Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 17
GYLLT SÓLARLAG eftir Helga Þorgils Friðjónsson, frá 1997. Myndlistarmennirnir Helgi Þorgils Frið- jónsson, Eggert Pét- ursson og Kristinn G. Harðarson hófu feril sinn á ákveðn- um tímamótum í ís- lenskri myndlist sem urðu í kringum 1980 þegar hugmyndalist SÚM-kynslóðarinnar blandaðist viðhorfi síð- módernismans með tilkomu nýja málverksins. Ljóðræn hugmyndalist er enn talsvert áber- andi í íslenskri myndlist og Guðbjörg Kristj- ánsdóttir sýningarstjóri leiðir rök að því í grein sinni í sýningarskrá að náttúran og umhverfið hafi verið mótandi afl í íslenskri nútímamyndl- ist. íslensk náttúra sé svo auðug af andstæð- um að auðvelt reynist að tengja henni ýmsar tilfinningar og gera hana að vettvangi drauma og hugsjóna. í grein sinni segir Guðbjörg að það sem sameini list þremenninganna Eggerts, Kristins og Helga Þorgils, sé eins konar uppgjör við módernismann sem lýsi sér í endurmati á fort- íðinni og fagurfræði hennar. „Það að vera nútímalegur þýddi í raun að láta hið gamla og nýja mætast í verkum sínum. Leitað var fanga í listasögunni og staðbundnum einkenn- um í myndlist gefinn meiri gaumur." Guð- björg segir listamennina alla vinna náið úr umhverfi sínu, bæði persónulegum bakgrunni og hversdagslegum viðburðum, og tengja list- ina veruleikanum. Af þessu skapist óvænt sýn á fegurðina, sýn sem mörkuð er af þróun er- lendrar samtímalistar, eldri liststefnum sem og íslenskri náttúru og menningu. Guðbjörg nefnir þessa klofnu sýn, þríhöfðasýn, og orðið vísar til mannshöfuðs, hins þríeygða guðs, í myndum Helga Þorgils. Höfuðs sem er þeim hæfileikum gætt að snúa fram til þriggja átta og skynjar allt í senn fortíðina, núið og fram- tíðina. Tilfinning fyrir bakgrunninum Kristinn er fyrstur til að svara því hvort hann upplifi listsköpun sína sem séríslenska. Hann bjó um tíma í Bandaríkjunum og segir erfitt að svara því hvort verk hans beri ís- lensk einkenni, sérstaklega þar sem myndefn- ið sé að hluta til bandarískt. „Verkin eru jafn- framt byggð á bandarískum stíl ofurraunsæis en samt held ég að þær skeri sig talsvert úr mmMmsk ÁIM TITILS eftir Kristin G. Harðarson, úr myndaseríu frá 1993-’97. hefðbundnum verkum í þeim stíl. Tilfinningin er önnur og ólík þeirri sem einkennir banda- rísk málverk án þess að ég geti fullyrt að þessi einkenni séu séríslensk." Eggert, sem búið hefur í Englandi sl. 6 ár, segist finna fyrir því að hann leiti til upp- runans í verkum sínum. „Ég mála einungis íslenskar plöntur. Þær eru eins og tungumálið og Islendingar skynja þær á allt annan hátt en útlendingar. Ég hef reynt að mála erlendar plöntur en það hefur aldrei gengið. Eftir að ég fluttist utan gerði ég mér grein fyrir því að ég vildi mála íslenskar plöntur en ekki erlend tré.“ Hann kýs að hafa verkin án titils því þau geti skoðast abstrakt. Eggert vinnur myndir sínar sem innsetningu í rými. Birtu- fiæði er áberandi þáttur í verkum hans og fyrir sýninguna í björtum sal Gerðarsafns vann hann myndir sem allar hafa hvítt yfir- borð. Óstöðugleiki tímans er honum hugleik- inn. „Verkin breytast eftir aðstæðum, eftir birtuskilyrðum þess augnabliks sem myndin er borin augum. Það að skoða myndina verður hluti af verkinu, áhorfandinn verður því hluti af því.“ Hver mynd er byggð upp í mörgum lögum og yfirborðið er þykkt og upphleypt sem gerir það m.a. að verkum að myndirnar breytast eftir því hvernig birtan fellur á þær. Nærvera ofurfínlegra plantnanna getur því verið jafn sterk úr mikilli fjarlægð eins og við nánari skoðun. Misskílin tókn leiðrétt Helgi Þorgils segist ekki hafa Ijarlægðar- reynslu á við félaga sína tvo en hann hafi alltaf unnið mikið með menningarsögu ís- lands. „Það er mér ekkert keppikefli að gera íslenskar myndir en ég leita talsvert í norræna sögu og af því að þið voruð að tala um heiti mynda þá gef ég gjarnan myndum mínum heiti sem afvegaleiða áhorfandann eða lýsa hlutlaust því sem fyrir augu ber,“ segir Helgi. „Eins og Eggert vil ég að myndir mínar séu lesnar á margan hátt, með hliðsjón af sög- unni og táknfræðinni eða jafnvel sem abstrakt hlutur.“ Táknin í myndum Helga Þorgils koma nú frá norðlægari slóðum en áður; þorskur, íjallagrös og búkolla hafa bæst við leirker, krukkur og ávexti. „Fyrir áratug notaðist ég mikið við listsöguleg tákn. Á ákveðnu tíma- bili fannst mér fólk vera farið að mistúlka tákngervinga mína og setja þá svo mikið í samhengi við allt aðra hluti en vöktu fyrir mér sjálfum að ég yrði að leiðrétta þennan misskilning. Smám saman fór ég því að taka v íslenska hagann og önnur nærtækari tákn inn í myndirnar en með sama innihaid í huga.“ Hreinsun á misskilningi varð líka til þess að hann fór að mála fólk og dýr á raunsærri hátt og styðjast meira við ljósmyndir en minni. „Það fer síður á milli mála hvað hér er á ferð- inni.“ Helgi segir að myndir sínar hafi engu að síður alltaf þótt sýna sterk norræn ein- kenni. „Myndirnar sem íslendingum þykja hafa suðrænt yfirbragð virðast vissulega höfða til ítala en þeir fullyrða að svona gæti enginn ítali málað, þeim finnast hins vegar norrænir málarar í gegnum tíðina hafa gert þeirra eig- in menningarheimi góð skil og hjálpað þeim sjálfum að nálgast hann.“ Söguleg og trúarleg tenging er mikilvægur þáttur í list Helga Þorgils. Táknsæinu er ætl- að að koma til skila veigamiklu atriði í list hans,_ sakleysinu og áreiti illra afla í kringum það. I nýjustu verkunum birtist listamaðurinn sjálfur í líki höfuðs sem snýr í þijár áttir eða speglast í vatnsfleti. Spegluðum og margskipt- um ímyndum er ætlað að vísa til tvíþætts eðlis sjónarinnar og leyndardóma skynjunar- innar. Kristinn skýtur því nú að Helga hvort hann vilji að áhorfandinn lesi myndirnar svo táknrænt. „Ég vil að fólk skoði þær fyrst sem hreinar myndir en kafi síðan ofan í þær. Ég byggi myndirnar á óteljandi skissum, í stóru myndunum hef ég dregið saman margar skiss- ur og þar er táknræn merking margþætt. I litlu myndunum set ég hins vegar fram eina ákveðna hugmynd.“ Hann segist hafa orðið var við það að margir vilji ekki túlka myndirn- ar heldur bara horfa. „Módernisminn hefur ýtt sögulegum tilvísunum til hliðar og það gaf mér tilefni til þess að sækja myndefni aftur í tímann og gera verk sem ekki væru bara litur og lína.“ Hann segist vera orðinn miklu frjálsari í vinnubrögðum með aldrinum. Krist- inn tekur undir það og segist vera hættur að taka svo mikið mið af tíðarandanum og um- hverfinu. „Þó maður fylgist alltaf með því sem er að gerst þá leyfir maður sér frekar að hverfa ofan í eigin sérvisku og svo öðlast maður líka vonandi meira öiyggi með aldrin- „ um.“ Feguróin handan feguróarímyndarinnar Guðbjörg ræðir um fegurðarímynd íslenskr- ar náttúru í grein sinni um sýninguna og þvi er ekki hægt að láta það kyrrt að spyija um sýn þeirra á fegurðina. „Fegurðin felst í ákveð- inni lífsheild," segir Helgi. „Ég reyni að keyra fram úr viðtekinni fegurðarímynd. Gera hana matarmeiri þannig að oft þurfi jafnvel áreynslu til að finna hana.“ Kristinn segist ekki meðvit- aður um fegurðina í verkum sínum. „Ég býst við að fegurðin komi ósjálfrátt því ég geri myndirnar ekki viljandi fráhrindandi." Eggert segist sakna þess sem hann lýsir sem fallegum groddaskap í eldri verkum Kristins og segir myndir hans nú mun fágaðari. „Ég ímynda mér að það gerist með aldrinum," svarar Krist- inn. „Það er ekki hægt að halda grófri tján- ingu út endalaust." Eggert tekur undir með honum og segir að ósjálfrátt hafi vinnuferli mynda sinna lengst og nú geti hann verið upp undir ár að vinna eina mynd. Síðan búast þeir við að vinnan verði aftur grófari með handskjálftanum í ellinni. „Ég er ekki að leita að fegurðinni í myndum mínum, þó illmögu- legt sé að gera ljóta blómamynd," segir Egg- ert. Allir hafa listamennirnir á sinn hátt dregið fram gömul gildi. Helgi Þorgils byggir mynd- heim sinn á sögulegum táknum og myndbygg- ingin er sótt aftur til málverka endurreisnar og ný-klassíkur. Eggert byggir á aldarlangri hefð blómamynda á Vesturlöndum og Kristinn fetar í fótspor þúsundþjalasmiðsins og er sagð- ur ferðast örar á milli miðla og stíla en nokk- ur listamaður. „Þetta er ekki svo viljandi gert heldur frekar undir áhrifum tíðarandans," segir Eggert. Helgi segist leitast við að gefa hlutum merkingu upp á nýtt. „Nokkuð sem módernisminn var að hafna en samt síst til þess gert að greiða honum rothögg því mynd- ir mínar bera þess mjög augljós merki að vera afkvæmi módernismans,“ segir Helgi. Kristinn segist horfa í allar áttir og hafna engu. „Ég hef gaman af því að grúska í gam- alli myndlist án þess þó að standa utan við það sem nú er að gerast,“ segir Eggert. Helgi veltir fyrir sér stöðu myndlistar í dag. „Mér finnst viss þreyta vera ríkjandi og þörf á end- urskoðun." Kristinn segir endurskoðun í listum eiga sér stað með reglulegu millibili. „Það ligg- ur alltaf beinast við að leita í gagnstæða átt við ríkjandi skoðanir.“ Hin eilífa hringrás heldur áfram. -■ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.