Vísir - 24.03.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 24.03.1975, Blaðsíða 17
Vísir. Mánudagur 24. marz 1975. 17 RÉTT ÞÓ ALDURINN FÆRIST YFIR Eftir þvi sem maturinn er oftar hitaður upp minnkar næringar- gildi hans. Hér eru nokkur góð ráð: Mjólk. Hálfur litri á dag. Mjólkin inniheldur B vítamin. Eggjahvita er mikilvægt efni og nauðsynleg fyrir allar frumur likamans. Kalkið styrkir beinin. Jóghúrt og súrmjólk er einnig gott að borða. Ostur.Tvær sneiðar á dag. 30% ostur gefur færri kaloriur heldur en feitari, en er góður samt. Ostur hefur að geyma sömu næringarefni og .mjólkin. Egg.Þrjú til fjögur á viku. Egg innihalda lika mörg góð næringarefni og hafa tak- markað kaloriumagn. Fiskur. Einu sinni til tvisvar i viku. Sild er'góð, bæði ný, söltuð og reykt. Þorskhrogn eru einnig mjög holl. Kjöt.Tvisvar til fjórum sinnum I viku sem hádegis- eða kvöld- matur og einnig sem álegg á þrauð. Soðna kjötretti er oftast auðveldara að tyggja, en þeir eru auðmeltari en steiktir. Kjöt til þess að sjóða er lika oftast ódýrara, en kjöt til steikingar. Þetta gefur eggjahvituefni og B- vftamin. Allir farsréttir eru auðmeltir. Þá er einnig gott að borða lifur, t.d. einu sinni i viku. Lifur inniheldur mikið af A-vitamini, og eggjahvftuefni, næringar- efni, semþeir eldri þurfa talsvert af. Lifrarkæfa er einnig mjög holl. Hjörtu og nýru er einnig gott að borða af og til. GRÆNMETI. Eins oft og mögulegt er. Það eru sérstak- lega B- og C-vitamin, eggja- hvita og fleiri næringarefni sem eru i grænmeti. Grænkál og kál yfirleitt innihalda mest Nokkrar kartöflur er hollt að borða með matnum. Avextir.Gott er að borða dálftið af nýjum ávöxtum, og svo til dæmis að drekka glas af ávaxtasafa á dag. 1 appelsinum, sltrónum og grapefruit er mikið af C-vitamini. Brauð og grjón. Borðið slikt eftir þvi sem lystin leyfir. Rúg- brauð er gott fyrir magann og gefur eggjahvituefni, B-vítamln og jámefni. Engin matvara inniheldur öll þau næringarefni sem menn þurfa, þess vegna þarf matur- inn að vera fjölbreytilegur. Þvi fjölbreyttari sem hann er, þeim mun auðveldlegar fáum við nauðsynleg efni, sem viðhalda heilsunni. Munið einnig að vitaminpillur innihalda aðeins hluta af þeim efnum, sem likaminn hefur þörf fyrir. Það getur verið gott að taka inn vitaminpillu, sérstak- lega að vetrinum, en hollur matur er nauðsyn fyrir þvi. Ekki of mikla suðu.......... Það verður að meðhöndla matinn á réttan hátt til þess að næringargildið haldist. Fisk á til dæmis að sjóða hægt. Grænmeti verður að meðhöndla varlega. í nýju grænmeti eru næstum öll víta- min vernduð. Hrámeti er hægt að geyma i isskáp án þess að það missi mikið af C-vitamin- um. Bezt er þó að borða hrá- meti sem fyrst. Þegar grænmeti er soðið þarf svo mikið vátn, að það sé jafn hátt grænmetinu eða fljóti að- eins yfir það. Það má ekki sjóða lengi. Grænmeti á að borða nýsoðið, og við upphitun hverfur mest af C-vitamininu. Soðið inniheldur hluta af næringar- efnunum og er þess vegna ágætt I súpu eða sósu. Hvað um djúpfrystar vörur? Þær eru oft góðar og innihalda næstum jafnmikið af næringar- efnum og nýjar vörur. Matur sem hefur verið þiddur eyðileggst þó miklu fyrr en vörur, sem ekki hafa verið frystar. Ferhyrnt andlitslag Þegar andlitið er ferningslagað.er ennið breitt og kjálkar og kinnar ferhyrnt. Bezt er að greiða hárið upp frá enninu til þess að andlitið virðist lengra. Ráðlegt er að hafa hárið stutt I hnakkanum og i hliðum. Kringlótt andlit Bezt er að hafa hárið frekar mikið uppi á kollinum. Hárið við eyrun og í hnakkanum ætti að hafa lengra til að fela hringiagið. Ávalt andlitslag. Hér kemur svo ákjósanlegasta andlitslagið. Hárið er hægt að greiða og klippa á flesta vegu. Auglýsing „VERZLUNARFERDIR KOMU MER ALLTAF I VONT i SKAP, ÞANGAÐ TIL ÉG UPPGÖTVAÐI AYDS '## „Ég hataði að máta föt í verzlunum! Mér fannst ég vera kjánaleg, þegar ég stóð þar og var að reyna að troða mér I föt, sem ég vissi að myndu aldrei hæfa mér. Ég var ekkert ofsalega feit, bara 15 kg of þung. En hvaða máli skipta 15 kg? Reyndu að kaupa einhver sómasamleg föt á 17 ára stúlku, sem þarf stærð nr. 16. Það eina, sem ég gat klæðzt, voru buxur og mussa. Ég varð fljótt hundleiðá þeim. Þetta vandamál mitt byrjaði I skólanum. Ég var vön að fá heita máltíð þar, svo te (með brauði og kökum — auðvitað!), og þegar ég kom heim, fékk ég mér heit&n kvöldverð. Ég virtist alltaf vera glorhungruð. Þetta lagaðist ekkert, þegar ég kom I Tækniskólann: þeir höfðu mötuneyti, þar sem ég gat keypt snarl allan daginn. Jæja, ég var að reyna ýmsa megrunarkúra og missti fáein kiló, en þá var ég vön að slaka á og byrjaði að borða ranga fæðið aftur, þannig að kilóin voru fljót að koma til baka, þangað til að ég uppgötvaðu AYDS. Ég hafði lesið um AYDS og ég uppgötvaði, að það var starfandi megrunarkiúbbur I bænum, sem ég bý I (kallað- urSOSS—the Society of Serious Slimmers) Þannig að ég gekk I klúbbinn, borðaði minar AYDS, og hef ekki frá þvi látið undan. Aðeins 1 AYD (eða tvær) með heitum drykk um það bil 20 minútur fyrir hverja máltið og ég fann, að ég gat hamið matarlystina. Það var dásamlegt! Ég byrjaði að klæðast kjólum i fyrsta skipti i mörg ár — vinir minir voru farnir að halda að ég hefði ljóta fótleggi! Og megrunarklúbbur- inn keypti bikini handa mér. Llfið er dásamlegt núna. Svo sannarlega stórkostlegt. Þökk sé AYDS”. Eftir Mary Coyce eins og hún sagði Anne Isaacs það. Hvernig Ayds hefur áhrif. Visindamenn halda þvl fram, að það sé hluti heilans, sem hjálpi þér til að hafa hemil á matarlystinni. Það á rætur sinar aö rekja til magns glukosasykurs i blóöinu, sem likaminn notar sem orkugjafa Þannig, að þegar magn glukosans minnkar, byrjar þú að finna til svengdar og þetta á sér venjulega stað stuttu fyrir næstu máltið. En ef þú tekur 1 Ayd (eða tvær) með heitum drykk (sem hjálpar likamanum að vinna fljótar úr þeim) um það bil tuttugu minútum fyrir máltið, eykst glukosinn I blóöinu og þú finnur ekki til löng- unar til aöborða mikiö. Með Ayds borðar þú minna, af þvi að þig langar i minna. Einn kassi Ayds inniheldur eins mánaðar skammt Hvers vegna þú þarfnast Ayds —óháð þvi hver þyngd þin er. Ayds innihalda engin lyf, né eru þær til uppfyllingar. Þær innihalda vitamín og steinefni — mjög mikilvæg til þess að vernda þá, sem eru að megra sig og eru ekki vissir um að þeir fái næg vitamin, þegar þeir borða mjög hitaeininga- snauða fæðu. Einnig finnst mörgu fólki erfitt að halda sig að skynsamlegu fæði. Ayds hjálpar þeim einmitt við það. Þær hjálpa þér við að endurhæfa matarlystina og halda þyngd þinni I skefjum — vandamál sem er það sama, hvort sem þig langar til að missa 2 kg eða 20 kg. Þú missir liklega nokkur kiló tiltölulega fljótlega, en endurhæfing matarlystarinnar tekur alltaf nokkurn tima. Mary fyrir Avds: 72 kg. Mary eftir Ayds: 57 kg. 88 75 95 83 62 87 Stærö 16. Stærð 10. Byrjið Ayds kúrinn á morgun og eftir mánuð gœtir þú orðið nokkrum kílóum léttari f Vaniiia I Flavour Mánaðar megrunarkúr hverjum kassa NB: Ef þú ert alltof þung(ur) skaltu ráðfæra þig við lækni þinn, áður en þú byrjar i megrunarkúr. Það er ekki mælt með Ayds kúrnum fyrir fólk, sem þjáist af offitu vegna efnaskiptasjúkdóma. Sérher Ayd inniheldur 25 hita- einingar I mola og sérhver únsa er bætt meö: Á vítamini 850 I.U., B 1 vitamini (Thiamine hydrochloride) 0.425 mg B2 vltamin (Riboflavin) 0.425 mg Nicotinic acid (Niacin) 6,49 mg, Calium 216,5 mg. Fosfór 197,6 mg. Járn 5,41 mg. Ayds fœst í flest öllum lyfjabúðum um land allt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.