Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 5
FANGAR fluttir úr Horseröd-fangabúðunum i ágúst 1941. OFSÓKNIR gegn gyðingum í Leipzig, heimabæ Alfred Kempners, árið 1935. Þrír gyðing- ar, allir kaupmenn, neyddir til að bera skilti sem hvetja til þess að kaupa þýskt. Ljósm. USHMM Photo Archives. FANGABÚÐIRNAR í Horserod. Ljósm. Safnið í Statsfængslet í Horserod. verið v.arðveitt í gögnum íslenska dóms- málaráðuneytisins. Í leit aó nýju landi Eftir kynni sín af gestrisni íslenskra yfir- valda settist Alfred að í Kaupmannahöfn. Hann fékk tímabundið atvinnuleyfi, en var áfram undir ströngu eftirliti lögreglu. Hann komst undir verndarvæng samtaka gyðinga í Danmörku, sem reyndu að greiða götu þeirra s_em ætluðu sér að flytja til fjarlægra landa. Áður en Alfred kom til íslands hafði honum reyndar verið hafnað af nefnd sem sendi fólk til bresku Palestínu. Heilsa hans ALFRED Kempner 26 ára. Myndin er tekin af lögreglu eftir fangelsun hans í Kaup- mannahöfn 1940. Ljósm. Rigsarkivet, Kaupmannahöfn. var ekki talin nægilega góð til þeirrar ferð- ar. Erfitt var fyrir gyðinga að fá leyfi Breta til að setjast að í Palestínu og voru smá- smugulegar læknisskoðanirnar notaðar sem afsökun. Á næstu árum reyndi Alfred að fá leyfi til að flytjast til Argentínu, Nýja-Sjálands, Filippseyja, Bólivíu, Venezúela og annarra framandi landa. Til þessara landa komust margir gyðingar, m.a. Wilhelm Lewinski, lögfræðingur, landi Alfreds sem einnig kom frá Leipzig og sem einnig var á íslandi um tíma. Hann settist að í Kólumbíu. Er mögu- leikar Alfreds til að komast til Bólivíu virt- ust í sjónmáli var tengiliður samtaka gyð- inga í Prag, er sáu um sambönd við Bóliv- íu, handsamaður af nasistum. Ekkert varð meira úr ferðum til Bólivíu. Bólivía varð síðar, eins og kunnugt er, helsti griðastaður stríðsglæpamanna nasismans. Alfred greindi dönskum yfirvöldum frá því að hann hefði neitað því að hann væri gyðingur, er hann var spurður um það í ræðismannsskrifstofu Venezúela. Það gerði hann að eigin sögn til að auka möguleika sína á landvist. Útlit hans, blá augun, gáfu heldur ekki ástæðu til neinna grunsemda, en þegar ræðismannsskrifstofan komst að hinu sanna, lokuðust landamæri Venezúela eins og svo margra annarra landa. Fyrir ungan mann á þrítugsaldri, þegar vilji manna og geta er einna mest, hlýtur það að hafa verið mikið áfall að þurfa að flýja land sitt, fá ekki vinnu, að vera vísað úr öðrum löndum og þurfa að lifa á ölmusu frá frændfólki. Handtekinn af dönskum yf irvöldum 1940 Þýski örninn setti klær sínar á danska jörð 9. apríl 1940. Gyðingar, sem flúið höfðu nasismann fara að óttast um hag sinn. Miðvikudagsmorgun 4. september 1940 kl. 6 bankar danska lögreglan upp á hjá Alf- red Kempner. Hann er handtekinn og færð- ur í fangageymslur og síðar sama dag sett- ur í Vestre Fængsel, stærsta fangelsi í Kaupmannahöfn. Þar fékk hann að dúsa í tvær vikur, áður en hann var sendur í hin- ar svokölluðu „útflytjendabúðir" í Horserod á Norður-Sjálandi. Árið 1940 voru 70 Þjóð- verjar, bæði gyðingar og þýskir vinstri- menn, færðir í þessar búðir. Þýsk yfírvöld höfðu milligöngu um fangelsun flestra þess- ara manna, sem margir hverjir höfðu feng- ið landvistarleyfi og voru giftir og áttu fjöl- skyldur í Danmörku. Nafn Alfreds Kempn- ers finnst hins vegar hvergi á handtökuskip- uninni. Danska ríkislögreglan handtók hann að eigin frumkvæði þar sem hann var um þær mundir að sækja um landvistarleyfi. Dönsk lögregluyfirvöld höfðu sett þau ski- lyði að hann yrði að fá nýtt, þýskt vega- bréf áður en tekin væri afstaða til umsókn- arinnar. Skilyrði þetta var hvorki að finna í lögum eða reglugerðum. Áður en vegabréf- ið kom var hann orðinn fangi danskra yfir- valda. Handtakan virðist fyrst og fremst hafa átt sér stað vegna þess að hann var gyðingur. Stuttu eftir að Alfred Kempner var hand- tekinn „heimilaði danska dómsmálaráðu- neytið að Alfred Kempner yrði áfram hafn- að um landvistar- og atvinnuleyfi", eins og það er orðað í bréfi til fangelsisyfirvalda. Alfred var þess í stað orðinn réttlaus fangi nr. 61 í Horsered. Bannaó aó kvœnatl Fangavistin í Horserod var bið í óvissu. Hættan á að verða sendur til Þýskalands var yfirhangandi. Meðferðin var ekki góð og átti hinn dvergvaxni og illkvittni fanga- búðastjóri, Alfred Klaudius Bentzen, stóran þátt í því. Fangabúðastjórinn, sem var lög- fræðingur að mennt, ritskoðaði öll bréf sem bárust til fanganna, hafði í frammi móðg- andi ummæli og hótaði þeim í sífellu. Alfred Kempner hafði trúlofast Sonju Petersen árið 1940. Meðan hann var í Hors- erod óskaði hann eftir því að kvænast henni. Fangabúðarstjórinn sendi dómsmálaráðu- neytinu beiðni Alfreds. Bentzen skrifar. „Hann hefur greint mér frá því að erindi hans eigi að skiljast sem beiðni um að hon- um verði veitt leyfi til að kvænast heitmey sinni, fröken Sonju Petersen, (-), þó svo að hann sé vistaður hér, og þó svo að hann sé gyðingur“. Embættismaður ráðuneytisins skrifar í skýrslur sínar: Þannig hjónaband er líklega ekki löglegt samkvæmt þýskum lögum, þar sem hann er gyðingur, og þar sem hann er þýskur þegn, eigum við líklega ekki að leiða til hjónabandsins með því að veita leyfi, meðan hann er vistaður í búðunum (-). Það hlýtur að vera hlutverk þeirra embætta, sem sjá um hjónabönd, að koma í veg fyrir óæskileg hjónabönd (—). Ríkislögmaður Dana mælti með því að leyfí yrði ekki veitt til hjónabandsins og gaf þá ástæðu að Alfred myndi ekki geta séð konu farborða. Að þessari niðurstöðu komst ríkislögmaðurinn þrátt fyrir að fram hefði komið í yfírheyrslum, að unnusta Alf- reds hefði vinnu og 350-400 krónur í laun á mánuði, sem þótt gott á þessum tíma. Flestum þeirra gyðinga, sem haldið var í Horserod-búðunum, var sleppt síðla árs 1940, eða í ársbyrjun 1941 eftir þrýsting frá ýmsum aðilum í Danmörku. Tveir þriðju þeirra sem haldið var í búðunum voru hins vegar sendir til fanga- og útrýmingarbúða í Þýskalandi og margir áttu ekki aftur- kvæmt þaðan. Þessi samvinna danskra og þýskra yfír- valda eftir hernám Þjóðveija er einn af ljót- ustu köflum í danskri sögu. Sjaldan er lát- ið ógert að hampa björgun danskra gyðinga til Svíþjóðar árið 1943, en fáir þýskir, austurrískir og tékkneskir gyðingar sem leituðu náðar í Danmörku höfðu heppnina með sér. Flestum þeirra, sem reyndu að fá landvist, var úthýst. Eftir heimsstyijöldina var eins og þeir hefðu aldrei verið til. Þeim hefur enn ekki verið reistur minnisvarði líkt og þeim Dönum sem björguðu dönskum gyðingum. Yflr Eyrarsund Alfred var leystur úr haldi 19. desember 1940. í febrúar árið eftir veitti danska dómsmálaráðuneytið þær kærkomnu upp- lýsingar að hann þyrfi ekki sérstakt leyfí til að kvænast unnustu sinni og gengu þau síðan í hjónaband. Þótt vel hefði farið um fangana í Horse- rod, reyndi fangelsunin mjög á heilsu Al- freds. I ársbyijun 1941 kenndi hann sér meins í maga og þurfti tvisvar eftir það að leggjast inn á spítala vegna magasárs. Þar varð hann að tilraunadýri læknis sem gaf honum ónafngreinda hormóna. í janúar 1941 fékk Alfred nýtt vegabréf frá þýska sendiráðinu númer 10309 D/40 / 52. í vegabréfinu er nýtt nafn hans, Alf- red Israel Kempner. Nasistar gáfu gyðing- um millinöfnin Israel og Sara í vegabréfin. Til að gera yfirvöldum annarra landa enn ljósara að um gyðinga væri að ræða var bókstafurinn J stimplaður með stórum stimpli og rauðu bleki á titilsíðu vegabréfs- ins. Var þetta upphaflega gert áð ósk yfír- valda í Sviss, þar sem auðveldara var fyrir gyðinga að opna bankareikning en að fara yfir landamærin. Adam var þó ekki lengi í Paradís. Þjóð- veijar handsömuðu Alfred 23. júní 1941 og héldu honum í viku. Ætlunin var að senda Alfred til Þýskalands með öðrum föngum í Horserod. Hvað það var, sem kom í veg fyrir það, er ekki vitað í dag. Alfred var undir ströngu eftirliti útlend- ingaeftirlitsins og Þjóðveija í Danmörku. Vikulega þurfti hann að mæta á lögreglu- stöð til að sýna skilríki og peninga. Hann mætti alltaf stundvíslega. Hann kom í síð- asta sinn á lögreglustöðina 24. september 1943. í byijun október flýði hann í skjóli nætur yfir Eyrarsund og bjargaði þar með lífí sínu. Danskur þegn í júní 1945 hélt Kempner rakleiðis til Kaupmannahafnar frá Svíþjóð, þar sem hann hafði m.a. unnið við landbúnaðar- störf. Hann uppgötvaði smátt og smátt að lítið hafði breyst. Atvinnuleyfi fékk hann ekki sjálfkrafa. Um tíma fundust pappírar hans ekki og dönsk yfirvöld meðhöndluðu Alfred eins og Þjóðveija, sem ekki voru vinsælir í hópæsingu stríðslokanna. Fjöl- skylda hans var horfín í útrýmingabúðum nasista og hann vildi setjast að í Dan- mörku. Þar sem Alfred hafði ekki fengið atvinnuleyfi fyrr en 1938 gat hann ekki fengið ríkisborgararétt, og enn fremur sást hvergi að Þjóðveijar hefðu veitt honum sem LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997 S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.