Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 9
heimsgrið og sættir - en stunda drottnun og yfirgang. Ofangreindar lýsingar gildna að sjálfsögðu við þá vanalegu venju pm-ista að skerpa á öllum öfgum. En öfgarnar eru þeirra annað eðli; og þótt sumir forsprakkar pm-ismans hafi tekið skáldfákinn fram yfir fræðabikkjuna þá er flestum fylgismönnum hans full alvara með orðum sínum. Hver eru þá réttu viðbrögðin við þessum ósköpum öllum; hvemig á að lifa lífínu í pm- ískum heimi? Svör pm-ista við því eru af t.venn- um, og býsna ólíkum, toga. Fyrstu árin var áherslan öll á uppgjöf og aðgerðarleysi: að njóta holhljóms lífsins með háðsglott á vör. í kjölfar slíks íhaldssams og „óvirks“ pm-isma hefur hins vegar siglt svokallaður „virkur" pm-ismi: gagnrýnin héraðshyggja („critical regionalism") eða frábrigðapólitík („politics of difference"). Hugmyndin er þá sú að hin litla sjálfskennd eða rótfesta sem maður geti öðlast í lífi sínu sé innan þröngs félagshóps. Því beri einstaklingnum (skrýtið að pm-istum, sem viðurkenna enga almenna siðfræði, beri að gera nokkuð!) að vökva eigin félagslegar rætur, að minnsta kosti tilheyri maður hópi hinna jöðruðu („marginalized") og öðruðu.a Útkoman er skipuleg forpokun eða útúrboru- háttur sem auðveldlega getur umhverfst í þjóðemishyggju og trúarofstæki, ef ekki vill betur til. Litlir Jónar og litlar Gunnur gæla við sinn litla sannleik í litlum hópi, treysta samkenndina með félögum sínum og höndla þannig þann litla skilning sem þau eiga nokkm sinni kost á. Það er hámark hinnar pm-ísku tilveru. David Harvey hefur bent á að nýi „gagn- rýni“ pm-isminn sé alveg jafníhaldssamur og hinn eldri þar sem hann byggist á að styrkja ríkjandi kvíar og markalínur. Engin von sé vakin um eðlisbreytingu á ásýnd heimsins: að unnt sé að gera hann sem heild að betri stað. Harvey leggur síðan til marxíska söguskýr- ingu á forpokunarfræðum pm-ista: þau spretti upp fyrir tilverknað heimskapítalismans sem þegar hafi fullnýtt stóm, alþjóðlegu markaðina og leiti nú að „markaðshillum" meðal fólks með séróskir og -þarfir, þar á meðal hvers kyns minnihlutahópa. Ekkert komi þannig kapítalistum betur en hin nýja naflaskoðun!9 Geymum okkur annars marxistann Harvey, ásamt félaga hans Jameson, þar til í sjöttu gp’ein. Eins og þegar hefur komið fram líta pm-ist- ar alla aðra heimspeki en sína eigin forsmánar- augum og bera ekki við að lesa hana. Eina undantekning þar er siðfræði Jiirgens Ha- bermas sem pm-istar á borð við Lyotard at- yrða eftir þörfum. Ástæðan er líklega sú að Habermas er runninn upp úr sömu megin- landshefð og á svipaða forsögu að baki og ýmsir pm-istar. Hann bregst hins vegar við öngþveiti samtíðarinnar á þveröfugan hátt með því að telja verkefni upplýsingarinnar enn ólokið og einblína á skynsemiseðli mannlegra rökræðna: Allt missætti þrífst á sáttum þar sem við getum ekki deilt nema vera fyrst sátt um vissar leikreglur deilnanna. í sjálfum lögmálum boðskiptanna býr því vísir að sam- hygð og bræðralagi mannkyns sem unnt er að rækta við vissar kjöraðstæður.10 Habermas býður þannig upp á siðfræði sátta í stað fag- urfræði frábrigða. Hann gerir það hins vegar með svo þyrrkingslegum hætti að lesendum, sjóuðum í hinni bresk-bandarísku hefð, gengur illa að fylgja honum eftir. í samanburði við pm-istana er framsetning hans að vísu ímynd skerpu og einfaldleika - en það segir ef til vill meira um þá en hann. Tilvísanir: 1 Sjá bók hans, Hiding in the Light: On Images and Things (London: Routledge, 1988). 2 Jameson, „The Cultural Logic of Late Capitalism“, í bók hans, Postmodernism, or, The Cultural Logic of Late Capitalism (London/New York: Verso, 1991). 3 Páll Skúlason „túlkar" túlkun Heideggers eftir- minnilega í „Hugleiðingu um listina, trúna og lífshá- skann", Pælingar (Reykjavík: Ergo, 1987). 4 Sigurður Nordal, Einlyndi og marglyndi (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1986), bls. 69. 5 Sjá t.d. ritgerð hans, „Dauði höfundarins", í Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Fouc- ault, ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir (Reykjavík: Bókmenntafræðistofn- un Háskóla íslands, 1991). 6 Slíkt mætti þó jafnvel skilja af ritgerð Þrastar Helgasonar, „Tilurð höfundarins: Efling sjálfsverunnar á átjándu og nítjándu öld i Ijósi íslenskrar skáldskapar- fræði“, Skímir, 169 (haust 1995). 7 Sjá Gísli Pálsson, „Hið íslamska bókmenntafélag: Mannfræði undir jökli“, Skímir, 167 (vor 1993). 8 Um pm-íska frábrigðapólitik, sjá t.d. West, C., „The New Cultural Politics of Difference", í The Cultur- aI Studies Reader, ritstj. During, S. (London, Ro- utledge, 1993). 9 Harvey, The Condition of Postmodemity: An Enqu- iry into the Origins of Cultural Change (Oxford: Blackwell, 1990), bls. 117, 294 og víðar. 10 íslenskir heimspekingar hafa lagt nokkra rækt við kenningar Habermas, nú síðast Stefán Snævarr: „Mannúðarmálfræðin: Kenningar Habermas og Apels um boðskipti", Lesbók Morgunblaðsins, 1. og 8. mars (1997). Höfundur er doktor í heimspeki og dósent við Hóskólann ó Akureyri. HUGVEKJA UM FORNYRÐI EFTIR JÓN DAN SVO virðist sem það sé ríkur þátt- ur í máltöku að allar leiðrétting- ar beri að virða. Þessum mikil- væga eiginleika glatar maður- inn þegar aldur færist yfir hann. Auk þess gleðst barnið yfir hveiju nýju orði. Því er oft öfugt farið með fullorðna. Minnisstætt er mér dæmi úr viðtali í útvarpi við (þáverandi) veðurstofustjóra. í máli hans brá fýrir orðinu gráð, sem meðal annarra merk- inga er notað í veðurfræði um „minnstu bylgju- hreyfingu á sjó“, eins og segir í íslenskri orða- bók eftir Áma Böðvarsson. Að loknu samtalinu spurði viðstaddur aðstoðarmaður hvað veður- stofustjóri hefði átt við með orðinu gráð. Þáttar- stjóri sagði honum það. Þá spurði aðstoðar- maðurinn eitthvað á þessa leið: Af hveiju notar maðurinn orð sem enginn skilur? í fyrsta lagi er fullyrðing aðstoðarmannsins röng. Fjölmargir skilja orðið. I öðru lagi var spumingin ekki við hæfi með tilliti til þess að henni varpaði fram starfsmaður í þjónustu menntastofnunar sem hefur að markmiði að vaka yfir íslensku máli. Gáðu að því ef þú skilur það ekki! hugsaði ég. Það eru til orðabækur! Fjöldi manns skilur orðið. Og fjöldi manns, sem ekki skilur orðið, er reiðubúinn að fletta því upp í orðabók og leggja það á minnið. Þriðji hópurinn, sem er sammála spyij- andanum, er þó sennilega stór. Honum er illa við að notað sé orð sem hann skilur ekki og hann hneykslast. Samhengi málsins er honum óþekkt hugtak. Svona hefði bam ekki spurt. Það hefði spurt: Hvað er gráð? Þá er nærtækt að geta þess að stundum er fundið að því að orð í ræðu eða riti sé fyrnt. Aðfinnslan er álösun. Það vekur upp spuming- una um hvenær orð sé fymt. Ég get ekki svar- að því. Þegar ég heyri að orð sé. fymt dettur mér alltaf í hug annað orð: úrelding. Orðið er úrelt. Eins og bátur er úreltur til þess að fá annan nýrri. Samlíkingin er oft við hæfí. Sjáum til! Bátar og skip eiga sinn úreldingarsjóð. Nú legg ég til að orðin eignist sinn úreldingar- eða fyrningarsjóð og mætti nefna hann Biðorða- sjóð. Þangað fari orð sem eru vannotuð af ein- hverri ástæðu, látin ónotuð eða fallin í ónáð. Ástæður til þess geta verið mýmargar. Á hinn bóginn væri ekki ónýtt fyrir heimspekinga og aðra vísindamenn, rithöfunda og þýðendur, að eiga kost á að ausa úr slíkum nægtabrunni. Nú þykir mér tími til kominn að hætta hugs- anaflakki og varpa fram spumingu í fram- haldi af orðum mínum í upphafi málsgreinar- inr.ar hér á undan: Getur orð, sem er í notkun, verið fymt? Segjum að það sé orð sem þrítugur maður minnist ekki að hafa heyrt eða séð á prenti. Á hinn bóginn er honum sagt að það hafi ver- ið ti! í gamla daga. Hann þekkir það ekki og heldur að það sé fyrnt. En allstór hópur fólks um sextugt - sjötugt, og þaðan af eldra, kann- ast við orðið og notar það iðulega; ef til vill íbúar í aðeins einum landsfjórðungi. Það gæti verið orðið gráð eða t.a.m. hjölur, sem Böðvar Guðmundsson leggur í munn sögumanns á blaðsíðu 70 í Lífsins tré ásamt mörgum öðmm gömlum og fallegum orðum. Þau hæfa alger- lega umhverfinu og lýsa það upp með látlaus- um ljóma sínum. Eru þessi orð fymd einungis af því að margur maðurinn kannast ekki við þau? Og þar með réttlaus í íslenskri tungu? Ég held að unga fólkið ætti að vera þakklátt þeim sem varðveita samhengi málsins. Það gerir margt roskið fólk án þess að vita það. Þó ég tali hér um fymd orð er víðs fjarri að ég skilji, eins og ég hef þegar tekið fram, hvað átt er við þegar fullyrt er að orð sé fyrnt. Getur orðasamband líka verið fymt? Eða skort- ur á orði? Já, skortur á orði, það að nota ekki orð? Þorri manna segir: Ég flutti í nýja húsið fyrir sex árum síðan. Hann dó fyrir ári síðan. Enn segja margir: fyrir sex ámm ... fyrir ári... Þeir sleppa síðan. Er mál þeirra fyrnt? Nú segja flestir: vinka einhveijum. Má þá fullyrða að orðalagið sé fymt þegar sagt er: veifa einhveijum? Böm væru reiðubúin að veifa einhveijum ef fullorðnir hefðu það fyrir þeim. Ég man nú ekki lengur í hvaða fjölmiðíi það var, en hinn 14. mars 1997 sagði fréttamað- ur: Umsvifamesti eiturlyfjasmyglari landsins til; fjölda ára ... Margir segðu: Umsvifamesti eiturlyij'a- smyglari landsins árum saman. Er mál þeirra fyrnt? Næstum daglega heyri ég í útvarpi eða sjón- varpi að menn fari í búð til að versla í matinn. Margir segðu: til að kaupa í matinn. Er mál þeirra fymt? Fyrir nokkmm dögum heyrðist í sjónvarpi: í þessum töluðum orðum er verið að undirrita samninga. Margir segðu: í þessari andrá, eða blátt áfram: núna. Er mál þeirra fymt? Varla heyrist annað en að þessi eða hinn hafi misst 10 kíló. Vesalings maðurinn! Vonandi ekki ofan á tæmar á sér. Margir segðu að hann hefði lést um 10 kíló. Er mál þeirra fymt? Æ oftar segja þulir eða viðmælendur i út- varpi/sjónvarpi eitthvað þessu líkt: Við ókum einhveija tugi kilómetra. Ef ég skil manninn rétt held ég að ég segði: Við ókum nokkra tugi kílómetra. Er mál mitt fymt? Ef til vill þykir hlægilegt að spyija svona. En dokið við! Ef svo heldur fram sem horfir kemur að því að svarað verður játandi. Nema upp risi hrópandi sem þorir að láta í sér heyra. Á Islandi voru til menn sem þorðu, þess vegna er íslenska mál okkar nú í lok tuttugustu ald- ar. Verður það síðasta öldin? Ekki er fráleitt að gera ráð fyrir að hópurinn sem nú talar um að hitt og þetta sé fymt fari að gefa í skyn að íslensk tunga sé fymd og sjálfsagt að taka upp ensku í hennar stað. (Hér að framan tek ég nokkur neikvæð dæmi, séð eða heyrð í fjölmiðlum, en gæti al- veg eins nefnt hin jákvæðu því tungutak margra fréttamanna (kona er maður) er af- bragðsgott. Það era hinir skeytingarlausu sem koma óorði á málfarið). MÁR ELÍSON HAMINGJAN er hamingjan bankaði á dyrnar þá opnaði ég samstundis ég hleypti henni inn og bauð henni uppá nýhellt svo þegar hún alltíeinu kvaddi, þá hellti ég úr hálfköldum bollanum - og sá... að það var korgur í botninum. hið ósýni- lega það er hið ósýnilega sem mun bjarga okkur - hörmungar umheimsins birtast okkur alla daga í ýmsum myndum ég horfi á - úr fjarlægð úr hitanum úr örygginu úr hásæti mínu úr rafvæddu umhverfinu í gegnum þykka rúðuna á íbúð minni segi ég við sjálfan mig: það er hið ósýnilega sem mun bjarga mér Höfundur er hljómlistarmaður. ÓLAFUR THÓRODDSEN DÖGUN Á tinnu galdurs titrar villuljós, það kveikti þrá er þýðist dag ei meir, hún gekk í fjall hins fjólubláa draums og leidd af spá um líf sem aldrei deyr. Það lokkar til sín Ijósið feiga menn, þeir léku draum og lágu fram á kvöld á tinnu stál, í stjörfu gervi draums um nautn og glaum og nykruð silkitjöld. Við fölskva eldsins iðrast þeir of seint og dagblind spá ei dreyrir gaídri meir. í kolri ösku kólnaðs æskudraums er kviksett þrá og þessum degi deyr. Höfundur er lögmaður í Reykjavík. Höfundur er rithöfundur. MELIH CEVDET ANDAY SÓLVAGGAN Hjalti Rögnvaldsson þýddi Meðan sólin raðar skýjum fyrir utan gluggann minn hreyfist vaggan hennar Alft á sínum stað, steinn tómleikans, tímalaus hæð hafsins, jarðaður akurinn og vindurinn blæs í enga átt Sólvagga sveiflast ennþá eins og til að sanna að tíminn sé til Þýðandinn er leikari. Ljóðið þýddi hann til minningar um son sinn, Hlyn Jóhann sem andað- ist ó sl. sumri, 14 óra gamall. Melik Cevdet Anday er fœddur 1915 í Istambul. Asamt nokkrum öórum Tyrkjum er hon- um eignaður heiðurinn af því að hafa fært þarlenda Ijóðlist nær nútíðinni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.