Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 20
FRÁ sýningu Jóns E. Guðmundssonar í Japan. MÍN KÆRASTAIÐJA Sýning á leikbrúóum hefur staóió yfir í íslenska brúóuleikhúsinu í sumar en nú fer haust í hönd og veróur því síóasta sýningarhelgi núna um helgina. Einnig hefur verió sýning á brúðum Jóns E. Guó- * mundssonar í Tókýó í Japan og SUSANNA SVAVARSDOTTIR ræddi vió hann um sumarsýning- arnar og starfsemi leikhússins á haustdögum. ÆR STANDA keikar, brúðurn- ar sem hafa í hálfa öld verið áþreifanlegir fulltrúar ævin- týranna í Islenska brúðuleik- húsinu. Standa meðfram öll- um veggjum, listilega skomar í tré og láta sér fátt um finnast þótt hópar fólks komi og góni og rýni í skarpa drætti þeirra og sterkt augnaráð. Vita að nú er síðasta helgin þeirra á vaktinni að sinni - bara standa sína plikt í dag og á morgun frá klukkan 13-16 og þá taka aðrir við. Því þær skipta hundruðum leikbrúðurnar hans Jóns og þótt fjörutíu þeirra séu ásamt tíu höggmyndum að sýna sig í henni Tókýó, er fiokkurinn sem heima situr alveg nógu stór til að hægt sé að hafa mörg vaktaskipti. Þegar ég kíki inn í fallega, litla leikhúsið einn morguninn í september, standa þar margir góðir vinir úr margvíslegustu ævintýr- um og heilsa og þótt úti sé suddi, hlýnar manni þegar þær rifjast upp fyrir manni allar góðu stundimar sem þeir hafa fært. Jón er að vanda lífsglaður með þverslaufu. Segist alltaf vera með þverslaufuna nema þegar hann sefur. „Ég byrjaði á þessu þegar ég var að kenna. Þá voru kennarar með bindi en það sullaðist alltaf ofan í vatnslitina og efnið sem við vomm að vinna með, svo ég varð að troða því inn í skyrtuna á milli hnappa- gatanna. Þetta var ómögulegt. Ég fékk mér slaufu." En hvað sem slaufunum líður er ég viss um að Jón sefur lífsglaður. „Ég hef svo margt til að gleðjast yfir,“ segir Jón. „Ég er heilsuhraustur og hef nóg að gera. Sumarið hefur verið alveg sérlega ánægjulegt. Aðsóknin hefur verið mjög góð - bæði hér heima og úti í Japan .. . Það eru nú ekki allir á mínum aldri með svona góða heilsu, hvað þá að þeir hafi eins mikið að gera og ég,“ segir hann og bætir kankvís við: „Ég er nú á 83. aldursári.“ Það er auðvitað eins og hver annar brand- ari. En fyrst hann segir það er ekki úr vegi að spyija hvort hann ætli ekki að fara að hætta og taka því rólega svona í ellinni. Hann skilur auðvitað ekki orðið elli. Það er ekki í orðabókinni hans. Hlær bara og segir: „Nei, blessuð... Það er mér frá Guði gefið að vera svona skrítinn. Ég hef aldrei getað hrint því frá mér - enda hef ég aldrei reynt það. Ég er alinn upp við þetta. Faðir minn var eftirsóttur trésmiður og móðir mín handa- vinnukona fram í fingurgóma. Ég þekkti ekk- ert annað frá blautu bamsbeini en að maður ætti að sinna því sem er skapandi og gott.“ Jón bendir mér á trönur sem hanga í horn- inu á leikhúsinu hans. „Þessar trönur smíðaði faðir minn árið 1934 og gaf mér. Hann hafði gefið mér aðrar trönur árið 1928. Það var ekkert verið að kaupa þetta þá. Hann vissi alveg hvað beið mín vegna þess að ég var sístarfandi að tréskurði alveg frá því að ég mundi eftir mér. Þetta var mér það kærasta sem ég vissi. Ég man ekki öðruvísi eftir mér. Það var alltaf verið að skera og skera og smíða og mála.“ Þú ert ánægður með starfsævina þína, Jón. „Já, og ekki bara sem listamaður. Líka sem kennari. Ég er ánægður með þau þijátíu og níu ár sem ég vann sem kennari. Kennsla er göfugt starf en menn verða að hafa rétta hugarfarið. Mér hefur alltaf fundist skorta á að hinum skapandi þætti sé sinnt í skólakerf- inu - og það fer ekki batnandi, því miður. Þess vegna gladdist ég ákaflega mikið í vor þegar komu til mín kennarar úr Þorlákshöfn og báðu mig um sýnikennslu í því hvernig væri hægt að byggja upp svona starf í skóla. Það er að segja starf eins og ég vann í Mið- bæjarskólanum og síðar í Austurbæjarskólan- um, þegar ég lét krakkana búa til brúður og leikmyndir og standa fyrir sýningum. Það er nefnilega þannig að myndmennt getur verið svo margt. Börnum, sem kynnast sköpun, líð- ur betur. Á sínum tíma voru mér send börn úr öðrum skólum - og þá börn sem kennurum fannst vera vandamál. Ég byggði upp með þeim heilar sýningar og þessi börn voru aldr- ei nein vandamál. Þau fengu ánægju út úr verkunum og fengu að halda sýningar fyrir foreldra sína um páska, fyrir jólin og á vorin. Ég var einu sinni, ekki alls fyrir löngu, staddur á myndlistarsýningu úti í bæ og þá kemur til mín maður sem heilsar mér og seg- ir: „Þú þekkir mig ekki.“ Og ég varð að viður- kenna að ég gerði það ekki. Þetta var giftur maður, tveggja barna faðir og hann sagðist hafa verið sendur í tíma til mín í Austurbæjar- skóla. Þeir hefðu komið tvisvar í viku nokkr- ir af Upptökuheimilinu. Þeir komu í rútu og svo sat sálfræðingur úti í horni á meðan ég kenndi. Hann sagðist aldrei gleyma þessu ári sem þeir strákarnir voru hjá mér... Svona eignast maður vini.“ Og talandi um vini, þá rekur einn þeirra nefíð í gættina þessa morgunstund sem ég sit hjá Jóni. „Þetta er gamall vinur,“ segir Jón. „Hann er myndlistakennari og var einu sinni nemandi hjá mér. Þá var það þannig að nemendur í kennaradeild Myndlistarskól- ans voru sendir til mín. Það var liður í nám- inu. Margir jþeirra eru vinir mínir enn þann dag í dag. Ég vona að ég hafi getað kennt þeim eitthvað um það hvernig á að koma fram við nemendurna. Einkum þá sem eru taldir til vandræða. Þetta eru oft krakkar sem eiga í erfiðleikum og því miður eiga kennarar til að vísa þeim út úr tíma. Hvernig heldurðu að baminu líði í sálinni þegar svo félagarnir útiloka það úr félaga- hópnum, benda á það og uppnefna það tossa eða eitthvað þaðan af verra. Nei, við ættum að hafa það í huga að börn eru ekki vanda- mál. En aðstæðurnar sem þau búa við geta verið vandamál." Börn og eldri borgarar eru Jóni sérstakt hugðarefni, þótt allur aldur sé honum til ánægju. Sjálfur er hann á öllum aldri og engum, á almanakinu sennilega talinn til eldri borgara, þó kátur eins og barn, rökfastur og með heilbrigt gildismat eins og sá sem séð hefur ýmislegt og þroskast af því, fullur af hlýju, gamansemi og kærleika. Hann segir mér frá því að hann hafi líka nýlega fengið heimsókn frá fólki sem leiðbeinir öldmðum í handavinnu. „Það er svo margt hægt að gera til að hjálpa fólki til að eiga ánægjulega daga,“ segir hann. „Það hafa allir í sér sköpun. Menn þurfa ekkert að reyna að staðsetja sig í neinum „isma.“ Þeir eiga ekki að gagna í stefnur eins og þær séu pólitískir flokkar. Þá hrinda þeir frá sér því sem þeir búa yfir og vinna eftir einhveiju plani. Menn eiga að vera fijálsir í sköpun. Ég væri alveg til í að taka fullorðið fólk á námskeið og leiðbeina því. Ég hef séð vinnu- stofur eldri borgara. Þar er verið að kenna konum að sauma og pijóna. Ég vil helst ekki skipta mér af því en eitt af því skemmtileg- asta sem ég á í minningaskjóðunni er heim- sókn danskra leiðbeinenda sem komu á nám- skeið hjá mér sem haldið var í Reykholti fýr- ir mörgum árum. Þeir fóru síðan heim og um næstu jól sendu þeir mér blaðagrein þar sem verið var að segja frá Ieikbrúðusýningu sem nemendur þeirra héldu. Nemendurnir voru ellilífeyrisþegar. Þetta fólk las saman ævin- týri og bjó til sýningar með handbrúðum upp úr þeim. Þeim þótti heilt ævintýri að lesa saman, spjalla um verkin, skiptast á hug- myndum um hvernig best væri að búa til sýningu og fá svo að vinna saman að þvi að koma henni á íjalirnar." Nú hefur þú helgað líf þitt brúðuleikhúsinu og kennslunni. Samt er málverkasafnið sem eftir þig liggur ekkert síðra, að ekki sé talað um höggmyndimar. Hefurðu aldrei séð eftir að hafa ekki haldið þig við að mála? „Nei. Ég vissi alltaf að ég myndi aldrei nenna að standa við trönur og mála allan daginn. Þegar ég kynntist brúðuleikhúsi, sá ég að þar var minn vettvangur. Þarna var tónlist, útskurður, ég varð að mála leiktjöld og ég gat unnið með ævintýrin. Þegar ég yrði leiður á útskurði, gæti ég málað og þegar ég yrði leiður á því, gæti ég snúið mér aftur að út- skurðinum og svo koll af kolli.“ Þessa dagana er unnið að því að skrásetja ævistarf Jóns. Allar brúður, allar höggmynd- ir, öll málverkin; öllu haldið til haga ásamt úrklippusafni hans og örðu sem viðkemur hans einstöku listamannsævi. En það eru áhöld um það hvort hann má vera að því að sinna þeirri skráningu sjálfur. Búið er að panta sýningar fyrir leikskóla og grunnskóla, ásamt smærri sýningum fyrir afmælisveislur langt fram eftir hausti. „Ég ætla að vera með kabarettsýningar,“ segir Jón. „blandaðar sýningar með handbrúð- ur og maríonettur. Handbrúðurnar eru frá fyrstu árunum, þegar ég var fenginn til þess að fara á leikvellina. Þá hét það íslenska brúðuleikhúsið og við vorum þijú með það. Sigríður Hannesdóttir var aðstoðarmaður minn og svo var bílstjóri. Við vorum undanf- ari brúðubílsins og sinntum þessu starfi í þrjú sumur.“ En ætlarðu til Japan að sjá sýninguna þar? „Nei, ég má ekki vera að því. Mér skilst líka að það eigi að færa hana til annarra landa eftir að henni lýkur í Japan í vor. En það hefur ekki enn verið ákveðið hvert eða með hvaða hætti - svo það er best að tala sem minnt um það. Ég er bara mjög glaður yfir því hvað aðsóknin hefur verið góð á hana og hvað hún hefur fengið góðar viðtökur. Það er gott að þetta norræna verkefni í Japan fer svona vel af stað. Við erum tveir að sýna þarna, ég og Páll Stefánsson ljósmyndari. Þetta er upphafið í því átaki Japana að kynna norræna list í sínu heimalandi. Það er gaman að fá að taka þátt í því.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.