur, áður en hann fór frá Austurlöndum, að viðræð- urnarhefðu strandað og tilraun- ir hans til þess að koma á friði i áföngum hefðu farið út um þúf- ur. Telja menn nú einu leiðina til þess að ná samningum milli Araba og tsraelsmanna, að fundir verði hafnir að nýju i Genf, eins og gert var fyrst eftir vopnahléð i lok Yom Kippur-striðsins. Þess hafa Sovétmenn ávallt krafizt, en staðið hefur jafnt á Israelsmönnum sem Aröbum, Ekki nefndi Kissinger, hvort hann hefði Sovétmenn sérstak- lega i huga, þegar hann lýsti þvi yfir, að Bandarikin væru reiðu- búin til samvinnu við að reyna að sætta Araba og tsraela. ,,Sú nauðsyn, sem kallaði á ferð mina austur, og þörfin fyrir varanlegan frið i þessu heims- horni er ennþá fyrir hendi”, sagði Kissinger. Að ekki skyldi takast betur til i þessari för utanrikisráðherra Bandarikjanna hljóta að vera honum mikil vonbrigði. Þessi málalok koma i kjölfar ýmissa annarra ósigra, sem stefna hans lutanrikismálum hefur beðið að undanförnu. Hafa menn jafnvel velt þvi fyrir sér, að hann kunni að segja af sér vegna þessa. Meöan hann var i erind- rekstri sinum i Austurlöndum nær, hefur hallað undan fæti fyrir stjórnum Kambódiu og Suður-Vietnam, sem Banda- rikjastjórn hefur stutt. — Bandarikjaþing hefur hafnað stefnu Kissingers og Ford gagn- vart Indókina, og viröist svo sem bandamenn þeirra þar muni biða lægri hlut i striðinu, þrátt fyrir fyrri loforð Banda- rikjastjórnar um stuðning. Kissinger hefur lýst þvi yfir, að láti Bandarikin undir höfuð leggjast að veita bandamönnum sinum þar eystra nægan stuðn- ing, muni þau biða mikinn álits- hnekki. En þau rök hafa ekki hrifið á fjárveitingarvaldið. Fréttaskýrendur álykta margir, að Arabar, sem séð hafa Bandarikjamenn verða þreytta og leiða á að veita stjórnum Kambódiu og Suður-VIetnam lið, muni ætla að biða þess, að timinn vinni með þeim og að Bandaríkja- menn gefist einnig upp á þvi að styðja tsrael. Kenna hvor öðrum um tsraelsstjórn vænti i dag þess, að þingió (Knesset) samþykkti traustsyfirlýsingu vegna af- stöðu hennar i samningatilraun- um Kissingers að undanförnu. Rabin forsætisráðherra mun i dag gera þinginu grein fyrir við- ræðum siðustu tveggja vikna, sem Strönduðu á laugardaginn. Algjör eining mun hafa verið i rikisráðinu, og allar ákvarðan- ir, sem það tók varðandi tilboð Egypta, voru einróma. I fyrsta sinn siðan i striðinu 1973 munu friðarsinnar og hinir herskárri hafa verið alveg einhuga um að krefjast yfirlýsingar af hálfu Egypta um, að þeir réðust ekki á tsrael. — 1 staðinn ætlaði tsrael að eftirláta Egyptum tvö hernaðarlega mikilvæg skörð i Sinaieyðimörkinni Friðarsinnar eru slegnir eftir synjun Egypta á þessari kröfu, og þykir þeim sem Egyptar hafi ekki sýnt minnsta vott sam- komulagsvilja. I Israel eru menn almennt sannfærðir orðnir um, að fyrir Egyptum hafi ekki vakað annað en ná i þessum samningum hernaðar- legum ávinningum, en ekki að ná friði. Búizt var við þvi, að Ismail Fahmi, utanrikisráðherra Egyptalands, gerði starfs- bræðrum sinum i öðrum Araba- löndum grein fyrir gangi viðræðnanna, og hvað þeim Kissinger og Sadat forseta hefði farið á milli á leynifundum siðustu tveggja vikna. Egyptar kenna þrákelkni Israelsmanna um, að viöræð- urnar skyldu fara út um þúfur, án þess að nokkur árangur næðist. Á hinn bóginn er við þvi búizt, að ósveigjanleiki Sadats forseta i þessum samningatilraunum verði til þess, að hann vaxi mjög i áliti meðal annarra Araba- leiðtoga. Einn af leiðtogum skæruliða- hreyfingar Palestinu-Araba hefur lýst þvi yfir, að Arabar eigi einskis annars úrkosti, eftir það skipbrot, sem samningatil- raunir Kissinger hafa beðið, en lýsa yfir striði gegn tsrael. S-Víetnam logar allt í bardögum Haröir bardagar voru á tveim svæöum í Suður- Vietnam í morgun, og kommúnistar héldu áfram stórskotahriðinni á bæinn Hue i norðurhluta landsins/ en hann hafa þeir um- kringt. Skriðdrekar og fótgöngulið börðust við bæinn Tay Ninh, sem er aðeins 90 km norðvestur af Sai- gon. Beitti stjórnarherinn jafn- framt flugvélum. Ákafastir voru bardagarnir á miðhálendinu, þar sem þúsundir stjórnarhermanna berjast íyrir lifi sinu króaðir af. Leitast þeir við að reyna að komast til strand- ar og freista þannig ipidankomu suðureftir. Frétzt hefur að skip með 3000 flóttamönnum af svæðum, sem komin eru á vald kommúnistum, hafi farizt og sárafáir komizt af. Mitt i fréttunum af harðnandi átökum berast jafnframt þau tiðindi, að stjórnin i Saigon hafi haft yfirmannaskipti i varnarliði höfuðborgarinnar. Engin skýring hefur verið gefin á ástæðunni fyrir mannaskiptunum. Kunnugir halda þvi þó fram, að innan hersins sé óánægja með þá ákvörðun stjórnarinnar að láta herinn hörfa úr hálendinu og skilja það eftir á valdi kommún- ista. PUsundir manna hafa tekið sig upp og flUiö heimabyggð sfna, eftir aö Saigon-stjórnin ákvaö aö láta stjórnarherinn hörfa af miöhálendi Suöur-VIetnams, en hún treystir sér ekki lengur til aö verja þaö fyrir kommúnistum. Klofningur innan flokksins vegna EBE Wilson skorar á kjósendur að greiða atkvœði með aðild, en gœti lent í andstöðu við sinn eiginn flokk Maður gengur nú undir manns hönd að reyna að bera vopn á klæðin milli Harolds Wilsons og stuðnings- manna hans annars vegar og svo þeirra flokksbræðra þeirra, sem andvigir eru aðild Breta að Efnahags- bandalaginu. Við mikil fagnaðarlæti þing- manna tshaldsflokksins lýsti Wilson forsætisráðherra þvi yfir i neðri málstofunni, að hann skoraði á kjósendur að greiða atkvæði með áframhaldandi veru Breta i EBE. — Þjóðarat- kvæðagreiðsla á að fara fram um málið i júni. Flokksbræður forsætis- ráðherrans sátu hins vegar hljóðir undir ræðu hans. — Hefur Wilson gefið meðráðherr- um sinum frjálsar hendur um að mæla gegn aðildinni, ef þeim sýnist svo. Þannig eru uppi tvær önd- verðar stefnur innan rikis- stjórnar Bretlands um aðildina að bandalaginu. Ar er liðið, siðan Bretar tók upp viðræður við EBE um betri aðildarkjör og frekari ivilnanir en náðust, þegar stjórn thaldsflokksins samdi um aöild landsins i bandalaginu. Þessar viðræður hafa ekki leitt til breytinga i aðildarsamningum, en hins vegar hefur EBE hafið endurskoðun á þvi, hvort lækka beri einhver fjárframlög Breta til EBE. A miðvikudaginn mun fram- kvæmdaráð Verkamanna- flokksins greiða atvkæði um til- lögu andstæðinga EBE innan flokksins um, að sérstakt þing Verkamannaflokksins, sem haldið verður i næsta mánuði, álykti að hefja baráttu gegn áframhaldandi aðild Breta. — Verði þetta samþykkt, er meirihluti rikisstjórnar Verka- mannaflokksins kominn i and- stöðu við flokkinn sjálfan. Blaðið „Times” segir i morg- un, að þeir Wilson og James Callaghan, utanrikisráðherra, hafi tilkynnt meðráðherrum sfnu, að þeir muni segja af sér, ef f r a m k v æ m d a r á ð i ð samþykkir tillöguna. En sumir meðráðherrar þeirra standa einmitt að tillögunni. Horfir þannig til meiriháttar árekstrar, en ákveðinn hópur innan Verkamannaflokksins með Michael Foot, atvinnu- málaráðherra, og Peter Shore, viðskiptamálaráðherra, I broddi fylkingar leitast við að afstýra þvi, að til uppgjörs komi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.