Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 W~' Jólatred frá ósló í Reykjavik Tvair nngir rsann, Ólafur Péturwon frá Egilutöðum á Völlum og Ingibarg- ur Björnsson frá Hofi í Fellum, hröp- uðu í stórhríð fram af 30 metra háu bergi. Ólafur lézt samstundis, en Ingi- bergur fannst fimm klukkustundum seinna lifandi, en svo laminn að hann gat sig ekki hrært (29.) Átján ára piltur, Jón Sigurðsson á Akranesi, var að handleika gsimla skammbyssu og hljóp þá úr henni skot í lærið á honum (29.) Lyfta bilaði í húsi gosdrykkjaverk- smiðjunnar Sanitas í Reykjavík og hrapaði hún niður tvær hæðir. Tvær stúlkur, sem í henni voru, meiddust báðar nokkuð (30.) Olíuskip, 14.000 lesta, laskaðist all- mjög við bryggju í Hafnarfirði (30.) Arið sem leið fórust 47 íslendingar af slysum, 20 drukknuðu, 14 fórust í bílslysum og 13 af öðrum slysum. En á árinu var 180 mönnum bjargað úr lífsháska, aðallega fyrir dugnað Slysa- varnafélagsins. Meðal þeirra voru 75 útlendingar, 40 brezkir, 20 grískir, 7 norskir og 8 danskir (30.) Olíuflutn- ingaskipið Þyrill bjargaði áhöfn af norsku skipi, sem sökk við suðurströnd Noregs (20.) Maður sem vann við Grímsárvirkjun slasaðist svo mjög, að hann var sóttur í flugvél og fluttur í Landspítala (9.) Vb. Guðmundur frá Stykkishólmi var að koma úr róðri, og kom þá svo mikill )eki að honum að honum var siglt upp i Melrakkaeyar upp á líf og dauða. Þar var mönnunum bjargað (10.) Báturinn náðist út seinna lítið skemmdur (14.) Fannst i Akureyrarhöfn lík Friðjóns Jóhannessonar, sem hvarf þar 17. nóv- ember (17.) Bræður tveir, Jón og Kristinn Sæ- mundssynir, kvæntir menn og búsettn i Reykjavík og Kópavogi, lögðu á stað heimleiðis frá Skálholti þar sem þeir höfðu starfað að undanförnu við bygg- ingar, og ætluðu suður yfir Hvítá á ísi. Myrkt var orðið og gengu þeir i vök og drukknuðu báðir (21.) Vb. Már frá Vestmannaeyjum var á heimleið frá Reykjavík. Áhöfnin var 4 menn og auk þess þrír farþegar. Hreppti hann ofsaveður sunnan við Reykjanes og kom að honum óstöðv- andi leki. Talstöð bátsins var í lagi og gat hann því kallað á hjálp og kom Maria Júlia nógu snemrna til þess að bjarga mönnunum, en báturinn sökk (23.) Bóndinn á Hjaltastöðum í Skíðadal, Guðjón Steingrímsson, fórst í snjóflóði (28.) ELDSVOÐAR Eldur kom upp í gömium bil i Reykjavík er verið var að láta bensín á hann og skemmdist hann talsvert (7.) Handavinna sjúklinga á Klcppi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.