Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 16
; / áður. Hátíðin var því haldin í 51. sinn í ár. Hún hófst með sýningu á Natan vitra eftir Lessing í garði páfahallar, svo sem venja er, með þekktum leikara, Sami Frey í titilhlut- verkinu. Af þeirri sýningu sá ég ekki nema leikmyndina, sem var mjög hugvitsamlega gerð og undirstrikaði vel það sem gagnrýn- endur kölluðu sýninguna: táknmynd skilnings og umburðarlyndis. Ekki veitir nú henni versu af því. En fyrst minnst er á leikmyndir, var í tengslum við hátíðina efnt til mikils málfund- ar um gildi og hlutverk leikmyndar í nútíma leikhúsi, um hið myndræna inntak leiksýn- inga. í Frakklandi, líkt og víða annars stað- ar, þykir sumum nóg komið af alveldi myndar- innar í útfærslu verka og tími kominn til að hleypa orðinu og skáldskap þess að aftur. Leiklistarhátíðin í Avignon skiptist í tvo hluta eins og t.d. Edinborgarhátíðin. Hin eig- inlega hátíð eru þau verk, sem þangað er boðið, ýmist sýningar frá útlöndum eða Frakklandi, sem þegar hafa vakið athygli, ellegar sýningar, sem settar eru upp í fyrsta skipti á hátíðinni sjálfri. Svo er hátíð „utan múranna" og þar keppast flokkar um að sýna sig og vekja á sér athygli, borga meira að segja með sér er mér sagt. Af dagskránni að dæma, virðist hún ekkert hafa sett ofan, þótt slíkar raddir heyrist með jöfnu millibili og í ár var áhersla lögð á rússnesk verk og rússneska flytjendur og sígildir höfundar Rússa í fyrirrúmi, Gogol, Dostojevskij, Tolstoj og Tsjekhov. Til þess að gera hátíðinni skil þyrftu menn að dveljast í Avignon í vikutíma eða hálfan mánuð en á því voru ekki tök að þessu sinni. En mér þótti gaman að vita til þess, að sérstök dagskrá var höfð til að heiðra minningu mikilhæfs leikhúsmanns, Antoine Vitez, sem hafði lofað mér að koma til ís- lands með leikflokk frá Comédie Francaise, nokkrum mánuðum áður en hann féll skyndi- lega frá. Og þá er röðin komin að Festival dArt lyrique en Aix, sem líka hefur áratuga hefð að baki og séð glæsilega daga, þegar Gabriel Dussurger hélt þar um stjómvölinn og stjöm- umar Teresa Stich-Randall. Luigi Alva og Gabriel Bacquier heilluðu áhorfendur með söng sínum. Nú hamlar fjárskortur og hátíðin rís vart undir nafni. Þó var unun að hlýða á Sálumessu Mozarts í flutningi ungra söngv- ara og kórs og hljómsveitar frá Fréderic Chop- in-akademíunni í Varsjá í Frelsarakirkjunni og hljómsveit ungs fólks og ungir söngvarar frá Manchester komu geðugt fyrir í lauslega sviðsettum flutningi á Cosi fan Tutti Moz- arts. Ég hef lengi velt því fyrir mér af hveiju sú ópera nýtur ekki meiri vinsælda en hún gerir með sína yndislegu músík; sennilega er það vegna þess, að enginn heilvita maður getur tekið það alvarlega að hinir ungu elsk- endur þekki ekki hverjir aðra í einhveijum kjánalegum dulbúningum; efnið fellur ein- hvern veginn um sjálft sig. Þessi flutningur fór fram í garði eins af elstu háskólabygging- unum og var farið að rökkva. Um það leyti, sem hljómsveitarstjórinn hóf tónsprota sinn og hinn fagri forleikur hljómaði, hófst ein- kennileg samkeppni. Svölurnar á húsþökunum urðu svo innblásnar af Mozart, að þær hófu upp þéttan söng og meira að segja dúfumar stóðust ekki mátið og kurruðu með. Þessi merkilega keppni náttúru og listar stóð dijúgt fram eftir fyrsta þætti, uns listin hafði betur og fuglamir fóm að lúlla. Samhliða tónlistarhátíðinni hefur danshátíð þróast og á nú tveggja áratuga afmæli. Þar sýndu ýmsir helstu dansasmiðir Frakka verk sín, Maguy Marin, Odile Duboc og Angelin Preljocaj. Eg sá verk eftir þann síðastnefnda, sem kallast garðurinn og þar var að verki sjálfur ópemballettinn frá París með tvær skæmstu stjömur sínar í broddi fylkingar. Sýningin átti að hefjast kl. 22, eftir að skyggja tók og vera í garði erkibiskupsins, þar sem komið hefur verið upp ágætasta útileikhúsi eins og í páfagarðinum í Avignon. En nú fór í verra. Frést hafði af skruggum í Marseille um morguninn og undir kvöld vom þær komn- ar til Aix og fylgdi þeim úrhelli. Un malhe- ur, sögðu innfæddir, une catastrophe, ógæfa, stórslys. Þó að stytti upp um síðir tók sinn tíma að þurrka sviðið, svo dansararnir fæm sér ekki að voða í sleipri bleytunni; og áhorf- endasætin vom svosem ekki þurr heldur. Þó að búið væri að skrúfa fyrir himinbunurnar, héldu dropar áfram að hrynja af blöðum tijánna og ljóskösturunum á leiksviðinu. Klukkan um ellefu hófst loks sýningin og stóð fram á rauðanótt. Sá sem hér segir frá er í eðli sínu heldur kvöldsvæfur og við bætist að frúin, sem sat fyrir framan mig hafði úðað sig svo miklu ilmvatni að mig sveið svo í ofnæmis- augun og átti erfitt með að halda þeim opnum. Sýn- ingin var þó þess virði, kóreógrafían að vísu ójöfn, en stundum snjöll og heild- arhugsunin ekki nægilega skýr, að því er mér virtist. Dansaramir vom hins veg- ar svo frábærir, að mann rak í rogastans, þegar þeir tóku við fagnaðarlátum í lokin og reyndust eftir allt vera mennskir en ekki fuglakyns eða úr furðu- heimum. Þar bar hæst þau Isabelle Guérin og Laurent Hilaire, sem Rudolf Nuryev gerði að stjömum fyrsta kvöldið sem þau dönsuðu saman Svanavatnið fyrir rúmum 10 ámm. Ósjálfrátt minntu þau á leik flamengóanna bleiku, sem við höfðum kynnst í þjóðgarðinum í Camargue fyrr um daginn innan um villtar brúnar nautahjarðir og gráa hesta, sem kúrekar þessara árósa Rónarár rækta og em minni en aðrir hestar í Frakklandi; reyndar heita þeir ekki kúrekar þar um slóðir heldur guardians, verðir og búgarðamir kallast manardes sem ég veit nú reyndar ekki hvemig á að þýða fremur en margt annað á þessum slóðum. Próvensalskan heldur enn velli, þótt hún sé sögð á undanhaldi. Enginn virðist fylgja for- dæmi Fréderic Mistrals í dag og skrifa á því máli. Rejmdar hafa margir ágætir bókmennta- menn komið héðan, til dæmis Marcel Pagnol, höfundur Marseille-leikjanna um Fannýju, César og Maríus og frásagna, sem nýlega hafa verið uppistaða vinsælla kvikmynda eins og Stolt föður míns. Enginn sem ann fagurbók- menntum ætti heldur að láta undir höfuð leggj- ast að koma í Cité du Livre í Aix, mikið nútíma- bókasafn, þar sem sérstök deild er helguð nóbelshöfundinum Saint John Perse. Þar sat Sigfús heitinn Daðason, þegar hann var að þýða Perse, en ekkert skáld íslenskt hefur lýst þessu héraði af sama næmleika og innsýn og hann. Sá sem hér heldur á penna hefur einnig löngum haft mikið dálæti á Alphonse Daudet og myllunni hans og því var gaman þangað að koma. Daudet var Parísarskriformur sem dró sig úr glaumi heimsborgarinnar og settist að í myllu í Fontvielle. Niðri bjuggu hérar og þá rak hann út, en uppi sat vitur ugla og til atlögu við hana lagði hann ekki. Þau bjuggu því saman þama í myllunni, hún uppi, hann niðri og þaðan skrifaði hann bréf, sem fræg urðu. En er ekkert leikhús í Aix? Jú, reyndar. Fullhuginn Alain Simon heldur úti sumarleik- húsi ofan á vetrarvertíðina í litlu leikhúsi sínu Théatre de lAtelier. Hann er mikill hugsjóna- maður og hefur skrifað merkar bækur um eðli leiks og listar; sömuleiðis heldur hann uppi leiksmiðju með bömum. En sýningin sem ég sé er ætluð fullorðnum, öguð og póetísk. Og hvað skyldi hún fjalla um? Paul Césanne og það sem hann leitaði að í fjallinu Sainte Victoire. Og eftir austurríska skáldið Peter Handke. Það var þá eftir allt saman Cézanne í borg Cézannes. Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi Þjóð- leikhússtjóri. STJÖRNUR Parísaróperunnar Isabeli Guérin og Laurent Hilaire dansa í Garðinum. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997 Morgunblaðið/RAX MYNDLISTARMENNIRNIR Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristinn G. Harðarson og Eggert Pétursson eru allir í sterkum tengslum við íslenska náttúru í verkum si'num. Sýningin Umhverfis feguróina sem veróur opnuó í Listasafni Kópavogs, Geróarsafni, kl. 15 í dag varpar Ijósi ó ríkan þótt nóttúrunnar í íslenskri sam- tímamyndlist. HULDA STEFANSDOTTIR settist nióur meó listamönnunum sem hluteiga aó móli, þeim Kristni G. Haróarsyni, Eggerti Péturssyni og Helga Þorgils Friójónssyni, og reyndi aó henda reióur ó sameiginlegum einkennum þremenninganna. NAFNLAUS eftir Eggert Pétursson, frá 1997.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.